Dagblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1979 Erlendarll fréttir 1| Nicaragua: flPf| ■ m flf F F Banzthusur HJÖi húsi í höfuðborginni ■■■■Hi 1 — Somoza segir menn sína hafa fellt þúsundmanns JUNI-blaðið er komið til landsins Fæst í næstu bókaverzlun Barizt var hús úr húsi í höfuðborg Nicaragua, Managua í gær. Þrátt fyrir tilkynningu Somoza einræðis- herra um að þjóðvai ðliðar hans hefðu ráðið niðurlögum skæruliða sandinista sögðu heimildir enn frá hörðum bardögum. Hundruð fólks flúðu frá bardaga- svæðunum í höfuðborginni og mátti sjá það forða sér eftir beztu getu með þær eigur sínar sem það gat komizt með og veifandi hvítum vasaklútum til merkis um uppgjöf eða friðsam- legan tilgang ferðarinnar. Frétta- menn ræddu við nokkra flótta-' mannanna. Sögðu þeir að hundruð skæruliða hefðu verið í hverfum þeim sem fólkið flúði. Sumir sögðust óttast þjóðvarðliðana mun meira en skæruliðana. Hundruð líka voru sögð liggja eins og hráviði á götum borgarinnar. Herflugvél frá Bandaríkjunum hefur flutt marga Bandaríkjamenn í Nicaragua á brott en tilkynnt var i Washington í gær að önnur vél yrði send innan skamms. Somoza einræðisherra segir að þjóðvarðliðar hans hafi fellt þúsund manns í bardögum, en hafi sjálfir misst þrjú hundruð fallna og særða. Segir hann lið sitt verða búið að vinna algjöran sigur á skæruliðum sandinista innan hálfs mánaðar. Spánn: ETA Baskar hóta að drepa alla stjómarfulltrúa — skæruliðar þeirra drápu fertugasta manninn frááramótumígær Talsmenn aðskilnaðarhreyfingar Baska á Norður-Spáni, ETA-hreyf- ingin, tilkynntu í gær að þeir bæru ábyrgð á morði liðsforingja eins á eftirlaunum og sárum þriggja örygg- islögreglumanna í Bilbao. Tilkynntu talsmennirnir einnig að þeir mundu drepa hvern einasta fnlltrúa stjórnar innar i Madrid sem þeir kæmust : færi við í Baskahéruðunum í framtíö inni. i tilkynningu þessara hcrskáu sam- taka Baska, sem berjast fyrir algjöru sjálfstæði héraða þeirra, segir að hið eina sem gæti bjargað lífi stjórnar- fulltrúanna sé að hypja sig hið fyrsta á brott frá Norður-Spáni. Talið er að aðskilnaðarhreyfingin sé nú að sækja í sig veðrið i barátt- unni gegn stjórninni í Madrid. Hafa talsmenn hennar til dæmis aldrei tekið jafnstórt upp í sig varðandi áætlanir í skæruliðastarfi framtíðar- innar og í tilkynningunni í gær. Liðsforinginn fyrrverandi var fer- tugasta fórnardýr skæruliða í Baska- héruðunum það sem af er þessu ári. VIKAN auglýsir: Söluböm vantar i eftirtalin hverfí: HVERFI 24: HVERFI 26: HVERFI 28: Héðinsgata Hraunteigur Kleifarvegur Brekkulækur Lækjarteigur Vesturbrún Rauðilækur Kirkjuteigur Laugarásvegur Bugðulækur Hofteigur Laugarás Leirulækur Laugateigur Laugalækur Sigtún Dalbraut Gullteigur HVERFI 25: HVERFI 27: HVERFI 29: Kirkjusandur Sporðagrunn Norðurbrún Laugarnesvegur Selvogsgrunn Austurbrún Otrateigur Jökulgrunn Dragavegur Sundlaugavegur frá Brúnavegur Kambsvegur Laugalæk að Laugav. Dvalarheimili a/dr. sjóm. Hólsvegur Hrísateigur Hjallav. að Hólsvegi WM Kalifornía: Carterog annað stór- menni heiðrar John Wayne Minningareldur logaði á stalli og fánar blöktu í hálfa stöng i Los Angeles til minningar um hinn látna kvikmyndaleikara John Wayne, sem lézt í gær 72 ára að aldri. Jimmy Carter, forseti Banda- ríkjanna og þúsundir annarra bæði frægra og almennra borgara heiðruðu hina föllnu kvikmynda- hetju á ýmsan hátt. Þúsundir simhringinga frá aðdáendum John Waynes bárust til sjúkrahússins þar sem hann dvaldist á banastundinni. Hljómplötuútgáful\ rinæki til- kynnti að það mundi gefa út plötu honum til heiðurs. Talsmaður fjölskyldu hans þar á meðal hinna sjö barna hans sagði að útför kvikmyndaleikarans mundi fara fram i kyrrþey. Yrðu aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Einn vina hans, dálka- höfundurinn James Bacon sagði frá því í gær, að John Wayne hefði látið skírast til kaþólskrar trúar skömmu fyrir dauða sinn. Hlaut hann síðustu smurningu að hætti þeirrar trúar, áður en hann skildi við. I frétl í gær var sagt að kvikmynd John Wayne True Grit, sem hann hlaut óskarsverðlaun fyrir árið 1970 hefði fjallað um stríðið i Vietnam. Það er rangt. Myndin er einmitt ein af hinum dæmigerðu kúrekamynd- um, sem báru hróður kappans sem hæst. Aftur á móti átti John Wayne stóran þátt í gerð myndarinnar The Green Berets, sem var um framgöngu landgönguliða í Vietnam.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.