Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. Edward Kennedy öldungadeildar- þingmaður. þegar hann vildi styðja Carter forseta til endurkjörs. Ekki eru þó allir sann- færðir um að þar fylgi hugur algjör- lega máli hjá Kennedy og eru ráðgjaf- ar Carters sagðir þar í hópi og jafn- framt Carter sjálfur. Morðin á bræðrum Edwards Kennedys, þeim John Fitzgerald fyrrum Bandaríkja- forseta og Robert fyrrum dómsmála- ráðherra og öldungadeildarþing- manni, eru öllum þeim sem ræða um hugsaniegt forsetaframboð hans í fersku minni. Talið er víst að ef hann leggi til framboðs verði einhver geð- veikisjúklingur eða glæpamaður til að ákveða af einhverjum ástæðum að ryðja honum úr vegi. Víst er að þetta mun Kennedy gera sér ljóst og spyrja má hvort slík vissa sé leggjandi á einn mann þegar áður en hann leggur til baráttu um forsetaembættið. Hin stóra Kennedy- fjölskylda, sem þegar hefur misst tvo foringja sína fyrir morðingjahendi, getur haft áhrif þar á og þar sem sam- staða innan fjölskyldunnar er mjög mikil, ekki sizt þegar einhver meðlima hennar stendur í kosninga- baráttu, er ljóst að afstaða fólks innan hennar mun hafa mikil áhrif á ákvörðun Edwards Kennedys. Ef svo færi aftur á móti að hann biði sig fram, fyrst í forkosningum og eftir sigur þar í hinum raunverulegu forsetakosningum, þá verður hann að snúa sér beint að því máli, sem að líkindum yrði helzti þröskuldur hans á veginum i Hvíta húsið. Það er slysið við Chappaquiddick- eyju, en það varð hinn 19. júlí árið 1969, eða fyrir réttum tíu árum. í viðtali um slysið — því fyrsta sem Kennedy hefur gefið opinberlega milljónir króna. Ég hef kannað að Londonlamb, keypt á 2.300 kr. kílóið, kemur hagstæöara út. Skammturinn kostaði þá á bilinu 5- 600 kr., sem er öllu lægra verð en frá Grimsby, auk þess sem viðskiptin gætu örvað íslenzka matvælafram- leiðslu hjá ýmsum aðilum. Áhaldarýrnun, dýr gjaldaliður Máli mínu til stuðnings vil ég benda á að SAS byrgði sig upp af matvælum i heimastöð, fram og ttl baka, á þrengingartímum sínum. Flugleiðir ættu að geta þetta auðveld- iega á leiðunum Keflavík, Glasgow, Kaupmannahöfn, London. Einnig væri þetta hægt á leiðinni Keflavík, Ósló, Stokkhólmur. Ekki þarf að renna blint í sjóinn í slíkum efnum. Mikil reynsla er komin á þennan þátt starfseminnar í flugeldhúsinu, í sam- bandi við allt sólarlandaflugið svo og Parísar, Grikklands og Þýzkalands- flugið. Einnig ætti þá áhaldarýrnunin að minnka til muna, sé þessi ieið far- in, en sá gjaldaliður hefur verið hár, eins og ráðamenn fyrirtækisins vita. En svo að aftur sé vikið að inn- lendu hráefni, eins og t.d. lamba- skinku, sem framleidd yrði þá í svikpuðu formi og svínaskinka, þá er þörfin 30 tonn á ári, miðað við sama farþegafjölda og í fyrra á flestum flugleiðum, sem er samtals 213.060 (tvöfaldur matur). Ótalin eru svo leiguflugin 29.593 farþegar, Græn- landsflugið hjá SAS, með þrefalda afgreiðslu hverju sinni og Royal Air- force með samtals 100 viðkomur, frá í maí til nóv., 130 farþegar hverju sinni. Flugeldhúsið efst á blaði Skoðun mín er sú að ef farnar yrðu síðustu fimm ár — viðurkenndi hann að hegðan hans eftir slysið hefði verið óábyrg og órökrétt. í viðtalinu hugleiddi Edward Kennedy þá spurn- ingu opinskátt, eins og svo margir hafa gert á undan honum, hvort dauðsfall Mary Jo Kopechne, þáver- andi aðstoðarmanns við kosninga- vinnu hans, hafi gert út af við þær vonir sem hann kynni að hafa um að verða forseti Bandaríkjanna. Kennedy sagðist ekki telja að sá verknaður hans, að aka bifreið sinni út af brú þannig að hún lenti í vatninu og síðan að láta undir höfuð leggjast að tilkynna um slysið og að Mary Jo væri í bifreiðinni niðri i vatninu, sýndi hvernig hann gæti brugðizt við vandamálum i stóli forseta Bandaríkjanna. Þannig yrði afstaða hans ekki ef til kæmi. Hann sagði að á sautján ára þingferli sínum i öldungadeildinni í Washington hefði hann þurft að taka afstöðu til mjög margs varðandi styrjaldarmál og friðarmálefni. Eftir slysið við Chappaquiddick hefði hann ekki fundið merki þess að hann ætti í neinum erfiðleikum fremur en áður að taka afstöðu til þeirra. Þetta er sem sagt það sem Edward Kennedy hefur að segja um margumrætt slys og þær afleiðingar sem það gæti haft fyrir hann i fram- tíðinni. Afstaða hins almenna kjósanda til málsins er aftur á móti ekki ljós og kemur ekki að fullu fram í dagsljósið fyrr en svo kynni að fara að Kennedy ákvæði að gefa kost á sér í embætti Bandaríkjaforseta. Ef svo verður er vist að andstæöingar hans munu ekki hlífa honum og slysið við Chappa- quiddickeyju verður ekki látið liggja 1 þagnargildi. Mary Jo Kopechne, fyrrum ritari I kosningabaráttu Edwards Kennedys. Kjallarinn þær leiðir sem bent er á hér að framan, þá mætti spara talsverðar upphæðir í rekstrinum án þess að minnka matargæðin og þjónustuna við farþega. Reyndar má segja að flugeldhúsið á Keflavíkurflugvelli sé leifar gamalla tima og full þörf á endurbótum fyrir löngu. í leiðinni má geta þess að þegar kannað var í Hafnarhreppi, fyrir nokkru, hvað helzt væri til úrbóta til atvinnuaukn- ingar fyrir íbúana, þá var flugeldhús þarefstáblaði. Því miður þá hygg ég að afturhalds- semi hafi ráðið ferðinni um of í sam- bandi við matvælamál Flugleiða. Hugarfarsbreyting i þeim efnum er því nauðsynleg hjá stjórnendum. Ég höfða iíka til eigenda og biö forráða- menn fyrirtækisins að gefa tillögum mínum gaum, því öllu betra er að rifa seglin á þrengingartímum en að fella þau. Úlfar Eysteinsson, starfsmaður Flugleiða. lifskjör og lýð- ræði daglegs lífs Kjaramál og stjórnmál Kjarabarátta og kjarabætur — eða með einu orði kjaramál — eru ekki glögglega skilgreind hugtök Þó má ætla, að í huga flestra veki þau hugrenningatengsl við ákvarðanir um laun, vinnutíma, orlof, og önnur starfskjör, svo sem aðbúnað og öryggi á vinnustað; ennfremur við eftirlaun, tryggingar og annað af því tagi. En þetta skýrir þó ekki málið að fullu, því að með gildum rökum má halda fram, að flest þau mál, er lúta að skipulagi og starfrækslu þjóðfélagsins — hafi með einhverjum hætti áhrif á lífskjör manna. Í vinnulöggjöfinni eru fyrirmæli um þær aðferðir, sem beita á við lausn á ágreiningi um kjaramál og þar meðal annars heimilað að beita þvingunaraðgerðum eins og verk-. föllum og verkbönnum. í stjóm- skipunarlögum og þeirri löggjöf, sem henni em tU fylUngar er hins vegar mælt fyrir um þær aðferðir, sem viðhafa á við lausn á stjómmáiaá- greiningi. — Nú eru aðferðir við að leysa kjaramál og stjómmál ólíkar og þvi er nauðsynlegt að skilja þar á miUi. Miðað við það, sem hér hefur verið sagt, sýnist næst liggja að telja kjaramál þau, er kaila má gmnd- vajlarhagsmunamál launþega, svo sem lágmarkslaun, hvUdartíma, öryggi við starf o.s.frv., eða með öðrum orðum þau mál, sem ætla má, að allur þorri þeirra geti sameinazt um. Þessi staðreynd ein réttlætir, að verkföU njóti vemdar og viðurkenningar laga. Atvinnu- rekendum em svo veitt hliðstæð úrræði á móti til að verja grund- vallarhagsmuni atvinnurekstrarins. Um stjómmáUn stendur hins veg- ar margþættur ágreiningur, jafnt miUi iaunþega sem annarra. Á þeim vettvangi eiga þvingunaraðferðir vinnumarkaðaríns ekki við, heldur verður þar að útkljá ágreining eftir þeim meginreglum, sem lýðræðis- skipan hlýtur að hvUa á. Þessar reglur em í stjómskipunarlögum og annarrí löggjöf þeim til fyUingar. í velferðarríkjum Vesturlanda hefur að mestu leyti tekizt að full- nægja grundvallarþörfum manna og skapa nokkum veginn viðunandi efnahagslegt öryggi. Hin eiginlegu kjaramál hafa því smám saman nálgazt svo stjórnmálin, að æ örðugra hefur reynzt að skilja á milU Raunin hefur því orðið sú, að stjóm- málaágreiningur hefur iðulega verið leystur með þvingunaraðferðum vinnumarkaðarins — andstætt öUum meginreglum lýðræðis. Krónurnar ekkert aðalatriði Lengi framan af var þungamiðja kjarabaráttunnar bundin við hækkun launa í krónum. Eftir því sem kjara- mál og stjómmál hafa meir tekið að falla í einn farveg, hafa forystumenn verkalýðshreyfingarinnar horfið frá slíkum kröfum og æ oftar lýst yfir, aö krónufjöldinn sé ekkert aðalat- riði: ýmsar stjómmálaaðgerðir verði metnar tU jafns við beina launa- hækkun. Þess vegna hafa önnur kjaraatriði tengzt samningum. Þannig gerðist það, að Alþýðusamband íslands samþykkti, að samningarnir frá 22. júní 1977 yrðu skertir, sbr. bráðabirgöalög um kjaramál nr. 96/1978 (sjá einnig lög nr. 121/1978) gegn ýmsum félags- legum umbótum, sem óljós fyrirheit voru gefin um i lögum nr. 103/1978. í greinargerð með síðastnefndu lögunum var tekið fram, að í samráði við aðUja vinnumarkaðarins yrði hraðað aðgerðum og undirbúningi löggjafar meðal annars um eftirtald- ar félagslegar umbætur: öryggismál og hoUustuhætti á vinnustöðum, hús- næðismál, leigjendavemd, málefni lífeyrissjóða og eftirlaun aldraðra, fæðingarorlof, fræðslumál samtaka launafólks, dagvistunarheimili, veikinda- og slysabætur og uppsagnarákvæði launafólks, for- faUaþjónusta í landbúnaöi, ávöxtun orlofsfjár og sérstök réttindamál opinberra starfsmanna. SigurðurLíndal Kjallarinn Hvað felur þetta í sér? Verkalýðs- forystanafsalar launahækkunum sem samið hefur verið um, gegn framan- greindum umbótum. Félagslegar umbætur geta falið í sér bætt lífs- •kjör, en þær kjarabætur koma þó harla misjafnlega niður. Það hlýtur að fela í sér, að ýmsir hópar sitji eftir sem áður við skert kjör. Og verka- lýðsforystan — sem i reynd er fá- mennisstjórn — ákveður fyrir um- bjóðendur sína, við hvaða félagslegu umbótum þeir skuU taka. Með því eru þeir sviptir ákvörðunarrétti og það felur einnig í sér kjaraskerðingu. Og hér er að fleiru að hyggja. Á kjaramálaráðstefnu Alþýðusambands íslands 24.-25. febrúar 1977 komu fram þau sjónar- mið, að veruleg grunnkaupshækkun næðist ekki fram, nema gerðar yrðu „nauðsynlegar hliðarráðstafanir.” í þessum ráðstöfunum fólst meðal annars, að tryggt yrði að eftirspurn almennings beindist að innlendri framleiðslu og í því skyni væri sjálf- sagt til að treysta gjaldeyrisstöðuna og hindra umframinnflutning, að setja um eins árs skeið sérstakar hömlur á innflutning vörutegunda, sem annað tveggja teldust ekki brýnt nauðsynlegar eða mætti framleiða innanlands á hagstæðara eða jafn hagstæðu verði og því, sem er á hliðstæðum innlendum varningi. Hækkun launa í krónum er því aðeins kjarabót, að einhver þau gæði, sem menn sækjast eftir, fáist fyrir krónumar. Með því að skammta launþegum lífsgæðin er verkalýðsforystan að skerða kjör beirra. Og þessi viðleitni verkalýðs- forystunnar til að ráðskast með fé umbjóðenda sinna er svo sem ekki nýtilkomin. Hluti launa gengur eins og kunnugt er til lífeyrissjóða og at- vinnuleysistryggingasjóðs. Þar sitja verkalýðsforingjar eins og banka- stjórar og skammta meðal annars launþegum fé til húsbygginga. Hluti launa rennur til orlofsheimilasjóðs, en forkólfar verkalýðshreyfing- arinnar úthluta mönnum síðan aðstöðu til að njóta orlofs síns. Hér er tekinn hluti launa — að vísu til æskilegra markmiða að minnsta kosti eins og málum er nú háttað í þjóðfélaginu — en þess um leið gætt, að forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar fái tækifæri tíl að minna launþega á, að þeir séu til. Þetta er afleiðing þess, aö verka- lýðsforysta, sem trúir á sterka miðstýringu er farin að taka ákvarðanir í stjómmálum. Hún seilist til æ meiri afskiptasemi og ihlutunar, og takmarkar um leið frelsi launþega til að lifa lífi sínu og njóta bættra lífskjara óáreittir. Vax- andi vald í stjórnmálum — án ábyrgðar að sama skapi — hefur leitt til þess, að verkalýðsforystan litur á sig sem herra launafólks, og eigendur samtaka þess — en afleiðingin er ofstjórn, sem felur í sér lífskjaraskerðingu. Lýðrœði dag- legs lífs Margir hafa trú á því, að þessa agnúa miðstýringarinnar megi sniða af með því að auka lýðræði innan launþegasamtakanna, gera hina óbreyttu félagsmenn virkari þátt- takendur í ákvörðunum en verið hefur. Raunin er þó oftast sú, þegar til framkvæmda kemur, að viðleitnin staðnæmist við óljósar hugmyndir og fálmkenndar tilraunir. Ástæöan fyrir því er oftrú þessara umbótamanna á formlegunt ákvörð- unum. Menn stýra ekki daglegu lífi sínu á fundum og menn kjósa ekki fulltrúa tíl þess að ráða yfir athöfnum sínum frá degi til dags eða skammta ser lífsgæðin í smáatriðin. Þarfir manna eru of ólíkar, smekkur of margvíslegur og óskir of fjöl- breytilegar tíl þess að slikt sé unnt. Um daglega lifnaðarhætti taka menn ákvarðanir á allt annan hátt. Tækið, sem framar öðru auðveldar þær í nú- tíma þjóðfélagi, eru peningarnir, sem eru ekki annað en ávísanir á gæði án sérstakrar tilgreiningar. Þessum ávísunum hefur stundum verið likt við atkvæðaseðla. Með viðskiptum við tiltekinn aðilja sýna menn, að þeir eru ánægðir með þjónustu hans, og greiða honum at- kvæöi, og atkvæðin falla á þá rekstrareiningu, sem skilar hlutverki sínu vel, hvert svo sem innra skipulag hennar er, hvort sem henni er stjórn- ;að af einstaklingi, hún er hlutafélag eða samvinnufélag. Þessi aðferð er miklu auðveldari en sú, að kalla sam- an fundi, hlusta á ræður, lesa skýrsl- ur og semja ályktanir. Með líkingu má árétta þetta þannig: Sjálfsagt er að ákveða formlega, hvernig umferðarreglur eigi að vera. Hinu eiga menn að ráða sjálfir, hvert þeir fara og hvenær, eða hvort menn yfirleitt hreyfasig. Frjálst neyzlu- val blekking? Nú munu margir eflaust vilja malda í móinn og spyrja: Hvað ræður neyzluvali fólks? Og ekki mun standa á svarinu: Allt tal um frjálst neyzluval sé blekking, þarfir tilbúnar og þeim stýrt að geðþótta stórfyrir- tækja; afleiðingin sé neyzlukapp- hlaup, sem skaði menn bæði á sál og líkama. Við þessar fullyrðingar er margt að athuga. Ógerlegt er að draga mörk milli sannra þarfa og gerviþarfa — ef grannt væri gáð væru sennilcga flestar þarfir manna i dag gerviþarfir — og í reynd liggur ekki fyrir nein óyggjandi vitneskja um áhrif auglýsinga á neyzluvenjur manna eða lifshætti. Þótt ýkjur séu undirstaða fram- angreindrar gagnrýni, er ljóst, að markaðskerfið leysir ekki allan vanda — það hefur sínar takmarkanir. En þrátt fyrir þær, er það nauðsynleg viðbót við lýðræði í formlegtni áKvörðunum. Hvað eru kjarabætur? Þeir forvígismenn launþega- samtakanna, sem raunverulega vilja stefna að bættum lífskjörum almennings í landinu, ættu að setja sér það markmið aö haga samningum sínum á þann veg, að þeir hljóði ekki upp á innstæðulausar ávísanir eins og löngum hefur viðgengist hér á landi hin síðari ár, til dæmis í samningun- um 22. júní 1977. Hins ættu þeir ekki siður að gæta, að réttur launþega og neytenda væri verndaður, þannig að þeir ættu kost á þeim gæðum, sem bjóðast án íhlutunar annarra, hvort heldur það eru stjómmálamenn, verkalýðsleiðtogar eða embættis- menn. Forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar virðast sitja svo fastir í kreppu og styrjöldum — þar sem nauðsynlegt getur verið að skipta og skammta — að þeir geri sér enga grein fyrir því, að einn mikilvægasti þáttur góðra lífskjara er réttur hvers og eins til að taka ákvörðun um dag- lega lifnaðarhætti sina án afskipta annarra — eða með öðrum orðum; réttur til þess að njóta lýðræðis og frelsis í daglegu lífi sínu. Sigurður Líndal, prófessor.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.