Dagblaðið - 14.09.1979, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979.
byltingarinnar, sem geisaöi um lai’.d
allt, en þegar „fjórmenningaklikan”
hafði tapað völdum 1976, komst
aftur mikill skriður á vinnuna í
Líúpansjúí.
Aðeins fimmtán tvenndir
námuganga framleiða nú meira en
600.000 lestir af kolum á ári.
Það eru fimrti stórar og miðlungs-
stórar kolahreinsunarstöðvar með
heildarafkastagetu á ári, sem nemur
fimm milljónum lesta, og ein tólf
hliðarfyrirtæki, sem framleiða raf-
magn, járnbrautarvagna til vöru-
flutninga, sement, sprengiefni, lampa
handa námumönnum og þess háttar,
hafa verið sett á stofn hvert á eftir
öðru, svo að kolamiðstöðin getur
fullnægt nær öllum þörfum sinum.
Stofnunum, sem stunda.
rannsóknir i jarðfræði, uppgrefti og
byggingafræði, hefur vcrið komið á
fót og vinna þar meira en 4.000
tæknimenntaðir menn.
Hinum óraviðu kolasvæðum í
Líúpansjúi hefur verið skipt í þrjú
aðal námuhverfi, sem hvert hefur
sinn eigin almenna spítala og klíníkur
við hverja einstaka námu.
Þessi sjúkrahús, sem byggð voru
hvert af öðru á árunum 1965, 1966 og
1967, hafa samanlagt 800 sjúkrarúm
og kringum 200 heilsugæzlumenn
fyrir hina 70.000 verkamenn og
starfsmenn ntiðstöðvarinnar.
Reistir voru þrir tækniskólar 1977
til að þjálfa verkamenn og tækni-
fræðinga fyrir miðstöðina, og fram
að þessu hafa meira en 1.000
nemendur innritast í þá — að meiri-
hluta börn námumanna i Liúpansjúi.
Einnig er veitl lægri miðskóla-
menntun öllum börnum í mið-
slöðinni.
Hvert námusvæði hefur sinar eigin
deildaverzlanir, matvörubúðir, hár-
skerastofur, baðhús, matsölustaði,
leikskóla og aðrar þjónustustofnanir.
Og það eru hvíldarklúbbar verka-
manna á hverju námusvæði fyrir
námuverkamenn og fjölskyldur
þeirra, þar sem eru kvikmynda-
sýningar eða önnur skemmtiatriði
tvisvar i viku — stórt stökk frá
hellunum i hæðunum og hinum
heimatilbúnu matprjónum.
Kolasvæðin við Liúpansjúí eru
Vel er séð fyrir tómstundaþörfum i-
búanna í þessu stóra kolanámu-
héraði.
auðug, með lögum sem eru sums
staðar allt að því 30 metra þykk, og
gæði kolanna eru ákaflega mikil. Eru
unnar úr þeim mismunandi tegundir
til að svara ólíkum kröfum iðnaðar
og heimila.
Flutningar eru ekki vandamál, þar
eð Guijang-Kunking-járnbrautar-
linan — ein af helztu járnbrautum i
Suðvestur-Kína — liggur um kola-
námusvæðið, og tvær þverlínur, sem
tengjast við hinar tólf sérlinur til
kolaflutninga, sem líggja um
svæðið þvert og endilangt.
Því að með ársframleiðslu, sem
nemur 600 milljón lestum, er Kina nú
þriðji stærsti kolaframleiðandi í
heimi og getur flutt út til margra
landa, þar á meðal Japans, Kóreu,
Rúmeniu, Júgóslaviu og Ítalíu.
Vexti Liúpansjúi er engan veginn
lokið. Á fyrstu setu Fimmta
þjóðþingsins í síðastliðnum febrúar
gerði Húa Gúófeng forsætisráðherra
fyrir hönd rikisráðsins grein fyrir
áætlunum um uppbyggingu og
stækkun átta stórra kolanámu-
stöðva og tiu gas- og oliusvæða fyrir
1985.
Líúpansjúí er ein þessara átta
kolamiðstöðva, og bændurnir, sem
hjuggu kol beint úr fjöllunum fyrir
30 árum og hafa séð svæðið breytast
meira en nokkur hefði trúað með til-
komu bilvega, járnbrauta, verk-
smiðja, náma og íbúðarhúsa, eiga
eftir að sjá miklu meiri breytingar,
áður en næstu sex ár eru liðin.
inninn sé skýjaður fyrst sólin sé ekki
á lofti.
Nei, það er víst ábyggilegt, að
ekki er skortur á sólskini hér hjá
Flóríði og þá sérstaklega þetta
sumar, sem hefir verið það heitasta í
40 ár, ef trúa má blöðunum. Á heit-
um ágústdögum er eins og allt lamist
og stöðvist í svækjunni, en því miður
hefir fólk hér um slóðir ekki tekið
upp hádegisblundinn eins og þjóðir,
sem í aldaraðir hafa búið í heitum
löndum. Þess i stað setjast menn
gjarnan í forsælu undir tré, lepja
kaldan bjór og ræða um landsins
gagn og nauðsynjar.
En fátt spennandi gerist í henni
veröld um þessar mundir. Það er
helzt hann Karter greyið, sem hægt er
að kjamsa svolítið á. Hann virðist
fátt geta gert, sem fólk er ánægt með
og honum er kennt allt, sem illa fer.
Mörgum finnst að tal hans um það,
að hann sé einangraður frá fólkinu
og umkringdur tilfinningalausum og
einskisnýtum embættismönnum í
Washington, sé tómt píp. Hann geti
ekki stýrt landinu með fulltingi al-
múgans en á móti vilja þings og em-
bættismannastéttanna. Fólkið þráir
sterkan og dugmikinn leiðtoga, en
gerir sér litla grein fyrir því, hve for-
setaembættið er raunverulega orðið
takmarkað og hve .vandamálin eru
gífurlega flókin. Nú vill það bara
henda Karter á hauginn og fá
Kennedy. Það er ekki öll vitleysan
eins héma i henni Ameríku!
Rósalinda Karter er líka farin að
fara i fínu taugarnar á sumum. Fyrir
stuttu fór hún í ferðalag og hélt víða
ræður til að leita stuðnings við
tillögur manns sins til lausnar orku-
kreppunni. Hún hélt hérumbil
orðrétt sömu ræðuna hverju sinni og
er ekkert við það að athuga, en hún
gerði dálítið í viðbót. Hún var að
segja frá dögunum á fjallinu í Camp
David, þegar forsetinn kvaddi til sin
fjölda manna til að leita ráða. Rósa-
linda sagði eitthvað á þessa leið:
Þegar við vorum búin að hlusta á
alla þessa sérfræðinga, ákvað ég...
ég meina við.... ég meina auðvitað
Jimmy ákvað. Fréttamenn, sem í
fylgd voru með forsetafrúnni héldu
sumir fram, að hún hefði gert þetta
að ásettu ráði til að sýna, hve valda-
mikil hún væri orðin, því hún „mis-
mælti” sig svona einum þrisvar
sinnum á fyrsta degi ferðarinnar.
Síðan er sagt, að eftir simtal frá
Washington hafi tónninn breytzt og
þá sagðist hún „bara vera
húsmóðir”, sem stæði við bakið á
Jimma sínum!
Þegar Kartersögurnar eru búnar,
er stundum tínt til annað, eins og sag-
an af honum Abrahan Rosenstein frá
New York, sem alla ævina hafði
dreymt um að geta farið í frí til
Miami. En honum Abe gekk ekki
nógu vel í lífinu og nú var hann
orðinn 57 og ekki búinn að aura
saman nóg til að geta boðið konunni
til Flóriðar. Hún þoldi ekki lengur
þetta sólarfrís-suð, svo hún sagði
honum einn góðan veðurdag, að
Þórir S. Gröndal
hann skyldi bara fara einn til Miami
til að fá þetta út úr systeminu, eins
og sagt er. Samt lét hún hann heyra
það, að hún hefði nú getað fundið
betri not fyrir þess aura, sem búið
væri að nurla saman.
Jæja, Abe fór til Miami og dvaldi
þar í dásemdum og dýrð í tvær vikur,
en þá vildi svo illa til, að hann fékk
hjartaslag og dó! Hann var þvi
sendur heim til New York i kassa
með tærnar upp í loft. Eins og tíðkast
með fólk af hans trú, stóð kistan opin
heilt kvöld, er ættingjar og vinir
komu til að kveðja hann í hinzta
sinn.
Bezti vinur hans gekk að kistunni
og horfði lengi á hinn framliðna, en
svo sneri hann sér að frú Rosenstein,
þurrkaði tár af hvarmi og sagði:
Hann lítur svo vel út, hann Abe.
Frúin leit snöggt við og sagði siðan í
hálfgerðum kvörtunartón: Því skyldi
hann ekki líta vel út? Hann, sem er
búinn að vera í Miami í tvær vikur!
Þórir S. Gröndal.
að ný rikisstjórn verður ekki mynduð
án þess að þjóðin hafi áður gengið til
kosninga.
Þetta má vera hverjum manni Ijóst
og ekki er ólíklegt að forsætisráð-
herrann hafi þegar gert a.m.k.
sumum ráðherra sinna grein fyrir þvi,
að takist ekki heilt og kröftugt sam-
komulag stjórnarfiokkanna um kné-
setningu verðbólgunnar og langtíma
ráðstafanir í efnahagsmálunum
kunni að reynast nauð&nlegt að
blása til þingkosninga á komandi
jhausti.
Leiðir endurskoðun
stjórnarsáttmálans til
kosninga?
í þessu sambandi má minnast þess,
að í stjórnarsáttmála núverandi ríkis-
stjórnar var kveðið á um það, að
hann skyldi endurskoðaður að ári
liðnu. Margir héldu að þetta ákvæði
væri aðeins lymskubragð Lúðvíks
Jósefssonar til þess að fá þingflokk
og flokksstjórn Alþýðubandalagsins
til þess að samþykkja stjórnaraðild
án þess að blakað væri við Nato-
aðildinni eða varnarliðinu í landinu.
En fari svo i raun, að einum eða fleiri
stjórnarflokkanna þyki hagstætt að
blása rykið af þessu ákvæði og krefj-
ast endurskoðunar — annaðhvort til
þess að finna sér tilefni til ■stjórnar-
rofs eða végna þess að einlægur vilji
sé fyrir Hendi til endurskoðunar —
eru allir samningar flokkanna þriggja
á lausu og ómögulegt að segja hvað
við tekur. Nái þeir ekki samkomulagi
um nýjan eða endurskoðaðan sátt-
mála fer tæpast milli mála að nýjar
kosningar hljóta að blasa við. Til
þessa gæti komið á því hausti, sem nú
ferí hönd.
IMýtt kosningafyrir-
komulag — tvennar
kosningar
Inn í þessar vangaveltur mega
koma ábendingar um það, að á næsta
ári á stjórnarskrámefnd Alþingis að
skila áliti. Flestir munu vænta þess,
aö meginatriði tillagna hennar verði
um nýtt og réttlátt kosningafyrir-
komulag, þar sem jafnrétti þegnanna
sé tryggt. Takist samkomulag um
slíkar tillögur þurfa að ganga tvennar
kosningar, i þeim fyrri yrðu breyting-
arnar samþykktar og seinni kosning-
arnar yrðu síðan háðar á grundvelli
hins nýja tyrirkomulags. Stjórnar-
skrárnefnd á helzt að skila tillögum
sínum á komandi vori og tæptast síðar
en næsta haust, ef allt verður með
felldu. Slíkar breytingar hafa
stundum orðið samferða algjörri
uppstokkun í efnahagsmálum, eins
og síðast gerðist 1959. Vel getur svo
farið að sá leikur endurtaki sig á því
ári, sem nú fer senn í hönd.
Kjallarinn
SigurðurE.
Guðmundsson
Svo má ekki gleyma
Albert
Ekki má Ijúka þessum kosninga-
hugleiðingum án þess að ræða þær
kosningarnar, sem menn hafa einna
helzt í huga nú um stundir. Kjörtima-
bili forsetans lýkur á miðju næsta ári
og áhugamenn eru þegar teknir að
velta vöngum yfir hvað gerast muni.
Skyldi Kristján Eldjárn ætla að
hætta? Og skyldu fleiri en Albert
gefa kost á sér, ef svo skyldi fara?
Um þetta snúast bollaleggingarnar.
Fari svo að Kristján Eldjárn ákveði
að draga sig í hlé er í öllu falli ljóst,
að til a.m.k. einna kosninga kemur á
næsta ári. Hugsanlegt er að þá fari
líka fram tvennar aðrar kosningar.
En ef til vill fara þær ekki fram af
þeirri einföldu ástæðu, að óhjá-
kvæmilegt verði að blása til þing-
kosninga á komandi hausti, að sjálf-
sögðu þá á grundveUi núverandi
kosningafyrirkomulags, svo illt sem
það er í sjálfu sér. Þær linur hljóta að
skýrast innan skamms, einkanlega
eftir að þing kemur saman. Stefni í
kosningar munu flokkarnir skrýðast
herklæðum og hefja undirbúning að
framboðum. Og þá er ekki seinna
vænna fyrir Alþýðubandalagið að
fara að svipast um eftir efnilegum
framsóknarmönnum.
Siguröur E. Guðmundsson
framkvæmdastjóri.
✓
/