Dagblaðið - 14.09.1979, Page 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979.
OPIÐ FÚSTUDAGA
TIL KL. 7
LAUGARDAGA
KL. 10-12
A.guðmundsson hf
HAsgagnaverksmiðja
Skemmuvegi 4, Kópavogi. Sími 73100.
ÞÆGILEGIR
SANDALAR
Verðkr. 7.980.-
Litir: Hvítt og beige
Verókr. 17.430.-
Póstsendum.
Laugavegi69
Sími 16850
Miðbæjarmarkaði
Sími 19494
SÍNUR
Nýkomnar,
margar gerðir,
fjöldilita.
UNGLINGASKRIFBORÐ
frá kr. 85.000
SVEFNBEKKIR
frá kr. 96.200
SÓFASETT • SKRIFSTO FUSKRIFBORÐ
FORSTOFUHÚSGÖGIM • SÓFABORÐ
STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
SENDUM í PÓSTKRÖFU
í rjómasveppasósunni
var einn sveppur
Steinunn Helgadóttir hringdi:
Ég las í DB frásögn af miðtir
skemmtilegri heimsókn hjóna á veit-
ingahús i Reykjavik. Við hjónin
lentum i ekki ósvipuðu ævinlýri i vor.
Við fórum úl að borða á Blómasal
Hótels Loftleiða og pöntuðum svina-
lundir með rjómasveppa.sósu. Mat-
urinn kom og við hann reyndist sitt-
hvað athugavert. Lundirnar voru
griótharðar og hefði mátt rota mann
auðveldlega mcð þeini! Grænmetið
\ar ofsoðið og lítt girnilcgt, frönsku
kartöflurnar slepjulegar og í
„sveppasósunni" var nákvæmlega
einn sveppur. Mér þótti sósan tor-
tryggileg af „rjómasveppasósu” að
vera. Hún var dökk og þunn. Ég
spurði þjón sem gekk fram hjá
(annan en þann sem afgreiddi okkur)
um sósuna. Hann sagði þá að þetta
væri rauðvinssósa! „Okkar þjónn”
fór og talaði við kokkinn. Kom aftur
og sagðist hafa „skotið á hann” út af
sósunni. Lét þá skýringu fljóta með
að kokkurinn léti gjarnan fólk hafa
rauðvinssósu ef hann væri ekki full-
komlega ánægður með rjómasveppa-
sósuna!
Enginn afsláttur var okkur boðinn
og húsið kom á engan hátt til móts
við okkur eftir að upp komst um
svikin. Við borguðum okkar 15 þús-
und krónur og fórum. Á þennan stað
förum við sannarlega ekki aftur. Ég
held að það sé rétt sem bréfritarinn
sagði i DB á dögunum: „Á íslenzkum
veitingahúsum er ekki leyfilegt að
kvarta.”
■Húsgögn í úrvali■
VEGGSAMSTÆÐUR
frá kr. 293.100
BORÐSTOFUSETT
m/6 stólum frá kr. 462.700
Eitt skal yfir alla ganga. Og hér eftir verður James Bond að borga vixlana sina a
vinnutíma eins og aðrir.
FRÍÍ VINNU TIL AÐ
B0RGA VÍXLA
Vióskiptavinur hringdi:
Ég mótmæliskertri þjónustubanka
og sparisjóða sem tekur gildi um
Raddir
iesenda
mánaðamótin. Hér eftir er t.d. úti-
lokað að borga v'ixil eftir að venju-
legum vinnudegi lýkur. Þá þarf að
taka sér fri i vinnu i hvert sinn sem
ví.xill fellur. Gefur auga leið hvaða
tjóni þelta fyrirkomulag veldur,
bæði fyrir launafólk og alvinnurek-
endur. Undarlegt er, með allan
þennan sæg sparisjóða og banka, að
þeir skuli ekki geta a.m.k. komið sér
saman um misjafnan opnunartima til
hagræðis fyrir viðskiptavini.
LEÐURMOKKA
I hvaða tolEaflokki
er þurrmjólk?
Nýbökuð móðir skrifar:
Ég fæddi af mér barn fyrir þrem
vikum, sem er kannski ekki í frásögur
færandi, en á meðan á sjúkrahús-
dvölinni stóð, kom barnalæknir til
þess að leiðbeina okkur um meðferð
barna okkar, talaði hann meðal ann-
ars um að ef við af einhverjum
ástæðum gætum ekki haft börn okk-
ar á brjósti væri mjög æskilegt að
gefa þeim þurrmjólk, nefndi hann
sérstaka tegund S.M.A. og sagði að
hún væri mjög lík móðurmjólkinni.
Ég er með barn mitt á brjósti en því
miður mjólka ég því ekki nærri nóg
og þarf þvi að gefa því ábót. Valdi ég
áðurnefnda þurrmjólk til þess, en
mér krossbrá þegar ég vissi hvað hún
kostar, ein dós sem dugar í fjóra daga
(sé hún notuð eingöngu) kostar 2815
krónur. Því spyr ég, er ekki ástæða
til þess að athuga hverslags álagning
og tollar eru á vöru sem er jafn
sjálfsögð að mér finnst handa þeim
kornabörnum þjóðarinnar sem ekki
eru móðurmjólkurinnar aðnjótandi?
Þess má geta að ég og kunningja-
kona mín sem einnig á kornabarn og
notar sömu þurrmjólk, sáum auglýs-
ingu í einu dagblaðanna frá heildsala
S.M.A. þurrmjólkurinnar og ætluð-
um að gera góð kaup með því að
verzla beint við hann, en þar var
ok ur tjáð að þeir verzluðu eingöngu
við aöótek landsins með vöruna.
Namm, namm!