Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 26.07.1979, Qupperneq 15

Dagblaðið - 26.07.1979, Qupperneq 15
Sigurður Sverrisson Pétur skallar hér að marki I leiknum I Eyjum I gærkvöld. Skallatækni hans er mjög fullkomin og það var ótrúlcgt hvernig mark Eyjamanna slapp æ ofan I æ eftir stórhættulegar kollspyrnur hans. LJÓSMYNDIR: BJARNLEIFUR Það var mikil eftirvænting í mönn- um í Eyjum í gærkvöld fyrir leik ÍBV og Feyenoord. Hvor myndi standa sig betur, Ásgeir eða Pétur? Ásgeir Sigur- vinsson lék í gær i fyrsta skipti með ÍBV síðan hann skrifaði undir atvinnu- mannasamning við belgíska liðið Standard Liege, 3973. Leikurinn i gærkvöld verður áhorf- endum, hvort heldur þeir voru úr Vest- mannaeyjum eða ofan af landi, minnis- stæður fyrir það eitt að í honum léku tveir af beztu knattspyrnumönnum ís- lands fyrr og síðar. Pétur með Feye- noord og Ásgeir með ÍBV. Báðir sýndu þeir snilldartakta en ekki er ofmælt að segja að Pétur hafi verið maður kvölds- ins. Ásgeir náði sér aldrei almennilega á strik eins og svo oft í leikjum þar sem við svo miklu er búizt fyrirfram. í þau fáu skipti sem Ásgeir náði að rífa sig Iausan úr hinni ströngu gæzlu leikmanna Feyenoord leyndi það sér ekki að þar fór snillingur. Það er gaman að vita ti! þess að við eigum slíka leikmenn á erlendri grundu — leikmenn sem halda merki íslands hátt á lofti. Betri landkynningu er vart hægt að hugsa sér. Myndirnar hér á síðunni voru teknar í leiknum í gærkvöldi og það var Bjarnleifur Bjarnleifsson sem sáum þá hlið málsins. -SSv. Ásgeir fylgist með hverju fótmáli and- stæðingsins á þessari mynd. Ásgeir hafði oftast betur i návigjum sem hann lenti i en að þessu sinni hefur einum leikmanna Feyenoord tekizt að snúa á hann, heldur betur. Vonbrigðin leyna sér ekki á þessari mynd þegar Ásgeir Sigurvinsson gengur út af vell- inum i gær. Hann náði sér aldrei á strik og sýndi aldrei nema brot af getu sinni og von- brigði hinna 1500 áhorfenda i Eyjum voru mikil. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ1979. Iþróttir íþróttir íþróttir íþróttir ASGEIR í EYJUM Á NÝ TVEIR GÓÐIR Myndina hér að ofan tók Bjarnleifur af þeim Ásgeiri Sigurvinssyni og Pétri Pélurssyni rétt áður en leikurinn í Eyj- um hófst i gærkvöld. Þessir tveir snill- ingar sýndu listir sínar í leiknum — hvor á sinn hátt. Ásgeir var geysilega fastur fyrir og yfirvegun hans er með ólíkindum oft á tiðum og sendingar hans hreinasta gull þótt að ekki hafi hann náð að sýna nema brot af þeirri getu sem hefur skapað honum nafn sem 1. flokks knattspyrnumaður í Evrópu. Pétur sýndi það og sannaði í gær- kvöldi að hann er okkar skemmtilegasti sóknarmaður. Hraði hans og leikni voru oft slík að jafnvel hörðustu Eyja- mcnn sáu sér ekki annað fært en að klappa honum lof í lófa. Skallatækni hans er einstök og hann mataði sam- herja sína mjög oft með gullfallegum skallaboltum — ýmist til hægri eoa vinstri. Auk þess er hann stórhættuleg- ur ef hann kemst í færi inni í vitateig. Hann var fljótur að þefa uppi tækifær- in i leiknum í gær og Eyjamenn guldu þess illilega. íþróttir

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.