Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 23.07.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚLl 1979. pólitísku fanga sem grotnuðu niður í dýflissum Pahlavis. Eins og bent var á i grein um íran 9. sept. ’78 í Mbl. var víða pottur brotinn í mann- réttindamálum í íran. En jafnvel mannvinir eins og Carter vildu ekki styggja keisarann með að impra á þessu við hann, þá gæti heimsauð- valdið misst mikilvægan bandamann og markaði fyrir vörur sínar svo og írönsku olíuna, sem er mikilvæg til þess að halda olíuverði niðri í heiminum. í sömu grein var ólgunni i íran lýst sem afleiðingu huglægra afstæðna í stað hlutlægra. Sagt var að keisarinn yrði „að ná samkomulagi við trúar- leiðtogana ef friður og framþróun á að verða.” Þetta er gróf mistúlkun á því sem raunverulega var að gerast í landinu, eins og komið hefur svo ber- lega í ljós upp á síðkastið. Það sem greinarhöfundur á við, er náttúru- lega það, að keisarinn og trúarleið- togarnir þyrftu að bindast samtökum um að bæla þá róttækniþróun sem var farið að bóla á þá þegar. Mbl. einvaldi. Hann ku ólga af metnaði fyrir hönd þjóðar sinnar og vildi skipa henni sess meðal fremstu þjóða. veraldar. Raunverulegra orsaka var að leita annars staðar en í snauðu heilabúi þessa vitleysings. Hlutverk íransks efnahagskerfis var að breyt- ast. Það var að breytast frá því að vera frumstæður markaður fyrir umframfjármagn alþjóðlegra auð- hringa yfir í að vera sjálfstætt efna- hagskerfi, að svo miklu leyti sem slíkt er mögulegt, er lyti eigin lögmálum, knúið innri gróðaöflum. Raunveru- legur vöxtur kapítalismans á vestræna vísu hefst í íran upp úr 1960. Innlendur fjármagnsmarkaður var byggður upp og erlendir sérfræð- ingar fengnir til þess að móta „efna- hagsstefnu” stjómarinnar. Vitanlega má tala um iðnvæðingu i þessu tilliti, en sú iðnvæðing kom ekki til vegna framfaraviðleitni einstaklinga, heldur vegna gróðasóknar auðvalds- ins. í þessu fólust og takmarkanir iðnvæðingarinnar þegar lengra sótti. hefur tekið dyggan þátt í þagnarsam- særi því, sem ríkir um hlut vinstri- manna í byltingunni í íran. Greinar af þessu tagi eru sönnun á þjónkun þess og tengslum við heimsauðvaldið. Mbl. afhjúpar algjörlega tengsl sin er það matreiðir þjóðfélagsþróunina í íran fyrir íslenskan almúga. Iðnvæðing landsins er eitt dæmið. Þessi aðgerð fólst í því, að byggja átti upp öfiugan iðnað í íran. Borgarapressan sagði að undirrótin væri sú einlæga framfaraviðleitni er héldi vöku fyrir hinum goðumlíka Olíugróði nægði ekki Séð varð, aö til iðnvæðingarinnar myndi þurfa gífurlegt magn af vél- um, varahlutum, tækniþekkingu og þess háttar. íran varð þvi stór markaður fyrir erlend ríki sem komu framleiðslu sinni á framfæri þar. Einnig var uppbygging hersins snar þáttur í fjárútlátum ríkisins. Gjöld voru greidd með.tekjum af olíusölu. Treyst var á að iðnaðurinn yrði brátt burðugur og færi að standa undir sér. Raunin varð önnur. Innanlands- markaðurinn hafði þróast mjög ójafnt og andstæður ríktu milli sveita og borga. Iðnvæðingin var skammt á veg komin þegar oliukreppan skall á 1973. Gróði írans af olíusölu jókst, en jafnframt komu i ljós brestir í framleiðslukerfi landsins. Verðbólg- an hélt innreið sina og hinn klassiski vítahringur auðmagnskreppunnar hóf sinn darraðardans. Innanlands- fjárfesting varð óarðbær og fjár- magn tók að leita úr landi. Olíugróð- inn nægði ekki til þess að fleyta inn- lendu auðvaldi yfir erfiðasta hjall- ann. Þegar heimsauðvaldið tók að hjarna við að nýju eftir olíukreppuna var ástand bágborið í fran og fór versnandi. Útfiutningur fjármagns var stöðugur og hrundu stoðir efna- hagskerfisins hver af annarri. Kreppan komst þó ekki á verulega alvarlegt stig fyrr en þróun mála í íran á síðasta ári hafði sett eignir og gróða borgarastéttarinnar í hættu. Þá hófst fjármagnsflóttinn fyrir alvöru. Kreppa auðvaldsins bitnar sjaldnast á því sjálfu. Hún lendir á þeim sem síst ættu að bera hana: Verkalýön- um. Þannig var það í íran. Vaxandi örbirgð borgaröreiganna var sú und- irstaða sem baráttan var háð. Efna- hagsleg, félagsleg og pólitísk kúgun keisaraveldisins var forsenda þess, að pólitískt inntak baráttunnar jókst, og er enn að aukast. Svipar til byltingarinnar í Rússlandi Menn hafa bent á að Iran nú eigi margt sameiginlegt með Rússlandi 1917 einkum tímabilinu frá febrúar fram til valdatökunnar. í íran er borgaraleg ríkisstjórn við völd, sem hefur sett sér það takmark að koma á „lögum og reglu” og reisa við hið borgaralega ríkisvald. Þetta er ekki alveg í samræmi við vilja þess mikla fjölda fólks, sem nú gengur um götur í fran, heldur fjöldafundi og krefst raunverulegra bóta á högum sínum. Kröfur eru uppi um að slíta tengslin um við heimsauðvaldið, frelsa vérka- menn undan áþján launavinnunnar, Kjallarinn ÓlafurGretar Kristjánsson frelsa konur undan efnahagslegri og félagslegri kúgun og veita Kúrdum og Azerbæjönum sjálfstjórn. Ríkis- stjórn Bazargans hefur ekki sýnt neinn vilja til þess að framfylgja þessu, enda kemur stéttarlegt eðli hennar i veg fyrir það. Þetta er sambærilegt við dugleysi stjórnar Kerenskys og Lvovs á undan henni. Allt frá því er keisarinn var flæmdur frá völdum hefur verið mikil gerjun í þjóðmálum í íran. Mikil umræða hefur orðið enda í Lokakveðja til Carls tíma.” Og afborganirnar og vextirnir bíða auðvitað líka til langs tíma eins og allir vital! Maður sem hafði 2 1/2 milij. í tekjur sl. ár verður ei í vand- ræðum með að greiða 4—5 miljónir af láninu á þessu ári, úr því ljóst er að hann græðir á láninu. Á hverju hann lifir? Nú, auðvitað spariskírteinum og leigusalanum. Eg vona nú að þessum eltingaleik við vitleysur sé lokið, en þeim sem ekki hafa kynnt sér málflutning verk- fræðingsins, ef einhverjir eru, vil ég benda á eftirfarandi klausu úr síðustu grein hans alveg sérstaklega: „Þeir sem raunverulega hafa bág kjör, (Les: þeir fáu, innskot undirritaðs), eiga rétt á félagslegri hjálp. Jón virðist alltaf gleyma þessu mikilvæga atriði. Sé sú hjálp ekki veitt þeim sem hana þurfa, án þess að fjöl- skyldum sé sundrað, þá er hér verðugt umbótaverkefni fyrir Leigj- endasamtökin.” Kenning um náð og miskunn Skarpur maður Carl verk- fræðingur. Á öðrum stað bendir hann okkur á að berjast fyrir bættri dagvistunaraðstöðu fyrir börn. Hann virðist ekki hafa litla trú á Leigjenda- samtökunum. En mikill andskoti að við skyldum ekki athuga þetta allt fyrr, og bölvaður asni var ég að gleyma þeim fátæku sem eiga ekki einu sinni spariskírteini fyrir rassinn ásér. En mér sýnist nú án gamans, að þarna sé á ferðinni enn einu sinni kenningin um náð og miskunn í stað félagslegs réttlætis. Carl Eiríksson er reyndar svo greiðvikinn að gefa leigjendum ráð til að eignast sjálfir íbúð og bregst að sjálfsögðu ekki snilldin. Ráðið er að spara tvo sígarettupakka á dag í 20 ár, eða 1 pakka á dag í 32 ár. Nú er ekkert að gera, góðir leigjendur, nema útrýma húsnæðisvandanum snarlega og spara I sígarettupakka á dag næstu 32 árin og þá getið þið flutt inn til ykkar. Ég veit að leigjendur eru Carli þakklátir fyrir þessa ábendingu og honum verður áreiðanlega boðið, ef leigjendur gera sér dagamun eftir flutningana. (Þeir hljóta að mega gera sér dagamun þegar þeir eru hættir að vera leigjendur). Ég vona bara allra aðUa vegna, að til þess komi ekki að halda þurfi fagnaðinn á elliheimilinu. Carl ræðir um verð á húsaleigu eins og það sé eina vandamáUð hjá leigendum og fór fram á að ég segði sér hvað væri rétt leiga. Honum á þó að vera kunnugt, sem leigusala að engin lög eru tU um það atriði og þvi ekkert tU sem heitir rétt húsaleiga. Verð á leiguhúsnæði hér er mjög mis- jafnt og oftast undir heppni viðkom- andi komið hve vel hann sleppur með það. Ég hef ekki það öruggan saman- burð að ég geti fuUyrt að húsaleiga sé almennt hærri hér en annarsstaðar og erekkiviss um að svo sé, þótt okur- leiga tíðkist hér vissulega. Hitt er víst að húsaleiga et hærri hér miðað við laun verkafólks, vegna þess hve tímakaup erfiðismanna er lágt hér og engin aðstoð til fólks sem greiðir háa leigu af litlu kaupi og ekkert tillit tekið til fjölskylduástæðna. Fyrú- framgreiðslumar koma sér oft verr en sjálf leiguupphæðinog fái fólk víxil til þeirra hluta bætist þar kostnaður við. Verst er þó öryggis- leysið, sem, auk réttleysis sem ríkt hefur, kemur einkum tU af því að leiguhúsnæði hér er aðallega einka- húsnæði leigusala, sem hann af ein- hverjum ástæðum kýs að leigja í tak- markaðan tíma, oftast vegna tíma- bundins brottfiutnings, eða gamalt • „Þess hugsunarháttar veröur víöa vart hjá rjómafleyturum hérlendis, aö hér sé einhver allsherjar millistétt, sem dundi viö aö spila á „kerfið með tilheyrandi skólabræðra- lagi og samböndum.” fyrs' skipti í 25 ár að ritskoðun er aflétt af dagblöðum, útvarpi og sjón- varpi. í kjölfar þessarar umræðu hefur fylgt töluverð róttækniþróun. Sú þróun hefur reyndar ekki fundið náð fyrir augum borgarapressunnar, það er reynt að þegja hana í hel. Athyglinni er beint að Khomeini og hulduher hans og nákvæm skrá haldin yfir þá böðla keisarans sem teknir eru af lífi. Aftökurnar afhjúpa einna best dugleysi stjórnvalda i landinu við að framkvæma raunhæf- ar aðgerðir til lausnar þvi eymdar- ástandi sem þarna ríkir. Það er verið að beina athygli fólksins burtu frá raunverulegum vandamálum. En byltingin hafði einmitt þau áhrif að byltingarsinnaðir marxistar gátu farið að starfa opinberlega og heyja baráttu fyrir stefnuskrá sinni. Mál- svarar þeirra komust í sjónvarp og deildu þar við forsvarsmenn stjórn- valda, og hafa vakið mikla eftirtekt. Þeir hafa bent á raunverulegt eðli stjórnar Bazargans og hvert stefni. Þeir hafa sýnt að borgarastéttin hyggst ná öllu sínu aftur og hvatt fólk til þess að láta ekki af baráttu sinni því að endanlegur sigur sé ekki í höfn. Rík ástæða er til þess að benda fólki á þessa þróun, því að þetta er það sem skiptir máli. Baráttan í fran er stéttabarátta, hún stendur milli borgarastéttar og verkalýðs Borgara pressan (Mbl. þai ineó talió) vili >ata líta svo út sem hér sé eingöngu um að ræða kritur milli Khomeinis og fylgismanna hans annars vegar, en hins vegar milli hófsamra frjáls- hyggjunjanna. Þetta er bara dæmi- gert fyrir þann fréttaflutning sem tíðkast hjá málpípum heimsauðvalds- ins. Vona ég að þetta spjall mitt hafi e.t.v. varpað einhverju ljósi á eðli hans, svo að lesendur Mbl. megi vera nær um það og vari sig á honum. Ólafur Grétar Kristjánsson ✓ fólk leigir frá sér og deyi það koma erfingjarnir og reka leigjendur út vegna sölu eignanna. Hér er sáralítið um leiguhúsnæði í einkaeign, byggt og rekið sem slíkt. Húsnæðislán fást heldur ekki til slíkra bygginga, nema með sérstökum lögum um sveitar- félög. Carl Eiríksson kallar grein sína Á öll leigustarfsemi að vera góðgerðar- starfsemi? Sú fyrirsögn undirstrikar þá skoðun hans, að skipuleg nýting fjármagns til húsnæðismála og af- nám brasks, sé góðgerðarstarfsemi. Ef svo er hvaða nafn á maður þá að gefa eignasöfnum einstaklinga á kostnað almennings, m.a. með lán- um sem eru að hluta gjöf??? Full þörf er umræðna um þessi mál, sem lítið hafa verið rædd fyrr en nú tvö síðustu árin, eftir að Leigjendasamtökin komu til sögunnar. En eigi umræðan að verða til gagns verða menn að viðurkenna staðreyndir. Þessi mál verða ekki slit- in úr tengslum við almenn kjaramál alþýðu, ef vit á að vera með í för, þvi helstu staðreyndir eru öryggisleysi og bág kjör eignalausrar alþýðu. Stafi skortur á leiguhúsnæði af fjár- festingarspursmálum eignamanna, eins og Carl segir, þá er það aðeins dæmi um afleiðingar þess skipulags- leysis sem ríkt hefur í einkafjár- festingum í húsnæði. Jón frá Pálmholti, formaður Leígjendasamtakanna ARO-JEPPINN SEM FARIÐ HEFUR SIGURFÖR UM EVRÓPU KANADA OG AFRÍKU ARO 242 Pick-Up. Burðarmagn 800 kg. Skúffa með bogum og tjaldi. ARO 320 Pick-Up. Burðarmagn 1200 kg. Skúffa með bogum og tjaldi. ARO 244 5 manna klxddur að innan, 4ra dyra + afturhurðir, aftara sxti má velta fram. ARO 243 er með langsum sxtum að aftan fyrir 3 hvorumegin og fyrir 2 fram í eða alls fyrir 8 manns. BÍLAR TIL AFGREIÐSLU STRAX Allar gerðir Sterk grind, 4 hjóla drif, vél 86 h., gírkassi 4ra gíra, millikassi, hátt og lágt drif. Á gamla verðinu, enginn veröhækk- un á þá bíla, sem við eigum nú fyrir- liggjandi, verð frá kr. 4.500.000. umboðið, sf. BÍLASÖLU ALLA RÚTS Hyrjarhöfða 2 — sími 81666 Reykjavik Akureyri Páli Halidórsson Skipagötu 1 Sími 22697 J V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.