Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 35

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 35
35 BAHÁ'Í-TRÚIN Kcflavfk — Túngötu 11: Fimmtudaga kl. 8.30 — Simi 1116 Njarðvlk — Kirkjubraut 32: Mánudaga kl. 8.30 - 6020 Garður — Sunnubraut 15: Þriðjudaga kl. 8.30- 7035 Sandgcrði — Brckkustíg 6: Miðvikudaga kl. 8.30 - 7696 Hafnarfjörður— Lækjargötu 18: Mánudaga kl. 8.30- 53170 Kópavogur — Meltröð 6: Miðvikudaga kl. 8.30 — 43119 Isafjörður — Fjarðarstræti 29: Fimmtudaga kl. 8.30 — 4269 Hveragerði —• Varmahllð 38: Þriðjudaga kl.8.30- 4427 Ólafsvik — Hjallabrckku 2: Mánudaga kl. 8.30- 6316 Reykjavfk — Skipasundi 55: Fimmtudaga kl. 8.30 — 27949 ALUR VELKOMNIR I I þór hafirt áhuna á aíi k>nnasl Baha'í lrunni, t n búirt t kki á i-inuin þt irra slaúa st m art ofan crtinir. þá st ntlii’) afklippusfúilinn lit'r ftrir nt'ðan lil: Landkennslunefnd Bahá'ía Óðinsgötu 20 Reykjavík - Simi 26679 Vinsamlega sendið mér að kostnaðarlausu nánarí upplýsingar um Rahá’l- trúna. NAFN ____________________________________________________ HEIMILI__________________________________________________ KYNNINGAR OG UMRÆÐUFUNDIR UM BAHÁ'Í TRÚNA ERU HALDNIR VIKULEGA Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: Ljúfur en fyrirferðarlítill Tónlist eftir Grieg verður flutt í út- varpinu i kvöld. Fluttur verður hylling- armars úr Sigurði Jórsalafara og ljóð- ræn svjta opus 54. Hallé hljómsveitin leikur undir stjóm sjálfs Sir John Barbirolli. Edward Hagerup Grieg var uppi á árunum 1843—1907. Frægastur hefur hann orðið fyrir að leggja norrænan skerf til tónlistarsögunnar. Hann gerði hina fallegu norsku þjóðdansa að al- þjóðlegri eign ásamt því að eftir hann liggja gullfalleg verk, lítil og ljóðræn. Þó tónlist Griegs ylli engum þáttaskil- um í tónlistarsögu alheimsins markar hún samt spor í kyrrlátri fegurð sinni. Grieg byrjaði snemma að læra á píanó af móður sinni. Þegar hann var 15 ára fannst henni hann þurfa betri kennara og hann fór þá til Þýzkalands. Þar hóf hann tónsmíðar fyrir alvöru. Verk hans voru í anda þeirrar tónlistar- stefnu sem þá var rikjandi, róman- tíkurinnar. Eftir nokkurra ára nám í Þýzka- landi sneri Grieg heim aftur. Hann samdi þá tónlistina við leikrit Ibsens, Pétur Gaut. Þessi tónlist náði þá strax miklum vinsældum um heim allan, svo miklum að norska stjórnin ákvað að veita honum lffeyri það sem hann átti eftir ólifað. Þegar hann dó var hann grafinn á vegum ríkisins og þjóðin syrgði hann ákaft. Grieg var litill maður og feiminn. Hann ferðaðist eins litið og hann komst af með og leið bezt heima í Noregi. Þó hann skrifaði nokkuð af lengri verkum lét honum besl að skrifa stutt verk, dansa og píanóverk. Hann skrifaði einnig nokkuð af sönglögum, aðallega fyrir konuna sína, sem var góð söng- kona. -DS. (-------------------------------------------% UM DAGINN 0G VEGINN - útvarp í kvöld kl. 19.40: BjLAKAMP nu i ........... ■ SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030 Edward Hagerup Grieg. Eigum verðbólgunni VIRÐULEGUR ÖLDUNGUR Þsssl einstaki Banz 180 árg. 1966, alhir original er til söki. Allur upp- tekinn og ar eins og nýr. Sami eigandi fré upphafi, gamall maflur sem hefur varflveitt bílinn mefl sórstakri umhyggju. Til sýnis é staðnum. Einnig höfum við Ford vörubfl 1931, original. allt að þakka ,,Ég ætla að tala meðal annars um það hvernig á því standi að allir ráða- menn þjóðarinnar bölsótast svona sýkni ogheilagt út í verðbólguna, því ég tel að þjóðfélagið eigi henni mikið að þakka,” sagði Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri, þegar hann var spurður um hvað hann ætlaði að ræða í deginum og veginum í útvarpinu í kvöld. Er óhætt að segja að þessi skoðun Jóhanns á verðbólgunni er næsta ný hér á landi þar sem sú bólga hefur verið talin á- stæða alls ills. „Ef verðbólgan hefði ekki verið eins mikil og raun er á, værum við ekkert annað en þeir fátæklingar sem við vor- um fyrir 40 árum. Ég fer 40 ár aftur í timann og rifja upp ástandið þá. Menn voru sem sagt fátækir en upp úr þeirri fátækt höfum við rifið okkur og byggt okkar atvinnutæki með hjálp verðbólg- unnar. Við höfum risið frá örbirgð til auðlegðar fyrst og fremst hennar vegna. Út frá þessu spinnst hugleiðing um vaxtamálin, þá breytingu sem á þeim er orðin og ég tel að verði. Ég legg til að þeir sem nefndir hafa verið sérfræðing- ar rikisstjórnarinnar verði kallaðir upp og nefndir vísindamenn eftir þetta. Jóhann Þórir Jónsson, ritstjórí ttma- rítsins Skákar, geríst einn af örfáum for- mælendum verðbólgunnar i þættinum um daginn og veginn i kvöld. DB-mynd Bj. Bj. Munurinn á sérfræðingum og vtsinda- mönnum er sá að sérfræðingar eiga að vita allt um þá hluti semþeir eru að fást við, en vísindamennirnir gera einungis tilraunir. Þessir menn eru einungis og hafa verið að gera tilraunir og er vaxta- breytingin sú nýjasta af þeim. Með þessari stefnu fara bankarnir einfald- lega á hausinn, ef verðbólgan minnkar, t.d. niðurí 10%. Út frá þessum umræðum öllum fer ég svo yfir í ýmislegt annað. Til dæmis skák, Fide og möguleika okkar á þeim vettvangi og svo útflutninginn. Spumingin er af hverju við flytjum ekki meira út en við gerum. Hvað höfum við ekki sem t.d. Þjóðverjar hafa? Þó flytja þeir mörgum sinn- um meira út en við. Hvað veldur? Þetta ætla ég að flytja örlitla hugleiðingu um,” sagði Jóhann. -DS. Mánudagur 23. júlí 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttír. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynningar. Vid vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Korriró” eftir Asa I Bæ. Tlöfundur les (6). 15.00 Miódegistónleikar: Islenzk tónlist. a. TilbrigÖJ op. 8 eftir Jón Leifs um stef eftir Becthoven. Sinfóníuhljómsveit Islands leikur; Páll P. Pálsson stj. b. „ln memorian Jón Leifs*\ sónata nr. 2 fyrir fiðlu og píanó eftir Hallgrim Helgason. Howard Leyton Brown og höfundurinn leika. c. Strengjakvartett í fjórum páttum eftir Leif Þórarinsson. Björn Olafsson, Jón Sen, ingvar Jónasson og Einar Vigftisson leika. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Vcöur fregnir). 16.20 Poppbom. Þorgeir Astvaldsson kynnir. 17.20 Sagan: Sumarbókin eftír Tove Jansson. Kristinn Jóhannesson lýkur lestri þýðingar sinnar. (9). 18.00 Vlösjá. Endurtekinn þáttur frá morgninum. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttír. FréttaaukLTiIkynningar. 19.35 Daglegt mál. Arni Böövarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Jóhann Þórir Jóns son ritstjóri talar. 20.00 Uög unga fólksins. Asta Ragnheiöur Jóhannesdóttir kynnir. 20.55 Islandsmótíð 1 knattspyrnu — fyrsta deild. Hermann Gunnarsson lýsir siðari hálfleik Vals og Fram á Laugardalsvelii. 21.45 Tónllst eftir Grieg. Hyllingarmars ur „Siguröi Jórsalafara” og Ljóöra*n svíta op. 54. Hallé hljómsvcitin leikur; Sir John Barbirolli stjórnar. v 22.10 Kymlegir kvistír og andans menn: Lukkuriddarar. Kristján Gunnlaugsson sér um þáttinn. 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Kvöldtónleikar: Frá Monteverdi til Bitlanna. Cathy Berverian syngur lög eftir Monteverdi, Bcrio, Pergolesi, Cagc, Stra vinski, Weill, McCartney-Lennon og sjálfa sig. Harold Lestcr leikur með á sembal og pianó. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 24. júli 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónlcikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund bamanna: Sigriður Thorlacius heldur áfram að lesa þýötngu sína á „Marcelino”eftir Sanchez Silva (2|. 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Tón leikar. 11.00 Sjávarútvegur og siglingar. Umsjónar maður: Jónas Haraldsson. Rætt verður við Arnmund Backman og Barða Friðriksson um dóm Félagsdóms vegna yíirvinnubanns far- manna. 11.15 Morguntónleikan Grant Johannessen leikur á píanó Tilbrigöi. miilispil og lokaþátt eftir Paul Dukas um stef eítir Rameau/Péter Pongrácz. Lajos Tóth og Mihály Eisenbachcr leika Trló t C-dúr fyrir tvö óbó og enskt hom op. 87 cftir Beethoven. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. TÓNUST EFTIR GRIEG—útvarp íkvöld kl. 21.45:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.