Dagblaðið - 26.07.1979, Síða 6

Dagblaðið - 26.07.1979, Síða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1979. IMýir bílar: 504 disil 304 sendiferðabíll 404 Pickup Notaðir bílar: 504 árg. 1976, ekinn 59 þús. km. 504 árg. 1977, ekinn 30 þús. km. 504 dísil árg. 1975, ekinn 60 þús. km. 504 árg. 1974, sjálfskiptur, ekinn 66 þús. km. HAFRAFELL H/F VAGNHÖFÐA7 SÍMI85211. LADA-ÞJÓNUSTA OG ALMENNAR VÉLASTILLINGAR PANTIÐ TIMAI SIMA 76650 LYKILLf Bifreiðaverkstæði Simi 76650. Smiðjuvegi 20 — Kóp. Frá olivetti ferðareiknivél með Ijósi og strimli Skrifstofutækni hf. Tryggvagötu Sími 28511 „Án tafar styður þú á réttu hnappana“ Ekki afleins skotheldur, einnig pottpóttur. Chrysler Imperial árg. '73 (sendiróflsbfllinn), ekinn 49 þ. m. Rafmagnsdrrfinn afl innan, sjónvarp, tveir dekkjagangar. Le Baron innrétting. Ein glœsileg- asta brfreið á götum þessa lands. Góð kjör, skipti möguleg. Til sýnis i sýningarsal okkar. MEIRIKRAFfUR í OLÍUBORANIR VH> GRÆNLAND Rannsóknir á olíulindum við Austur-Grænland verða auknar verulega á næstu árum. Viðskipta- ráðuneytið í Kaupmannahöfn hefur nýlega tilkynnt að á næstu fjórum árum muni fjárframlög til rannsókna þar verða fjórfölduö. Þegar hefur verið ákveðið að jafnvirði tveggja milljarða íslenzkra króna verði lagt fram til þessara nota. Allt er þetta að sjálfsögðu gert vegna hinna miklu verðhækkana á bensíni og olíuvörum á heimsmarkaði að undanförnu. Auk framlags dönsku stjórnarinn- ar er þess vænzt að Efnahagsbanda- lag Evrópu muni leggja fram sam- svarandi upphæð til oliurannsókn- anna við Austur-Grænland. Svæði það sem kanna á er um það bil 450 þúsund ferkílómetrar að flat- armáli. Samkvæmt tilkynningu frá Grænlandsmálaráðuneytinu er ætlunin að gera jarðfræðikort af svæðinu. Einkum verður þá lögð áherzla á að kanna þau svæði þar sem hugsanlegt er að finnist olía og gas i botnlögum sjávarins. í fyrstunni verða rannsóknirnar framkvæmdar frá skipum en síðar er ráðgert að framkvæma nokkrar tilrauna- boranir. í tilkynningu Grænlandsmála- ráðuneytisins segir ennfremur að gert sé ráð fyrir að auk olíunnar verði kannað magn ýmissa málma í hafs- botninum. Eru þar nefndir rúbínar, járn, króm, kol, úranium og fleiri tegundir. L Vopnaðir skæruliðar og ibúar Managua, höfuðborgarinnar i Nicaragua, standa fagnandi umhverfis styttu af Anastasio Somoza Garcia fyrrum forseta landsins og föður Anastastio Somoza sem lagði niður forsetatign fyrir nokkrum dögum og flúði land. Styttunni hefur verið veit um koll og nú er það helzt til ánægju að klipa i nefið á þessum fyrrum kúgara. Filippseyjar: Flóttamenn laumuð- ust í herstööina Bátsfarmur af vietnömskum flótta- mönnum slapp í gegnum allar varnir bandaríska flotans í gær. Komust flóttamennirnir þrjátíu og einn að tölu óséðir inn á svæði, sem tilheyrir banda- rískri herstöð á Filippseyjum. Þegar vart varð við flóttamennina i her- stöðinni voru þeir handteknir og af- hentir yfirvöldum Filippseyja. Þetta er þó ekki fyrsti flóttamanna- báturinn, sem kemur til her- stöðvarinnar við Subicflóa. Nokkrir tugir slíkra hafa komið þar síðustu þrjú árin. Ferð bátsins í gær þykir aftur á móti miklum tíðindum sæta vegna þeirra miklu gæzlu og aukins eftirlits sem nú er með ferðum um hafsvæðið við Filippseyjar. Auk flota Filippseyja er sjöundi flotinn bandaríski þama stöðugt á sveimi. Ekki er höfuðverkefni hans að hrekja frá flóttamenn heldur að aðstoða nauðstadda báta sem finnast kunna. Er leitað bæði af hafi og úr lofti. Mexico: Olíulekinn mán- uö i viðbót Mexikönsk stjórnvöld hafa gefið þá yfirlýsingu að ekki muni takast að stöðva lekann úr olíulind í Mexikó- flóa fyrr en eftir einn mánuð í fyrsta lagi. Olía hefur runnið þar út i hafið síðan 3. júni síðastliðinn. Hefut myndazt mikið olíuflæmi á hafinu og er það sagt um það bil 300 kílómetra langt en olían sem bætist við á hverj- um degi mun samsvara tuttugu og eitt þúsund oliufötum. Opinberir aðilar í Mexikó segja að ekkisémikil hætta á að olíuna muni bera upp að ströndum þar eða annars staðar. Ef tekst að stöðva oh'urennslið úr olíulindinni á Mexikóflóa fyrir lok næsta mánaðar er talið að heildar- olíulekinn verði þá samsvarandi 225 þúsund olíufötum • Til samanburðar má geta þess að versta olíuslys sögunnar er talið hafa orðið þegar olíuskipið Amoco Cadiz strandaði og sökk við Frakklands- strendur í marzmánuði í fyrra. Fóru þá um það bil 1,4 milljónir af olíu i hafið. Reynslan við oliuvinnsluna er sú hin sama og við olíuvinnslu í Norðursjó. Ekki er eins mikil hætta á mengun af olíunni eins og margir ótt- uðust áður. Hún er svo létt að uppgufun er mikil. Auk þess loga eldar vegna oliusprengingarinnar i Mexikóflóanum og eyðist þá stór hluti hennar strax, er hún kemur upp á yfirborðið. Verið er að bora tvær holur niður að olíulindinni sem fór úr skorðum. Með því er vonazt til að létta á þrýstingnum á aðalholunni og síðan að náað Ioka henni.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.