Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. 3 Hlustendakönnunin: Rothögg á klassísku tónlistardeildina Útvarpseyra skrifar: Þá er seinni hluti hlustenda- könnunar útvarpsins kominn fram. Mér er sagt að niðurstöðumar séu algjört rothögg á klassísku tónlistar- deildina; það hefur semsé komið á daginn að nær enginn hlustar á „þungu” tónlistina, sem tekur mest pláss í útvarpinu. Aftur á móti er mikið hlustað á létta tónlist. Er það f rétt að kona velti bfl? Ásdis Kvaran og Hildur Bjarna- dóttir hringdu og kvörtuðu yfir því að í frétt DB um steypubílinn sem valt í Ártúnsbrekku hafi sérstaklega verið tekið fram að bílstjórinn var kona. Telja þær þaðósmekklegt. Þær spyrja af hverju ekki sé tekið fram sérstaklega að karlar velti bílum? Ætlar jafnréttið aldrei að nást? ÍSLENZKIR FÁNAUTIR Á STEYPURÖRI — Er það löglegt? .. Nú verður gaman að sjá hvernig ráðamenn útvarpsins bregðast við. Verður niðurstöðunum stungið undir stól? Verður reynt að gleyma þeim? Eða verður rækilega hreinsað til? Mig minnir að formaður út- varpsráðs, Ólafur R. Einarsson, hafi einhverju sinni sagt í blaðaviðtali að tillit yrði tekið til hlustenda- •könnunarinnar. Ég hef ekki trú á öðru en að Ólafur sé maður orð- heldinn. En ég er viss um að mót- staða verður ákaflega hörð því sinfóníuliðið hefur hreiðrað notalega um sig niðri á Skúlagötunni. Hlustendur bíða i eftirvæntingu. . Ætli það verði minna sent út af klassiskri tónlist nú cftir að niðurstöður hlust- endakönnunar eru komnar fram? Guðmundur Ingi Guðmundsson hringdi: Á leikvellinum Staðarborg hér við Háagerði er gamalt steypurör sem ætlað er krökkum til leikja. Þetta rör var á sínum tíma málað í íslenzkum fánalitum og nú er verið að endurmála það. Þetta hefur farið óskaplega í taugarnar á mér. Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé brot á íslenzku fánalögunum og vildi gjarnan að þetta yrði stöðvað. Aldrei séð flösku springa Þórir Steingrímsson hringdi: Vegna skrifa í DB um lítraflöskur sem hafa sprungið vil ég taka það fram að eftir átta ára dagleg kynni af slíkum flöskum hef ég aldrei orðið var við að þær spryngju. Ef eitthvað slíkt hefur borið við held ég að skýringin sé sú að þær séu geymdar í of miklum hita i verzlun- um, stundum alveg við ofn. Þær eiga auðvitað að vera i kæli. Er Sumar- gleðin að blekkja fólk? Axel Guðlaugsson, Þorlákshöfn, hringdi: Þeir sem standa að Sumargleði 1978 (Ragnar Bjarnason o. fl.) auglýsa að vinningur á skemmtun þeirra sé sólarlandaferð fyrir tvo. En þegar málið er athugað kemur upp úr dúmum að þetta er bara gabb. Vinningurinn nægir ekki einu sinni fyrir sólarlandaferð fyrir einn, það þarf að bæta tuttugu þúsund krónum við. Af hverju er þá auglýst að vinningurinn sé fyrir tvo? Er verið að blekkja fólk? HOOVER ekki bara ryksuga... Teppahreinsarinn frá HOOVER ekki aðeins ryksugar teppið, hann hreinsar að-auki ur því margskonar önnur óhreinindi sem ryksuga nær ekki eins og t.d. • Klístur *Þráðarenda • Dýrahár • Sand úr botni • Bakteriumyndandi sveppa- og gerlagróður Jafnframt ýfir hann flosið svo að teppið er ætíð sem nýtt á að líta, og það á jafnt við um snöggtsem rya. Fjölþætt notagildi fylgihluta. Og það er staðreynd að teppið endist þér lengur. HOOVER ég banka.bursta og sýg... . . ' ' «| I FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 ® FÁLKINN 1904-1979 Spurning dagsins Hefur þú borðað skjaldbökusúpu? Gunnar Götze hagfrseðingur: O sei sei já og það var hjá henni Eufemínu heit- inni föðursystur hérna um árið. Hún bar hana fram kalda. Þorvaldur Guðmundsson, vélstjóri: Nei, skjaldbökusúpu hef ég aldrei smakkað þó ég telji mig hafa nokkra hugmynd um hvernig hún bragðast. Borghildur Jónsdóttir, starfar I Ing- ólfsapóteki: Nei, aldrei og hef ekki hugmynd um hverslags blanda það er. Guðmundur Hannesson, rekstrarhag- fræðingur: Nei, hana hef ég aldrei bragðað en geri ráð fyrir að þetta sé súpa af skjaldbökukjöti. Helga Ásmundsdóttir, húsmóðlr: Nei, það heid ég bara ekki og gæti tæplega hugsað mér að gera þaö. Einar Gunnar Einarsson, 10 ára (að verfla 11): Nei — nei, en ég er í Breiða- gerðisskóla á vetuma.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.