Dagblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ1979 9 Viðkomustaðir sjóralisins endurskipulagðir: BIAÐIÐ-SNARFARI — meðfjölgunhvíldarstaða JAFNAÐUR Nú er búið að ákveða viðkomu- staðina í sjóralli Dagblaðsins og Snar- fara sem hefst í Reykjavík 1. júlí. Voru staðir valdir með tilliti til reynsl- unnar er fékkst i fyrra. Breytingar á viðkomu- og hvíldarstöðum ber ekki að skilja svo að keppendur eða keppnis- stjórn vanmeti viðtökurnar síðast heldur eru staðirnir valdir með tilliti til þess að sem jafnastur taktur verði í keppninni og alls staðar verði hægt að safna bátunum saman og ræsa þá samtímis, eins og nýja stigakerfið gerir ráð fyrir. Haldið verður frá Reykjavík kl. 14 sunnudaginn fyrsta júlí og áætlað að bátarnir komi til Vestmannaeyja um kl. 21 um kvöldið. Þar verður gist og lagt upp kl. 9 á mánudagsmorgun áleiðis til Hafnar, komið þangað um kl. 19.30 og farið áfram eftir eldneytistöku og stutta hvíld kl. 23 áleiðis til Neskaupstaðar. Þar var ekki komið við í fyrra en áætlaður komutími þangað er 04,30 aðfaranótt þriðjudags. Þar lýkur þriðja áfanga. Einn áfangi telst leggurinn á milli hverra tveggja viðkomustaða. Góð hvild verður tekin á Neskaup- stað og haldið þaðan á miðvikudags- morgun kl. 7 áleiðis til Raufarhafnar. Þar er áætlað að stanza milli klukkan 14,30 og 18 til eldsneytistöku og hvíldar fyrir sprettinn til Akureyrar. Þangað ættu bátarnir að geta verið komnir á miðnætti aðfaranótt fimmtudags. Frá Akureyri verður haldið eftir góða hvíld til ísafjarðar, lagt upp kl. 09 á föstudagsmorgun og áætlað að koma til Isafjarðar kl. 20,30 um kvöldið. Þar verður gist og haldið af stað kl. 13 á laugardag áleiðis til Ólafsvíkur og áætlað að koma þangað um kl. 19 um kvöldið. Eftir gistingu þar verður lagt af stað eftir hádegið á sunnudag og miðað við að koma til Reykjavíkur um eða upp úr kvöldmat. Með þessu móti er gististöðum fjölgað um tvo sem ætti að auðvelda að keppendur haldi hópinn þar sem óheppnum keppendum gefst tækifæri til að vinna að lagfæringum á kostnað svefns sins á þeim stöðum. Allar þessar tímasetningar eru miðaður við 15 mílna meðalhraða sem reyndist nokkuð raunhæfur í flestum tilvikum í fyrra. Veður getur vart orðið óhagstæðara nú en þá. Til að riðla ekki keppninni verður haldið fast við að flýta ekki fyrirfram ákveðnum rástím- um þannig að meiri hvild verður á hverjum viðkomustað, viðri vel. -GS. Hringurinn er lOOOsjómttur Fyrsti áfanginn, Reykjavík—Vest- mannaeyjar, er 112 sjómílur, Annar, Vestmannaeyjar—Höfn, er 157, þriðji Höfn—Neskaupstaður, er 78 mílur. Áfanginn Neskaupstaður— Raufar- höfn er 107 mílur, Raufarhöfn—Akur- eyri 97, Akureyri—ísafjörður 168 míl- ur og þar með lengsti áfanginn. ísa- fjörður—Ólafsvík er 88 og þaðan eru 80 mílur til Reykjavíkur. Reikna má a.m.k. 15% viðbót við vegalengdirnar þar sem ekki er ávallt unnt að fara skemmstu leið. Þannig verður hringur- inn á annað þúsund mílur og varð sú raunin í fyrra. Nú verður bátunum safnað saman i hverri viðkomuhöfn en það tókst ekki nema í Vestmannaeyjum og á Akureyri í fyrra. DB-mynd á Akureyri: R. Th. FR-menn að Ijúka kerfinu Eins og DB hefur skýrt frá hefur Félag farstöóvaeig- Er stefnt aó því að treysta ekki á nema 50 kilómetra enda boðið fram mikla aðstoð við sjórallið með því að radíus umhverfis hvern tengilið svo engin hættu á að vera á koma upp fullkomnu fjarskiptaneti allt umhverfis landið. sambandslcysi. O'S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.