Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. 5 Ökuleiknis- keppni BFÖogDB: Enginn nálgaðist Húsavíkurafrekið Hér cru sigurvegarar ökuleikniskeppn- innar á Sauöárkróki. Til vinstri er Jónas Svavarsson er varð annar, i miðiö Bragi Þ. Haraldsson sem sigraði cg t.h Hermann Agnarsson er varð i 3. sæii. Hermann mætir i úrslitakeppnina, þvi hinir tveir falia ekki undir aldursákvæði úrslitakcppninnar. DB-myndir: Einar Guðmundsson. Ummm Enginn var neitt nálægt frækilegu ökuleiknisafreki Guðmundar Salomonssonar á Húsavik í ökuleiknis- keppni Bindindisfélags ökumanna og Dagblaðsins um helgina. Keppt var á Siglufirði og á Sauðárkróki. Þetta var frekar helgi hinna eldri ökumanna og 4 af 6 sem skipuðu sér í efstu sætin á hvorum stað voru of gamlir eða of ungir til að komast I úrslitakeppnina — og eiga möguleika á Lundúnaferðinni í haust. Á Siglufirði voru skilyrði sérlega slæm. Keppt var á malarflugvelli og þar hafði rignt í hálfan mánuð svo aðstæður leyfðu vart keppni, en ekki var unnt að fresta henni. Afrekin ber að skoða í ljósi þessara lélegu aðstæðna. Úrslitin urðu. 1-2 Björn S. Ólafsson 27 ára (of Guðmundur Sveinsson, 24 ára gamall, var i I.-2. sæti í keppninni á Siglufirði. Hann mætir í úrslitakeppnina, en sá sem vann jafn gott afrek á Bronco F-246, Björn S. Olafsson, er of gamall i úrslitakeppnina. spurningu, var 103 sek. á brautinni og gerði 6 villur eða alls 173 minusstig. Hann mætir í úrslitakeppninni. Um næstu helgi er keppni ráðgerð í Keflavík og á Selfossi, en verður nánar tilkynnt síðar. » -ASt. gamall) ók á Audi 100, K-464. Hann hlaut 20 í mínus í spurningum, var 93 sek. á brautinni og gerði 5 villur, alls 163 mínusstig. 3. Hermann Agnarsson, 18 ára, ók á Subaru K-304. Hlaut í minus 10 í — þegar keppt var á Sigluf irði og Sauðárkróki gamall fyrir úrslitakeppnina) ók á Volvo F 742. 10 í mínus í spurningum, 131 sekúnda á þrautabraut og 7 villur. Samtals 211 mínusstig. 1-2 Guðmundur Sveinsson, 24 ára, ók á Bronco F-246 Hann hlaut 10 í mínus i spumingum, var 151 sek á brautinni oggerði þar 5 villur. Alls 211 mínusstig. 3. Guðni Sigtryggsson, 17 ára (of ungur) ók á Cortina F-403. Hlaut 10 í mínus í spurningum, var 122 sek. á brautinni og gerði 9 villur, alls 222 minusstig. Til marks um hina lélegu keppnis- braut var að síðasti keppandi af 8 var með 420mínusstig. Á Sauðárkróki voru aðstæður betri Sigurvegari varð Bragi Þ. Haraldsson, 26 ára, ók á Vauxhall í-75. Hann hlaut 10 í minus í spurningum, var 100 sek. á brautinni og gerði 4 villur, alls 150 mínusstig. Gott afrek. 2. Jónas Svavarsson, 31 árs (of Áþriðja þúsund manns mótmæla framkvæmdum á Landakotstúninu Nýlega er lokið undirskriftasöfnun til að mótmæla framkvæmdum á Landakotstúni og hafa undirskrifta- listar með 2258 nöfnum verið afhentir kaþólska biskupnum á íslandi og borgarstjóranum i Reykjavik. Söfnunin var hafin að frumkvæði Rannveigar Tryggvadóttur, en fór síðar einnig fram á vegum íbúasam- taka Vesturbæjar. Undirskriftum var einkum safnað í gamla Vestur- bænum, enda er Landakotstúnið eini græni bletturinn í þeim borgarhluta og svíður því íbúum hans sárast umræddar framkvæmdir. Stjórn íbúasamtakanna hefur einnig með bréfi skorað á umhverfis- málaráð að beita öllum tiltækum ráðum til að stöðva byggingarfram- kvæmdir þær sem nú eru hafnar á Landakotstúni. Tvíburabræður á ferð Dagblaðsbíll með stóru DB á hvorri hlið hefur undangengið ár prýtt götur borgarinnar og þjónað lesendum Dag- blaðsins. Nú er tvíburabróðir hans kominn á stjá og fer hann til Akureyrar til þjónustu reiðubúinn. Bilarnir eru hinir skrautlegustu og fylgja hinar beztu óskir til norðanmanna með hinn nýja þjón. DB-mynd Árni Páll. Heimild fyrir f ramkvæmd- um við Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar Iðnaðarráðuneytið hefur veitt Hita- veitu Akraness og Borgarfjarðar heimild til þess: Að hefja framkvæmdir við annan áfanga dreifikerfis í Borgarnesi. Að ◄ Það var ýmislegt, sem þurfti að athuga hjá honum Hauki Má í sólinni í gœr, enda ekki á hverjum degi, sem sólin er svo örlát á höfuðborgarbörnin. DB-mynd: JH. hefja framkvæmdir við lögn i Borgar- fjarðarbrú. Að hefja byrjunarfram- kvæmdir við framræsingu lands á kaflanum frá Bæ að Seleyri, á þeim landsvæðum þar sem þegar hefur verið samiðvið landeigendur. Þessar heimildir eru veittar á þeim grundvelli að Hitaveita Borgarfjarðar, sem er aðili ásamt Bæjarsjóði Akraness að Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar, hefur þegar gert samning um hitaafnot frá hverasvæðinu að Bæ i Borgarfirði. Samið hefur verið við alla land- eigendur og umráðamenn jarða á leiðinni frá Bæ að Seleyri, nema tvo, um hitaveitulögnina. -GM. ísinn á Skalla Óta! tegundir af ís. ís meö súkkulaöi, ís meö hnetum. -Allskonar ís, shake og banana-split. Lækjargötu 8, Hraunbæ102 Reykjávíkurvegi 60 Hf.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.