Dagblaðið - 13.06.1979, Síða 11

Dagblaðið - 13.06.1979, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ1979 Leita af komenda skákmeistaranna Sovétríkin: hinum almennu fræðslu- og íþrótta- samtökum. í nálega hverjum skákklúbbi er starfandi bamadeild. T.d. eru 1000 börn i sérstökum skákskóla sem starfræktur er af Odessa skákklúbbn- um. í þessum skóla þarf að greiða skólagjöld þar sem Odessa-klúbbur- inn er sjálfstjórnarfyrirtæki. En nemendurnir greiða aðeins táknrænt gjald, nokkrar rúblur á ári, þar sem verklýðssamtökin við þau fyrirtæki og stofnanir sem foreldrar barnanna starfa hjá sjá um að greiða megin- hluta kostnaðarins. Þeir sem ljúka námi við skákdeildir ungherjahalla eða íþróttaskóla geta stundað sjálfstætt nám eða gengið í skákdeildir íþróttafélaga. Mikið af skákbókum og tímaritum er gefið út og fjölmörg mót skipulögð í Sovét- ríkjunum en efnilegir, ungir skák- menn fá sérstaka aðstoð frá fremstu stórmeisturum og þjálfurum landsins. Um 20 ungir skákmenn frá ýmsum borgum á aldrinum 11 — 18 ára, þar á meðal 5 stúlkur, stunda nám við bréfaskákskólann í Moskvu sem lýtur stjórn stórmeistarans Mikjail Botvinnik. Var hann stofnaður af iþrótt'afélaginu Trud fyrir 14 árum. Nýir drengir og stúlkur, sem vekja athygli heimsmeistarans fyrrverandi á hinum ýmsu skákmótum barna, eru ætíð tekin inn í skólann. Meðal þeirra sem hafa stundað nám í skólanum eru núverandi heims- meistari í skák, Anatolí Karpov, stór- meistararnir Juri Balasjov, Jurí Razuvajev og Jelena Akjmilovskaja. Og meðal nemenda skólans nú er Garik Kasparov. Botvinnik sendir nemendum sínum reglulega þjálfunaráætlun sem hann semur sérstaklega fyrir hvern einstakling en síðan safnast þeir saman til 10 daga æfinga þrisvar á hverju skólaári. Á sumrin koma þeir saman i ungherjabúðunum Orljonok og á veturna í vel búinni íþrótta- miðstöð í grennd við Moskvu þar sem börnin geta einnig hvílst og safnað þrótd. Félagið Trud greiðir öll útgjöld sem þessu eru samfara. Á þessum fundum kryfja hinir ungu skákmenn dl mergjar síðustu skákir sínar til þess að finna sínar sterku og veiku hliðar. Auk beinnar skákfræðslu fá hinir ungu skákmenn hugmyndir um ýmsar aðferðir og leiðir til þjálfunar. I lok hver,- ná í- skeiðs fá nemendurnir heimaverk- efni. Annar skóli í líkingu við skóla Botvinniks tók til starfa í ársbyrjun 1978 á vegum Spartak-íþróttafélags- ins undir stjórn annars fyrrverandi heimsmeistara, Tigran Petrosjans. Megindlgangur keppninnar Hvíti hrókurinn er að fá eins mikinn fjölda skólabarna og unnt er til þess að stunda skáknám. En skipuleggjendur hennar hafa einnig í huga eftirkom- endur núverandi stórmeistara og meistara. Hæfileikaríkir ungir skák- menn hafa komið í ljós í keppninni og þeim eru búin hin bestu skilyrði til þess að stunda íþróttina og til skapandi þroska. Reyndir þjálfarar og kunnir meistarar starfa með hinum ungu skákmönnum og þessa starfsemi er að fínna í nálega öllum sovéskum borgum. Þarna sækja nemendurnir fræðilega fyrirlestra og taka þátt i ýmsum flokkunarmótum og keppni við lið frá öðrum borgum. Ungir skákmenn hafa mjög gaman af Komsomolskaja Pravda-módnu sem er keppni milli sveita frá hinum ýmsu ungherjahöllum í landinu. í loka- keppninni stjórnar stórmeistari hverju liði, fyrrverandi þjálfari við- komandi ungherjahallar, sem tekur þátt i fjöltefli gegn öllum liðunum nema sínu eigin liði. Ekki alls fyrir löngu tók Garik Kasparov, sem í dag er einhver sterkasti ungra sovéskra stórmeistara, þátt í slíku móti þar sem hann tefldi fyrir hönd ungherja- hallarinnar í Bakú. Um það bil 6000 sovéskir íþrótta- skólar barna starfrækja skákdeildir. T.d. stunda yfir 300 börn nám í skák- deild skóla nr. 2 í Perlovskíumdæmi í Moskvu, sem tók til starfa í október 1975, og fastir kennarar eru sex. Um 48 skákhópar undir leiðsögn 20 fastra þjálfara starfa innan skákdeildar sem komið var á fót í hinni fornu borg Samarkand í Uzbekistan fyrir einu ári. Slikir skólar eru kostaðir af „Aðeins" við bændur að fást Húsvíkingar kaupa heita vatnið nánast ,,á hlaðvarpanúm” hjá sér (20 km frá Húsavík) fyrir þetta verð af eiganda jarðhitans sem að stórum hluta er fjármálalega og félagslega öflugur aðili í um 100 km fjarlægð. Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar ætlar sér hins vegar að taka heita vatnið í fjarlægu hreppsfélagi fyrir ársgreiðslur sem eru brot af endur- gjaldi Húsvíkinga og HAB ætlar sér að fá fullan eignarrétt að jarðhitan- um jafnframt án nokkurrar auka- greiðslu. HAB á hér „aðeins” við bændur en Húsvíkingar við félags- lega öflugan aðila. Deildartungumálið er „skóla- dæmi” um hvernig mismunun og misrétti verður til milli sveitarfélaga, allt eftir því hvernig þau beita þing- mönnum, flokksvélum og ríkisvaldi fyrir vagn sinn. Auðvitað liggur nú beint við að bæjarstjóm Húsavíkur fái rikisvald og þingmenn kjördæmis til að fylgja fordæminu að vestan og fái eignar- nám á hveraorku sinni hugsanlega fyrir brot af því sem nú er greitt fyrir heitt vatn án þess að jarðhitinn fylgi með. Eða hví skyldu þeir ekki eiga siðferðilegan rétt á því að eignast hver á „hlaðvarpanum” ef Akumes- ingar eiga siðferðilegan rétt á að eignast hver í 40—50 km fjarlægð? Hvað er sannvirði? Hvað er sannvirði eða raunvirði Deildartunguhvers? Þegar eigi.ir era metnar til peningaverðs við eignar- nám skal leggja markaðsverð til grundvallar, þ.e. gangverð í kaupum og sölum eða endurkaupsverð. Deildartunguhver verður ekki keyptur annars staðar á markaði, ef tekinn verður með valdi. Auðvelt er þó að verðleggja hann, af því að hann er jafngildi oliulindar, og olían hefur heimsmarkaðsverð. Það var því rökrétt þegar verð á heitu vatni til Húsavíkur var verðlagt með hliðsjón af verði á gasolíu. Á hinn bóginn á sannvirði Deildar- tunguhvers naumast að ráðast af því hversu sá er langt í burtu sem kaupa vill. Ef svo væri ætti vatn úr hvernum að verða ódýrara ef Reykvíkingar keyptu þaðen t.d. Akurnesingar. Valdníðsla? Ákvæði stjórnarskrár um eignar- nám hafa að forsendu að taka megi eign með valdi ef eigandinn vill ekki láta hana af hendi fyrir markaðsverð, þ.e. sannvirði eða raunvirði, en það er einmitt verðið sem greiða skal fyrir eignarnumda eign — „fullt verð” — eins og það er orðað í stjórnar- skránni. Ef Húsvíkingar greiða sannvirði (fullt verð) fyrir sitt heita vatn er ljóst að Hitaveita Akraness og Borgar- fjarðar ætlar sér að fá heitt vatn úr Deildartunguhver fyrir brot af sann- virði og að samþykkt Alþingis á eignarnámslögunum er misnotkun á þeirri heimild til eignarnáms sem felst í 67. gr. hennar. Ef hins vegar eitt- hvert vit hefur verið í tilboðiHAB og eignarnámslögum Alþingis þá hljóta Húsvíkingar að kaupa heitt vatn sitt á uppsprengdu verði. Nú er samt ljóst að Húsvíkingar hafa stórfelldan hag af hitaveitunni svo að varla getur það verið. Þrautalending eða fall milli tveggja stóla? Auðvitað eiga lögin um eignarnám á Deildartunguhver að verða þægileg þrautalending manna sem ekki vilja borga nema lítið brot af sannvirði fyrir gifurleg verðmæti, en þegar allt kemur til alls er hugsanlegt að þessi lending verði fall milli tveggja stóla. Kjallarinn Sigurður Gizurarson Eignamámslögin virðast hafa átt að verða keyri á gagnaðila við samn- ingsborð. Væntanlegir kaupendur heita vatnsins lýsa yfir: „Samningum um Deildartunguhver verður haldið áfram.” Allt eins getur þó svo farið að keyrið snúist í höndum þeirra, sem á því halda, því að hverinn kann — samkvæmt lögformlegu mati til pen- ingaverðs — að verða miklu dýrari tekinn með valdi en keyptur á frjáls- ummarkaði. íbúum Reykholts- hrepps líkar illa Greinilegt er að íbúum Reykholts- „Hitt ber vott um heldur ógeöfellt „apartheid-hugarfar” fólks í þéttbýlinu þegar viökvæöi þess er, sé um eignir í þéttbýli að ræða, að eignarrétturinn sé friðhelgur, en snúist málið um eignir bænda þá sé viðkvæðið „þjóðin á” ” hrepps líkar stórilla hvernig að jtess- um málum er staðið. Andrés Jóns- son, bóndi í Deildartungu II, hefur þetta m.a. að segja: ,,Mér finnst ekki ná nokkurri átt að ríkisvaldið geti tekið einhverja stærstu eign í þessu sveitarfélagi og fengið hana í hendur annarra sveitarfélaga til frambúðar.” .... „Hræddur er ég um að eitt- hvað yrði sagt ef til dæmis höfnin á Akranesi væri tekin úr eigu þess sveitarfélags og hún afhent öðrum til eignar. Og svo tala menn um jafn- vægi í byggðlandsins.” Á undirskriftarskjali hafa um 90% hreppsbúa, 18 ára og eldri, mótmælt eignarnámshugmyndinni harðlega eftir að frumvarp um eignarnám var lagt fram á Alþingi. Deildartunguhver verður ávallt um ókomna framtíð í Reykholtshreppi. Sá tími getur brátt komið að íbúar hreppsins hafi fulla þörf fyrir hverinn til ræktunar og/eða iðnaðar — og jafnframt að meira en nóg heitt vatn finnist innan fárra ára í nánd við Akranes. Eiga þá íbúar Reykholts- hrepps að kaupa heita vatnið af Akurnesingum fyrir það verð sem þeir setja upp eða fá þeir strax þing- mann eða ráðherra til að leggja fram eignarnámslög? Stjórnarskrár- hemillinn Alþingi hefur vald til að ákveða hvað sé „almannaþörf” í merkingu 67. gr. stjórnarskrárinnar sem veiti heimild til að taka eign með valdi fyrir „fullt verð”. AUt að einu má þó bera undir dómstóla hvort lög um eignarnám á Deildartunguhver stand- ist gagnvart stjórnarskránni. Dóm- stólar hafa þannig vald tU að skera úr um hvers „almannaþörf” krefst, eins og hún er skUgreind í lögum — hvað hún gerir nauðsynlegt að ganga langt í að skerða eignarrétt einstaklinga. Eigendur Deildartunguhvers geta því borið undir dómstóla kröfu um að aðeins skuli þau hveraréttindi tekin leigunámi sem HAB þarfnast, eða eignarnámi það heitt vatn sem HAB þarfnast, og því ekki miklu meira; það er allur Deildartunguhver með öllu hans afii og landspildu í kring. Þar er HAB vissulegast að seilast til eignar á miklu meiru en hitaveitan hefur þörf fyrir. Apartheid Eignarnámslögin á Deildartungu- hver eru Alþingi og alþingismönnum vafasamur vitnisburður, af því að stjórnarskráin gerir aðeins ráð fyrir slíkri lagasetningu þegar eigandi vill ekki selja eign sína fyrir „fullt verð”. Deginum ljósara má þó vera að eig- endur hafa verið reiðubúnir til að láta hana fyrir langt fyrir neðan hálfvirði. Á meðan stjórnarskráin er í gildi ber alþingismönnum að halda ákvæði hennarí heiðri og kemur þar í einn stað niður hvort gera má þá ábyrga fyrir valdníðslu eða ekki. Hitt er allt annað mál að eignar- rétturinn sem slíkur hefur oft og ein- att í för með sér mismunun og rang- læti, eins og eignir þeirra sem erfa þær eða vinna í happdrætti bera með sér. En það er á svo ótal mörgum öðrum sviðum sem ójöfnuður er milli manna og allir geta lifað í von um að verða lukkunnar pamfilar, sem einnig er mikils virði. Hitt ber vott um heldur ógeðfellt „apartheid-hugarfar” fólks í þéttbýl- inu þegar viðkvæði þess er, sé um eignir í þéttbýli að ræða, að eignar- rétturinn sé friðhelgur, en snúist málið um eignir bænda þá sé við- kvæðið „þjóðin á”. Það eru ekki bara bændur sern ekki hafa alltaf „unnið” fyrir eign- um sinum heldur á það við um villur, skip og alls kyns fyrirtæki í þéttbýl- inu sem eigendur hafa fengið á silfur- bakka arfs, verðbólgugróða eða á annan hátt. Það er heldur nöturlegt að sjá þingmann frjálshyggjuflokks í endur- fæðingu fremstan i flokki eignar- námsmanna á Alþingi. Virða ber hins vegar drengilega afstöðu Einars Ágústssonar, Alberts Guðmunds- sonar, Ólafs G. Einarssonar, Ingvars Gíslasonar og Gunnars Thoroddsen í þessu máli. Sigurður Gizurarson sýslumaður.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.