Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 13
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979. 13 Falleg verölaun eru 1 boði. 10 ára afmælismót Pierre Robert Hið árlega Pierre Robert golfmót verður haldið á Nesvellinum á Seltjamarnesi dagana 14,—17. júni nk. og er þetta 10. árið í röð sem Pierre Robert golf- mótið er haldið. Pierre Robert golfmótið nýtur sívaxandi vinsælda og er nú orðið langstærsta og fjölmennasta golf- mótið á landinu næst á cftir sjálfu Islandsmótinu. Keppt verður í átta flokkum karla, kvenna og unglinga. Raðað er í karla- og kvennaflokk eftir for- gjöf viðkomandi en í unglinga- og drengjaflokk eftir aldri. 18 ára og yngri fara i eldri flokk. 15 ára og yngri i drengjaflokk. Aldur miöast við 1. júlí nk. Þeir piltar sem hafa forgjöf 7 eða lægri leika i meistaraflokki karla en keppni þeirra verður sunnu- daginn 17. júni. Búizt er við öllum beztu kylfingum landsins þar sem keppnin gefur mikilvæg stig til landsliðsins. Annars hefst keppnin á fimmtudaginn. Þá leika konur og ungiingar en daginn eftir verður leikið í 3. flokki karla meö forgjöf 19—24. Á laugardaginn verður keppt í tveim flokkum, 1. flokki karla með forgjöf 8—13 og 2. flokki karla með forgjöf 14—18. Leiknar eru 18 holur i þessum flokkum. Búizt er við miklu f jölmenni á sunnudaginn sem er síðasti keppnisdagur og.þá berjast meistarafiokks- menn í 36 holu keppni. öll verðlaun tii keppninnar eru gefin af umboðs- manni Pierre Robert hér á iandi, Islenzk-ameriska verzlunarféiaginu hf. Skráning á mótið er hafin i golfskálanum á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Síminn í golfskálanum á Nes- inu er 17930. Johann Neeskens til Cosmos Knattspyrnustjarnan Johann Neeskens gerði í gærkvöldi samning við bandariska stórliðið New Vork Cosmos til 5 ára. Samningsupphæðin mun vera um 1.4 milljónir dollara, eða sem svarar um 100 milljónir ísl. á ári! Ekki amalegt. Arsenal keppti mjög við Cosmos um að fá kappann í sínar raðir en hinn langi samningur mun hafa ráðíð úrslitum fyrir Neeskens, sem sá fram á fjárhagserfiðleika eftir 5 góð árhjá Barcelona. Neeskens vakti fyrst verulega athyglí 1974 1 HM keppninni 1 V-Þýzkalandi og var hann þá oft sagður „vélin” í hollenzka landsliðinu, cn Cruyff „heili” þess. Mcð Cosmos leika nú kappar eins og Franz Becke^batjer og Gcorgio Chinaglia. Knapp og félagar í efsta sætinu Um helgina var leikin heil umferð i norsku deilda- keppninni og urðu úrslit sem hér segir: Bryne — Lllleström 3-0 Hankam' —Mjölndalen 6-1 Start — Viking 0-3 Brann — Valerengen 0-1 Rosenborg — Moss 1-3 Skeid — Bodö Glimt 2-0 Stafla efstu liða er nú þessi: Viking 9 6 3 0 15-6 15 Bryne 9 6 0 3 22-11 12 Start 9 4 2 3 16-9 10 Moss 9 4 2 3 13-12 10 Rosenborg 8 4 1 3 12-10 9 Lilleström 8 2 4 2 6-9 8 „VAL UÐSINS VAR ERFTÍT’, - sagði Kjartan L Pálsson, einvaldur GSÍ „Jú, val liðsins var ákaflega erfitt, en erfiðara á það eftir að verða því af þessum átta sem ég hef valið fara aðeins sex út á Evrópumeistaramótið i Esbjerg 1 Danmörku,” sagði Kjartan L. Pálsson, landsliðseinvaldur i golfi, í stuttu spjalli við DB í gærkvöldi. Kjartan hefur valið 8 menn til æfinga fyrir Evrópumótið og fyrsta æfingin fer fram í dag á Grafarholts- vellinum, en héðan mun landsliðið halda þann 24. júní. Þeir, sem valdir hafa verið eru: Hannes Eyvindsson, GR Geir Svansson, GR Sigurjón H. Gíslason, GK Óskar Sæmundsson, GR Sigurður Hafsteinsson, GR Jón H. Guðlaugsson, NK England vann ífrjálsum England sigraði auðveldlega í 4- landa keppni í frjálsum íþróttum í Gateshead á Englandi í gær. Hlaut 234 stig. Belgía 155, Noregur 152 og Skotland varð neðst með 122 stig. Capes sigraði í kúluvarði — varpaði 20.40 metra og þar varð landi hans, Winch, Englandi, annar með 18.19 metra. Norðmenn sigruðu tvöfalt í kringlu, þó Hjeltnes væri ekki með. Walvik kastaði 58.22 m og Osorbeek 54.56 m. í hástökki sigraði Burgess, Skotlandi, — stökk 2.16 m. Athyglis- verðasta árangrinum náði David.Moor- croft, Englandi, sem keppti sem gestur í 5000 m hlaupi. Hann sigraði á 13:30.4 mín., sem er aðeins lakara en bezti heimsárangurinn á vegalengdinni. í landskeppninni varð Rose, Englandi, fyrstur á 13:33.4 mín. Alan Wells, Skotlandi, sigraði i 100 m (10.38 sek) og 200 m. Hinn 18 ára Graham Williamsen, Siotlandi, sigraði í míluhlaupi á 3:56.9 min. og hinn 17 ára Chris McGeorge, Englandi, sigraði í 800 m á 1:49.1 mín. Sveinn Sigurbergsson, GK Björgvin Þorsteinsson, GA. Þeir Jón Haukur og Sigurjón hafa hvorugur nálægt landsliði komið und- anfarin ár. Þeir Magnús Halldórsson, GK og Þorbjörn Kjærbo, GS, komu einnig sterklega til álita við val liðsins, en verða ekki með í þetta sinnið. „Það er ekki nóg að velja menn sem geta slegið langt, í svona hópi verða menn einnig að vera mjög félagslyndir því mikið byggist á samvinnu manna, einkum í tvíliðaleiknum (Scottish foursome),” sagði Kjartan einnig. Völlurinn í Esbjerg er mjög langur eða 6500 metrar, en lengsti völlurinn hér á landi nær því engan veginn og vantar talsvert uppá. Fyrst verður leikið í undankeppni og er þá keppt í venjuíegum höggleik — skor 5 beztu manna gUda. Þessi for- keppni er siðan notuð tU að raða þjóðunum niður í riðlana, en þeir verða þrír. Átta þjóðir verða í A-riðli, 8 í B- riðli og 3 í C-riðli. „Stefnan hjá okkur er að reyna að komast i B-riðUinn, en það er við sterkar þjóðir að eiga,” sagði Kjartan ennfremur. Allar þær Evrópuþjóðir, sem á annað borð hafa golf á sinni dagskrá hafa tilkynnt þátt- töku utan Portúgalar, sem ekki verða með að þessu sinni. í riðlakeppninni verður annars veg- ar keppt í tvUiðaleik þar sem keppendur slá annað hvert högg og hins vegar í fiolukeppni þar sem einn og einn leikur saman og gildir aðeins höggafjöldi hverrar holu fyrir sig — þ.e. hver hola er sjálfstæð keppni í rauninni. „Það gæti orðið erfitt að velja menn saman í þetta, því menn eru mishögglangir og það þarf að taka með í reikninginn í t.d. tvUiða- leiknum”. Undanfarin ár hefur golfið verið á stöðugri uppleið hér á landi enda mjög skemmtileg íþrótt í alla staði. Árangur landsliðsins hefur einnig farið batnandi með hverju árinu í samræmi við þró- unina hér heima og við vonumst bara til að árangurinn á EM verði góður. -SSv. Haukar leika enn á mölinni „Jú, við verðum að leika á mölinni á Hvaleyrarholtinu gegn Skaga- mönnum,” sagði Pétur Ámason, for- maður knattspyrnudeildar Hauka í samtali við DB í gær. „Það hefur ekkert miðað 1 samkomulagsátt við FH-ingana, þannig að við leikum líkast til alla okkar heimaleiki á mölinni — annað getum við ekki boðið uppá því miður.” Sannarlega hvimleitt að þurfa að leika á Hvaleyrarholtsvellinum þvi hann er ekki allt of góður af malarvelli að vera. Það er Haukunum þó sárabót, að þeir hafa fengið Steingrím Hálf- dánarson góðan af meiðslum og þeir Ólafur Torfason og Úlfar Brynjarsson verða nú einnig með. Akranes og Haukar hafa aldrei mætzt í 1. 1. deildarkeppninni en Skagamenn hafa að vonum haft undir- tökin í viðureignum liðanna i Litlu bikarkeppninni, sem fram fer á hverju vori. Haukarnir hafa átt erfitt uppdráttar í vor, en það að leikið er á mölinni, kemur þeim vafalítið til góða. Þá leika einnig í kvöld Valur og Vestmannaeyingar. Eyjamenn byrjuðu með góðum sigri gegn Þrótti en hafa ekki gert mark í tveimur síðustu leikj- um sínum — gegn Keflavík og KA frá Akureyri. Valsmenn hafa fengið 4 stig úr fyrstu þremur leikjunum — en alls ekki virkað sannfærandi eins og und- anfarin ár. Valur hefur þó sennilega á aðskipa jafnbeztaliðinu í l.deild. Eyjamenn hafa tapað síðustu fjórum leikjum sínum í 1. deildinni gegn Val og ekki skorað mark í þeim. Valsmenn hafa umtalsverða yfirburði yfir Eyjamenn ef árangur liðanna sl. 10 ár er skoðaður. Eyjamenn voru í 2. deild 1977, en í þau 18 skipti, sem liðin hafa mætzt á sl. 10 árum hafa Vals- menn unnið 8 leiki, 7 hefur lokið með jafntefli og Eyjamenn hafa unnið 3 þeirra. Árangur Vals er jafnvel betri úti í Eyjum, en þar hafa þeir unnið 4, gert fjögur jafntefli og tapað einum leik — skorað 13 mörk gegn 7. í Reykjavík hafa Valsmenn unnið 4, þrír hafa orðið jafntefli og tvívegis hafa Eyjamenn unnið — 1970 og ’71 í bæði skiptin 1 — 0. Markatalan er Valsmönnum einnig í hag hér í höfuðborginni eða 16—7. -SSv. ÞRJU M0RKISIÐ- ARIHALFLEIKNUM — tryggðu Tindastóli 4-3 sigur yfir KS. Huginn vann Val 11-1 Magnús Guðmundsson, markvörður KR, slær hér knöttínn yfir markið eftír þrumuskot Heimis Karlssonar. Aðeins markspyrna var dæmd í þessu tílviki og orkaði sá dómur tvimælis sem og margir dómar Sævars Sigurðssonar. DB-mynd Sveinn Þorm. Sjálfsmark varð bana- biti Víkinga gegn KR! —saklaus fyrirgjöf Sigurðar Indriðasonar varð að marki og tryggði KR sigur, 1-0 „Öll mörk eru góð — aðeins mis- jafnlega góð,” sagði Birgir Guðjóns- son, KR-ingur, eitt sinn við undirritað- an og orð hans eiga svo sannarlega við um leik Víkings og KR á Laugardals- veilinum í gærkvöldi. Á 48. mínútu sendi Sigurður Indriðason saklausa sendingu fyrir mark Víkings. Öllum til furðu lét Diðrik knöttinn óáreittan, sem sigldi yfir hann og lenti innan á stönginni fjær. Þaðan skoppaði hann síðan í fætur Diðriks og í markið. Sjálfsmark og það af ódýrari gerðinni. Þetta atvik er til marks um hið algera lánleysi Víkings. Með slíku áframhaldi bíður liðsins ekkert nema fall í 2. deild. Þetta eina mark reyndist duga KR-ing- um til sigurs. Ekki verður á móti því mælt að KR átti sigurinn fyllilega skilið, en markið var af ódýrari gerð- inni. En það eru stigin sem telja og KR- ingar hirtu þau bæði. Það spyr enginn um það eftir á hvernig leikirnir hafi unnizt. Leikurinn í gær reis annars aldrei upp úr plani meðalmennskunnar — á það geta áhangendur beggja liða fallizt. Nær allan leikinn byggðu bæði liðin upp á langspyrnum fram miðju vallar- ins og var sér í lagi sorglegt að sjá til KR-inganna, sem nýttu kantana afar illa. Sömu sögu má segja um Víking- ana. Vinstri kanturinn stóð þeim oft til boða þar sem Guðjón Hilmarsson var oft full djarfur í „overlapping”, en þeir rétt eins og KR-ingar sáu ekki þann möguleika. Inn á milli reyndu leikmenn að spila á milli sín en árangurinn varð oft tak- markaður, enda afar erfitt áð fóta sig á glerhálum vellinum. Vörnin hjá KR var HVALEYRARHOLTSVÖLLUR I. PEILD KL. 19.00 í KVÖLD HAUKAR - ÍA KOMIÐ OG SJÁIÐ SPENNANDI LEIK KNATTSPYRNUDEILD HAUKA. sterk í leiknum og er tvímælalaust sterkari hluti liðsins, en það vekur at- hygli að Magnús Jónatansson þjálfari skuli aðeins tefla fram tveimur virkum framherjum. Spil KR minnir óneitan- lega oft á spil landsliðsins, sem ekki hefur náð allt of góðum árangri. KR hefur það sterkum tengiliðum á að skipa að þrír þeirra eiga að hafa fullt vald á miðjunni. Með þrjá téngiliði er hægt að færa einn framar og ekki veitir af hjá KR því sóknaraðgerðirnar eru ákaflega einhæfar og fálmkenndar — byggjast nær eingöngu á stunguboltum á Jón Oddsson. Slíkt er ágætt svo langt sem það nær. Það er þó lítill vandi að stöðva slíkar sóknaraðgerðir. Ekkert er sjálfsagðara fyrir KR en að nota báða bakverðina í sókninni þvi bæði Guðjón og Sigurður Pétursson eru fyrir það að sækja upp kantinn — því ekki að notfæra sér það. Sigurlás Þorleifsson var beztur Vík- inganna i gær og það eitt segir meira en hástemmd lýsing. Sigurlás lék aðeins ,,á öðrum fætinum” ef svo má segja, því meiðsli í hægra fæti angra hann sí- fellt. Hann var sá eini af leikmönnum Víkings ásamt Lárusi Guðmundssyni, sem kom fljótlega inn á fyrir Óskar Tómasson, sem eitthvað sýndi. En hvers er draghaltur sóknarmaður megnugur gegn fjölmennri vörn? Ekki mikils, en það er var þó oft unun að sjá til Sigurláss leika á KR-ingana á öðrum fæti. Hörmung var oft á tíðum að sjá til leikmanna eins og Jóhannesar Bárðar- sonar. Boltinn kom aldrei almennilega frá honum og margar sóknarlotur Vík- ings koðnuðu í fæðingu við fætur hans. Það er að vísu ekki hægt að ásaka hann einan — liðið gerði sig allt sekt um sömu vitleysumar. Ef við lítum aðeins á tækifærin í lok- in áttu Víkingar gott skot að marki í byrjun leiks. Eftir það sótti KR í sig veðrið. Tvívegis fengu framherjar KR möguleika á að komast í gegn, en tókst ekki. Bezta færi fyrri hálfleiks fékk hins vegar Lárus Guðmundsson á 21. mínútu eftir snilldarsendingu. Hann hljóp varnarmenn KR af sér, en Magnús kom vel út á móti og bjargaði marki. Á 52. mín. skaut Lárus í þverslá og yfir af löngu færi og rétt á eftir átti Heimir Karlsson skot rétt yfir. Á 60. mín. fékk KR gullið færi. Tveir Vík- ingar hlupu þá saman og lágu báðir Sigurður Sverrisson Gísli Torfa missti af landsliðssæti! Gárungarnir í Keflavík höfðu það á orði, að Gísli Torfason hefði misst af því að spila sig inn í landsliðið i gær- kvöldi er leik ÍBK og Fram var frestað. Þetta var í fyrsta sinn í 14 ár, sem fresta varð leik i Keflavík og þótti mönnum ástæðan fyrir frestuninni ómerkileg. Dómarinn, Guðmundur Haraldsson, taldi að línur malarvallarins væm ekki nógu vel merktar, en skeljasandur hefur verið notaður til merkinga í Keflavík með ágætum árangri. Framarar höfðu áður reynt að fá leiknum frestað en ekki tekizt, en þegar þeir sáu leikskýrsluna í gærkvöldi vildu þeir óðir og uppvægir leika. Í ljós kom þá, að Gísli Torfason átti að standa í markinu, þar sem Þorsteinn Ólafsson gat ekki leikið vegna ígerðar. Keflvík- ingar eru í miklu markmannshailæri og var því gripið til þess að velja Gísla í liðið. Einnig vantaði Einar Ásbjörn í lið ÍBK. Ef þessum leik var frestað vegna lé- legrar merkingar á vellinum má eins fresta öðrum hverjum leik í sumar. eftir. Jón Oddsson náði boltanum og gaf fyrir markið. Sending hans var léleg en Sigurður Indriðason fékk ákjósan- legt færi til að bæta við marki, en hik- aði. Á 74. mín. fékk Sverrir Herberts- son enn betra færi eftir góða fyrirgjöf Jóns Oddssonar. Sverrir hitti ekki boit- ann og tækifærið rann út í sandinn. Eftir þetta fengu bæði lið sæmileg færi tíl að skora, en lánleysi sóknarmann- anna var algert. Slakur dómari var Sævar Sigurðsson - SSv. : Þriðja deildin er nú komin í gang um allt land og mun DB halda þeirri venju áfram að birta á þriðjudögum i sumar yfirlit yfir alia ieiki sem fram fara í deildinni. Þetta mæitistvel fyrir í fyrra og vonum við að svo verði einnig nú en við skulum vinda okkur í leikina. A-riðill Þrír leikir voru á dagskrá i þessum riðli í vikulokin en einum varð að fresta vegna misskilnings, leikur Víðis við Ármann hafði verið færður fram á fimmtudag án þess að forráðamenn Víðis vissu um það. Tveir leikir fóru þó fram og var annar þeirra leikur ÍK og Gróttu á gras- vellinum í Kópavogi. ÍK kom mjög á óvart gegn Víði um fyrri helgi og hirti stig í Garðinum en á föstudag komu leikmenn ÍK niður á jörðina með skelli. Á 10. mínútu skoruðu einir þrír varnar- menn sjálfsmark í sameiningu eftir hornspyrnu Gísla Jóns Magnússonar. Grótta sótti mun meira framan af en upp úr miðjum hálfleik jafnaðist leik- urinn en ÍK átti engin teljandi færi á meðan Grótta hins vegar óð í tæki- færum. í síðari hálfleiknum skoruðu Gróttumenn fjögur mörk. Ingólfur Hannesson (íþróttafréttaritari Þjóð- viljans) skoraði á 49. mín. Árni Guðmundsson á 57., Gísli Jón Magnússon á 69. og síðan Ingólfur aftur á 85. min. Stórsigur Gróttu, 5—0. í Garðabæ komu Njarðvíkingar stórlega á óvart með því að vinna Stjörnuna 1—0 í hörkuleik. Eina mark leiksins skoraði Haukur Jóhannsson úr víti í síðari hálfleik. Markið kom um 10 mín. fyrir leikslok en í fyrri hálfleik brenndi Magnús Teitsson af vítaspyrnu fyrir Stjörnuna. Njarðvíkingar hafa nú á að skipa mjög sterku liði en þeir gerðu jafntefli við Ármann í fyrsta leik. B-riðill í B-riðlinum voru þrír leikir um helgina. Leiknir vann Létti á föstudags- kvöldið 3—1 með mörkum frá Jóhannesi Sigursveinssyni, Hilmari Harðarsyni og Þorsteini Ögmundssyni. Þá áttust Óðinn og Katla við á laugardaginn. Óðinn sigraði 3—2 í skemmtilegum leik en staðan var 1—1 í hálfleik. Það voru þeir Jóhann Sævars- >n (2) og Stefán Aðalsteinsson sem skoruðu svöruðu fyrir Jón Óðin en fyrir Júlíusson og Kötlu Skúli Guðmundsson. Einir 5 leikmanna Kötlu búa í Reykjavík en afgangurinn austur í Vík í Mýrdal þannig að erfitt er um vik við æfingar. Afturelding vann Heklu 5—1 einnig á laugardag og er nokkuð ljóst að slagurinn mun standa á milli Aftur- eldingar og Leiknis í þessum riðli. Þorvaldur Hreinsson unglingalands- liðsmaður skoraði tvö markanna og slíkt hið sama gerði Guðjón Sigurðsson en fyrrum KR-ingurinn Sigurður Helgason skoraði 5. markið. Eina mark Heklu skoraði Samúel Erlingsson semerþjálfariliðsins. -SSv. C-riðill Aðeins einn leikur fór fram í þessum riðli um helgina. Þá áttust við Bolungarvík og Snæfell og sigruðu heimamenn með eina markinu í leiknum sem Alexander Jónsson skoraði. ÖJ. D-riðill í þessum riðli fóru fram tveir leikir og í þeim voru skoruð hvorki meira né minna en 14 mörk — 7 í hvorum. Það var leikur Tindastóls og KS frá Siglu- .firði sem vakti mun meiri athygli. Tindastóll vann fyrir skömmu Völsung 4—1 i bikarnum þannig að leikmenn KS vissu að hverju þeir gengu. Fyrri hálfleikurinn var að mestu eign KS sem skoraði þá þrjú mörk gegn aðeins einu heimamanna. í seinni hálfleik snerist dæmið hins vegar algerlega við og fyrstu 30 mín. síðari hálfleiks voru algerlega eign Tindastóls sem skoraði þá þrjú mörk og náði forystu, 4—3. Lokakaflann sótti KS mjög án þess að geta skorað þannig að Tindastóll stóð uppi sem sigurvegari. Mörk Tindastóls skoruðu þeir Sigurjón Magnússon og Stefán Ólafs- son — tvö hvor. Fyrir Siglfirðingana skoruðu þeir Friðfinnur Hauksson, Hörður Júlíusson og Þorgeir Rúnars- son. í hinum leiknum í riðlinum áttust við Leiftur frá Ólafsfirði og Höfðstrendingar. Það varð leikur kattarins að músinni því Leiftur vann ;7—0. Mörkin skoruðu þeir Guðmundur Sigurðsson 4, Geirharður Ágústsson 2 og Guðmundur Garðars- son eitt. Næstu ieikir verða um helgina og leika þá m.a. Leiftur og Tindastóll. -Þ.Á. E-riðill Stórliðið Árroðinn hóf keppnina með miklum látu n : sínum riðli. Það var lið Reynis sem varð fyrir barðinu á Árroðanurr. í þessum leik og voru yfir- burðirnir miklir enda hefur liði Reynis farið mikið aftur síðan í fyrra. Mörkin urðu fimm hjá Árroðanum að þessu sinni án ftess að Reyni tækist að svara fyrir sig. Ómar Tryggvason skoraði þrennu og þeir Baldvin Harðarson og Hákon Henriksen sitt markið hvor. Má búast við því að Árroðinn verði erfiður viðureignar í sumar í 3. deildinni. Þá léku einnig Völsungur og HSÞ í þessum riðli og lauk leiknum með sigri Völsungs, 2—0. Það voru þeir Friðrik Jónasson og Pétur Pétursson sem skoruðu mörk Völsungs. -St.A. F-riðill Úrslit urðu meira en lítið kyndug i þessum riðli um helgina en þá fóru fram þrír leikir. Á Fáskrúðsfirði áttust við Leiknir og Súlan. öllum á óvart varð þar jafntefli, 0—0, sókn Leiknis var þó afar þung allan síðari hálfleik- inn en allt bit vantaði þrátt fyrir að tækifærin kæmu á færibandi. Leikur- inn var ákaflega tilþrifaiítill í alla staði og úrslitin mjög óvænt. Þá léku Sindri og Einherji á Horna- firði. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á Vopnafirði en þar sem völlurinn þar er ekki kominn í stand varð það að ráði að liðin lékju á Hornafirði. Þar urðu einnig óvænt úrslit því þar varð einnig jafntefli, 0—0. Þetta var mikill baráttuleikur þar sem Einherji hafði undirtökin megnið af leiknum án þess þó að skapa sér nokkur færi að ráði. Engan hefur sennilega órað fyrir því í hálfleik í leik Hugins og Vals frá 'Reyðarfirði hvað biði hans í síðari hálfleik. Staðan í hálfleik var 2—1 .Hugin í vil. Pétur Böðvarsson náði forystunni fyrir Hugin en Valsmenn jöfnuðu. Guðjón Harðarson náði forystunni á ný fyrir hlé og þannig stóð í hálfleik. í síðari hálfleik brustu hins vegar öll bönd hjá Val og leikmenn Hugins skoruðu að vild. Þegar upp var staðið hafði Huginn skorað 11 mörk en Valur aðeins þetta eina. Mörk Hugins í síðari hálfleik gerðu Pétur Böðvarsson, 3, Aðalsteinn Smári, 2, Snæbjörn Vil- hjálmsson, 2, Rúnar Magnússon og Adolf Guðmundsson eitt hvor. st.J. _ 0 ' ' ' * . ' ' - Þrjárnýjar tegundir af kremkexí. Hver annari betri. Með appelaínukremi UWWWWW' mvwwww ■N S Með ávaxtakremi Með 8Úkkulaðikremi. wwwwww Reynið nýja bragðið strax í dag. KEXVERKSMIÐIAN HOLT REYKJAVIK SIMI 85550 lC íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir }]

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.