Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 36
irjálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 1979. Guðni hættur hjá Sunnu: „Ekki í neinu stríðsskapi” „Já, ég er hætlur sem fram- kvæmdastjóri Sunnu,” sagði Guðni Þórðarson i morgun. Visir birti á laug- ardaginn viðtal við Guðna þar sem hann sagðist hætlur afskiptum af þeirri Ijónagryfju sem hann kallaði ferða- skrifstofumálin. Inn i myndina væru komnir menn sem hefðu almenningsfé til ráðstöfunar til niðurgreiðslu á ferðum og gæti hann ekki keppt v ið þá. Guðni var i morgun beðinn að skýra þetta atriði nánar. ,,Ég vil ekki gcfa neinar frekari yfir- lýsingar um þdta. Ég er ekki í neinu stríðsskapi,” sagði hann þá. Guðni hyggst hefja búskap á jörð feðra sinna i Borgarfirði, en sagði i morgun að ekki væri ákveðið hvenær hann héldi þangað. Guðni var að lokum spurður að þvi hvernig nú stæði mál forráðamanna portúgalska skemmtiferðaskipsins sem sökuðu Guðna um samningsrof. ,,Ég læt lögfræðing minn alveg um það að ákveða hvort ég fer i meiðyrðamál. En það kemur vissulega til greina. Hann tók svo hclvíti stórt upp í sig þessi Svii (framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu sem Guðni hafði ekki viljað semja við, innskot bl.). En ég scgi aftur að ég er ekki i neinu stríðsskapi,” sagði Guðni. -DS. Breytti opnunartíminn: Talsverð ferð á fólki milli skemmtistaða Talsverð hreyfing var á fólki mjlli reykvísku skemmtistaðanna uro helgina. Hún var sú fyrsla et'tir að ný reglugerð um opnunartimann gekk i gildi. Nýju reglurnar, sem hafa verið í gildi síðan á mánudaginn var, ollu þvi að töluvert fjölgaði af fólki á skemmtistöðum. Að sögn þeirra veitingamanna sem Dagblaðið ræddi við'búast þeir við þvi að nokkuð fækki aflur i miðri viku er nýjabrumið fer a'f regl ugerðinni. -ÁT- Dræm aðsókn að KOL 79 „Skiljum ekki afhverju fólkið kom ekki,r ,,Við erum mjög óánægðir með þátt- tökuna,” sagði Hannes Guðmundsson, stjórnarmaður í Handknattleiksdeild Vikings. Víkingur gekkst föstudag og laugardag fyrir útihátíð að Kolviðar- hóli. Fyrri daginn voru þar um 300 manns að sögn Hannesar en seinni dag- inn um 500 manns. Seint að kvöldi þess dags voru þó um 800 manns á svæðinu en þá var mikið ekið um svæðið að sækja þá sem þar voru. „Hátíðin fór mjög vel fram og þeir voru mjög ánægðir sem á henni voru. Ölvun var ekki mikil og engin slys urðu á mönnum. Veðrið var meira að segja einstaklega gott. Nú erum við bara að reyna að finna út af hverju fólkið kom ekki. Ein skýring er að aðgangseyrir hafi verið of hár og önnur að við höfum verið of nálægt verzlunar- mannahelginni,” sagði Hannes. - l)s Íslandsmótí svifdrekaflugi: 3 ísfirzkir bræður í efstu sætunum „Þetta var ákatlega vel heppnað mót, enda veður gott og skilyrðin á Þingeyri hin beztu sem þekkjast á íslandi,” sagði Hálfdán Ingólfsson, nýbakaður íslandsmeistari i svifdreka- flugi við DB i morgun. Svifdrekaflug- menn héldu mót á Þingeyri nú um helgina og Hálfd'.n Ingólfsson frá ísa- firði hlaut ineistaratitil i þriðja sinn.. Ekki nóg með það, bróðir hans, Örn, lenti i öðru sæti og bróðir hans, Ragnar, í fimmia sæti! Annars var röð keppenda þes .i, aftan við nöfn þeirra eru tegundarnöfn svifdrekanna og stigatala af 100 mögulegum. 1. Hálfdán Ingólfsson ísafirði, Olympus, 89.35. 2. Örn Ingólfsson ísafirði, Moonraker, 59.24. 3. Helgi Gíslason Tálknafirði, Nimbus. 47.96. 4. Sveinn Ásgeirsson Reykjavik, Nimbus 46.57. 5. Ragnar Ingólfsson, ísafirði, Sinocco, 46.11. -ARH. Fámenn SAMkoma A fimmta kvöldi hæfileikarallsins sigraði Geir Björnsson sem söng frumsamdar gamanvfsur við mikinn fögnuð áhorfenda. DB-mynd Hörður. Enn sannaðist það betur i gærkvöldi á Hótel Sögu að Hæfileikakeppni DB og Hljómsveitar Birgis Gunnlaugs- sonar nýtur stöðugt meiri vinsælda. Fólk kom hvaðanæva af landinu til að horfa á hina rýju upprenrandi lista- menn og eins komu keppendurnir sjálfir langt að. Þriðja sunnudagskvöldið í röð datt eitt atriðið úr kcppni og var því þriðja sætið enn einu sinni laust. Ekki var þó neinn í þetta skiptið sem bauð sig fram úr salnum, þannig að aðeins voru tvö atriði í gærkvöldi. Geir Björnsson kom alla leið frá Hornafirði til að taka þátt í keppninni. Hann söng og fór með gamanmál við mikinn fögnuð áhorfenda og sigraði i keppninni í þetta sinn. Einnig kom fram ungt par, Val- gerður Anna Þórisdóttir og Guðmund- ur Hreinsson, og söng nokkur frum- samin lög við mikinn fögnuð áhorf- enda. Það var þvi hörð keppnin um fyrsta sætið í gær. Fyrir utan keppendur sjálfa kom fram sigurvegari síðasta hæfileikaralls, Elis Adolphsson, og fór hann með gamanmál. Dansflokkur JSB kom fram að vanda og sýndi nokkra dansa og lagaeinvaldur kvölds- ins var Ragnhildur Gísladóttir. Nú er bara að bíða næsta hæfileika- ralls, sem er á sunnudaginn kemur. Skal þess getið að hægt er að panta borð daginn áður. En í gærkvöldi voru margir sem þurftu að standa, þar sem húsfyllir var á Sögu. - ELA Áttatíu og sjö manns komu á SAM- komu sem haldin var til stuðnings Sig- urði A. Magnússyni rithöfundi sem ný- verið var dæmdur fyrir þátt sinn i skrif- um um Varið land. SAMkoman var haldin í Austurbæjarbíói eftir hádegi á laugardag. Forráðamenn fundarins, þar sem lesið var úr verkum Sigurðar, telja hið góða veður sem var um helgina höfuð- ástæðuna fyrir lélegri mætingu. Al- menn samskot voru á fundinum og þegar allur kostnaður hafði verið greiddur voru eftir rúmlega þrjú hundruð þúsund krónur, sem ganga munu til greiðslu sektar þeirrar sem Sigurður var dæmdur til að greiða. Meða! fundarmanna var einn sem lagði fram fimmtíu þúsund krónur til söfn- unarinnar. Ráðagerðir munu uppi um að endur- taka SAMkomuna eitthvert kvöldið á næstunni. r-.,. Vandræðihjá ríkisstofnunum og sjóðum: Tómas stoppar aukafjárveitingar - tilað knýja fram fimm milljarða skatta upp ígatáríkiskassanum Stórvandræði hafa skapazt víða í ríkiskerfinu, af þvi að Tómas Árna- son fjármálaráðherra hefur stöðvað allar aukafjárveitingar úr ríkissjóði. Þctta er þáttur i baráttu fjármála- ráðherra fyrir þvi, að aðrir ráðherrar samþykki tekjuöflun til að fylla upp i fimm milljarða gat á ríkissjóði. Á verðbólgutímum undanfarin ár hefur oft verið talið nauðsynlegt að mæta aukaútgjöldum með aukatjár- veitingum af þessu tagi, sem hafa aukið á halla ríkissjóðs. Nú eru Tryggingastofnun ríkisins, Rikis- spitalar og fjárfestingarsjóðir ýmsir einkum i vanda vegna ákvörðunar Tómasar. Fjármálaráðherra hefur látið bóka þessa stefnu sina á ríkisstjórn- arfundi fyrir skömmu. Þar segist hann ekkert munu gefa eftir í þcssum efnum, nema rikisstjórnin samþykki tekjuöflun, aukna skatta. -HH. Verkfall hjá varnarliðinu eða leysir kaupskrámefnd deiluna? • Verkfall skrifstofu- og verzlunar- fólks sem starfar hjá varnarliðinu á Kcflavikurvelli hefst 28. júlí nk. ef samkomulag hefur ekki tekizt i deilu Verzlunarmannafélags Suðurnesja og starfsmannahalds varnarliðsins um launaflokkaskipan. Kaupskrárnefnd sem starfar á veg- um varnarmáladeildar utanrikisráðu- neytisins kemur saman ti! fundar sið- degis á ntorgun. Fyrir fundi hennar liggja væntanlega tillögur frá verzl- unarmannafélaginu og starfsmanna- lialdi varnarliðsins. Ef nefndin verður ekki einhuga um tillögur til lausnar fer málið væntanlega til utan- rikisráðherra sem talinn er hata stö- asta orðið i þessari deilu. Fyrirsvarsmenn Verzlunarntanna- félags Suðurnesja segja að ef til verk- falls komi nruni þeir fylgja hefð- bundnum verkfallsvenjum, þ.á m. standa verkfallsvörð. Orðromur er á kreiki um að varnarliðið hyggist setja Bandarikjamcnn i störf islending- anna, og hefur það valdið nokkurri úlfúðá Vellinum. - GM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.