Dagblaðið - 14.09.1979, Side 30
34
Þessi glœsilegi Atfa Romeo Sprinter árg. 78 er til
sýnis og sölu. 100 þús. km ábyrgð á vál. S gíra, fram-
hjóladrifinn, sparneytinn en óhemju kröftugur. SHfur-
grár. Skipti möguleg. -,
f !íf jiiííf iiiiiii:;iiiií!Í ISÍlSi^.
1 17 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 BILAKAUP lli IJ 1 i ■■■■■■■ 1 1 1 1 J
. SKEIFAfv 5 — SÍMAR 86010 og 86030 |
i
■ Glæsibœ—Sími 303501
VERÐ AÐEINS
NR. 30-33 KR. 4.750.-
NR. 34-39 KR. 5.650.-
NR. 40-45 KR. 5.800.-
„JOGGING"
æfingaskór
Nýkomið!
kuldiv
SflGMEl
Loðfóðruð
Litur: Natur leður
Stœrðir: Nr. 41—46
Verð kr.
23.850.-
PÚSTSENDUM
Skóverzlun
Þórðar Péturssonar
Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Sími 14181
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1979.
........................ - .....................
Minningarkapella sr. Jóns Steingrímssonar:
Kirkjan hefur reynzt
laxveiðimönnum vel
— aðeins Strandarkirkja er hærrí íáheitum
,,í reikningum kirkjusjóðs er
Strandarkirkja hæst í áheitum- Hún er
þar alveg í sérflokki en næst henni
kemur minningarkapella Jóns Stein-
grímssonar hér á Kirkjubæjar
klaustri. Áheitin á kirkjuna skipt;
tugum þúsunda á ári,” sagði sr.
Sigurjón Einarsson, sóknarprestur á
Kirkjubæjarklaustri er DB-menr
hittu hann að máli fyrir skömmu
Sigurjón hefur jafnframt gegnt emb-
ætti oddvita á Kirkjubæjarklaustri
síðastliðið ár.
„Kapellan má nú neita skuldlaust
hús enda þykir hún óskaplega góð til
áheita,” sagði sr. Sigurjón. „Það er
mjög mikið um, að laxveiðimenn í
Geirlandsá heiti á kirkjuna ef veiðin
gengur illa og koma síðan með 1000
krónur eða svo og færa kirkjunni ef
veiðin glæðist,” sagði sr. Sigurjón og
það var á honum að heyra að yfirleitt
reyndist kirkjan laxveiðimönnum vel.
Minningarkapella Jóns Steingríms-i
sonar var vígð árið 1974. ,,Það hefur
alltaf verið djúpt i Skaftfellingum að
hér skyldi vera kirkja, og menn
vildu lika minnast r. lóns Stein-
Sr. Sigurjón Finarsson, sóknarprestur og oddviti á Kirkjubæjarklaustri við
minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar, eldkierks.
DB-mynd RagnarTh.
grímssonar sem var einstakur maður
ásinnitíð. Hundraðbændurgáfu eitt
lamb hver í 6 ár og var það grundvöll-
urinn undir bygginguna,” sagði sr.
Sigurjón.
Kirkjuna teiknuðu þeir bræður
Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir.
-GAJ-
Krummi kann vel við sig i krakkahópnutn og það er heilmikill leikur i honum. Frá
vinstri er Helga Tatijana, þá Þórhalla og Anna Birna Þorleil'sdætur og Jón Bender.
Á minni myndinni til hægri er Anna Birna að hjálpa krumma I flugtakinu.
DB-mynd Arni Páll.
Stör fjölskylda hjá Þráni Jónssyni að Hlöðum ísumar:
Fimmti „krakkinn”
er fleygur
Krakkarnir hans Þráins Jónssonar
að Hlöðum, vestan brúar við Egils-
staði, eignuðust fleygan fjölskyldu-
meðlim i sumar, er þeir sigu í kletta og
náðu þar i hrafnsunga úr hreiðri.
í sumar hafa þau alið krumma upp i
von um að hann hænist að heimilinu,
en annars er hann frjáls ferða sinna og
skreppur í könnunarleiðangra.
Af krumma að vera er hann tiltölu-
lega hrekklaus, a.m.k. ennþá, en þeir
eru þekktir fyrir ýmis meinlíti! óknytti
svo sem þjófnað. -GS.
EE HUMARVERTÍÐIN HEFUR
ALDREIVERIÐ BETRI
,,Það má teljast til tíðinda, hve vel
okkur hefur tekizt að hafa undan að
vinna allan þann afla sem til okkar
hefur borizt í sumar, reyndar með
óheyrilegri yfir- og næturvinnu,”
sagði Þröstur Einarsson verkstjóri í
frystihúsinu á Eyrarbakka þegar
Dagblaðið ræddi við hann
1 sumar hafa 6 bátar verið i við-
skiptum við frystihúsið, þar af 5
humarbátar. Humarvertiðinni lýkur i
dag en hún hófst 20. maí síðastliðinn.
Hafa gæftir verið með eindæmum
góðar í sumar og hefur aldrei áður
borizt jafn mikið af humri til frysti-
hússins en nú eða samtals 45 tonn.
Hæstu humarbátarnir á Eyrar-
bakka á þessari vertíð voru Snætind-
ur frá Þorlákshöfn og Álaborg frá
Eyrarbakka með 12 tonn hvor. Aðaí-
veiðisvæði bátanna var við Eldey.
Humarvinnslan stóð alla virka daga
frá 22. maí til 15. ágúst en þá fór að
dragaúrafla.
Var humarinn unninn af ungling-
um frá Eyrarbakka og Selfossi og lik-
aði sá vinnukraftur vel, og ekki
virtist unglingunum leiðast því oft á
tíðum mátti heyra sönginn óma úr
salnum þar sem humarinn var þveg-
inn, garndreginn og settur í öskjur
fyrir frystingu.
GAJ/MKH, Eyrarbakka.
Linnið í humri i frystihúsinu á Eyrar-
bakka. Til hægri er Hörður Einars-
son verkstjóri.
DB-mynd Bjarnleifur.