Dagblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 24
„Ekki hægt að skylda fólk til að vinna annars staðar” — segir formaður verkalýðsfélagsins í Bakkagerði þar sem atvinnuleysisbölid er þyngst á íslandi „Það eru eitthvað yfir 100 manns í verkalýðsfélaginu hér og þar á meðal er slæðingur af bændum,” sagði Halldór Eiðsson formaður verkalýðsfélagsins í Bakkagerði í Borgarfirði eystri en sá staður er frægur orðinn fyrir gífurlegt at- vinnuleysi, var m.a. með fjórða mesta fjölda atvinnuleysisdaga á öllu landinu í maí á eftir Reykjavík, Siglufirði og Akureyri. „Bændurnir stunda vinnu í slátur- húsinu á haustin og af þeim sökum er þeim leyft að vera í verkalýðsfélaginu til að þeir öðlist atvinnuleysisbóta- rétt,” sagði Halldór. „Mér finnst hins vegar óréttlátt að þeir hafi fullan rétt. Þeir ættu að vera auka- félagar.” ,,En svona er nú atvinnuástandið hér, lítið sem ekkert að gera yfir vetrarmánuðina. Hér starfrækir hreppurinn og nokkrir hluthafar saumastofuna Nálina og vinna þar u.þ.b. 10 konur og hefur það bætt nokkuð úr,” sagði Halldór. Halldór sagði að aðalfundur i verkalýðsfélaginu hefði ekki verið haldinn í ár og heldur ekki í fyrra. Kvað hann reikninga félagsins „ekki vera klára” eins og hann orðaði það. Mjög erfitt væri að fá fólk á fund. Halldór sagðist ekki vita til þess að atvinnuleysisbætur væru mis- notaðar í Bakkagerði. Ekki væri hægt að skylda fólk til að fara annað til vinnu en þó gerðu það margir. „Hér þyrfti að skapa meiri at- vinnu. Ef hægt væri að miðla hingað hráefni til fiskvinnslu myndi ástandið batna. Héðan eru ekki gerðir út aðrir bátar en trUlur og útgerð þeirra er bundin við sumarið. Kaupfélagið á staðnum rekur frystihús en þar er lítið að starfa nema stuttan tíma ársins. Þar gætu yfir 20 konur unnið ef nægt væri hráefnið,” sagði Halldor. Kvað hann afköst geta orðið 10 tonn á dag ef vel væri unnið. Halldór kvað oft sæmilegt að gera yfir sumarið, en doði væri yfir öllu núna og úrbætur ekki sjáanlegar. -ASt. ámorgun í Dagblaðsbíói kl. þrjú á morg- un, sunnudag, verður sýnd myndin Fjársjóðsleitin. Mynd- in er með íslenzkum texta og sýnd í Hafnarbíói eins og venjulega. FRogFIB komaupp neyðar- þjónustu á vegunum Félag farstöðvaeigenda og Félag íslenzkra bifreiðaeigenda eru þessa dagana að leggja drög að neyðarþjón- ustu við vegfarandur fyrir sumarið. Verður þjónustan í því fólgin að hvar sem þátttakendur i þessari sjálfboða- liðsþjónustu sjá bilaðan bíl, bjóði þeir aðstoð sína við að ná í t.d. varahluti eða hjálparbíla. Þeir munu hins vegar ekki aðstoða beint við viðgerðir. Væntanlega verða bilar sjálfboðalið- anna merktir, fólki til glöggvunar. - GS Myndin er tekin þegar Útlendingaeftirlitið tók farþegana og skipstjóra Rainbow Warrior í sfna vörziu. DB-mynd Sveinn Þorm. GREENPEACEMENN TEKN- IR TIL YFIRHEYRSLU „Rainbow Warrior óskaði eftir því að fá að setja þrjá farþega í land svo okkur þótti rétt að fara og kanna málið, þai sem þeir höfðu ekki látið vita að þeir færu út með farþega er þeir héldu héðan,” sagði Árni Sigurjónsson hjá Útlendingaeftirlitinu, þegar DB innti hann eftir því hvers vegna Út- lendingaeftirlitið hefði tekið fjóra — hjá Útlendingaeftirlitinu menn úr Rainbow Warrior í vörzlu sína, rætt við þá og sleppt þeim svo. k Er Rainbow Warrior kom á ytri höfnina í Reykjavík í gær óskuðu þeir eftir því að fá að setja í land farþega. Fór því hafnsögubátur út og með honum eftirlitsmenn Útlendinga- eftirlitsins til að kanna hvað þarna væri um að ræða, þar eð ekki var vitað um hina þrjá farþega. Fór Útlendinga- eftirlitið með þá til viðræðna, auk skipstjórans „til að gera honum ljóst, að slíkt ætti ekki að koma fyrir aftur,” eins og Útlendingaeftirlitið orðaði það. Þessir þrír farþegar er þarna var um að ræða voru blaðamaður, ljós- myndari og einn fulltrúi erlendra nátt- úruverndarsamtaka. -BH Srjálst, úháð daghlað LAUGARDAGUR 16. JÚNl 1979, Vand- ræða- gangurí Vilmundi — segir Jón Sigurðsson, rítstjórí Tímans „Þetta er tóm vitleysa og Vilmundur Gylfason er að reyna að finna einhvern flöt á að rangtúlka orð mín. Það tekst honum ekki og allt verður þetta heldur vandræðalegt hjá honum,” sagði Jón Sigurðsson ritstjóri Tímans í viðtali við DB í gær. Tilefnið var ummæli Vil- mundar Gylfasonar sem voru efnislega þau að Tíminn, málgagn dómsmála- ráðherra, héldi því fram að Hæstiréttur setti menn inn vegna þess eins að hann skrifaði greinar í blöð. „Að þetta megi á einhvern hátt lesa úr leiðaranum sem birtist eftir mig í Tímanum hinn 13. júní síðastliðinn er algjör vitle.ysa,” sagði Jón Sigurðsson. „Kannski má segja að ég sé ekki bezti maðurinn til að dæma um skilning ann- arra á eigin efni en ég tel mig þó geta fullyrt það, fyrst um er spurt, að hér er hvorki um að ræða ærumeiðandi ummæli né árás á Hæstarétt Islands eins og Vilmundur heldur fram.” Umræddar setningar í leiðara Tím- ans voru eftirfarandi: „Á sínum tíma átti Vilmundur meg- inþáttinn í því að fjórir einstaklingar voru álitnir hvers manns níðingar. í þvi voðalega galdrafári sem hér var vakið upp fyrir örfáum árum sættu þessir menn langvarandi frelsissviptingu og fjölskyldur þeirra urðu fyrir óumræði- legri óhamingju.” - ÓG Smáauglýs- ingar Dag- blaðsins Smáauglýsingadeild Dagblaðs- ins verður lokuð allan sunnu- daginn 17. júní. Smáaúglýsing-' ar í mánudagsblað verða að berast auglýsingadeild kl. 09— 14 í dag, sími 27022. Dagblaðsbíó OLÖGLEG HÆKKUN ÞUNGASKA TTSINS? ,Mér sýnist að með þessari hækkun komi upp misræmi á milli þeirra sem greiða fastagjald annars vegar og kílómetragjald hins vegar, en félagið hefur ekki tekið afstöðu til þessa máls enn. Við höfum verið það uppteknir við umfjöllun bensínverðsins,” sagði Tómas Sveinsson, formaður Félags íslenzkra bifreiðaeigenda, í viðtali við DB í gær. Skv. nýrri reglugerð, er tók gildi 10. þessa mánaðar, hækkar þunga- skattur af dísilbílum sem greiddur er skv. eknum km, en ekki eftir fastagjaldi sem ákveðið er í lögum við upphaf hvers árs, allt að 52,3 prósentum. Þrir gjalddagar eru ár- lega á innheimtu kílómetragjaldsins en fastagjaldið greiðist i apríl. Lög um þetta segja ótvirætt: „Greiða skal árlega þungaskatt sem hér segir”. Hingað til hefur kilómetragjaldið ávallt verið ákveðið til eins árs í senn eins og fastagjaldið og vilja margir bíleigendur túlka þessa hækkun ólöglega. Arni Guðjónsson, lögfræðingur FÍB, var ekki búinn að kynna sér lagalega hlið málsins og vildi ekki tjá sig um það að svo stöddu. „Við lítum svo á að lögin heimili ákveðna gjaldhækkun af mælunum til að skapa eigendum dísilbíla svipuð skilyrði og eigendum bensínbila og við hefðum aldrei gert þetta ef við teldum það ekki lögum samkvæmt,” sagði Höskuldur Jónsson, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu í viðtali við DB í gær. Staðfesti hann að gjaldið hefði ekki fyrr verið hækkað á miðju ári, en taldi eftir sem áður að heimild væri fyrir því, útskýring á því væri flókin og lögfræðileg. -GS. fógeta Umsóknarfrestur um starf yfir- borgarfógetans í Reykjavík er runnin út og voru umsækjendur um starfið sex talsins að sögn Baldurs Möller, ráðu- neytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu. Þeir eru: Ásberg Sigurðsson, borgar- fógeti, Ásgeir Pétursson, sýslumaður Borgarnesi, Elías I. Elíasson, bæjar- fógeti Siglufirði, Guðmundur Vignir Jósepsson, gjaldheimtustjóri, Jón Skaftason, deildarstjóri í viðskipta- ráðuneytinu, og Unnsteinn Beck, borgarfógeti. - BH Sex sækja um stöðu borgar-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.