Dagblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1979 „BAKKABRÆÐUR STAGLAST Á BRÁÐA- BIRGÐALÖGUM” —ítilefni ummæla ráðherrans Magnúsar Farmaðurskrifar: í Morgunblaðinu 7. júní kennir Magnús Magnússon ráðherra far- mönnum um að verkamenn og aðrir launþegar verði atvinnulausir eftir 17. júni en fái engar bætur úr at- vinnuleysistrvggingasjoði. VSI setti verkbann á undirmenn á farskipum 11. maí til að flýta fyrir samningum, að þeirra sögn. En hvað hefur skeð? Þeir hafa ekki talað við okkur frekar en við værum ekki til. Því þeir bíða eftir bráðabirgðalögum frá Bakka- bræðrum, Steingrími Tómasi og Magnúsi. Ef þessir Bakkabræður væru ekki alltaf að staglast á bráða- birgðalögum í tíma og ótíma væri búið að semja við farmenn. Magnús Magnússon er ráðherra fyrir flokk sem kennir sig við alþýðuna og ætla mætti að hann berðist fyrir bættum kjörum, fyrir sjómenn og verkamenn. En því er ekki að heilsa hjá ráðherranum. Það er engu líkara en hann sé stór- atvinnurekandi og hafi hagsmuni af að kaupgjald sé sem lægst. Háseti hefur samkvæmt launalista frá 1. marz kr. 199.596 í byrjunarlaun og þarf að skila allt að 56 tímum á viku í vinnu af vaktskyldu í brú. En með mikilli yfirvinnu hækka launin, eins og hjá öðrum launþegum. Yfirvinnu- tíminn hjá háseta á byrjunarlaunum er kr. 1.663. Þetta eru ,,háu launin” sem ráðherrann er að tala um. Hvað hafa svo hans laun hækkað við að lyfta launaþakinu? Það er sennilega talsvert hærra en við höfum á mánuði. Láglaunastefna? Þið berjizt fyrir láglaunastefnu en hækkið laun þeirra hæstlaunuðu um meira á mánuði en okkar mánaða- laun eru. Ef kommarnir í borgar- stjórn hefðu ekki lyft launaþakinu hjá rikisstarfsmönnum og öðrum há- launahópum væru viðhorfin önnur i dag. Þið hafið líka hækkað alla opin- bera þjónustu og skatta á þeim 9 mánuðum sem þið hafið stjórnað og verðbólgan vex eins og snjóbolti sem veltur niður bratta brekku. Ef þið hafið bein í nefinu, tækjuð til baka það sem hálunahópar hafa fengið umfram okkur láglaunahópa og spornuðuð við hækkunum á vöru og þjónustu, mun ekki standa á okkur að hjálpa til. En því er verr og miður, þið gerið ekkert til að stoppa þennan hrunadans. Farmaður er búinn að fá nóg af „stagli ráðherra um bráðabirgðalög” og nefnir sérstaklega ummæli Magnúsar Magnússonar. Enn umhass: RÉTTAÐ LEYFA NEYZLU OG RÆKTUN ,, Vcnjulegur borgari” skrifar: Nú er svo komið að landsmenn og þeir er lögum framfylgja verða að horfast í augu við þá staðreynd að hassnotkun er orðin mjög útbreidd og eykst dag frá degi. Það gera gleði- áhrif þessa efnis. Með orðinu gleði á ég við að öll uppljómun á veruleik- anum, fegurð og mikilleika hans, hlýtur að vekja gleði en það eru einmitt eiginleikar þessa efnis, að vekja slík hughrif. Hassið sem slikt er þó þeim ann- marka háð að þess verður að neyta í hófi því sé neyzla þess stöðug getur notandi þess átt á hættu að verða óvirkur út á við. Mönnum er svo í sjálfsvald sett hvort þeir líta á það sem neikvæða breytni ellegar ekki. Margt er það sem gerir bann við neyzlu þess óraunhæfa og skal hér tiundað nokkuð. Efnið skapar ekki þol eða ávana, er skaðlaust efnis- legum og andlegum eignum einstaklingsins, þ.e.a.s. sál hans og líkama, heldur í skefjum gláku og stillir asma. Nú skal litið á hinar mjög svo jákvæðu hliðar þess: Meðan neyzla efnisins fer fram leitast hugurinn við að skilja hlutveruleikann sem umlykur hvern einstakling jarðar- innar. Það má líkja þessari upplifun, sem á sér stað vegna neyzl- unnar, við mann er leitar á vit náttúr- unnar og skynjar fegurð hennar. Og um leið verður hann jákvæður gagn- vart lífinu í heild sinni, það er að segja, hann hefur öðlazt nýtt gildis- E 78x15 G78x15 H 78x15 L78x15 LR 78x15 HR 70x15 JR 78x15 GR 78 x 15 HR 78x15 GR 70x15 SAMYANG Sendum í póstkröfu um allt land KR. 19.500 BR 78x13 KR. 21.500 KR. 23.600 KR. 27.600 KR. 31.500 KR. 29.200 KR. 29.800 KR. 26.500 KR. 27.400 KR. 27.400 HJÓLBARÐAR 615x13 700x13 BR78x14 CR 78x14 H78x14 B 78x14 P205/70Rx14 P205/75Rx14 615x13 KR. 13.750 135x14 560x13 KR. 14.350 E78x14 590x13 KR. 15.450 560x15 A78x13 ■i KR. 16.550 700x15 jeppa B78x13 KR. 19.300 700x16 jeppa 640x13 KR. 17.200 600x12 KR. 16.600 KR. 16.500 KR. 15.600 KR. 17.900 KR. 19.800 KR. 22.300 KR. 16.900 KR. 22.800 KR. 21.800 KR. 22.950 KR. 23.650 KR. 17.750 KR. 35.800 KR. 36.600 KR. 13.950 • Sólaðir hjólbarðar ávallt fyrirliggjandi • Einnig margar aðrar gerðir hjólbarða • Sannfærist með þvíað leita til okkar Gúmmívinnustofan Skipholti 35 Sími 31055 MÓTTAKA SMÁAUGLÝSINGA ISUMAR MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA KL 9-22 LAUGARDAGA KL 9-14. SUNNUDAGA KL18-22. mat á tilverunni, og takið eftir: Hann kemur til byggða og er spurður hvernig honum hafi fundizt. Maðurinn svaraði svo til engu því hann var orð- laus yfir þeirri upplifun er hann hafði orðið fyrir en um varir hans lék bros og augu hans sögðu frá fjarrænni fegurð en sú gleði reyndist á enda. Er hann kom til síns heima lá sem sé fyrir kæra um fíkniefnaneyzlu, væntanlegar fjársektir og jafnvel varðhald. Það væri ekki úr vegi að spyrja hvorum megin við hið sanna réttmæti væri, í heimi fortíðarinnar eða í heimi fegurðar og framtíðar, sem hverjum og einum á að vera heimilt að skapa sér án þess að eiga á hættu að missa mannorð sitt vegna lagabókstafs er bannar fíkniefna- neyzlu (sem er þó alveg sjálfsagt að banna) en undir það flokkast einnig kannabisefnið (sem hefur þó enga fikn í för með sér). Því segi ég: Leyfið neyzlu þess strax því lagaleg vanþekking stoppar það ekki sem veröldin vill. Opinber neyzla þess efnis er því aðeins spursmál um tima. Neyzla efnisins er þegar orðin svo almenn hér á landi að sparast myndu margir tugir milljóna í gjaldeyri væri neyzla þess og ræktun lögleyfö. Raddir lesenda Leiðistmérílörfum Sigfús Steindórsson hringdi: Nú á þessu harða vori hefur margur bóndinn á íslandi átt annríkt og lagt á sig mikinn þrældóm, sér- staklega um sauðburðartímann. Þeir eru því i lok sauðburðar orðnir lang- þreyttir margir hverjir. Ofan á þetta bætist svo illvilji landsfeðra og sumra þingmanna, sbr. þegar fellt var á seinustu dögum þingsins að heimila ríkisábyrgð á láni u.þ.b. 1.2 milljónir á hvern bónda. Á sama tíma láta ráð- herrar sér sæma að lána sjálfum sér 3 milljónir pr. ráðherra úr ríkissjóði til bílakaupa! Það munu ekki vera vaxtaaukalánsvextir á þeim lánum. 1 sambandi við þetta detta mér í hug tvær vísur: Bregöur fyrir barlómi, bognir eru armar. Þreyttir eru af þrældómi. þessir bændagarmar. Og þar mun koma, ef heldur fram sem horfir, að efnaminni bændur eiga ekki einu sinni fötin utan á sig. Leiðist mérí lörfum, landsfeður oss kúga. Heldéghætti að búa, helgi mig öðrum störfum. Leiðist mér í lörfum. Vonsvikn- ir KISS- aðdá- endur KlSS-aðdáandi hringdi: Við erum hér hópur KlSS-að- dáenda sem fréttum að loksins, loksins hefði hljómsveitin KISS sézt á sjónvarpsskerminum sunnudags- kvöldið 10. júní. En því miður var ekki getið um það í blöðum að hún kæmi fram svo að við misstum af henni. Því viljum við skora á forráðamenn sjónvarps að endursýna 16. þátt Alþýðutónlistar sem allra

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.