Dagblaðið - 14.09.1979, Qupperneq 11
11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979.
Erlendar
fréttir
Kosið í Svíþjóð
um helgina
Kosið verður í Svíþjóð um helgina.
Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum
munu borgaraflokkarnir hljóta örlítinn
meirihluta. Er þar aðeins um að ræða
0,7% atkvæða. Því er þó spáð að Jafn-
aðarmannaflokkurinn undir forustu
Palmes verði áfram langstærsti flokkur
landsins og muni fá 42,4% atkvæða.
Af borgaraflokkunum er gert ráð fyrir
að íhaldsflokkurinn verði stærstur með
19,2% af heildaratkvæðum.
Borgaraflokkunum er spáð 48,8%
fylgi en jafnaðarmönnum og kommún-
istum 48,1%.
Jafnaðarmenn stjórnuðu i Svíþjóð i
fjörutíu og fjögur ár, alveg fram að sið-
ustu kosningum þar i landi fyrir þrem
árum. Um fylgi annarra flokka en
þegar hafa verið nefndir má nefna að
Miðflokknum er spáð 18,1%, Þjóðar-
flokknum 11,1% og Kommúnistum
5,7%.
Jafnhliða þingkosningum fara fram
bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í
Svíþjóð. Hverfa þær mjög í skugga
kosninga til þingsins.
ísrael vill meiri
aðstoð frá
Bandaríkja-
mönnum
Weizman varnarmálaráðherra ísra-
els kom til Washington í gær til að
ræða við stjórnvöld þar. Helzta mál á
dagskrá er aukin hernaðaraðstoð
Bandaríkjanna við ísrael en israels-
menn hafa farið fram á um það bil
helmingshækkun á efnahags- og hern-
aðaraðstoð frá Bandaríkjunum.
REUTER
Júgóslavía:
NÆRRISJOTIU FARAST
í JÁRNBRAUTARSLYSI
— rúmlega hundrað alvarlega særðir er f lutningalest rakst á farþegalest
Björgunarsveitir hafa í nótt og í
norgun leitað i braki járnbrautar-
_ testa, sem rákust á við borgina Stalac
i Serbíu i Júgóslavíu. Þegar hefur
fundizt sextiu og eitt lík og vitaðer að
rúmlega hundrað manns slösuðust al-
varlega.
Slysið varð með þeim hætti að
vöruflutningalest ók þvert fyrir far-
þegalest á brautarmótum. 1 hinni
síðarnefndu var meðal annars stór
hópur ungra manna sem voru að
hefja herþjónustu. Lýst hefur verið
yfir opinberum sorgardegi í Serbíu
vegna slyssins, sem er það mesta af
þessu tagi í sögunni. Starfsmenn
járnbrautarstöðvarinnar í Stalac sáu
aðdraganda slyssins en gátu ekkert að
gert netna hrópa og kalla og kasta
grjóti til að reyna að vekja athygli
lestarstjóranna á yfirvofandi hættu.
Flutningalestin fór að sögn framhjá
stöðvunarmerki og ók á um það bil
fimmtíu kílómetra hraða á farþega-
lestina.
Nærstaddir hófu þegar að reyna að
hjálpa særðum farþegum. Erfitt var
að komast að mörgum vegna þess
þeir lokuðust inni í brakinu og Marg-
ir farþeganna voru sofandi þegar
slysið varð og vöknuðu ekki fyrr en
við hávaðann af árekstrinum. Sumir
köstuðust langar leiðir. Engar skýr-
ingar liggja enn fyrir á orsökum þess
að áreksturinn varð.
Mikiö á sig lagt
Stundum er erfitt að sitja langa fundi
og komið getur fyrir að svefninn nái
undirtökunum. Fidel Castro forseti
Kúbu hélt heljarmikinn fund óháðra
eða hlutlausra rikja í Havana á dög-
unum og er myndin hér að ofan
þaðan. Castro vildi að samlök hlut-
lausu rikjanna leggðu meira til stuðn-
ings Sovétríkjanna en aðrir þjóðar-
leiðtogar á fundinum voru þessu
margir andvígir.
Vegna ágreinings um þetta og fleiri
mál drógust umræður á langinn og
kannski ekki furða þótt Castro karl-
inn syfjaði stundum. Annars er hann
sjálfur annálaður fyrir langar ræður,
sem hann flytur stundum yfir þjóð
sinni. Sumar þeirra standa jafnvel
svo klukkustundum skiptir.
Bandaríkin:
HÁLF MILUÓN SNÝR
AFTUR Á HEIMASLÓD
mesti vindurinn farinn úr fellibylnum Friðrik
Hersveitir hafa verið kallaðar út í
fylkjunum þrem, Alabama, Flórida
og Missisippi í Bandaríkjunum. Er
það gert til að aðstoða og stjórna
heimflutningi fólks til þeirra svæða
þar sem fellibylurinn Friðrik fór yfir
á siðasta sólarhring. Fólk á því svæði
leitaði skjóls svo hundruðum þús-
unda skipti i kirkjum og öðrum sterk-
legum byggingum. Er talið að þess
vegna hafi aðeins tveir menn farizt.
Er þetta versti fellibylur sem gcngið
hefur yfir þetta landsvæði árum
saman.
Fellibylurinn olli miklu tjóni í
strandhéruðum suðurríkjanna
þriggja og eiga íbúar þar mikið starf
fyrir höndum við að lagfæra og end-
urbyggja.
Herliðið sem kallað hefur verið út
á einnig aðaðstoða fólk við uppbygg-
inguna. Borgirnar Mobile og Pasca-
goula i Mississippi urðu harðast úti i
fellibylnum. Þar varð veðurhamur-
inn einnig mestur.
Araifat í heim-
sókn á Spáni
Yasser Arafat leiðtogi PLO
samtaka Palestinuaraba er nú i heim-
sókn á Spáni. í.dag mun hann ræða við
ráðamenn þar. Þetta er fyrsta opinbera
heimsóknin, sem Arafat fer til rikis í
Vestur-Evrópu. í gær ræddi hann i
tvær stundir við Adolfo Suarez for-
sætisráðherra Spánar og Marcelino
Oreja utanrikisráðherra.
Ekkert hefur verið látið uppi um
hvað rætt var á fundinum en talið er að
þar hafi ástandið við Miðjarðarhafið
borið á góma. Einnig mun samband
Spánar við samtök Palestínuaraba hafa
borið á góma. Höfuðerindi Arafats til
Spánar mun þó að sögn einkum vera að
treysta samband sitt við vestur-evr-
ópska stjórnmálamenn. Það hófst fyrir
nokkru, þegar hann fór til Austurríkis
og ræddi þar við Bruno Kreisky kansl-
ara landsins og Willy Brandt fyrrum
kanslara Vestur-Þýzkalands og leið-
toga jafnaðarmanna.
Spánn hefur lengi stutt Palestinuar-
aba og málstað þeirra. Fl' ; er þó unt
formlega viðurkenningu læða cn
Spánarstjórn hefur engin sainbönd við
Ísraelsríki.
Fæðuskortur
eftir 1980
Fæðuskortur verður mjög farinn að
gera vart við sig í heiminum fljótlega
eftir 1980 að sögn Maurice Williams
forseta alþjóðamatvælanefndarinnar.
Lét hann þau orð falla á fundi i
Washington í gær. Taldi forsetinn að
ekki væri neinn vafi á að miklir erfið-
leikar væru framundan í þessum mál-
um. Ekki væri hægt að búast við því að
stöðugt væri metuppskera á hverju ári.
Slikur árangur i ræktun korns undan-
farin tvö ár hefur gert fólk um of and-
varalaust.
Williams sagði að unnt væri að koma
i veg fyrir verstu afleiðingar fæðu-
skortsins. Til dæmis væri hægt að
hefja söfnun birgða til nota fyrir van-
þróaðar þjóðir. Skoraði hann á helztu
kornútflutningsþjóðirnar að hefja slíka
söfnun á sama hátt og þau gerðu árið
1974.
Einnig benti forsetinn á að þróunar-
ríkin væru orðin óeðlilega háð ínn-
flutningi á matvælum. Þyrftu ■•u í
auknum mæli að auka eigin matvæla-
framleiðslu.