Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. 25 / Þeir eiga líka sinn Ámagarð á Akureyri —Þar er oft dágóð silungsveiði og dregin hefur verið ^ á land níu punda bleikja Þeir á Akureyri eiga líka sinn Árnagarð ekki síður en Reykvíking- ar. En töluverður munur er á Árna- görðunum tveimur. Þessi á Akureyri er uppfylling úr grjóti og möl og gengur rúma 300 metra þvert út í Akureyrarpoll í stefnu á strönd Þing- eyjarsýslu austan fjarðarins. Árnagarður á Akureyri heitir eftir Árna Árnasyni, forstjóra Norður- verks. Það fyrirtæki sá um byggingu Drottningarbrautar, hinnar glæsilegu innreiðargötu til Akureyrar þegar komið er frá flugvellinum. Hluti verksins var að byggja þennan varn- argarð úr grjóti og möl til að varna því að sjór gerði strandhögg í Drottningarbrautina. Nú er Árnagarður afar vinsæll af sportveiðimönnum, sem flykkjast þangað daglega með veiðistangir sínar og geta lent í því að draga silung grimmt. Einn daginn í vor fékk einn veiðimannanna 9 punda bleikju á garðsendanum. Sú bleikja hefur möguleika á að verða verðlauna- bleikja, því hún veiddist með Abu veiðarfærum og það firma verðlaunar stórfiska sem á veiðar- færin fást, og níu punda bleikja á Akureyrarpolli telst að sjálfsögðu til stórfis ka. Við snerum okkur að virðulegum eldri manni er leið DB-manna lá út á ; garðinn fyrir nokkru. Hann reyndist vera Jóhann Valdimarsson, sem nú er gjaldkeri hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Hann á nokkuð lit- ríkan æviferil og er tengdur Eyja- firðinumsterkum bönduni. í 24 ár bjó Jóhann á Möðruvölium i Eyjafirði og veiddi þá oft silung í Eyjafjarðará. Síðan rak hann bókabúð í sinu nafni á Akureyri í tíu ár og enn ber hún nafn hans. Fyrir 13 árum fór hann til Reykjavíkur en þegar kona hans lézt vildu börnin fá hann norður. Nú kemur hann minnst tvisvar á ári og Árnagarður er eitt af aðal- tómstundagamni hans í þessum „heimferðum” hansí Eyjafjörð. Jóhann var búinn að fá fallega bleikju er okkur bar að Ámagarði, en tveggja tíma dvöl þar árdegis þennan Á enda Árnagarðs stóð Jóhann Valdimarsson, fyrrum bóndi og bóksali, og hafði nýlega dregið 2ja punda bleikju. DB-myndir Hörður. Skammt frá stóð Jón Lárus lngvarsson, kyndari I Krossanesi, og kastaði án árangurs. Uti við Krossanes leggja þeir silungsnet og fá allt að 6 fiska i net, þetta hálfs annars til fjögurra punda fiska. umrædda dag hafði engan árangur borið. Árnagarður á Akureyri er sann- kölluð paradís sportveiðimanna og eru Akureyringar sannarlega öfunds- verðir af þessu mannvirki þó ekki láti það mikið yfir sér. Höfnersbryggja á líka sínar vinsældir en þar er einnig oft hægt að sjá hóp sportveiðimanna. -ASt. 1 A /-**■ - . í blíðviðrinu á föstudaginn sýndu nokkur ungmenni nýjustu tízku á Lækjartorgi. Mæltist þetta vel fyrir og fylgdist fjöldi manna með. DB-mynd Árni Páll. Séð eftir Árnagarði frá enda hans að Akureyrarströnd. Garðurinn er um eða yfir 300 metra langur. OPID KL. 9-9 Allar skraytingar unnar mölnum ■f j Nca* bllas*«a>l a.n.k. 6 kveldia •HIOMLAVIXIIH HAFNARSTRÆTI Simi 12717 22 feta hraðbátur af TEA L - Fisherman tf/sölu Dísilvél og Volvo-Penta Aquamatic drif. Samskonar bátur varð sigurvegari í sjóralli DB og Snarfara í ár og i fyrra. Uppl. í síma 53755 og 52774 á kvöldin og um helgar. Munið frímerkjasöfnun Geðverndar Innlend og erlend frímerki. Gjarna umslogin heil, einnig véistimpluð umslög. Pósthólf 1308 efla skrifstofa fél. Hafnarstræti 5, simi 13468. Réttu dælurmr JP445 ryðfríu, sjátfvirku vatnsdælurnar nýkomnar. Verð kr. 106.727. BYGGINGAVÖRUVERZLUN ÍSLEIFS JÓNSSONAR HF. BOLHOLTI4 - S'IMI 36920

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.