Dagblaðið - 14.09.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979.
7
Runki fór í réttirnar... og margir
margir fleiri. Fé er nú safnaA af
fjalli og réttir fara að hefjast.
Þeim fylgja réttaböll og fleira
skemmtilegt....
Réttir
íhaust
Auðkúlurétt laugard. I5.sept.
Brekkurétt mánud. I7.sept.
Fellsendarétt mánud. 24. sept.
Fljótstungurétt mánud. 17. sept.
Gillastaðarétt mánud. 24. sept.
Gjábakkarétt mánud. 17. sept.
Hafravatnsrétt sunnud. 16. sept.
Hraunsrétt í Aðald. miðv. 12.
sept.
Hraunamannarétt fimmtud. 13.
sept.
Hrútatungurétt mánud. 17. sept.
Kaldárbakkarétt mánud. 17.
sept.
Kaldárrétt sunnud. 16. sept.
Kjósarrétt þriðjud. 18. sept.
Klausturhólarétt miðvd. 19. sept.
Kollafjarðarrétt þriðjud. 18.
sept.
Landrétt (Rang.) föstud. 21. sept.
Laugarvatnsrétt þriðjud. 18.
sept.
Miðfjarðarétt miðvikud. 12.
sept.
Mælifellsrétt miðvikud. 19. sept.
Oddsstaðarétt miðvikud. 19. '
sept.
Rauðgilsrétt föstud. 21. sept.
Reynistaðarétt mánud. 17. sept.
Silfrastaðarétt (Skag.)
mánud. 17. sept.
Skaftártungurétt miðvd. 19. sept.
Skaftholtsrétt fimmtud. 13. sept.
Skeiðarétt föstud. 14. sept.
Skrapatungurét! sunnud. 16.
sept.
Stafnsrétt miðvikud. 19,
fimmtud. 20. sept.
•Svarthamarsrétt miðvd. 19. sept.
Svignaskarðsrétt miðvd. 19. sept.
Tjarnarrétt Kelduhverfi
fimmtud. 13. sept.
Tungnarétt miðvikud. 12. sept.
Undirfellsrétt laugard. 15.sept.
Valdarásrétt föstud. 14.sept.
Víðidalstungurétt laugard. 15.
sept.
Þverárrétt miðvikud. 19. sept.
Ölfusrétt (fimmtud. 20. sept.
(Endurskoðaður og leiðréttur
listi.).
Sunna hefurgefizt upp
— og er nú hætt rekstri
—falaðist eftir tryggingafé sínu h já ráðuneytinu til að koma síðustu
ferðahópunum heim til íslands
„Ferðaskrifstofan Sunna hefur
neyðzt til að hætta störfum að minnsta
kosti í bili. Ástæðan er fyrst og fremsti
sú að fyrirtækinu hefur verið fyrirmun-
að að fá nauðsynlegt rekstrarfé,” segir
í fréttatilkynningu frá Sunnu sem barst
til DB í gær (fimmtudag).
„Dauðdaga” Sunnu bar nokkuð
brátt að en málið hefur þróazt i núver-
ap.di stöðu á einni viku.
Á fimmtudag i síðustu viku birtist
frétt í „Veggblaði” DB um að öllu
starfsfólki Sunnu hefði verið sagt upp.
Þann morgun (6. sept.) hafði DB
samband við Jón S. Guðnason for-
stjóra Sunnu sem staðfesti uppsagnir
starfsfólksins. Þásagði Jón:
„Það stendur til að endur-
skipuleggja alla starfsemi Sunnu en
óákveðið er ennþá hvernig að þeirri
endurskipulagningu verður staðið.
Okkur hjá Sunnu hafa borizt kjafta-
sögurnar um að Sunna sé að hætta en
um slíkt hefur engin ákvörðun verið
tekin. Starfsfólk, hátt í 20 talsins hefur
verið sagt upp til að hafa allar leiðir
opnar til endurskipulagningar. Hvað
verður fer allt eftir þvi hvort íslending-
ar vilja áfram ferðast í einhverjum
mæli. Um framtiðina eru nánast engin
svör til í dag,” sagði Jón Snævar
Guðnason þá.
Föstudaginn 7. sept. gerði Jón
árangurslausa tilraun til að fá fjárhags-
lega fyrirgreiðslu til áframhaldandi
starfsemi Sunnu hjá Landsbankanum.
Mánudaginn 11. sept. skrifaði hann
samgönguráðuneytinu og tilkynnti að
sakir limabundinna erfiðleika og fjár-
skorts gæti Sunna ekki annazt heim-
flutning farþega sem þá voru á hennar
vegum erlendis. Bað hann um að
ráðuneytið notaði lagaheimild til að
annast heimflutning fólksins sem
greiddur verði af tryggingaféSunnu hjá
ráðuneytinu.
Sama dag gerði ráðuneytið
ráðstafanir til að auðvelda
heimflutning fólksins. Samtímis var
Sunna svipt ferðaskrifstofuleyfi sínu
því þá voru ekki lengur fyrir hendi þær
fjárhagslegu tryggingar sem ferðaskrif-
stofur verða að leggja fram til rekstrar-
leyfis.
Er fyrsta fréttin um þetta mál birtist í
DB voru um 200 farþegar á vegum
Sunnu erlendis. 70—80 þeirra voru í
Grikklandi, hinir á Spáni og á
Mallorka. Þeir sem á Mallorka og
Spáni voru höfðu fullgilda farseðla
heim — með leiguflugvél Útsýnar — en
við Útsýn hefur Sunna verzlað í allt
sumar varðandi Spánarferðir.
Fólkið sem statt er í Grikklandi
hefur ekki fullgilda heimferðarmiða.
Ráðuneytið leitaði til Útsýnar um
heimflutning þess og fékk þaðan tilboð
sem hefur verið tekið. Fyrir heim-
flutninginn verður greitt af tryggingar-
féSunnu hjá ráðuneytinu.
Ráðuneytismenn kveða það skyldu
sína að rýra tTyggingarféð sem minnst.
Er því líklegt talið að nú geri lánar-
drottnar Sunnu atlögu að ferðaskrif-
stofunni um innheimtu skulda sinna.
Er óvíst talið að Sunna standist slikt
stormhlaup án gjaldþrots.
Lokaorð fréttatilkynningar Sunnu
frá í gær voru: „Sunna þakkar tugum
þúsunda ánægðra viðskiptavina tryggð
þeirra við fyrirtækið í meira en tvo
áratugi”. ' -ASt.
Ökuleikniskeppni DB og BFÖ:
Niú er að f inna
sigurvegara
sigurvegaranna
— úrslitakeppnin við Laugamesskóla
Á morgun fer fram úrslitakeppnin
i ökuleikniskeppni Bindindisfélags
ökumanna og Dagblaðsins. Rétt til
þátttöku i henni eiga alls 28 menn,
þ.e. tveir, sem bezt stóðu sig í hverri
af undankeppnunum fjórtán víðs veg-
ar um landið. Vitað er að minnsta
kosti 20af þeim sem rétt eigatilþati
töku munu mæta til leiks.
Úrslitakeppnin fer fram við Laug-
arnesskólann og stendur allan
daginn. Aðalhluti keppninnar og sá
sem skemmtilegast er að fylgjast með
hefst um þrjúleytið. Þá reyna
kapparnir sig í þrautunum, þ.e.
ökuleikninni sjálfri.
Allir keppendurnir eru á aldrinum
'18—25 ára. Tveir þeir sem bezt
■standa sig hljóta í verðlaun vikuferð
til London. Þar munu þeir m.a. taka
þátt i alþjóðlegri keppni í ökuleikni.
-A.St.
22 feta Flugfiskur til sölu
í bátnum er 70 ha. dísil-
vél, dýptarmælir, tal-
stöð, kynding, björg-
itnarbátur o.fl.
llppl.ísima 66614.
Torfæruaksturskeppni
Björgunarsveitín Stakkur í Keflavík heldur torfæruaksturskeppni viö
Grindavík sunnudaginn 16. sept. og hefst kl. 14.
Komið og sjáið spennandi keppni. —
Styrkið gott málefni.
Spennandi keppni — Góð verðlaun
Björgunarsveitin Stakkur