Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. Bragi Ámason, prófesor í ef naf ræði: Framleiðsla íslenzks bensíns er raunhæfur möguleiki — útlit fyrir að f ramleiðslukostnaður standist samanburð við núverandi verð á innfluttu bensíni ,,Ég er ekki í minnsta vafa um að með þeirri tækniþekkingu sem fyrir hendi er, er hægt að framleiða elds- neyti á íslandi sem fullnægir eftirspurn í landinu. Jafnvel er útflutningur á elds neyti héðan mögulegur,” sagði Bragi Árnason, prófessor í efnafræði, í sam- tali við Dagblaðið. Bragi hefur unnið að athugunum á orkumálum, einkum þróun á eldsneytismálum og hvaða áhrif þróunin hefur á orkubúskap íslendinga. i viðtalinu leiðir hann m.a. rök að því, að ef reist væri á íslandi verksmiðja sem fullnægði um helmingi eldsneytisþarfar þjóðarinnar, þá mætti framleiða háoktan bensin á verði sem er um 15—20% hærra en núverandi innflutningsverð. Þegar blm. hitti Braga Árnason að máli á dögunum, var tiann nýkominn heim frá Bandaríkjunum, þar sem hann var á ferð ásamt Jóhanni Má Maríussyni, yfirverkstjóra Lands- virkjunar. Þar kynntu þeir sér þær rannsóknir sem nú fara fram í landinu á framleiðslu tilbúins eldsneytis, enda brýnt að finna auðveld og hagkvæm •svör við orkukreppu heimsins og hraðhækkandi olíuverði. Ógnarlangar biðraðir óþolinmóðra bíleigenda við bensínstöðvar i Los Angeles minntu á nýja tíma í orkumálum. En meira um „íslenzka orku- drauminn”. Gefum Braga Árnasyni orðið: tima á næstu öld. Hins vegar geta auknar rannsóknir og áhugi fyrir vetn- inu leitt til þess að vetni „slái í gegn” fyrr en vænta má. Sérstaklega í löndum á borð við ísland, sent býr yfir tak- markalitlum muguleikum til vetnis- framleiðslu. Ég tel því að stjórnvöldin eigi að fylgjast ákaflega vel með vetnis- rannsóknum í heiminum og reyna að fá aðgang að þeirri þekkingu sem liggur fyrir og sem á eftir að koma fram i dagsljósið. Mér finnst samt engin ástæða til að bíða átekta eftir því að vetnið verði hagstæður orkugjaft. ,,Við höfum fleiri valkosti.” Mórinn er ríkur af kolefni Hvaða möguleiki er þá álitlegastur og nærtækastur að þínu áliti? Hann er sá að framleiða vetni með rafgreiningu og nota svo vetnið, ásamt kolefni, til þess að búa til fljótandi eldsneyti, til dæmis metanól, gasolíu eða aðrar eldsneytistegundir. Helztu kolefnisgjafar á íslandi eru kolefnissambönd úr sjó og andrúms- loftinu, og hreint kolefni úr mó. Tæknin sem þarf til slíkrar vinnslu er þegar fyrir hendi. Spurningin er þvi ekki hvort þetta er framkvæmanlegt, heldur frekar hvaða aðferð er hag- stæðustog ódýrust. Aburðarverksmiðja rikisins. Komið hefur til tals að reisa litla tilraunaverksmiðju í tengslum við Áburðarverksmiðjuna og framleiða eldsneyti. Til verksmiðjunnar liggja raflinur sem geta flutt meiri orku en hún þarf á að haida, auk þess sem þar er fram- leitt vetni. Þá vantar bara kolefnið, til að framleiðsla eldsneytis geti átt sér stað og það má fá úr innlendum mó eða innfluttum kolutn. „Vetnið er álitlegasta eldsneyti okkar í framtíðinni. Einfaldast i vinnslu og líklegast ódýrast líka. Það er enn- fremur orkuríkasta eldsneyti sem við þekkjum og lítill mengunarvaldur. Um þessar mundir eru rannsóknir í fullum gangi í Bandarikjunum á möguleikum til að knýja aflvélar með vetni. En einnig eru rannsakaðar leiðir til að geyma vetni og flytja það milli staða. í þeim efnum eru þó ýmis vandamál sem leysa þarf áður en vetni getur talizt meðfærilegt og þægilegt eldsneyti. Sér- staklega er flutningsvandamálið erfitt viðureignar, en ekki síður vandamáliði við geymslu eldsneytisins, bæði í miklum og litlum mæli. Vetnið krefst nýrrar geymslutækni sem er gerólík þeirri sem þekkist við geymslu þekktra og hefðbundinna orkugjafa.” Engin ástæða til að bíða En er vetnið þá eini valkostur okkar í orkumálum framtíðarinnar? „Nei, við megum ekki gleyma þvi að líta á heildarmyndina. Rafbílar koma örugglega inn i þá mynd. Rafbíla má án efa nota mjög víða þar sem nú eru notaðir bensín- eða dísilbílar. Á hinn bóginn er tómt mál að tala um raf- væðingu fiskveiðiflotans, flugflotans og fjölmargra ökutækja á landi. Þar verður að leita annarra leiða. Vetni er ein leiðin, en ekki sú eina. Ég er satt að segja vantrúaður á að vetni verði aðal- orkugjafi mannkyns fyrr en einhvern Án þess að ég útiloki nokkra aðra leið, þá sýnist mér að mórinn sé álit- legasta kolefnislindin á Islandi. A árunum 1939—1940 voru gerðar um- fangsmiklar rannsóknir á mónum, bæði hversu mikið væri af honum í jörðu og lika gæðum hans. Þóað rann- sóknir séu ófullnægjandi, er Ijóst að ísland býr yfir nægum forða af þessari náttúruauðlind til að fullnægja eftir- spum þjóðarinnar um olíu í mjög lang- an tíma.” Sumir óttast að ævintýralegt jarðrask fylgi mótekju í stórum stíl. Hvað er um það að segja? „Eg held að sá ótti sé ástæðulaus. Mórinn er í mýrlendi í 5—6 metra þykkum lögum. Ofan á mónum er ca. 1/2—1 meters þykkt jarðvegslag. Jarðveginum yrði sópað ofan af, mór- inn tekinn og jarðvegi dreift yfir svæðið á ný. Landið lækkar þannig og þornar og verður mun betur fallið til ræktunaráeftir.” Mór jaf nvel heppilegri en kol „Einn möguleiki enn er að flytja inn kol sem kolefnisgjafa og nota þau til framleiðslu fljótandi eldsneytis,” heldur Bragi áfram. ,,Ég hef skoðað niðurstöður úr rannsóknum erlendis sem sýna, að mórinn sé jafnvel enn heppilegri kolefnisgjafi. Umhverfis- áhrif kolvinnslu eru meiri en mó- orkuverðið væri þekkt, eru margir aðrir mikilvægir óvissuþættir sem kanna þarf. Til dæmis að gera rannsóknir á hverjum valkosti fyrir sig og bera þá saman. En á grundvelli þeirrar þekkingar sem þegar er fyrirliggjandi, tel ég, að a.m.k. vetni, mjög sennilega metanól og ef til vill einnig gasolía, geti verið framleidd á fslandi í náinni framtið, og að framleiðslukostnaðurinn standist nokkurn veginn samanburð við núver- andi verð innfiuttrar gas- og dísilolíu. Til dæmis benda grófar kostnaðar- áætlanir til þess, að ef reiknað er með raforkuverði 5.26 kr. (15 mill/Kwh) og kolaverðinu 25000 kr./tonn, og verk- smiðju af þeirri stærð að hún fullnægi um helmingi af eldsneytisþörf þjóð- arinnar, þá mætti í dag framleiða á íslandi háoktan bensín á verði sem er um 15—20% hærra en núverandi innflutningsverð. Lægra raforku-, kola- eða móverð myndi að sjálfsögðu lækka framleiðslukostnaðinn. Eins bendir ýmislegt til þess að sú aðferð sem kostnaðaráætlunin er gerð fyrir sé hvergi nærri sú hagkvæmasta.” íslenzki orkudraumurinn” er þá meira en draumur, Bragi? „Já, já, þetta er blákaldur veruleiki og hefði átt að byrja að athuga þetta mál fyrr. Fyrir einu ári töluðu menn gjarnan um þetta sem „aldamóta- draum.” En olíukreppan hefur sett málið í nýtt samhengi Nú vilja menn framkvæmdir og það fijótt. En allt tekur þetta tíma, enda þarf margt að gera áður en við eignumst eigið elds- neyti á bílana okkar. Við þurfum að gera skamm- og langtímaáætlanir, við þurfum að afla okkur þekkingar og reynslu erlendis frá, byggja litla tilraunaverksmiðju og reyna hana i nokkur ár, áður en hægt er að áætla um stærri skrefin. Svona verkefni er jú heldur stærra í sniðum en það að reisa súrheysturn!” -ARH. vm SIGLUMINNÍ ORKUKREPPUTÍÐ Það hefur tæplega farið framhjá mörgum að nýir tímar eru að hefja innreið sína i orkumálum. Fyrir tiltölu- lega skömmu siðan höfðu menn litlar áhyggjur af þverrandi olíuauðlindum heimsins, þrátt fyrir að olíufram- leiðslurikin hafi fyrir löngu aðvarað iðnríki Vesturlancb oe Lcnt á að við værum hægt og bitanoi að nálgast botninn á olíutunuunni. Alitið var að olía myndi ganga til þurrðar um eða upp úr næstu aldamótum og þá yrði hvort eð er búið að finna leiðir til að knýja hvers kyns olíuháka með nýjum orkugjöfum. En staðreyndin er nú sú, að við siglum nú inn í orkukrepputíð, a.m.k. lOárum fyrr en spáð var. Þetta þýðir, að enn verður að herða róðurinn við að finna leiðir til að nýta í veruleg- um mæli orkulindir, sem fram til þessa hafa lítt eða ekki verið nýttar. Vanda- málið er ekki orkuskortur, þar sem aðrir orkugjafar en olía, kol eða jarðgas, virðast til í ríkum mæli. Vandinn er hins vegar sá að koma orkunni í nýtanlegt form, einkum elds- neyti. íslendingar flytja inn orku í miklum mæli sem eldsneyti. Meira en helmingur orku sem nýtt er í landinu er innflutt orka. Þrátt fyrir að það er óvirkjaður mestur hluti þeirrar orku, sem mögulegt er að virkja hér. Óbeizlaðar orkulindir á íslandi mætti nota til þess að framleiða eldsneyti, jafnvel í svo ríkum mæli að inn- fiutningur á olíum og bensíni tilheyrði sögunni. Árið 1978 voru 12% af heild- arinnflutningi landsmanna eldsneyti. Með hraðhækkandi oliu- og bensinverði verður þessi innflutnings- Það er liklega ættað frá Sovét bensfnið sem þarna rennur á geymi. Einhvern tima i framtíðinni verður islenzkt bensin á boðstólum og margir halda þvi fram i alvöru að við getum framleitt alit okkar bensin sjálflr. DB-mynd: Hörður. liður sífellt stærri með hverju árinu sem líður. Olíukreppan hefur eðlilega teygt krumluna hingað upp á skerið okkar. Því þurfum við líka að taka okkur tak og athuga hvað beri að gera og hvernig, til að mæta breyttum aðstæðum. Það verður að draga beinlínis úr notkun og innflutningi eldsneytis og athuga rækilega hvernig innlendar orkulindir geta komið inn i myndina. Búmannlegt getur það tæpast talizt að eyða stórum hluta gjaldeyristekna íslendinga í að kaupa eldsneyti, sem hægt er að framleiða innanlands, jafnvel á hag- kvæmara verði en víðast annars staðar. Bragi Árnason, prófessor í efna- fræði, en einn af þeim sem bent hefur á raunhæfar leiðir sem íslendingar eiga kost á í orkumálum, einkum hvað varðar öfiun eldsneytis á farartæki á Jandi, sjó og i lofti. Hann ásamt Finn- boga Jónssyni hjá Orkustofnun, Jóhanni Má Maríussyni frá Lands- virkjun, Jóni Steinari Guðmundssyni frá Orkustofnun og Þorsteini Ólafs- syni, aðstoðarmanni iðnaðarráðherra sitja í nýskipaðri nefnd sem einmitt á að fjalla um hugsanlega eldsneytis- framleiðslu á íslandi. Nefndin á að gefa stjómvöldum ábendingar um elds- neytistegundir og framleiðsluaðferðir sem koma til álita og nauðsynlegar rannsóknir á einstökum vinnsluþátt- um. Einnig um umhverfisáhrif einstakra valkosta, notkun viðkomandi eldsneytistegunda við íslenzkar að- stæður og áhrif á dreifikerfið. Enn- fremur orkuþörf vegna eldsneytisfram- leiðslu, staðsetningu eldsneytisverk- smiðju, stýringu rannsóknaráætlunar, hugsanlega rannsóknaraðila og heildar- kostnað. Nefndin skal skila áliti fyrir 1. október og má þvi búast við pólitískum ákvörðunum í málinu í kjölfar þess. -ARH. átf$ \c%:f 1 \ - mmmU Dr. Bragi Arnason prófessor. vinnslunnar, auk þes sem mórinn virðist ódýrari í vinnslu. Afraksturinn, þ.e. eldsneyti, er til viðbótar meiri með vinnslu úr mó en kolum. í hefðbundinni eldsneytisvinnslu, þar sem fljótandi eldsneyti er framleitt með mó eða kolum, er hluti kolefnisins notaður til að framleiða vetni, en vetnið síðan notað ásamt kolefni til að framleiða eldsneytið. Þannig gegna kol og mór bæði hlutverki vetnis- og kolefnispjafa. Hclzti kosturinn við ísland er sá að hér erhægt að framleiða vetni með raforku og spara þannig kol eða mó. Ef raforka er notuð til vetnis- framleiðslunnar verður afraksturinn úr ákveðnu hráefnismagni um 1.7 sinnum betri en þegar vetnið er einnig framleitt úr kolunum.” Atli Rúnar Halldórsson „Stenzt nokkurn veginn verö- samanburð" „Notkun vetnis til brennslu mun krefjast geymslutækni og dreifingar- tækni sem er gerólík þeirri sem við eigum að venjast með fljótandi elds- neyti. Einhver breyting á aflvélum er lika nauðsynleg. Helzti kosturinn við að framleiða fljótandi eldsneyti er hins vegar sá, að núverandi geymslu- og dreifingarkerfi gengur áfram með litl- um breytingum. Ef ráðizt verður i metanólframleiðslu, er hægt að nota þær aflvélar, sem nú eru i bátum og bílum án stórvægilegra breytinga. Ef sá kostur verður fyrir valinu að framleiða gasoliu eða dísilolíu, mun ekki þurfa að breyta núverandi dreifingarkerfi á nokkurn hátt.” En kostnaðarhliðin? „Já, hún er auðvitað mikilvæg, en það er erfitt að nefna nokkrar tölur með vissu þar sem framleiðslu- kostnaður er mjög haður verði á raf- orku, sem þarf til vetnisfram- leiðslunnar. Og jafnvel þó að raf-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.