Dagblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 13.06.1979, Blaðsíða 10
10 Framkvæmdastjóri: Svoinn R. Éyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. v Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjómar: Jóhannes Reykdal. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. íþróttir Hallur Símonarson. Menning: AÖalstoinn Ingólfsson. Aöstoöarfréttastjóri: Jór\as Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómassop, Atli Stoinarsson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefónsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pétursson, Ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Hönnun: GuÖjón H. Pólsson. Ljósmyndir: Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðs* son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Mór E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiösla, óskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins er 27022 (10 línur). Áskrift 3000 kr. ó mónuöi innanlands. Í lausasölu 150 kr. eintakið. Það er komin glæta Samkomulag allra málsaðila um nýtt fiskverð er mikilvægt skref í átt til frið- ar í sundurtættu þjóðfélagi. Við rek- umst ekki lengur frá einu öngþveitinu til annars, heldur náum hverri lausninni á fætur annarri. Þetta byrjaði með samkomulagi um vinnufrið og gerðardóm hjá mjólkurfræðingum. Þar var ekki nóg með, að friði væri komið á, heldur þar á ofan með þeim hætti, að ekki getur orðið tilefni al- mennrar kröfugerðar í þjóðfélaginu. Með samkomulaginu er auðvitað verið að fresta vandamálinu til vetrar. En þá er niðurstaða gerðar- dómsins ekki lengur fordæmi samninga sumars og hausts. Og í gerðardómi fella óhlutdrægir menn úr- skurð án vinnudeilu. Beint í kjölfar þessa samkomulags gerðist svo hið óvænta um helgina. Jóni Sigurðssyni hagrannsókna- stjóra tókst með fádæma lipurð að berja saman físk- verðsjátningu allra málsaðila. Þeirri niðurstöðu höfðu fáir búizt við. Ákvörðun um fiskverð var óvenju erfið að þessu sinni, einkum vegna sífelldra hækkana á olíu að undanförnu. Og venjulega er ákvörðun um fiskverð tekin af meirihluta gegn atkvæðum minnihluta. En nú skrifuðu allir undir. Það má heita vel sloppið, að nýja fiskverðið skuli ekki kalla á meira gengissig í þessum mánuði en 4%. Að vísu má búast við frekara gengissigi í sumar vegna samkomulagsins um fiskverð, líklega um 4% til við- bótar. Síðara gengissigið mun fylgja í kjölfar loforðs ríkis- stjórnarinnar þess efnis, að olíuverð til fiskiskipa hald- ist óbreytt til hausts, þótt sjáanlegar séu miklar hækk- anir á verði innfluttrar olíu. Eftir þetta beinast augun að farmannadeilunni. Ef hana væri hægt að leysa líka á þann hátt, að ekki yrði fordæmi frekari kröfugerðar í þjóðfélaginu, hefur unnizt mikilvæg orrusta í stríðinu við að halda verð- bólgunni innan við 50% á ári. Enn er alveg óvist, að skynsamlegt samkomulag verði í farmannadeilunni. Þar við bætist svo hinn heimskulegi bófahasar, sem Vinnuveitendasamband íslands hefur efnt til með víðtæku verkbanni. Frá sjónarmiði vinnufriðar og verðbólguvarna er verk- bannið til ills eins. Ef farmannadeilan leysist er líklegt, að verkbannið fjari út eða verði afturkallað. Sumir kunna að vilja halda fast við bannið af flokkspólitískum ástæðum, en svo gagnsæ, annarleg sjónarmið ná tæpast fram að ganga. Hversu mjög sem hægt er að lofa nýja fiskverðið sem diplómatískt afrek í taflstöðunni, þá er ákvörðun- in þvi miður efnislega röng og á eftir að valda vand- ræðum i framtíðinni. Hún felur í sér þjóðhagslega óhagkvæma þætti. Samkomulagið um fískverð felur í sér 1.200 milljón króna óheilbrigðar tilfærslur milli sjóða. Með bráða- birgðalögum verður þetta fé tekið úr aflatrygginga- sjóði og vátryggingasjóði og varið til verðuppbóta á ufsa og karfa. Með slíku er verið að falsa markaðinn. Enn verri eru bráðabirgðalögin um hækkun olíu- styrks úr 2,5% í 7%, sem einnig eru liður í samkomu- laginu. Þau koma að vísu auknum hluta fiskverðsins framhjá hlutaskiptum, en hafa um leið hættuleg hliðaráhrif. Olían verður ódýrari en hún á að vera. Notendur hennar gera sér ekki grein fyrir, hvað hún kostar í raun og veru. Hin of ódýra olía stuðlar að of mikilli sókn á fiskimiðin. Og sú sókn er þegar orðin allt of mikil. Satt að segja er ekki auðvelt að gera upp á milli hins diplómatíska ávinnings og hins þjóðhagslega tjóns. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ1979 f ' ' Um 250.000 skákkennarar, bæði menn sem hafa það að fastri atvinnu, svo og ólaunaðir sjálfboðaliðar, veita ungum skákmönnum í Sovétrikjun- um tilsögn í greininni. Þetta er ósköp eðlilegt þegar haft er í huga að ríkið lítur á skák sem mikilvasgan þátt í menntun ungs fólks. Auk hug- kvæmni og ímyndunar þroskar þessi leikur iðni, hæfileikann til þess að hugsa rökrétt, stefnufestu og styrkir viljann, þ.e. eðlisþætti sem allir nota mjög mikið, án tillits til þess hvert verður framtiðarstarf þeirra. /•' Ein af meginuppistöðum þess kerfis þjálfunar fyrir unga skák- menn, sem mótast hefur á meira en 50 ára tímabili, eru skákhópar sem starfræktir eru hjá klúbbum og ung- herjasamtökum en ungherjasamtökin eru fjöldasamtök sovéskra skóla- barna. f sh’kum klúbbum og ung- herjahöllum hófst skákferill verðandi heimsmeistara, svo sem Vassilí Smyslov, Tigran Petrosjan, Mikjail Tal, Boris Spasskí, Anatolí Karpov og stórmeistaranna David Bronstein, Mark Tajmanov, Jurí Averbak, Lev Polugajevskí og margra annarra kunnra skákmeistara. En börnin stiga venjulega fyrstu skrefin á braut skáklistarinnar á skólaskákmótum. Skákkeppnin Hviti hrókurinn, sem haldin hefur verið hin síðari ár, hefst með keppni innan skóla, sigurvegararnir taka síðan þátt í keppni borga, héraða, svæða og lýðvelda og loks í úrslita- keppninni. Auk þessa móts hefur sérstök til- raunaskákfræðsla verið tekin upp í sumum skólum hin síðari ár. Þessi fræðsla, sem nýtur mikilla vinsælda meðal ungra pilta og stúlkna, hjálpar þeim einnig til þess að ná góðum árangri, í hinum almennu kennslu- greinum. Börnunum þykir gaman að skákfræðslu og alveg sérstaklega að þvi að tefla skák. Sérstök stofa hefur verið búin sýningarborðum, skák- borðum og klukkum. Náminu stjórnar reyndur kennari, Sergei Kabalnov, sem er í öðrum styrkieika- flokki. Timarnir eru mjög skemmti- legir og auðveld heimaverkefni eru gefin í hverju nýju viðfangsefni. Þetta er samt enn tilraun og ekki er til nein ein námsskrá fyrir skák- fræðslu en við teljum fullvíst að brátt verði samdar sameiginlegar tillögur fyrir þetta nám. DEILDAR- TUNGUHVER AXEL ÍRAFHA Kveðja f rá Dagblaðinu Axel Kristjánsson í Rafha var mjög sérstæður maður, viljasterkur og sjálfstæður í hugsun. Stofnun nýs dagblaðs utan stjórnmálaflokka var honum mjög að skapi, enda lagði hann ósleitilega hönd á plóginn við fæðingu Dagblaðsins. Við það tækifæri sagði hann einu sinni: „Þetta er gaman- og raunar líkt því, þegar ég stofnaði Rafha, — endalaust stríð við nátttröll.” Og hló við. Axel sat ekki auðum höndum sem váraformaður stjórnar Dagblaðsins. í hverri viku kom hann á skrifstofur fyrirtækisins og fylgdist mjög náið með rekstrinum. Ekki kom upp neitt það vandamál, að Axel ætti ekki í pokahorninu hugmyndir um lausnir. Sú aðstoð og leiðsögn hefur verið þessu unga dag-, blaði ómetanleg. Hér verður ekki reynt að rekja feril þessa landskunna athafnamanns. Það verður gert á öðrum vettvangi. Hér verður aðeins þakkað ósérhlífið framtak hans í þágu Dagblaðsins. Um það starf hefur gilt hið sama og um svo mörg önnur fyrirtæki, sem Axel tók þátt í, að vegur Dagblaðsins væri mun minni, ef það hefði ekki notið reynslu hans og vizku. Hann var stjórnarformaður prent- smiðjunnar Hilmis hf. og vann frá stofnun Dagblaðsins jafnt og þétt að auknu samstarfi þessara tveggja fyrirtækja. Hafa bæði fyrirtækin borið þar af ríkulegan ávöxt. Meðal annars var það Dagblaðinu nánast til lífs á sínum tima að komast í prentunaraðstöðu hjá Hilmi hf., þegar pólitískir aðilarkipptufótunum undan prentun blaðsins. Axel Kristjánsson er jarðsunginn í dag. Honum fylgja til grafar einhuga kveðjur samstarfsmanna hans á Dag- blaðinu. Björn Þórhallsson stjórnarformaður Dagblaðsins. Deildartunguhver i Reykholtsdal mun hafa Kröfluafl að þremur fjórðu. Fyrir fullum dampi ætti Kröfluvirkjun að framleiða um 60 megawött en Deildartunguhver hefur nú um 45,2 megawatta afl. Krafla mun hafa kostað meira en 10 milljarða kr. á núgildandi gengi ís- lenzkrar krónu. Miðað við afl og verð Kröflu ætti Deildartunguhver líklega að kosta yfir sjö og hálfan milljarð. Hverinn gefur hita er jafn- gildir um 50000 tonnum af gasolíu ár- lega miðað við húshitun og 55% nýt- ingu. Lyklavöld að uppsprettu orku og auðs Sér til ágætis hefur hver það fram yfir olíulind að orka hans gengur ekki til þurrðar. Deildartunguhver er tilbúinn til átöppunar á hitaveitu til 6500 notenda á Akranesi og í Borgar- firði. Þeir munu hafa greitt sem næst 700 millj. kr. á ári fyrir húshita mælt í olíu miðað við áramót 1978—79. Að vonum þykir mörgum slægur í hvernum og blóðugt að láta hann gusa varma sínum út í veður og vind. Engu að síður kom mér mjög á óvart hvernig frumvarp um eignar- nám á hvernum var hespað gegnum Alþingi. Mátti sjá þess merki að al- mennt ylli málið ekki þingmönnum höfuðverk — hvort nokkrir væru þeir annmarkar réttlætis, sanngirni eða stjómskipulegrar heimildar að taka þessa eign með valdi af eigend- um. Málsmeðferð Alþingis vekur því til forvitni um hvað í raun og veru fór á milli viðsemjenda, eigenda hversins annars vegar og hinna sem lyklavöld að hvernum vilja fá. Samningsborð eða djúp staðf est milli viðsemjenda? Var djúp staðfest milli Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB) annars vegar og eigenda Deildar- tunguhvers hins vegar, eða var það ekki annað en samningsborð? Lokatilboð HAB var að sögn miðað við kaup á 150 lítrum á sekúndu og verðlagi 1. jan. 1979 um 12,5 millj. kr. áári í 30áreða samtals 250 millj. króna. Ef litið er á hinn langa greiðslutíma, greiðslur án verð- tryggingar og 40—50% verðbólgu, má vera ljóst að ársgreiðslurnar verða. fljótt nánast að skiptimynt. Tilboð HAB virðist samkvæmt þessu vera furðu lágt. Umboðsmenn eigenda hversins buðu að sögn upp á 20 ára samning með stighækkandi greiðslum, 18 millj. kr. á ári fyrstu 10 árin, en allt upp í 88,4 millj. kr. síðustu árin eða alls 875 millj. kr. Var ætlunin að setja skilvindu á hverinn? Þegar verðtilboð samningsaðila eru skoðuð verður varla unnt að verj- ast þeirri hugsun að væntanlegir kaupendur hafa sýnt mikla tilætl- unarsemi um að seljendur slái af verði hversins. Tilboðið er vissulega langt, langt fyrir neðan hálfvirði. Slík afstaða væntanlegra kaupenda jafngildir því að þeir hugsi sér að setja skilvindu á hverinn þar sem rjóminn renni til þéttbýlisins á Vesturlandi en eigendur og íbúar Reykholtshrepps fái undanrennuna. Eða er unnt að kalla það tilboð eig- enda ósanngirni að fara fram á 875 millj. kr., greiddar á 20 árum, fyrir hver, sem um síðustu áramót hefði getað sparað 700 millj. kr. á ári í oliu miðað við síðustu áramót og mundi síðan um ókomna framtíð spara ár- lega þá fjárhæð? Verð heita vatnsins á Húsavík Árið 1970 gerði Hitaveita Húsa- víkur samning við Garðræktarfélag Reykhverfinga um kaup á heitu vatni úr hverum félagsins á Hveravöllum í Reykjahverfi. Verð heita vatnsins, sem var selt í árssekúndulitrum, skyldi hækka samsvarandi og verð gasolíu á Húsavík. Á fyrsta ársfjórð- ungi 1979 var verð árssekúndulítrans rúm 193 þús. kr. og mun nú eftir síð- ustu hækkanir vafalaust vera komið talsvert upp fyrir 200 þús. kr. Miðað við 200 þús. kr. hver árssek- úndulítri mundu 150 árssekúndulítrar úr Deildartunguhver kosta um 30 millj. kr., sem yrði þá ársgreiðsla Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar og mundi hækka í takt við hækkanir á gasolíu, án þess að HAB eignaðist Deildartunguhver. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.