Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 14
14 t ALIEN, geim- hryllingsmynd Ridleys Scott: DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. ... ..................... BLOÐSUTHELUNGAR OG GLÆSILEG SVIÐSMYND Síðan Stanley Kubrik gerði mynd- ina 2001 árið 1968 hafa geimmyndir verið vinsælt kvikmyndaefni. George Lucas yfirfærði ævintýraformið til framtíðarinnar með Star Wars og síðan hafa slíkar myndir komið á færibandi; Battlestar Galactica, Buck Rogers, Star Trek og fleiri — ævin- týramyndir sem allir aldurshópar hafa gaman af, en þó einkum þeir yngri. Hingað til hafa samt ekki verið gerðar „geimhryllingsmyndir” (space thríllers), en með Alien er sú tegund kvikmynda einnig orðin að veruleika. Bæði 2001 og Star Wars brutu blað í sögu kvikmyndanna, þótt á ó- líkan hátt væri. Alien brýtur engin slík blöð nema hvað aðsókn snertir. Á tveimur fyrstu vikunum sem hún var sýnd nam heildarverðmæti seldra miða yfir fimm milljónum dala og hefur Alien þar með slegið út metið sem Star Wars setti fyrir nokkrum árum. Ófrumlegur söguþráður Alien fjallar um áhöfn á geimskipi sem er á leið til jarðarinnar, en leggur lykkju á leið sina til að kanna óþekkt- an hlut, sem kemur fram á ratsjá skipsins. í könnunarferð á fjarlægri plánetu verður einn af áhöfninni fyrir árás slímugrar veru, sem sýgur sig fasta á andlit hans. Félagar hans fara með hann um borð og flytja þannig sín eigin örlög með sér yfir í geim- skipið. Það sem eftir er myndarinnar á áhöfnin í stöðugri baráttu við óvættina, sem drepur hvern þeirra á fætur öðrum. Eins og þessi úrdráttur ber með « H.R. Gigcr, höfundur óvættarinnar, með afsprengið 1 fanginu. The Duelists, hlaut mjög góðar viðtökur á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1977. Einkum var mynd- ræn túlkun og nákvæm útfærsla hans á hverju smáatriði rómuð. Scott segir sjálfur að auglýsinga- myndir hafi kennt sér að smáatriðin séu bað sem skipti öllu máli. Þvi verður ekki neitað að hvert smáatriði í Alien er þaulhugsað og sviðsmyndin er afar vel gerð. Einkanlega eru innviðirnir í geim- . skipinu glæsilegir. Af um tíu milljón dala heildarkostnaði fórú um tvær milljónir í sviðsmyndina. Sviðið minnir á margan hátt á 2001 enda viðurkennir Scott að Kubrik hafi haft mikil áhrif á sig. Hann segir: „Það er mikið af góðu efni í 2001 og Kubrik er einn af fáum leikstjór- um sem ég tel mig hafa lært mikið af. Hins vegar eru mínar hugmyndir Fyrir byrjendur ogsnillinga! LATIÐ EKKI HAPP ÚR HENDISLEPPA Eigum fyrirliggjandi LASER-báta á kynningar- verði, aðeins í þetta eina sinn. ÍSTÆKNI HF. ÁRMULA 22 - SIMI 34060. ns BÖTHATONCE Nýjung frá 0SRAM Leifturljós með dreifðri lýsingu, beinni og endurkastlýsingu sam- timis. Árangurinn er betri mýkri og eðlilegri innimyndatökur. Ljósstyrkur CN-12 Gerð B—12 STUDIO Venjuleg m/beinni lýsingu. með/21DIN/100ASA Gerfl BC 25 STUDIO Með dreifingargeisla. Sjálfvirk deiling á ljósmagni 0,8 til 6.0 m. Handstýring á 6-12 metrum Ljósstyrkur GN-25 með/21DlN/100ASA. Gefa svar hvort lýsing er nægjan- leg. Gerfl BCS-32 STUDIO Mjóg kraftmikil með dreifingargeisla, mjög nákvæm lýs- ing sérlega á nærmyndum, hleðslutimi 0,5-10 sek., 50-800 Ijós per. 4 rafhl. Tvöföld sjálfvirkni 0.6-4.0 metri, 0.1-8.0 m. Handstýring 1-12 m. Handprufun sýnir ef lýsing er nægjanleg. Ljósstyrkur GN-32 með/21DIN/100ASA. öll þessi lcifturljós eru mjög einföld i notkun. Verð: (rafhlöður ekki innif.). B-12kr. 11.900 BC-25kr.32.8IW PÖSTSENDUM. AMATÖRVERZLUNIN, LJÓSMYNDAVÖRUR, laugavegi 55, sími 12630 BCS-32kr. 56.550 Hér er svo skepnan i vigahug. sér er myndin fremur einföld að byggingu. Hún er i engu frábrugðin draugamyndum sjötta áratugsins nema hvað snertir tæknilega full- komnun. Söguþráðurinn er jafnvel enn einfaldari og ófrumlegri en í hin- um svonefndu B-myndum frá þeim tíma. Persónurnar eru týpur og auka fléttur eru engar. Meira að segja sam- tölin eru meiningarlaus. Kraftur myndarinnar liggur í því að Ridley Scott leikstjóra tekst meistaralega að skapa spennu og meðferð hans á myndavélinni er lipur. — Scott er þekktur fyrir að stjórna myndavélinni sjálfur. — En allir at- hafnavakar spennunnar höfða til lægri hvata og þeirrar hugsunar einn- ar að vekja viðbjóð hjá áhorfendum og hræða þá. Stjórnaði fyrst augiýsinga- myndum Ridley Scott hóf leikstjóraferil sinn sem stjórnandi auglýsingakvik- mynda. Fyrsta langa myndin hans, fremur tengdar einmanaleikanum og vildi ég reyna að nota sviðsmyndina til að undirstrika þennan einmana- leika og þá einangrun sem maðurinn verður að þola er hann ferðast um geiminn." í upphafi myndarinnar er þessi til- finning anzi sterk, einkum þegar myndavélin ferðast hægt'um mann- laust geimskipið. Þegar á líður hverf- ur þessi tilfinning mestan part fyrir blóðsúthellingum. Og sannarlega verður maður hræddur. Óvætturin birtist þegar sízt varir og breytir útliti og lögun í hvert sinn. Fórnardýr hennar deyja á kvalafullan hátt fyrir augum manns og blóðið flæðir. Það veidur miklum vonbrigðum að sjá Ridiey Scott senda frá sér slíka mynd sem Ahen. Sérstaklega af því að Duelists lofaði einkar góðu. í þeirri mynd virðist hann hafa að leið arljósi þá meginreglu auglýsingakvik- myndarinnar að hver sekúnda á hvíta tjaldinu verður að hafa myndrænt gildi. í Alien virðist hann hafa fylgt annarri reglu, sem einnig er ríkjandi í auglýsingaiðnaðinum, en hún er sú að ef umbúðirnar eru nógu giæsilegar skiptir innihald engu máli. Vonandi verður mynd Scotts um Tristan og lsold fremur í ætt við Duelists en Alien sem því miður er aðeins enn eitt afsprengi afþreyingariðnaðarins hér í Hollywood. -SS, Los Angeies.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.