Dagblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. JUNÍ 1979 \ HNITMIÐAÐ BUXNAVAL Á meðan liálfur heimur sveltur 1821—7538 skrifar: Tuttugasta öldin má með sanni segja að sé öld stórfenglegustu stökk- breytingar sem mannkynið hefur gengið i gegnum á sviði tækni- þekkingar. öll þessi hjálpartæki sem vinna orðið nær öll verkleg störf sem maðurinn þurfti áður að vinna eru nú leyst af hendi með stórvirkum vélum. Það sem áður tók margar vikur, mánuði og jafnvel ár, er nú unnið og ferðast á fáeinum klukkustundum. Stórkostleg mannvirki eru reist, bif- reiðir og önnur samgöngutæki fram- leidd myrkranna á milli, allt þetta gert til þess að skapa sem mest auðæfi og fjármagn til meiri fram- leiðslu og þæginda. Ákveðið Irfsmynztur Húsgögn og ýmis tæki og vélar eru endurbætt svo hégómlega að á meðan hálfur heimurinn sveltur er auðæfum fargað í endurbætur svo auðveldara sé fyrir íbúa neyzluþjóðfélagsins að keyra bílinn sinn og til að komast hjá því að standa upp úr hægindastólnum til að kveikja á litasjónvarpinu. Meðan hálfur heimurinn sveltur, meðan tugþúsundir manna búa um sig á götum úti fyrir hrollkalda nóttina, meðan nýr dagur rennur upp með sömu eymd og kvöl bölva þeir ríku á veraldarvisu yfir biluðu brauð- ristinni, formæla bílaöngþveitinu og ergja sig yfir því að eiga ekki nóg föt til skiptanna, svo nágranninn sjái þá ekki of oft í sömu fötunum. Lrfsmynd hégómans neyzluþjóðfélagsins íbúar hafa sett sér upp ákveðið lífsmynztur og því er þess getið hér að þetta ákveðna lífsmynztur er eitt af brögðum mannsins til að fylla tóm lífsins lífsfyllingu sem nær allir jarðarbúar þjást í dag af að eiga ekki. Þetta falska mynztur, sem aldrei getur komið í stað sambands okkar við Jahve Guð (Jahve er nafn Guðs eins og sést í heimilisútgáfu biblíunn- ar 1946), setjum við fyrir börnin okkar nýfædd og kennum þeim það. Peningar og neyzla eru í fyrir- rúmi. Þar af leiðir að til að geta lifað í vellystingum þarf að afla fjár og enn meira fjár til að falla inn í þessa lifsmynd hégómans. Börn, unglingar og •fuílorðnir, sem lifa og hrærast í þessu mynztri, geta ekki borið virðingu fyrir fæðunni sem við þurfum til að lifa því allt er svo sjálfsagt, allt er hægt að fá, allt má skemma því hægt er að fá nýtt. öllum mat má henda hálfétn- um meðan hálfur heimurinn sveltur. Hver á sökina? Þorbjörg Pálsdóttir hringdi: Það er rifizt út af skipulagi og byggingum hér í Reykjavik, eins og Bernhöftstorfu og Grjótaþorpi, sem að mínu áliti skipta ekki miklu máli. En ég hef ekki ennþá séð fundið að þeim glæp að byggja fyrir Viðeyjar- sundið, „perlu Reykjavíkur”, með Viðey og Esju í baksýn. Spurningin er því: Hver eða hverjir eru sekir? ER ORDINN LÚXUS AÐEIGABÖRN í ÞESSU LANDI? 0394—7648 hringdi: Dagmömmur í Reykjavík hafa nýlega ákveðið nýja taxta fyrir barnagæzlu og heyrzt hefur að frá 1. júlí muni daggæzla fyrir eitt barn hækka um ca 40% og kosta þá tæpar 68 þús. kr. á mánuði! Svo virðist sem þessi hækkun gleypi kauphækkun venjulegra laun- þega og í sumum tilfellum rúmlega það. Hvernig er svona hækkun réttlætt? Helga Alexandersdóttir: Er ekki allt í lagi að gera eitthvað i þessum málum. Tj}} Þórður Guðmundsson: Eitthvað verð- ur að gera, en ég er smeykur um að ein- hverja meiri hækkun þyrfti á lægstu launin. Spurning dagsins Vilt þú að grunn- kaup verði fryst til áramóta eftir að allir hafi fengið 3% hækkun? Þórður Ólafsson: Já, það vil ég. Geir P. Þormar: Við skulum segja já við því. Bryndis Kristinsdóttir: Eg veit ekki. ætli það sé ekki stórfínt. Eitthvað verð- Katrin Hendrixdóttir: Ég hef ekkert hugsað um það, ég hef svo margt annað að gera. Hef bara enga skoðun á þessu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.