Dagblaðið - 14.09.1979, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979.
Könnun á kostnaði við heimilishald:
Utkoman hagstæðust hjá
fjölmennustu fjölskyldunum
—dýrast hjá fámennustu
Nú höfum við reiknað út
kostnaðinn við heimilishald úr þeim
seðlum sem okkur hafa borizt. Að
þessu sinni fengum við nokkuð á
annað hundrað seðla frá þrjátíu og
átta sveitarfélögum á landinu. Hag-
stæðust var útkoman hjá sjö manna
fjölskyldunum, ef frá eru taldar tvær
tíu og ellefu manna fjölskyldur sem
báðar voru með lægstu töluna. En af
þeim fjölskyldustærðum barst aðeins
einn seðill frá hverri svo það er i
rauninni ekki marktækt. Ellefu
manna fjölskyldan var með 17.074
kr. í meðaltal á mann og sú tíu
manna með 16.503.
Næsthagstæðasta útkoman var
hjá átta manna fjölskyldunum,
23.112 kr. á mann. Þá kemur sex
manna með 24.521 kr. á mann, fimm
manna með 26.294 kr. á mann,
fjögurra manna með 27.571 kr. á
mann, þriggja manna með 31.727 kr.
á mann og loks tveggja manna með
36.117 kr. á mann í júlímánuði.
Dýrast hjá þeim
fámennustu
Eins og jafnan áður, er útkoman
óhagstæðust hjá fámennustu fjöl-
skyldunum. Lægsta meðaltalið i
tveggja manna fjölskyldu er frá
Selfossi með 22.325 kr. á mann, en
það hæsta úr Reykjavík 61.680kr.á
mann. Akranes er þriðja hæst í þess-
ari fjölskyldustærð með 52.515 kr. á
mann.
Við höfðum símasamband við
fjölskylduna i Reykjavík, vegna þess
að okkur datt í hug að um misritun
hefði verið að ræða á seðlinum. í ljós
kom að svo var ekki. Maturinn
hafði hreinlega kostað þetta, og það
án þess að um nein meiriháttar
innkaup hefði verið að ræða.
Fjögurra manna
fjölmennust
Sá fjölskylduhópurinn sem fjöl-
mennastur er í hópi þeirra sem sendu
okkur upplýsingaseðla er fjögurra
manna fjölskyldan. Það ætti því að
vera marktækasiatalan, sem kemur út
úr því meðaltali.Eins og áður segir,
reyndist meðaltalið hjá þeirri fjöl-
skyldustærð vera 27.571 kr.ámann.
Mikil breidd er innan þessa fjöl-
skylduhóps. Lægstu seðlarnir eru
rúmlega 18.000 kr. á mann í Reykja-
vík, Garðinum og á Hólmavík.
Seðlar frá Höfn i Hornafirði og
Akranesi voru með rúml. 20 þúsund
kr. í meðaltal á mann. Hæsti
seðillinn innan fjögurra manna fjöl-
skylduhópsins var rúmlega 44 þúsund
frá Bolungarvík. Reykjavíkurseðlar
fylgdu fast á eftir með rúmlega 42
þúsund og 39 þúsund. Seðlar frá
Tálknafirði og Súðavík voru með
rúmlega 36 þúsund og rúmlega 34
þúsund á mann.
Eins og jafnan áður fengum við
fjöldann allan af bréfum og athuga-
semdum með upplýsingaseðlunum. í
mörgum kom fram að stórinnkaup
hefðu verið gerð og hefði það
hækkað kostnaðinn við heimilis-
haldið þennan mánuðinn frá þvi sem
„eðlilegt” mætti teljast.
Við höfum margsinnis bent á, að
þótt stórinnkaupin hækki meðaltalið
einn mánuðinn vinnst það upp næsta
mánuð. Þá verður heildartalan lægri.
Þó nokkrir bentu á að þeir hefðu
verið í sumarfríi og þvi keypt dýrari
mat en ella. Og nokkrir tóku fram að
þeir hefðu borðað stöku máltiðir á
veitingahúsum viðs vegar um land.
-A.Bj.
Skemmtilegast að búa til skreyt-
ingar úr villtum, þurrkuðum blómum
segir danskur skreytingameistari, sem aðstoðar við uppsetningu afmælissýningar Blóma og ávaxta á Hótel Loftleiðum
„Það er mesti misskilningur að
blómaskreytingar sé ekki hægt að
búa til nema úr rándýrum, keyptum
blómum. Það er einmitt mest gaman
að búa til skreytingar úr þvi, scm
maður tínir sjálfur utj á víðavangi.
Það er hægt að þurrka allar plöntur,
bæði þær sem vaxa í görðum, á viða-
vangi og keyptar í blómabúð.”
Sá, sem þetta mælti var danskur
blómaskreytingameistari og blóma-
.sali, Erik Biering, einn þekktasti
blómasérfræðingur Evrópu i dag.
Aðstoðar hann við uppsetningu
mikillar blómasýningar, sem Blóm og
ávextir efna til i lok september, í
tilefni fimmtiu ára afmælis
verzlunarinnar.
SKYNDIMYNMR
Vandaðar litnvyndir
i öll skírteini.
barna&fþlskyldu-
Ijósmyndir
AUSTURSTRÆTI 6
SIMI 12644
,Á sýningunni verða skreytingar
búnar til úr þurrkuðum blómum.
Verða einnig á staðnum ungar
stúlkur, sem sýna gestum handtökin
við slikar skreytingar,” sagði
Biering.
Þar að auki verða sýndar
skreytingar úr afskornum blómum og
ekkert til sparað að gera sýninguna
scm allra veglegasta. Á sýningunni
verður cinnig safn Bierings af blóma-
höldum, sem notuð voru á öldinni
sem leið.
Biering sagðist hafa byrjað að
safna slíkum gripum fyrir um það bil
sjö árum. Á hann nú í kringunt
fimmtíu blómahöldur í fórum sínum.
Hefur hann sýnt þessa gripi m.a. i
Paris og London, auk þess sem þeir
voru á sérstakri sýningu danska utan-
ríkisráðuneytisins í Kaupmannahöfn.
Grace furstafrú í Monaco kom á þá
sýningu og varð svo yfir sig hrifin, að
hún bauð Biering að sýna i Monaco
næsta vor.
Blómahöldur voru notaðar utan
um endann á blómvöndum, m.a.
brúðarvöndum, til þess að konurnar
sem á þeim héldu óhreinkuðu ekki
hvítu hanzkana sína eða viðkvæmar
hendur. Sumar eru ákaflega
„Hjá okkur er þurrkur
’allu daxa. ” Creda.
Um 4 gerðir er að ræða
af TD 300 og TD 400.
Abyrgðar-, viðgerða- og
varahlutaþjónusta hjá
okkur.
Creda
tauþurrkari
er nauðsynlegt hjálpartæki á
nútima heimili.
Sá mest seldi á Islandi árið 1978.
Farsæl 20 ára reynsla sannar
gæðin.
Ulsölustaðirr
Rafha, Háalcitisbraut 68, sínti 84445
Stapafell hí., Keflavík, sími 17.30
Kjarni hf., Vestmannaevjum. siini 1.300
Rafbúðin, Alfaskeiði .31 Hafnarf., sími 5.3020.
Ottar Sveinbjörnsson rafvm. 1 lellissandi
Pöllinn hf., Isafirði, sími .3792
og hjá okkur á Ægisgötu 7, simi
sölumanns 18785.
Raftækjaverslun íslands h.f.
Ægisgötu 7 — Símar 17975 — 17976.
A meðan á afmælissýningunni stendur, i lok mánaðarins, verður booio upp a sér-
stakan matseðil á Hótel Loftleiðum. Hannaður hefur verið sérstakur „blóma-
drvkkur”, sem blaöamönnum var boðiö að smakka á dögunum. Lifandi „keisara-
króna” var í hverju glasi — og mjöðurinn var sérlega Ijúfur á bragðið. Þarna má
sjá Sólveigu Jónsdóttur á Tímanunt þiggja „Sól” af Ragnari þjóni Björnssvni.
DB-myndir Bjarnleifur.
Erik Biering segir okkur að hægt sé að
þurrka öll hlóm, cinnig finar, keyptar
rósir. En það er einnig hægt að
„grafa” rósir í sandi. Þá tapa þær
hvorki lögun eða lit. Grafið svona rós í
finum sandi og eftir 8—14 daga er hún
orðin þurrkuö og lieldur sér síðan
allan vcturinn.
vandaðar að gerð úr silfri, gulli og
fílabeini. Hefur Biering nú látið
framleiða einskonar eftirlík ingar,
sem verða á boðstólum í Blómum
og ávöxtum.
Afmælissýningin verður dagana
28., 29. og 30. september í Loftleiða-
hótelinu. Framreiddur verður sér-
stakur matseðill sýningardagana og
„hannaður” hefur verið sérstakur
blóma-drykkur, sem hlotið hefur
nafnið „Sól”. Sýningardagana verða
tízku- og hárgreiðslusýningar. Eru
það þær Marta Bjarnadóttir og Elsa
Haraldsdóttir sem sjá um þá hlið.
Sýnd verður vetrartízkan og sú hár-
tízka, sem nú er efst á baugi, bæði
austanhafs og vestan, með blóma-
ivafi.
Á sýningunni verður starfsemin
„Interflora” kynnt sérstaklega. í
gegnum þá starfsemi er hægt að
senda blóm út um allan heim. Blóm
og ávextir hafa tekið þátt í því sam-
starfi í mörg ár.
Þá verður starfrækt svokallað
blómatorg í hótelinu. Verður þar
hægt að kaupa þurrkuð blóm, potta-
plönturauk blómaskreytinga.
Núverandi eigandi Blóma og
ávaxta er Hendrik Berndsen. Fyrir
nokkrum árum voru gerðar miklar
breytingar á verzluninni, sem er enn
til húsa í upprunalegu húsnæði, í
Hafnarstræti. Verzlunin var stofnuð
árið I929 af Ólafíu Einarsdóttur frá
Hofi og Ástu Jónsdóttur. Er þetta
fyrsta sérverzlun sinnar tegundat
sem seldi íslenzka blómaframleiðslu.
Verzlunin hefur jafnan haft i
þjónustu sinni hina færustu
skreytingameistara og lagt mikla
áherzlu á blómaskreytingar.
-Á.Bj.