Dagblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1979 5 r ÞÉTTING BYGGÐAR — Útfærsla Reykjavíkur að Úlfarsfelli söltuð Ný hverfi f Laugardal, við Háaleitisbraut, Suðurlandsbraut og víðar Aðalskipulag það sem samþykkt var fyrir Reykjavík fyrir þorgarstjórnar- kosningarnar á síðasta ári hefur verið lagt til hliðar, a.m.k. um sinn. Raunar hafði skipulagið ekki hlotið endanlegt samþykki skipulagsstjórnar. Það þýðir að ekki verður ráðizt í byggingar og útþenslu Reykjavíkur við Úlfarsfell í næstu framtíð. „Það liggur ekki fyrir nýtt aðal- skipulag,” sagði Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkur, ,,en verkefni undanfar- inna mánaða hefur verið þétting byggðar i Reykjavík. framkvæmda en áætlað er að mikill hluti þessara svæða verði tilbúinn til út- hlutunar á næsta ári og einhver hluti jafnvel á þessu ári. Úthlutað verður samkvæmt hinu nýja úthlutunarkerfi Reykjavíkur- borgar, svonefndu punktakerfi, en fyrsta úthlutun samkvæmt því kerfi er nú í sambandi við úthlutanir í Selja- hverfi. Mun ódýrara er að byggja á þessúm óbyggðu svæðum innan borgarinnar en að ráðast í algerlega nýtt hverfi eins og við Úlfarsfell.” í fyrsta lagi má nefna 500 íbúða byggð við Eiðsgranda og síðan svæði er tengjast nýja miðbænum við Háaleitis- braut. Þá er fyrirhugað að byggja á auða svæðinu meðfram Suðurlands- braut, þar sem heststyttan er. Að lokum má nefna að byggja á í Laugar- dalnum á svæðinu vestur af Glæsibæ. Fleiri svæði innan borgarinnar hafa verið nefnd,” sagði Guðrún, ,,en verið er að vinna við þær hugmyndir. Ekki er hægt að segja til á þessu stigi um fjölda íbúða er bætast við vegna þessara Guðrún sagði að sjálfsagt mætti búast við töluverðri andstöðu íbúa í grennd við hin fyrirhuguðu byggingar- svæði, ,,en það fer þó eftir því hvernig byggingarnar verða útfærðar. Slikar byggingar eru í sumum tilfelium jákvæðar, t.d. má nefna svæðið við Suðurlandsbrautina, þar sem lágar byggingar eru betri nágrannar en umferðargötur, en þar mun útivistar- svæðið tengjast byggðinni,” sagði Guðrún. -JH. Aukahæð ofan á hvert hús í Norðurmýri? í framhaldi af þeirri umræðu og til- lögum sem fram hafa komið um þétt- ingu byggðar í gamla bænum, þ.e. hinum eldri borgarhverfum Reykja- víkur, hefur láðst að gera ráð fyrir þeim möguleika að bæta hæð ofan á kollótt hús til að kría út eina íbúðina í viðbót. Ágætt dæmi um húsnæði sem þetta, þar sem vel hefur tekizt til, er hús sem stendur við Miklatúnið, á horni Rauðarárstígs og Bollagötu. Hefur þar verið reist ný hæð ofan á gamalt hús og virðist svo sem þar sé komin hin bezta íbúð. Á fjölda húsa í Norðurmýrinni eru ómanngeng ris sem þá einungis eru nýtt sem geymsluloft. Er mikið af þessum þökum komið á þann aldur að brátt þarf að fara að endurnýja þau og væri þá tilvalið að endurnýjunin yrði með þeim hætti að byggt yrði ný hæð sem þá auðvitað þjónar einnig sem þak. Fæst út úr byggingu sem þessari nokkurs konar „penthouse” sem þykja afar vinsæl til íbúðar nú á dögum. -BH. LÓDAHAFAR SKIPU- LEGGJA SJÁLFIR Grænu blettirnir i borginni munu væntanlega hverfa — eða að minnsta kosti minnka — þvi fyrirhugað er að byggja bæði vestan Álfheima í Laugardal og nærri Borgarspitalanum. DB-myndir: Ragnar Th. — byggingaframkvæmdir að hefjast í Mjóumýri f Seljahverfi Byggingarframkvæmdir eru nú að hefjast efst í Seljahverfi i Breiðholti, í svonefndri Mjóumýri. Hér er um að ræða 217 íbúðir við göturnar Kamba- sel, Kleifarsel og Jöklasel. íbúðirnar skiptast í 124 íbúðir í 2—3 hæða fjöl- býlishúsum og 93 raðhús. Það óvenjulega við þessar fram- kvæmdir er að með viðræðum milli Reykjavíkurborgar og Meistarasam- bands byggingarmanna var ákveðið að úthluta þessu hverfi til byggingarfyrir- tækja og meistara. Reykjavikurborg úthlutaði síðan sjö aðilum þessu hverfi en þeir mynduðu síðan með sér framkvæmdafélag til að koma fram fyrir hönd lóðahafa varð- andi frágang á skipulagi hverfisins, gerð gatna og bílastæða ásamt öllum lögnum á skolpi og vatni. Þá sér þetta framkvæmdafélag lóðahafa einnig um hönnun bygginga á svæðinu, aðkomu- gatna og sameiginlegra leiksvæða. Skipulag hverfisins var unnið á teiknistofunni Höfða en aðalhöfundur þess er Guðrún Jónsdóttir arkitekt. Byggingarframkvæmdirnar eru að hefjast nú. öll ve 5a húsin seld full- frágengin að utan með frágengnum lóðum og malbikuðum bílastæðum. Nokkur vafi hefur verið í hugum manna hvernig þessari tilraun muni reiða af og hvort áframhald eigi að verða á lóðaúthlutunum með þessum hætti. Lóðahafar telja hér um heppi- legt samstarfsform fyrirtækja í byggingariðnaði að ræða. Samstarf við borgaryfirvöld hefur verið með ágætum og hafa byggingaraðilar sótt um að fá til byggingar annað svæði þai sem þeir gætu ráðið meiru um skipulag og aukið hagkvæmni. Byggingaraðilar telja þó fulllangt gengið að homin krefji ióðahafa unt 2/3 af venjulegu ,atnagerðargjaldi þar sem þun ,,L,.,a að laria brrginni kostnaðinn við gatnagcrðina >jálfa og allarlagnir. .jh. Líkan af íbúðarhverfi því er rísa mun i svonefndri Mjóumýri, efst í Seljahverfi. Leiðbeiningar 09 kynningarfundur Viltu fá leiðbeiningar um notkun Vegahandbókarinnar Ef svo er þá komdu á kynningarfund í Á kynningarfundinum verða farnar Slysavarnafélagshúsinu á Grandagarði ákveönar leiðir eftir bókinni og jafnframt fimmtudaginn 14. þ.m. kl. 8.30 e.h. Þar verður sýnt hversu auðveld bókin er í notkun. þótt sumum sýnist annað við fyrstu kynni. verða sýndar litskyggnur frá ýmsum fögr- um og sérkennilegum stöðum sem fyrir augun bera á þeim sömu leiðum. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis Betra er að taka bókina með sér. Allir velkomnir. Örn og Örlygur, Vesturgötu 42, sími 25722.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.