Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 7
DAGBLADIÐ. MANUDAGUR23. JULI 1979. NU ER ÞAÐ SKRYPLAÆÐÍÐ Það var sannkallað stuð í mann- skapnum sem sótti Hollywood í gær- dag frá kl. 2 til 4, en þar fór fram skrýplaball. Haraldur Sigurðsson og skrýplarnir í eigin persónu mættu og sungu söngva frá Skrýplalandi með aðstoð ungmenn- anna í Hollywood. Þau voru á aldrinum 2—15 ára ásamt mömmum og pöbbum. Aðgangur var ókeypis og allir vel- komnir enda var húsfyllir, þó veður hafiveriðjafngott og raun bar vitni. Gestir fengu skrýplaplötu, skrýpla- kalla og skrýplamiða, en allt virðist pessa dagana snúast um skrýpla. Skrýplaplatan hefur verið mest selda hljömplatan hér á landi i þrjár vikur. Þó eru ekki bara til íslenzkir skrýpl- ar, skrýplaæði virðist ganga um heim- inn og á hinum Norðurlöndunum, sér- staklega í Noregi, virðast skrýplar jafn- vinsælir og hér heima. Upphaflega komu skrýplar frá Holl- andi og er undirspilið á íslenzku skrýplaplötunni hollenzkt. Bókar- skrýplarnir eru þó komnir frá Belgíu. Það er hljómpiötuútgáfan Steinar sem gefur íjí plötuna, cu bókaforlagið Iðunn bækurnar. í bókunum eru skrýplarnir kallaðir strumpar og gerðist það vegna þess að hvorugur aðilinn vissi um hinn við útkomuna. Það var t.d. búið að taka upp plöt- una þegar vitnaðist um bókina og Skrýplarnir og umsjónarmenn þeirra úr Leikbrúðulandi. öfugt og var því ekki hægt að breyta nafninu. Það er leikbrúðuland sem sér um skrýplakarlana og er jafnvel fyrirhugað ferðalag með skrýplana. Þó hefur enn ekki verið ákveðið hvert farið verður né hvenær. Við höfum sem sagt fengið enn eitt æðið yfir okkur, skrýplaæðið. -EI.A Haraldur i Skrýplalandi mátti hafa sig allan við að gefa eiginhandaráritanir fyrir sina hönd og skrýplanna. DB-myndir: Bjarnleifur. „Vantar bara hlýindin" ,,Ég kom til Gjögurs á Ströndum 2. júli og að þremur dögum undanskild- um hefur hér verið þoka og súld," sagði Regina, fréttaritari DB á Eski- firði, sem nú dvelur á Gjögri. „Tún eru græn að lit hérna, en spretta engin og óvist hvenær sláttur getur hafizt í Árneshreppi. Bændur segjaaðef reglu- leg hlýindi kæmu næstu 2-3 vikur, gæti orðið sæmileg spretta. En þá yrði að hlýna fljótt. Tún eru vel undirbúin, það vantar bara hlýindin." Reyina /ARH. Hagkvæmari rekstur útvarpsins — nefnd skipuð til þess að endurskoða lög um ríkisútvarpið Menntamálaráðherra, Ragnar Arnalds, skipaðí 18. þ.m. nefnd til að fjalla um skipulag, rekstur og verka- skiptingu innan ríkisútvarpsins með það að markmiði að rekstur stofnun- arinnar verði hagkvæmari og mark- vissari, í því sambandi er nefndinni m.a. falið að taka núgildandi lög rikisútvarpsins til nauðsynlegrar breytingar. í nefndinni eiga sæti eftirtaldir: Ólafur R. Einarsson, menntaskóla- kennari, sem jafnframt er formaður : nefndarinnar, Andrés Bjðrnsson, útvarpsstjóri, Árni Gunnarsson, alþingismaður, Njörður P. Njarðvik, dósent við H.Í., Vilhjálmur Hjálm- arsson, alþingismaður, öriygur Geirsson, deildarstjóri i menntamála- ráðuneytinu. Teg.858 Áðurkr. 11.270.- Núkr. 5.995.- Stœrðir: 36-41 Aflurkr. 9.995.- Núkr. 5.995.- Teg.852 Litur: Beinhvitt nubuk leður Staerðir: 38-41 Áðurkr. 11.470.- Núkr. 7.600.- | Teg.856. Litir: Gulbrúnt loður efla beige nubuk leflur Stærðir: 36-41 ,.< Aflurkr. 11.470.- Núkr. 7.500.- Teg. 857. Litir: Natur leflur efla bsige nubuk leflur Stærðir: 36-41 flurkr. 11.470.- Núkr. 7.500.- Teg. 63/414 Litir: Brúnt nubuk leflur efia ólíf ugrænt nubuk leflur. Aflurkr. 17.885.- Nú kr. 7.885.- Teg.360 Lítur: Natur leflur. Stœrflir: 39-41 Teg. 75201. Litir: Brúnt demin efla beige demin. Stœrflir: 36—41 Aflurkr. 7.980.- Nú kr. 4.995. Teg.8. Litir: Beige, blátt efla svart denim Staerðir: 36—41 Verflkr. 1.995.- Teg.855 LHur Ljosbrúnt nubuk leflur Stærðir: 37-41 Aflurkr. 11.470.- Núkr. 7.500.- Teg.75309 Litir: Bekje demin efla blátt demin. Stœrðir 36-41. Áður kr. 7.st»- Nú kr. 4.995.- Teg. 1052. Litur: Natur leflur Fóðraflir og mefl slitsterkum sóla. Stærflir 36-41 Verfl kr. 6.985.- Skóverzlun Þöröar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll Sími 14181 — Póstsendum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.