Dagblaðið - 14.09.1979, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979.
9
Ríkisstjómin lifði af enn eina Heljarslóðarorustu:
TOMAS HAFÐISKATTAHÆKK-
UN í GEGN MED HÖRKUNNI
Hækkun söluskatts úr 20 í 22%,
hækkun vörugjalds úr 18 í 24% var
efni bráðabirgðalaga ríkisstjórn-
arinnar, er sáu dagsins ljós i upphafi
vikunnar. Þessum bráðabirgðalögum
er ætlað að afla tekna til að fylla í gat
í ríkisbúskapnum frá 1. septembersl.
til 1. apríl 1980. Áætlaðar tekjur
rikissjóðs til áramóta vegna skatta-
hækkunarinnar eru 2.7 milljarðar.
Fjármálaráðherra og flokkur
hans lögðu mikla áherzlu á að fá
samþykki stjórnarinnar fyrir skatt-
heimtulögunum, enda komið tóma-
hljóð í ríkiskassann. Þrefað var um
tillögurnar í stjórnarflokkunum og á
ríkisstjórnarfundum. Að lokum
„hafði Tómas skattahækkunina i
gegn með hörkunni”, eins og
stjórnarþingmaður einn orðaði það.
Það mun reyndar hafa verið hug-
mynd framsóknarmanna að
verðhækkanirnar, sem af
skattahækkunum leiða, skyldu ekki
bættar með verðbótum á kaup. „Við
getum ekki séð hvernig hægt er að
glíma við vandann öðru vísi en að
hreyfa við launum. Mikilvægast er þá
að gæta hagsmuna þeirra lægst
launuðu,” sagði framsóknar-
þingmaður við DB.
„Það hefur lengi verið draumur
fjármálaráðherrans að demba yfir
skattahækkunum, sem væru utan
visitölu,” sagði Alþýðubandalags-
þingmaður. Hann sagði að
Alþýðubandalagið myndi aldrei
fallast á slíkt.
Matthias Á. Mathiesen, fyrrum
fjármálaráðherra, túlkaði afstöðu
stjórnarandstöðu Sjálfstæðis-
flokksins til skattheimtulaganna.
Hartn taldi að rikisstjórnin hefði
betur minnzt eins árs afmælisins síns
með því að segja af sér og boða til
kosninga, fremur en að leggja á meiri
skatta. Matthías sagði að landinu
hefði í raun ekki verið stjórnað
siðastliðið ár og taldi I meira lagi
vafasamt að gera ráðstafanir á borð
við bráðabirgðalög svo skömmu fyrir
þingbyrjun.
Framkvæmdastjórn Kaupmanna-
samtaka íslands hefur mótmælt
„hinni auknu skattheimtu sem felst í
bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinn-
ar.” Kaupmannasamtökin segja aug-
ljóst að „skattaálögur ríkisstjórnar-
innar skapa fyrirtækjum í landinu
aukinn vanda með meiri verðbólgu”
og að hækkun söluskatts geti leitt til
þess að verzlunarfyrirtæki dragi úr
þjónustu sinni við viðskiptavini sína.
„Verkalýðshreyfingin reiknar að
sjálfsögðu með því að þessar
hækkanir, sem hljótast af ráðstöfun-
um ríkisstjórnarinnar til fjáröflunar
fyrir ríkissjóð, fáist bættar með
launahækkun,” sagði Snorri Jónsson
ASÍ-forseti, i samtali við blaðið.
Snorri sagði jafnframt að ekkert
samráð hefði verið haft við verka-
lýðshreyfinguna um ákvörðun stjórn-
arinnar.
„Þetta voru nauðsynlegar
ráðstafanir, meðal annars vegna fjár-
vöntunar til útborgunar á
tryggingum,” sagði Karl Steinar
Guðnason, varaformaður Verka-
mannasambandsins og þingmaður
Alþýðuflokksins. Hann benti á, að
þegar litið væri til þess að söluskatt-
urinn kæmi ekki á matvörur, væri
málið ekki eins alvarlegt og i fljótu
bragði virtist.
Hvassari tónn var í umræðum
Kristjáns Thorlacíusar, formanns
BSRB: „Persónulega tel ég að harma
beri síhækkandi skatta og álögur á
almenning i landinu. Það vekur
undrun mína að rikisstjórnin skuli
láta vexti fylgja dýrtíðinni og afla
tekna til þess að greiða vextina með
álögum á almenning. Þetta minnir
ótugtarlega á það undarlega háttalag
að éta skottið á sjálfum sér. Þetta
bendir til að vaxtapólitíkin sé alröng
og stórkostlega athugaverð,” sagði
Kristján Thorlacíus.
-ARH.
í * v* *:>•*» * *'
* *.»»<* «***■•*
* * * * * •» ♦ * * *
» »» * *
♦ » «♦
* '♦■* • • • ♦
V* ♦ * *
,.. • Æ
.Ómetanlegar heimildjr um íslenzkt þjóðlíf.
Erlendur Sveinsson
Austur-Þjóðverjar
luma ágömlum /$-
landskvikmyndum
— ætla að gefa íslenzka kvikmyndasaf ninu eintök
— beðið eftir bandarískri íslandskvikmynd frá ’26
í kvikmyndasafni Austur-Þjóðverja
leynist hátt á annan tug heimilda-
mynda um ísland frá árunum 1934-’74.
Eru þær margar hverjar mjög vand-
aðar, með tali og tónum.
Erlendur Sveinsson, starfsmaður
Kvikmyndasafns íslands, segir þær
vera ómetanlega heimild um þjóðlíf á
íslandi á þessum tíma. Erlendur og
Ásdís Egilsdóttir bókavörður fóru á
sumarskóla kvikmyndasafna-
sambandsins i Austur-Þýzkalandi fyrir
stuttu og könnuðu í leiðinni hvort kvik-
myndir teknar á íslandi kynnu að
finnast í fórum Austur-Þjóðverja og
höfðu þau meira upp úr krafsinu en
þau gerðu sér vonir um.
Eru þetta kvikmyndir teknar af
Þjóðverjum, Tékkum, Bretum og Svi-
um og sýna fiskveiðar og ftskverkun
hérlendis, afleiðingu jarðskjálfta á
Dalvík og atvinnuhætti til lands og
sjávar. Buðust Þjóðverjar til að
kópera þau eintök sem þeir áttu og
senda íslenzka kvikmyndasafninu
snemma á næsta ári.
Erlendur Sveinsson tjáði DB enn-
fremur að hann hefi heimildir um töku
bandarískrar myndar hér árið 1926,
sem bandariskur fulltrúi á sumar-
skólanum ætlaði að hafa uppi á fyrir
Kvikmyndasafn íslands og kvað hann
áríðandi að athuga hvað finna mætti í
kvikmyndasöfnum annarra þjóða. Al.
1700 NATO her-
menn íheimsókn
—ááttaskipumúrfastaflota NATO
áAtlantshafí
Átta skip úr fastaflota NATO á stunda æfingar, m.a. eldsneytistöku í
Atlantshafi koma í heimsókn til Hvalfirði.
Reykjavíkur á mánudaginn og verða Flaggskipið er bandarískt, USS
héritvodaga. Luce, 5800 tonna skip, og þar er
Á skipunum eru samtals um 1700 yfirmaður flotadeildarinnar G.M.
hermenn sem flestir munu spóka sig á Carter — ekkert skyldur Jimmy
götum Reykjavíkur — en þó ekki Carter.
allir í einu. Tvö skipanna munu liggja Auk bandaríska skipsins eru tvö
í Sundahöfn, hin verða á ytri brezk, eitt hollenzkt, eitt kanda-
höfninni. Skipin munu jafnframt því diskt, eitt þýzkt, eitt portúgalskt og
að vera hér i kurteisisheimsókn eitt norskt. -ÓV.
8 og 11 ára drengir unnu skemmdarverk
Tveir drengir á Húsavík, 8 og 11 Drengirnir höfðu farið um borð í að tugþúsundir kostaði að hreinsa
ára gamlir, viðurkenndu i síðustu stóran fiskibát og einnig um borð i ósómann. I trillunum ollu þeir
viku að hafa orðið valdir að miklum trillur. ötuðu þeir allt út í stóra bátn- skemmdum svo og í verbúðum og
skemmdarverkum, sem unnin voru á um með matvælum og sterkum litar- fiskimjölsverksmiðju.
bátum og í húsum í kaupstaðnum. efnum, s.s. sósulit og fleiru. Var talið -A.St.
Kr. 16.240.-
Brúntleður,
m/gúmmísólo.
HERRASKÚR
Kr. 13.980.-
LjóstleSur,
hrúgúmmí-
sólar.
Laugavegi 69 - Sími 16850
Kr. 16.240.-
Brúnt, svartleður
PÓSTSENDUM
isartn
5hO€
N>s>
KALSÖ
SANDALAR
SANDALARNIR MEÐ MINUSHÆL.
LITIR: HVÍTT LEÐUR EÐA NATUR LEÐUR.
POSTSENDUM
Skóverzlun
Teg. 9. Nr. 35-41. VerO kr. 9.950.-
ÞORÐAR PÉTURSSONA R
Kirkjustræti8 v/Austurvöll. Sími 14181.