Dagblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1979 DB á ne ytendamarkaði Nýjung íhártoppum fyrír karimenn: Hægtaðgreiða háríð á alía vegu —en dýrðin er dýrkeypt Þeir hjá hártoppa- og kollufyrir- tækinu Mandeville í London segjast núna vera búnir að framleiða full- komnasta hártopp í heimi. Að minnsta kosti þann hártopp sem fínastur sé og eðlilegastur. Þegar blaðamanni neytendasíðunnar var sýndur þessi nýi toppur gat hann vel fallizt á að öllu betri-hártopp hefði hann ekki séð. En það er einn tals- verður galli á hinni merku nýjung. Hún er afar dýr. Hártoppur af þess- ari nýju gerð kostar hvorki meira né minnaen710þúsund krónur. Aftur á móti kostar sá toppur frá Mandeville sem mest hefur verið notaður fram til þessa meira en helmingi minna, eða 316 þúsund, og þykir víst flestum nóg. En Mandeville sérfræðingar segja að þegar íslendingar kaupi sér hártoppa biðji þeir alltaf fyrst um það fínasta og bezta, sem til sé, verðið sé aftur aukaatriði. Og með það sjónarmið í huga er ekki úr vegi að gera aðeins betur grein fyrir hin- um nýju hártoppum. Tíu ára þrotlaust starf Þegar menn hjá Mandeville sáu að þeir hártoppar sem þeir seldu mest voru ekki nógu góðir hugðu þeir einfalt mál að bæta þá. En vinnan við hinn nýja topp hefur tekið 10 ára þrotlaust starf. Það sem mönnum þótti mest að hinum eldri hártoppum var hversu líflausir þeir voru og þau takmörk sem mönnum voru sett með að greiða sér. Toppríum var skipt á einn veg og þá hárskiptingu urðu menn að hafa á meðan þeir gengu með toppinn. Hárið lá dautt niður og þeir sem mikið spekúlera i hári sáu strax að um hártopp var að ræða en ekki eðlilegt hár. Þeir hjá Mande- ville ráku aftur á móti augun í að hár- toppar þeir sem leikarar nota í leik- sýningu eru mun eðlilegri en þeir end- ast kannski ekki nema 10 sýningar eða svo. Væri nú hægt að gera sam- bærilega toppa sem entust mörgum sinnum lengur? Þetta virtist auðvelt. Munurinn á hártoppunum var sá að þeir sem framleiddii voru til almenns brúks voru byggðir upp á þann hátt að nokkur hár í kippu voru fest í nælonnet sem lagað var eftir höfði þess sem hafa átti. Leikarahár- kollurnar voru hins vegar hnýttar á afar þunnt híalín sem rifnar auðveld- lega. Hvert hár fyrir sig var hnýtt í höndum og þvi varð toppurinn mun eðlilegri. En var til efni sambærilegt þessu híalíni en sterkara? Svo reyndist ekki vera. Og þá var að búa það til. Eftir miklar og margar tilraunir duttu menn niður á að vefa afar fínt híalín úr fiskilínu. Þetta reyndist níðsterkt ekki siður en létt og þægilegt. Og það góða við efnið var að hægt var að móta það nákvæmlega eftir höfði viðskiptavinarins með því að hita það. Allar fellingar í fyrri hártoppa- botnum voru þar með afnumdar. Hvert hár hnýtt sér Og eftir að loksins var búið að finna efni í botninn var eftirleikurinn auðveldur. Með því að rannsaka ná- kvæmlega hvernig hár vex á höfði ungbarna og hafa það í huga við hnýtingu tókst mönnum að gera þessa eðlilegu hártoppa. Hverthárer hnýtt í botninn með höndunum og því er haldið föstu með nýju gerviefni. Útkoman verður ný og létt hárkolla sem fellur þétt aðhöfðiþess sem hana á og hann getur greitt alla vega að eigin vild. Nú þarf hann ekki lengur að óttast að snögg vindhviða komi upp um það að hann sé með hártopp. Hann getur leyft sér þann munað að renna hendinni í gegnum hárið, hver hefur séð mann renna hendinni fyrr í gegnum hártopp? En fyrir þetta þarf hann eins og sagði áður að borga of fjár. Því hárkollan dýra endist ekki miklu lengur en fyrirrennarar hennar, ekki að því að talið er í bili. Þeir hjá Mandeville segja meðalaldurinn geta verið um 5 ár. En ef skallinn eykst hins vegar eins og hann vill gera, þarf maðurinn að fá sér nýjan hártopp fyrr. Það fer því eftir þvi hversu óbæri- legt mönnum finnst að vera sköllóttir, hvort þeir leyfa sér þennan nýja munað. Hvað er til annað? En til eru aðrir hártoppar á íslandi en Mandeville. Vilhelm Ingólfsson rakari á Miklubrautinni flytur inn hártoppa frá fyrirtækinu Trendman. Þessir hártoppar eru að sögn Vilheln s byggðir upp á allt öðrum aðferðum en Mandeville topparnir. Úr ekta mannshári kosta Trendman topparnir á milli 133 og 200 þúsund krónur eftir gerð. Einnig er hægt að fá þá úr gervihári og kosta þeir þá 72 þúsund, eða nærri tíu sinnum minna en nýju Mandeville topparnir. Hinn nýi hártoppur kominn á eigandann. Hárið er afar eðlilegt greiða það hvernig sem er. og hægt er að Torfi Geirmundsson rakari á Klapparstígnum flytur inn þýzku hár- toppana Herzig. Þeir eru steyptir í plast og net og ólíkir Mandeville toppum að því leyti að hægt er að synda með þá. En galli er á toppunum að ekki er hægt að bæta í þá hári eins og Mandeville toppana. Þó sagði Torfi þessa toppa geta enzt allt að því eins vel ef vel væri með þá farið. Verðið á toppunum er 200— 240 þúsund krónur. Torfi flytur einnig inn hártoppa úr hári Asiumanna sem er grófara en hár Evrópubúa. Þeir toppar eru frá Hong Kong og kosta um 100 þúsund krónur. Rakarastofan Rómeó í Glæsibæ selur enn eina tegundina af hár- toppum og eru þeir frá Kóreu. Verðið er um 70 þúsund krónur. í toppunum er gervihár og eru þeir ekki seldir eftir máli. -DS. SKYNDIIWYNMR Vandaðar litmyndir i öll skírteini. barna&fjölsk/ldu- Ijðsmyndír AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 Missirðu háríð vegna sjúkdóms: Hámark bóta 20 þús. Flestir karlmenn sem missa hárið gera það af afar eðlilegum orsökum og bæta tryggingar ríkisins það þeim i engu. En tU eru þeir sem missa hár- ið vegna veikinda. í þvi tilfelli metur tryggingalæknir það hvort við- komandi þurfi hárkollu og miðað er við að tryggingarnar bæti 70% af þvi sem hún kostar. En það hámark er sett að ekki séu greiddar hærri bætur en 20 þúsund krónur og geta menn séð af því að ekki er gert ráð fyrir að menn fái sér merkilegar kollur þegar dýrasta gerð af hártoppi kostar yfir 700 þúsund krónur. -DS. Eggjakaka: MOTOCROSS 1 tvioiocross (vei- hjólakeppni) verður haldin sunnudaginn 24. júni að Sand- felli við Þrengsla- veg. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í keppni þann 24. júní eru beðnir að skrá sig í síma 40397 miðvikudag- j inn 13. júni milli kl. 7 og 9. VÉLHJÓLAÍÞRÓTTA- KLÚBBURINN m 1 ÞVIFJOLBREYTTARA HRÁEFNI, ÞVÍ BETRA Á sumardegi þegar vorverkin í görðunum og á túnunum kalla að höfum við oft ekki tima til að standa 1 langri matseld um miðjan daginn. Þá er ágætt að búa til eggjaköku úr þeim afgöngum sem til eru og borða hana með brauði eða köldum kartöflum. Eggjakökur er bezt að búa til eftir hendinni. Aldrei verða þær betri en ef í þær er sett nógu fjölbreytt hráefni og þær kryddaðar vel. Sú hugmynd sem hér er að eggja- köku er bara grunnhugmynd sem breyta má út frá að vild. 4 egg 4 msk vatn (ef vill) 1/4 tsk. salt pipar á hnífsoddi 20 gr smjörlíki niðursneitt kalt hangikjöt, skinka eða nýtt lambakjöt tómatsósa sinnep smurostur eða fastur ostur Eggin eru hrærð vel með vatni ef fólk vill það heldur. Pipar og salt hrært saman við. Smjörlikið er hitað á pönnu sem.síðan er sett á afar væg- an hita. Eggjahrærunni er hellt út á og kjötinu bætt strax á annan helming kökunnar. Tómatsósa, sinnep og ostur fer þar ofan á og þeg- ar kakan er farin að bakast aðeins er sá helmingurinn sem ekkert er á lagður yfir hinn. Kakan er steikt þar til eggin eru hlaupin og þá er hún skorin í jafn marga hluta og þeir eru sem ætla að borða. Kakan er nógu stór handa 2—4 ef hún er borðuð með brauði. Miðað við að í kökuna séu notaðir afgangar frá fyrri máltíð er hún ekki dýr, kostar í kringum 400 krónur. Sniðugt er að frysta kjötafganga sem eru svo litlir að ekki nægja í matinn og nota þá síðar í svona eggjaköku. Þá má blanda saman mörgum kjöt- tegundum og útkoman verður hin nýstárlegasta. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.