Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. 9 Erlendar fréttir Eritrea: Fimmtán þúsund Eþíópíuher- menn fallnir Foringjar eritreskra uppreisnar- manna segjast hafa valdið herliði Eþiópíu miklu tjóni og hafi fallið um það bil fimmtán þúsund manns í bar- dögum í fjöllum Eritreu á undanfarinni viku. Segja talsmenn Eritrea að her- sveitir Eþíópíumanna njóti mikillar að- stoðar Sovétmanna. Desai eða Singh falin stjórnar- myndun Búizt er við að Reddy, forseti Ind- lands, muni nú annaðhvort fela fráfar- andi forsætisráðherra, Desai, eða leið- toga stjórnarandstöðunnar, Charan Singh, að mynda nýja ríkisstjórn i Ind- landi. í gærkvöldi tilkynnti fyrrum varaforsætisráðherra landsins, Jagjivan Ram, að hann hefði látið af andstöðu sinni gegn því að Desai myndaði nýja ríkisstjórn. Nicaragua: Sandinistar vilja Somoza framseldan H Anastasio Somoza, fráfarandi forseti Nicaragua, í anddyri bústaðar síns í Florida. Þar hélt hann stuttan blaða- mannafund við komu sina þangað en að baki honum standa nokkrir að- stoðarmenn forsetans. Hin nýja ríkisstjórn í Nicaragua sem situr þar eftir valdatöku sandinista í landinu mun krefjast þess að Anastasio Somoza fyrrum forseti landsins verði framseldur frá Banda- ríkjunum, að sögn talsmanns stjórn- arinnar í gær. Vill stjórnin að Somoza verði færður fyrir rétt og ákærður fyrir aðfarir sinar á fyrri valdatíma. Somoza flúði frá Managua, höfuðborg Nicaragua, tveim dögum áður en skæruliðar sandinista tóku borgina á sitt vald. Fór hann til Bandaríkjanna en á valdatima sínum naut hann lengstum vinfengis þarlendra stjórnvalda og fjárhags- aðstoðar. Talið er að á milli þrjátíu og fjörutíu þúsund manns haft fallið í baráttu sandinista gegn þjóðvarðliði Somoza fjölskyldunnar og stuðnings- manna hennar undanfarið ár. Þegar síðast fréttist til Somoza var hann farinn um borð í skemmti- snekkju en ætlunin var að halda á henni til Bahama cyja. I viðtali við blaðamenn i Miami sagði Somoza fyrrum forseti að bandaríski sendiherrann í Managua hafi gefið honum tryggingu fyrir því að hann yrði ekki framseldur í hendur sandin- ista. Hann sagði einnig að Bandarík- in væru ekki eina ríkið í heiminum, sem vildi veita honum hæli. Önnur ríki væru til, andstæð kommúnist- um, sem væru tilleiðanleg til að veita hönum hæli. Fyrsta \erk numai uyju sijómar var að gera allar eigur Somoza fyrr- um forseta og fjölskyldu háns upptækar. I höfuðborginni Managua voru opinberir embættismenn farnir að mæta aftur til vinnu eftir tveggja mánaða borgarastyrjöld. Verzlanir hafa opnað aftur sumar hverjar, þó ekki sé mikið á boðstólum. Bandaríkin: Þriðjungur ánægður með Carter Að minnsta kosti 51% Banda- ríkjamanna eru ekki sáttir við hvernig Jimmy Carter forseti þeirra stendur í stöðu sinni. Kemur þetta 'fram í niðurstöðum Gallup skoðana- könnunar, sem birt var I morgun. Aðeins 32% þeirra, sem spurðir voru sögðust ánægðir með forsetann en skoðanakönnunin var fram- kvæmd síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag fyrir bandariska frétta- tímaritið Newsweek. Þó svo fáir hafi talið forsetann standa vel í stöðu sinni að þessu sinni er þetta þó talin 5% aukning frá því í fyrri viku þegar Carter var önnum kafinn við að ræða við sérfræðinga og leiðtoga um vand- ann í orkumálum. Þeim umræðum lauk síðan með ræðu Carters til bandarísku þjóðarinnar þar sem hann kynnti hina nýju orkuáætlun sína og hugmyndir til að spara olíu á næstu árum. Skoðanakönnunin, sem þykir allnákvæm, náði þó ekki nema til 539 einstaklinga, en er þó talin gefa nokkuð góða mynd af skoðun banda- rísku þjóðarinnar. Charan Singh, leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Indlandi, er annar þeirra sem liklegur er til að taka við embætti forsætisráðherra. Á myndinni er hann ásamt konu sinni við athöfn þegar hann sagði af sér embætti fjármálaráðherra i bráðabirgðastjórn lands- ins. Líbanon: Fimmtán féllu — fimmtíu sætðir — ísraelskar þotur gerðu þrjár lof tárásir á þorp suður af Beirutígærkvöldi Vitað er að fjöldi manns lézt og tugir særðust í þrem loftárásum sem ísraelskar herþotur gerðu á þorp i Líbanon í nótt. Standa þau á ströndinni suður af höfuðborginni Beirut. Opinberir aðilar í Líbanon segja að flestir þeir sem féllu hafi verið óbreyttir borgarar og eru þeir sagðir vera fimmtán talsins, en fimmtíu manns hafi særzt. 1 tilkynningu ísraelsku herstjórn- arinnar segir aftur á móti að þotur þeirra hafi farið til Líbanon og gert þar árásir á búðir skæruliða. Allar flug- vélarnar hafi komið aftur og árásin hafi borið góðan árangur. Sagt er að meðal hinna föllnu séu nokkrir óbreyttir borgarar sem hafi verið á ferð um ströndina í leyfi sínu. Forsætisráðherra Líbanon, Selmin- Al-hoss, hefur kallað árásir þessar Ijót- an glæp gegn saklausu fólki. Glæp sem eigi sér enga réttlætingu hvernig sem á málið sé litið. Síðasta loftaðgerð ísraelshers var á sömu slóðum yfir Libanon hinn 27. júní síðastliðinn. Þá sló þar í brýnu milli ísraela og Sýrlendinga og lauk þannig að fjórar þotur hinna síðar- nefndu voru skotnar niður. VERÐ: 20" KR 470 ÞÚS. 22" KR 560 ÞÚS. 26" KR 610 ÞÚS. M/SJÁLFVIRKUM STÖÐVARVELJARA LITSJONVARPSTÆKJUM BORGARTÚNI 18 REYKJAVÍK SÍMI 27099

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.