Dagblaðið - 14.09.1979, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979.
DC-9 ÞOTfl HRAP-
AR VIÐ SARMNÍU
— þyrl ur og björgunarsvelf ir kanna örlög tuff ugu og sjö
f arþega og fjögurra manna áhaf nar
ítölsk farþegaþota af gerðinni DC-
9 rakst á fjall á Sardiníu í nótt. Með
henni voru tuttugu og sjö farþegar og
fjögurra manna áhöfn. Ekki var
vitað um afdrif þeirra í morgun.
Þyrlur og björgunarsveitir voru á leið
á slysstaðinn. Síðast heyrðist frá flug-
mönnurn þotunnar skömmu eftir
miðnætti. Þá var tilkynnt að þotan
færi i gegnum óveður.
Að sögn flugmálayfirvalda var
þotan á venjubundnu áætlunarflugi
frá Alghero á Sardiníu til Rómar en
millilenda átti í Cagliari. Slysstaður-
inn er nærri þorpinu Sarroh eða í um
það bil tuttugu og fimm kilómetra
fjarlægö þaðan. íbúar þar tilkynntu
að þeir hefðu heyrt sprengingu í nótt
og síðan hefði gosið upp eldblossi.
Ekki er þó Ijóst hvort þarna var um
að ræða þotuna.
Björgunarsveitir eru á leið á vett-
vang. Með þeim eru bæði iæknar og
hjúkrunarlið. Þegar hætti að heyrast
í þotunni var hún i aðflugi að flug-
vellinum við Cagliari. Lenti hún þáá
fjallinu. Að sögn er mjög erfitt að
komast um fjaliasvæðið þar sem hún
lenti. ítalski herinn sendi þegar
þyrlur og hjúkrunargögn til Sardiníu.
NYR ERKIBISKUP
Robert Runcie biskup hefur nýlega.
verið skipaður erkibiskup af
Kantaraborg. Er það æðsta embætti í
brezku kirkjunni. Runcie var skrið-
drekastjóri í síðari heimsstyrjöldinni
og gat sér þar gott orð fyrir vasklega:
framgöngu. Æðsti maður brezkui
kirkjunnar er Elísabet önnur Breta-:
drottning og skipar forsætisráðherra
Bretlands í embætti erkibiskupsins
eftir að rætt hefur verið við biskupa
kirkjunnar.
Erkibiskupinn af Kantaraborg er
trúarleiðtogi 65 milljóna Breta og
auk þess nokkurra milljóna manna
sem búa i Bandaríkjunum. Hinn ný-
kjörni biskup er fimmtiu og sjö ára
aðaldri.
fréttir
Tólfára
dæmdurfyrir
tvömorð
Tólf ára drengur í Namibíu, yfir-
ráðasvæði Suður-Afríku i Vestur-
Afríku, hefur verið dæmdur til sjö ára
fangelsisvistar fyrir að hafa skotið
konu og karl til bana og tilraun til að
skjóta tvær aðrar manneskjur. At-
burður þessi átti sér stað á búgarði
einum. Drengurinn, sem er svertingi
eins og öll fórnardýr hans, var í vin-
fengi við hvítan jafnaldra sinn. Sá er
sagður hafa kennt honum meðferð
skotvopna.
Prinsessan
giftistsam-
göngumála-
ráðherranum
Pieter van der byl, flutninga- og
samgöngumálaráðherra i ríkisstjórn
Muzorewa í Ródesíu/Zimbabwe, gekk
að eiga Carlette prinsessu af
Liechtenstein á laugardaginn var.
Athöfnin fór frant í einkakapellu í
kastala fjölskyldu brúðarinnar í suður-
hluta Austurríkis. Prinsessan er 25 ára
en brúðguminn 55 ára. Hann var áður
utanríkisráðherra í ríkisstjórn lans
Smith, en var skipaður ráðherra í hinni
nýju stjórn svartra og hvítra hinn 30.
maí siðastliðinn.
Zimbabwe/ Ródesíu:
Hægagangur
áfundinum
Margrét Thatcher forsætisráðherra
Breta ætlar að ræða einslega við
Nyerere forseta Tansaniu í dag til að
reyna -"ð koma samningaviðræðum
um Zimbabwe/Ródesíu eitthvað
áleiðis. Lítið þykir ganga á ráðstefnu
um málið, sem haldin er í London.
Nyerere er einn þeirra ieiðtoga hinna
fimm Afríkuríkja sem mest styðja
skæruliða svartra í Ródesíu. Er hann
einna áhrifamestur þeirra og sá sem
mest áhrif getur haft á leiðtoga
skæruliðahreyfinganna, þá Joshua
Nkomo og Robert Mugabe.
Þeir tvifhenningarnir hafa harðlega
mótmælt þeirri ætlan Breta, sem
hafa forustu á samningafundunum,
að ræða einkum og sér í lagi um
hvernig endurskoða eigi gildandi
stjórnarskrá í Zimbabwe/Ródesíu.
Telja þeir slíkt út í hött. Eftir þeirri
stjórnarskrá var Muzorewa valinn
forsætisráðherra landsins. Ríkis-
stjórn hans er blönduð bæði svörtum
og hvítum mönnum. Meðal ráðherra
er Ian Smith fyrrum forsætisráðherra
hvítra og situr hann einnig á ráðstefn-
unni i London.
Sardinía:
Breti reynir
aðsemjavið
mannræningja
Brezki kaupsýslumaðurinn Rolf
Schild sneri í gær aftur frá London til
Sardiníu þar sem talið er að hann
hafi ædað að hefja samningavið-
ræður við mannræningja sem halda
konu hans og dóttur í gíslingu. Þeir
rændu honum einnig hinn 21. ágúst
síðastliðinn en slepptu síðan aftur i
síðustu viku til að hann gæti farið til
Bretlands til að útvega fé í lausnar-
gjald.
Hann vildi ekkert ræða við frétta-
menn við komuna til Sardiniu. Þar
hefur gengið yfir alda mannrána að
undanförnu. Eru þar á ferðinni
glæpamenn, sem telja mannrán
heppilega fjáraflaleið. Eiginkona
Rolf Schild og dóttir eru tneðal átta
gísla sem nú eru í haldi mannræn-
ingja þar í eyjunni.
Schild sagði í London í fyrradag að
hann hefði ekki sjálfur næga peninga
til að greiða þá upphæð sem ræningj-
ar konu hans og dóttur krefðust fyrir
aðláta þær lausar.
HORFIN
Ekkert hefur spurzt til leikkonunn-
ar bandarísku Jean Seberg, sem hvarf
frá heimili sínu í París fyrir tæplega
hálfum mánuði. Leikari einn frá
Marokkó, sem búið-hefur með leik-
konunni, hefur skýrt svo frá að hún
hafi ekið frá heimili sínu hinn 30.
ágúst síðastliðinn. Hafi hún ekki haft
neinn farangur meðferðis.
Jean Seberg varð heimsfræg fyrir
túlkun sína á hlutverki Jóhönnu af
Örk i samnefndri kvikmynd. Að sögn
hefur hún verið í meðferð hjá sál-
fræðingum og læknum vegna and-
legra veikinda.
LEIKKONAN
JEAN SEBERG