Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 10
BIAÐIÐ frfálst, úháð dagblað* Útgofandi: Dagblaðið hf. *■ Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. SkrífstofustjóH rítstjómar: Jóhannes Reykdal. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. íþróttir Hallur Símonarson. Menning: Aðalstoinn Ingótfsson. Aðstoöarfréttastjóri: Jói)as Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pólsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómassop, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pétursson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsðon. Sölustjórí: Ingvar Svoinsson. Droifing- arstjórí: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúl^ 12. Afgreiðsla, áskriftadoild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins ér 27022 (10 línur). Áskríft 3000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf., Stðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skorfunni 10. Vaxandi los á kjósendum Ekki er amalegt að vera í stjórnar- andstöðu, þegar önnur eins ríkisstjórn er við völd og sú, sem nú reynir í ör- væntingu að þrauka langt fram yfir andlát sitt. Meðan stjórnarflokkarnir rífa hver annan á hol sefur Sjálfstæðisflokkurinn værum blundi og græðir samt fylgi á tá og fíngri. Þetta sýna skoðanakannanir Dagblaðsins. Sú könnun, sem birt var í blaðinu í gær, bendir til, að flokkurinn mundi ná helmingi allra gildra atkvæða, ef þingkosningar færu fram nú, svo og 31 þingmanni af 60. Auðvitað eru þessar tölur ónákvæmar. En raunar þyrfti ekki að koma neinum á óvart, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði nú stærri kosningasigur en árið 1974. Þá var líka vinstri stjórn, en ekki eins fáránleg og þessi. Skoðanakannanir Dagblaðsins benda til, að fylgi flokksins hafi aukizt hraðast frá kosningum og fram til síðustu áramóta, en aukningin sé nú orðin mjög hæg. Framsóknarflokkurinn virðist nú loksins vera farinn að jafna sig eftir kosningaósigurinn í fyrra. Framan af stjórnartímabilinu hrakaði fylgi hans áfram, en tók svo snarlega að vaxa aftur í marz á þessu ári. Flokkurinn á nú fremur skammt í að ná hinu hefð- bundna fylgi sínu frá fyrri árum. Það þýðir, að nú bitna óvinsældir ríkisstjórnarinnar nærri eingöngu á Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu. Fyrri skoðanakannanir Dagblaðsins bentu til, að Al- þýðuflokkurinn hafi að mestu haldið sínu fram til síð- ustu áramóta. Síðan hafí fylgið hrunið á fyrstu tveimur ■ mánuðum þessa árs, en tapið hafi verið mun hægara síðan. Samkvæmt sömu heimildum virðist Alþýðubanda- lagið hafa haldið sinu mun lengur eða fram í marz á þessu ári. Síðan hafí það sætt hliðstæðu fylgishruni og Alþýðuflokkurinn sætti fyrstu tvo mánuði ársins. Fróðlegt væri að túlka frekar, hvað kom fyrir Al- þýðuflokkinn í janúar og Alþýðubandalagið í marz. Ennfremur hvað sneri gæfu Framsóknarflokksins í marz. En það verður ekki gert hér að sinni. Eins og síðustu kosningar sýna þessar miklu sveiflur á einu ári, að flokkstryggð hér á landi er orðin eins lítil og hún er til dæmis í Bretlandi. Kjósendur sópast í stórhópum fram og aftur milli flokka. Þetta sýnir líka tónninn í þeim, sem spurðir voru í síðustu skoðanakönnun Dagblaðsins. ,,Ég veit nú ekki, hvað hægt er að kjósa nú orðið; þetta virðast allt sömu fíflin,” sagði einn. ,,Þeir eru allir eins.” ,,Búinn að missa trú á öllum flokkunum.” „Þeireru allir jafn vonlausir.” „Þettaer skrípaleikur.” Þannig mætti lengi rekja ummæli fólks í skoðanakönnuninni. Það dregur töluvert úr gildi þessarar síðustu könn- unar, að nærri helmingur hinna spurðu vildi af ýmsum ástæðum ekki nefna neinn stjórnmálaflokk umfram annan. En það staðfestir þó um leið, að losið á kjós- endum fer vaxandi. Ekki er ástæða til að taka þessar kannanir sem ná- kvæma lýsingu á raunveruleikanum. En í stórum drátt- um endurspegla þær þó ákveðin mynztur í breytingum á fylgi stjórnmálaflokkanna. Stóra spurningin, sem engin leið er að svara, er um afstöðu þeirra, er sátu hjá í könnuninni. Skiptast þeir á flokkana, þegar til kastanna kemur, í sömu hlutföllum og hinir, sem gáfu greið svör? Eða er þar meira um óánægða stuðningsmenn stjórnarflokkanna, sem mundu i kosningum láta draga sig til heimahúsa? Þá væru sveiflurnar í raun nokkru minni en tölur könnunarinnar sýna. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. JUNI 1979. Ítalía: Kommúnistar halda óbreyttri stefnu —þrátt fyrir fylgistapið íliðnum kosningum og dánægju vinstri hluta f lokksmanna Þrátt fyrir verulegt fylgistap í kosningunum í fyrri viku ætla ítalskir kommúnistar að halda sömu stefnu áfram. Alls var tap þeirra 4% þeirra, sem kusu. Misstu þeir tuttugu og sex sæti í neðri deild þingsins og sjö í hinni efri eða senatinu eins og hún er kölluð. Þrátt fyrir þetta lýsti einn af forustumönnum flokksins, Gerardo Chiaromonte því yfir að ekki mætti meta niðurstöður kosninganna þannig að flokkurinn yrði að snúa frá þeirri stefnu sem fylgt hefur verið undir forustu Berlinguer formanns, eins helzta frumkvöðuls hins svonefnda Evrópukommúnisma. Sú stefna byggir á miklu sjálf- stæði kommúnistaflokka í Vestur: Evrópu gagnvart ráðamönnum í Moskvu, sem um áratuga skeið hafa verið forustumenn um allt sem lýtur að kenningum og markmiðum flokkanna, sem barizt hafa fyrir inn- leiðingu kommúniskra stjórnarhátta i Evrópu. Nú hefur orðið á þessu breyting. Allir stærri kommúnista- flokkarnir í Vestur-Evrópu undir forustu hins franska og ítalska hafa lýst yfir sjálfstæði sínu. ítalskir kommúnistar hafa nú um nokkurt skeið stefnt að setu í ríkis- stjórn með kristilegum demókrötum, stærsta flokki landsins og þeim flokki, sem verið hefur þar í forustu alveg frá lokum síðari heims- styrjaldar. Kommúnistar gera sér ljóst að lengra er nú til þess að gera megi sér nokkrar vonir um að geta boðið fólki upp á raunhæfan möguleika á vinstri ríkisstjórn sem mótleik gegn stjórnarforustu kristilegra detoókrata. Kommúnistar, sem eru ob, voru næststærsti flokkur á þingj ítaliu, höfðu forustu um það að þingmenn þeirra og nokkurra smáflokka hættu að veita minnihlutastjórn Kristilega demókrataflokksins hlut- leysi og aðstoð við afgreiðslu nauðsynlegra og mikilvægra mála. Töldu þeir að ríkisstjórn Andreoltis hefði gerzt um of hægri sinnuð og því ekki lengur verjandi að styðja hana. Kristilegir demókratar mega vel við kosningaúrslitin una. Formaður flokks þeirra, Beningo Zaccagnini, lét hafa eftir sér að kosningunum W/œ? Lög eða réttur? I samfélaginu eru margvísleg öfl að verki, sum auðvitað voldugri og sterkari en önnur. Ákveðnar reglur gilda um hvernig samskiptum þeirra skuli háttað. Sumar bundnar i stjórnarskrá eða helgaðar með lögum. Fleiri þó ræktaðar með hefð. Til þess að samleikur þessara afla í þjóðfélaginu hljómi þarf að virða leikreglurnar. Jafnt á borði sem í orði. Ella verður útkoman hávaði en ekki tónlist líkt og hjá hljómsveit, sem engan hefur stjórnandann og þar sem hljóðfæraleikararnir spila sitt lagið hver. Árekstrar og einleikur í orði setur löggjafarvaldið — Alþingi — landinu lög og fram- kvæmdavaldið — rikisstjórn — stýrir því að lögum. Sagt er að saman stjórni þessir aðilar landinu. Sam- kvæmt því ættu þessi öfl því að vera öllum öðrum sterkari. Ella gætu þau ekki stjórnað. En sú leikregla gildir ekki ávalltá borði, þótt hún standist í orði. Hér á íslandi er framkvæmdavaldið veikt, þótt það styðjist einnig við löggjafar- valdið. Það hefur t.d. færri möguleika til þess að koma áformum sínum fram en framkvæmdavald meðal frændþjóða okkar. Vald rikis- stjórnar og Alþingis nær ekki lengra en þeir sem valdið á að ná til kæra sig um. Verði t.d. ágreiningur milli framkvæmdavaldsins og annarra voldugra afla í þjóðfélaginu ræður sameiginlegur vilji framkvæmda- og löggjafarvalds ekki niðurstöðunni, nema hinn málsaðilinn uni því. Fallist hinn aðili að deilumálinu ekki á niðurstöðuna og neiti að una henni eru ríkisstjórn og Alþingi í raun réttri orðin valdalaus. Hljómsveitar- stjórinn hefur þá verið settur af og tyllidögum um löghlýðni, þingræði og lýðræðisást íslendinga vomir þessi vitneskja ávallt í skugganum þegar á- greiningur verður milli þjóðfélags- afla, sem ríkisvald telur sig þurfa að hafa afskipti af. „Hlýða menn lögum?” „Stjórnum við landinu?” Þessar spurningar, sem Ieitað hafa æ ofan í æ á landsfeðurna, hafa reynst þjóðarhag dýrkeyptari en margan grunar. Þær valda því nefnilega, að a „Minnumst þess, að í hjali um almenna ™ lagasetningu um skipan launamála í land- inu. . . . ræða menn ekki um lög og rétt . . . heldur deila um lög — EÐA RÉTT.” „fiðlarinn á þakinu” spilar óáreittur sinn Gamla Nóa í trássi við alla aðra hljómsveitarmenn, sem vilja halda á- fram með Beethoven. Dýr vitneskja Hvað sem hver segir á hátiðum og þegar ríkisvald hefur þurft að hafa afskipti af átökum voldugra þjóð- félagsafla hefur það oft orðið að fórna hagsmunum heildarinnar, hafna „hinu rétta” til þess að velja „hið ranga”, út frá því sjónarmiði að lausnina verði að velja þannig, að málsaðilinn geti við unað og fallist á

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.