Dagblaðið - 14.09.1979, Síða 17

Dagblaðið - 14.09.1979, Síða 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979. 17 Ólafi frá Gilsbakka fylgt til grafar: Kirkjukórinn trylltíst úr hlátri i miðri athöfninni Olafur borinn úr kirkju. Einarsson horfinn til þess framtíðar- lands, sem bíður allra fyrr eða síðar. Hann hvarf héðan sáttur við líf sitt. Og honum mun farnast vel, því sælir eru hjartahreinir. Já, miklir eru hjarta- hreinir. Þeir hafa ekki af neinum rang- lega tekið. Þvi biðjum við: Herra, nú lætur þú þjón þinn í friði fara.” Þessi ágæta líkræða var flutt í Tjarn- arkirkju í Svarfaðardal laugardaginn '25. ágúst. Jarðarförin sjálf var þó i meira lagi sérstök og óvenjuleg. Prest- urinn sem jarðsöng er nýliði í hempu og hefur aldrei fengið blessun biskups til að koma látnum undir græna torfu. Kista Ólafs heitins á Gilsbakka var borin tóm úr kirkju. Kirkjukórinn trylltist úr hlátri í miðri athöfn og hló dátt að klæðaburði tveggja kvenna sem sátu með vota hvarma á kirkjubekk og syrgðu Gilsbakkabóndann. Eftir því sem næst verður komizt er kristnihald í Svarfaðardal ekki cins illa statt og myndin sem hér er dregin upp gefur til kynna. Enda væri þá biskupi ekki lil setunnar boðið að bregða sér i vísitasíu norður í sveitir. Nei, skýringin er sú að hér var verið að taka upp atriði fyrir kvikmyndina Land og synir eftir Indriða G. Þor- steinsson. I prestsskrúðanum var Indriði sjálfur og fórst það mætavel úr hendi. Á kirkjubekknum og söngpalli voru mættir þvegnir og stroknir Svarf- dælingar, klæddir glæsifötum þeirra tíma sem sagan gerist á. Nálægt tómri kistu Ólafs heitins sat sonur hans, Einar, sem Sigurður Sigurjónsson leikur. Þar voru líka Tómas í Gils- bakkakoti og Margrét dóttir hans, sem Jón Sigurbjörnsson og Guðný Ragn- arsdóttir leika. Jarðarförin stóð heldur lengur en gerist og gengur, eða i um fimm tíma. Presturinn þurfti að fara með líkræð- una æði oft áður en Ágúst Guðmunds- son, leikstjóri, og samstarfsfólk hans varð ánægt. Er örugglega fátítt að ein trékista hafi verið helguð og blessuð eins oft og innilega og sú er hýsir Ólaf frá Gils- bakka. - t.H. Einar Olafsson á Gilsbakka stendur við kistu föður síns. Hjá honum eru Tómas bóndi í Gilsbakkakoti og dóttir hans Margrét. Með hlutverk þeirra fara Sigurður Sigurjónsson, Jón Sigurbjörnsson og Guðný Ragnarsdóttir. — prestinn skorti blessun biskups „Skrifað stendur: Sáðmaðurinn fór út að sá sæði sínu. Og er hann var að sá féll sumt sæði við götuna og varð fótum troðið, og fuglar himinsins átu það upp. í dag kveðjum við bóndann Ólaf Einarsson á Gilsbakka. Hann fæddist 12. janúar 1867 og ólst upp við öll al- menn sveitastörf á heimili foreldra sinna. Ölafur hóf búskap á föðurleifð sinni 1895, giftist Rannveigu Vilhjálms- dóttur og áttu þau einn son sem i dag syrgir föður sinn genginn. Við syrgjum hann lika, vinir hans. Ólafur var maður, sem ólst upp í frerum 19. aldar, en horfði jafnan ótrauður inn í framtíðarlandið. Hann var sáðmaðurinn, sem fyrirleit kyrr- stöðuna og þann hugarheim sem baslið skóp. Hann var fremstur í fylkingu ungs fólks síns tíma sem batzt samtök- um um að vinna íslandi allt, bæði i fé- lagslegu og verzlunarlegu tilliti. Hann ætlaðist ekki til neins fyrir sig. Því var hann fátækur maður af veraldlegum gæðum. En hann var hverjum manni ríkari af hugsjónum. Nú er Ólafur

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.