Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.06.1979, Qupperneq 3

Dagblaðið - 16.06.1979, Qupperneq 3
3 Formaður Samtaka dagmæðra: JÁ, VÍST ER ÞAÐ LÚXUS AÐ EIGA BÖRN Jóna Sigurjónsdóttir, formaður Sam- taka dagmæðra í Reykjavík, hringdi: Ég vil koma á framfæri athuga- semd vegna orða eins lesenda í DB í gær (miðvikudaginn 13. júní), undir fyrirsögninni ,,Er orðinn lúxus að eiga böm í þessu landi?” Ég svara þessari spurningu hiklaust játandi: Það er lúxus að eiga börn, en vil jafn- framt leiðrétta misskilning hjá 0394- 7648. Það er rétt að 9 tíma daggæzla hjá dagmömmum hefur hækkað um nálægt 40%, en hins vegar hefur heildargjaldskrá okkar ekki hækkað að marki. Aðalbreytingin er þó sú að gjaldskrá okkar hefur verið breytt í grundvallaratriðum til samræmis við hliðstæðar tölur í þjóðíélaginu. Voru Raddir lesenda allir tilskildir útreikningar og for- sendur gjaldskrárinnar unnar af sér- fræðingum. Miðað er við ákveðinn Sóknartaxta og inn í dæmið reikn- aður matarkostnaður, viðhald hús- búnaðar og húss o.fl. Samkvæmt nýrri gjaldskrá kostar gæzla í 8 tima fyrir barn 61.928 með fullu fæði, en mér sýnist að upphæðin sem lesandi nefnir í DB (68.000) eigi við 9 klst. gæzlu með fullu fæði (það skal tekið fram að gjöldin munu svo hækka í samræmi við almennar breytingar á kaupi og breytingar á matvöru- og framfærsluvísitölu). Sambærileg tala fyrir dagvistarstofnanir í Reykjavík, að undanskildum leikskólum, er 100—103 þús. pr. barn, en foreldrar greiða hins vegar „aðeins” 28.000 beint, annað er niðurgreitt af opin- berum aðilum. Athyglisvert er líka, að hlutur launa hjá dagmæðrum er 50% af hlutfalli launa hjá dagvistar- stofnunum í Reykjavík. ER 0RÐINN LUXUS AÐ EIGA BÖRN í ÞESSU LANDI? 0394—7648 hríngdi: Dagmömmur i Reykjavík hafa nýlega ákveðið nýja taxta fyrir barnagæzlu og heyrzt hefur að frá 1. júlí muni daggæzla fyrir eitt barn hækka um ca 40% og kosta bá tæpar 68 þús. kr. á mánuði! Svo virðist sem þessi hækkun gleypi kauphækkun venjulegra laun- þega og i sumum tilfellum rúmlega það. Hvernig er svona hækkun réttlætt? Bamatimi sjónvarps tóm vitleysa KISS, KISS og afturKISS Undanfarna daga hefur rignt inn á ritstjórn DB kvörtunum frá ung- mennum sem eru súr yfir að hafa misst af siðasta þætti Alþýðutón- listarinnar í Sjónvarpinu. Sérstaklega þykir mönnum leitt að missa af fram-- lagi hljómsveitarinnar KISS i upphafi þáttarins. Aðalkjarninn i óskum les- enda er sá að skora á Sjónvarpið að endursýna Alþýðutónlistina frá því á sunnudagskvöld. Er þessu hér með komið enn á framfæri fyrir hönd KlSS-aðdáenda og málið þar með út- rætt. 3 ungir hlustendur skrifa: Við erum hér nokkrar hræður sem viljum koma á framfæri nokkrum fyrirspumum um Ríkisútvarp-sjón- varp á íslandi. Þá byrjum við á því hvers vegna í ■ ósköpunum Sinfóníuhljómsveit íslands lifir á Ríkisútvarpinu þegar önnur félög geta séð um sig sjálf. Þið ættuð að sjá það sjálf ef þið eruð ekki búin að sjá það nú, þegar Rikis- útvarpið er sjálft á hausnum. Það er bara tóm vitleysa að vera að minnka sjónvarpsefnið sem er ekki nógu gott fyrir. Barnatíminn er tóm vitleysa, en hann hefur nú skánað. Það ætti svo að lengja sjónvarpstimann og hafa fleiri sjónvarpsstöðvar. 03 Yi. <7 CHRÝSLER ^nnnrö „flujn og dodgE’ I SUÐURLANDS8RAUT 10. SlMAR; 83330 - 83454 o o M áfS- ,979' ♦ LAUGARDAGS- MARKAÐUR1979 r SIMCA1508 GT .. . . . . . 1978 SIMCA1508 GT ... . . . . 1977 i SIMCA1508 S . . . 1977 2 i SIMCA1307 GLS. . . . . . . 1978 SIMCA1307 GLS. . . . ... 1977 SIMCA1307 GLS. . . . . . . 1976 xy + /J / SIMCA 1100 .. . 1974 K SIMCA 1100 . . . 1970 SIMCA 1508 S árgerð 1977, ekinn 31 þús. km. Útvarp, segulband. Gullbrons. T0Y0TA Corolla.........1974 T0Y0TA Crown...........1973 AUSTIN Allegro AUSTIN MINI . 1977 1977 ASPEN R/T 2dr............1977 ASPEN SE station.........1977 ASPEN Custom 4dr........1976 DART Swinger.............1976 DART Swinger.............1975 DART Swinger.............1972 PLYM0UTH V0LARÉ árgerð 1977, 2 dyra, sjálfsk., afl- stýri, aflhemlar. Ekinn 18 þús. VOLARÉ Premier 2 dr^ . . 1978 VOLARÉ Premier 4dr.......1978 VOLARÉ Premier 2dr.......1977 VALIANT 4dr..............1976 VALIANT 4dr..............1974 DUSTER..................1971 PLYM. TRAILDUSTER 1975 VILTU SEUA? VILTU SKIPTA? VILTU KAUPA? OPIÐ KL10-17 i DAG, LAUGARDAG DODGE DOUBLE-CAP pickup árg. 1973. 8 cyl., beinskiptur, vökvastýri. 5 manna. SCOUT II sjálfsk.1974 BRONCO..........1974 BRONCO..........1973 WILLYS m/blæju, nýuppg. . 1964 RANGE ROVER.....1972 CHEVROLET NOVA...1976 MERCURY COMET....1973 Fyrir skattpinda: OPEL Rekord.....1971 VW Microbus.....1971 FORD Cortina....1970 SUNBEAM 1500 .. 1970 SIMCA 1100 .... 1970 VW Fastback......1969 CHRYSLER mm LUUU SUÐURLANDSBRAUT 10 - SÍMAR 83330 -83454 Spurning dagsins Hvað f innst þér um aðgerðir Green- peace-manna? (spurt i Hvalstöðinni i Hvalfirði)., Ingimar Magnússon: Þessar aðgerðir hafa náttúrlega áhrif. Þeir trufla veiðarnar með þessu. En ég er á móti þessum aðgerðum og mér finnst þær óréttlátar. Þetta er ekki rétta leiðin. Það á frekar að semja um þessi mál. Gunnar Örn Gunnarsson: Ég er á móti rányrkju en mér finnst ekki rétt að trufla veiðar sem eru löglegar. Friðunarsamtök eiga alveg rétt á sér. Annað mál er svo hvaða leiðir eru farnar. Baldur Gunnarsson: Við erum á móti rányrkju en við vitum ekki hvort rán- yrkja fer fram á íslandsmiðum. Það er alveg ósannaðmál. Elís Másson: Það er kannski nauðsynlegt að veita forráðamönnum hvalveiðiþjóðanna aðhald en ég held að Greenpeacemenn séu svolítið öfga- kenndir. m Jón Úlfarsson: Sjálfsagt eiga friðunar- aðgerðir rétt á sér en það veiddist aldrei eins vel og i fyrra þrátt fyrir aðgerðir Greenpeace-manna og ég vona að það verði eins núna. Þorvaldur Friðriksson: Rök Green- peace-manna eru nokkuð léttvæg. Þeir hafa ekki fært sönnur á að ofveiði sé á íslenzka stofninum og meðan svo er þá eru þeirra aðgerðir mjög vafasamar.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.