Dagblaðið - 14.09.1979, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979.
3
í tilefni athugunar á starfi Björgvins Guðmundssonar:
Eru Davíð og Guðrún ekki
komin á jötuna líka?
E.G. skrifar:
Einhvers staðar las ég að Svavar
Gestsson hefði sett Björgvini
Guðmundssyni skrifstofustjóra í
viðskiptamálaráðuneytinu stólinn
fyrir dymar vegna mikilla fjarvista
hans, þegar hann þarf að sinna borg-
armálefnum sem borgarráðsmaður
Alþýðuflokksins. Án þess að ég ætli
að halda uppi sérstökum vörnum
fyrir Björgvin gefur þessi frétt tilefni
til að spyrja, hvort ekki verði víðar
farið að spyrja um ástundun borgar-
fulltrúa í opinberum störfum, sem
þeir eru ráðnir til að gegna. Hvað t.d.
um Guðrúnu Helgadóttur, deildar-
Stutt
og
skýrbrét
Enn einu-sinni minna lesenda-
dálkar DB alla þá, er hyggjast
senda þœttinum linu, að láta fylgja
fullt nafn, heimilisfang, slmanúmer
Ief um það er að rœða) og nafhnúm-
er. Þetta er lltilfyrirhöfh fyrir bréf-
ritqra okkar og til mikilla þæginda
fyrirDB.
Lesendur eru jafhframt minntir
á'að bréf eiga að vera stutt og skýr.
Á skilinn er fullur réttur til að
stytta bréf og umorða til að spara
rúm og koma efhi betur til skila.
Bréf œttu helzt ekki að vera lengri
en 200—300 orð.
Símatími lesendadálka DB ér
milli kl. 13 og 15 frá mánudögum
til fostudaga.
Davið Oddsson.
stjóra hjá Tryggingastofnun eða
Davíð Oddsson, forstjóra Sjúkra-
samlagsins? Er þetta fólk ekki búið
að raða sér á jötuna hjá því opinbera
til þess að geta með auðveldari hætti
svalað bitlingafýsn sinni í borgar-
málastússinu? Það væri gaman að sjá
upptalningu á öllum nefndunum,
sem opinbcrir starfsmenn ,á greitl
fyrir að sitja fundi í meðan þeir eru á
fullu kaupi i aðalstarfinu. Ég held
þær séu nokkuð ríflegar þcssar
Guðrún Hclgadóttir.
tvöföldu tekjur, sem við crum að
borga sumum borgarfulltrúum og al-
þingismönnum úr okkar sameigin-
legu sjóðum borgarinnar. Væri
kannski hægt að fá upplýst hvað
þessir borgarfullirúar sem ég hef
nefnt hér og reyndar aðrir hafa í laun
á hverjum mánuði, frá Reykjavíkur-
borg. Það segir okkur kannski
eitthvað um það, hvað þeir svikjast
mikið um í aðalstarfinu sínu.
Býrðþú
til sultu?
Auður Torfadóttir, kennari: Já, ég bý
til rifsberjasultu og hef gert það undan-
farin ár.
Jóhanna Einarsdóttir, afgreiðslumær:
Já, ég bý til rabarbarasultu. Ég hef gert
:það siðan ég byrjaði að búa.
„Á gólfið
sagði
sóparinn,
sjálfsagt
máttu
pissa
11
l.árus kom að máli við blaðið og
sagði mikla óánægju rikja með það
fyrirkomulag að hafa ekki snyrtingar
í aðalbiðskýli stræló á Hlemrni opnar
allan tímann sem strætó gengur.
Hann kom á Hlemm kl. 9 um kvöld
og ætlaði að létta á sér. Honum var
visað frá! Urðu þá til visur:
Á heimleið gekk i Hreyfilinn,
hreint út sagt varð hissa.
Á gólfið sagði sóparinn,
sjálfsagt máttu pissa.
Með tilfinningu tjáði mér,
tuddamennsku forstjóranna.
Að læst skyldi með lyklum hér,
og lána ekki þá til manna.
Mig furðar valdið forstjórans,
og flestir hérna urðu hissa.
Að allur þessi lýður lands,
líklega ei þyrfti að pissa.
Hundafargan
íLaugamesi
íbúi i Laugarnessókn hringdi:
Hundafarganið hér í hverfinu er
löngu orðið óþolandi. Menn byrja
dagana á því að hreinsa hundaskit úr
innkeyrslum og af tröppum húsanna.
Og börnin geta ekki leikið sér i
garðinum nema eiga það á hættu að
velta sér upp úr skít og hlandi úr
hundunum.
Hundahald er sagt bannað með
lögum i Reykjavik. En er þvi fram-
fylgt á einhvern hátt? Hvernig
„móral” hafa hundaeigendur, þegar
þeir geta hugsað sér að láta aðra um
að þrífa eftir dýrin?
Allt til skólans
Námsbækurnar
Ritföngin
Þú þarft ekki aó leita vióar
fYHUNDSSON
Austurstræti 18 Sími 13135
Björk Kristjánsdóttir, núsmóðir: lá, og
ég er búin að þvi Ég bjó til rabarbara-
sultu. Ég bý til s Itu á hseriu ari r.u
orðið.
lilfhildur Guðmundsdóttir, Ijósmóðir:
Nei, það geri ég ekki vegna þess að hún
er ekki borðuð hjá mér.
Ásdís Einarsdóttir, kennari: Já, ég b>
til rabarbarasultu og hef gert það
siðan ég byrjaði að búa.
Vilborg Björnsdóltir, kennari: F»
hætt þvi núna. Ég gerði þó tölu að
því hér áður fyrr, ég er engin sultu
manneskja nú orðið.