Dagblaðið - 14.09.1979, Qupperneq 36
Gautaborg:
Sjö (slendingar dæmdir
í 10-30 mánaöa fangelsi
—fyrír innf lutning og dreifingu fíkniefna í Svíþjóð
Sjö íslendingar voru á mánudaginn
dæmdir í 10 mánaða til tveggja og
hálfs árs fangelsi i Gautaborg i
Svíþjóð fyrir fíkniefnasmygl og dreif-
ingu.
Þcir voru handteknir siðari hluta
júlíniánaðar sl., í framhaldi af yfir-
heyrslum yfir manni, sem þá sat í
gæzluvarðhaldi hérlendis og hafði
verið handtekinn nokkru áður við
komuna frá Svíþjóð.
A einum lslendinganna, sem
dæmdir voru á mánudaginn, fundust
fjögur kiló af hassi, sem hann kom
með frá Amsterdam til Hálsingborg í
Sviþjóð í gegnum Kaupmannahöfn.
Hjá öðrum fannst hálft annað kíló af
hassi og smávegis af kókaíni.
Við rannsókn málsins kom m.a.
fram, að íslendingarnir höfðu staðið
i fikniefnadreifingu í Gautaborg og
nágrenni í rúmt ár og að auki komið
nokkru af efnunum heim til íslands.
Þyngsta dóminn, tveggja og hálfs
árs fangelsi, hlaut Bjarni Bender, 42
ára. Honum var jafnframt vísað úr
landi í Svíþjóð — og þar með
Norðurlöndunum nema íslandi — til
ársins 1990, þegar afplánun dómsins
er lokið.
Iveggia ára langcjsi hlutu l’áll
Gránz og Holberg Másson, en Hol-
berg var að afplána níu mánaða fang-
elsisdóm í Hálsingborg þegar mál
þetta kom upp og hefur áður setið í
fangelsum í Evrópu og Kanada fyrir
svipuð brot. Eins árs fangelsi hlaut
Snorri Guðmundsson og tíu mánaða
fangelsi þeir Kristján Svavarsson,
Einar Hannesson og Elías Snorrason.
Upplýsingar þessar fékk Dagblaðið
hjá E. Lemchen, lögreglufulltrúa við
fikniefnadeild lögreglunnar í Gauta-
borg. -BS.
Hass, áfengi
ogbjór
— fannst í Lagarfossi
Er leit var gerð í Lagarfossi í Hafnar-
fjarðarhöfn i gær fannst hálft kíló af
hassi i fórum eins skipverja. Auk þess
fannst um borð nokkuð af ólöglegu
áfengi og einnig áfengur bjór. Mál
þessi eru í rannsókn.
- AST.
Fyrsta Amarflugið
Fyrsta áætlunarflug Arnarflugs á flugleiðum Vængja var farið kl. 9.30 í morgun er leiguflugvél frá Flugfélagi Austurlands
lagði upp frá afgreiðslu Flugfélags tslands á Reykjavíkurflugvelli.
Á myndinni eru 2 farþegar komnir um borð og Þórólfur Magnússon flugmaður er í gættinni. -GS./DB-mynd HV.
Þegar Tryggingastofnun
eráhausnum:
Heldur milljón
króna veizlu
,,Við erum ckki endanlega búin að
rcikna út verðið en ég held að óhætt sé
að slá á svona eina milljón,” sagði
Sigurveig Gunnarsdóttir veitingastjóri
á Hótel Esju er hún var spurð um veizlu
sem haldin var þar í gærkvöldi. Fyrir
veizlunni stóð Tryggingastofnun rikis-
ins og var hún fyrir starfsfólk trygging-
anna utan af landi, sem hér hefur verið
á vikunámskeiði.
,,Fólkiö fékk einn drykk fyrir mat-
inn. Maturinn kostaði svo 7-300 krónur
á mann og með hnnum voru veitt tvö
rauðvínsglös. Á eftir var svo dansað.
Við gizkum á að kostnaðurinn á mann
hafi verið svona 10—12 þúsund en alls
mættu rúmlega hundrað manns,”
sagði Sigurvcie.
Þessi veizla vekur því meiri athygli
l'yrir það að undanfarið hafa talsmenn
Iryggingastofnunar ríkisins kvartað
mjög yfir slæmum fjárhag og kvað svo
rammt að um síðustu helgi aðekki voru
lil peningar til að greiða út bætur. Þvi
atriði var þó komið i lag eins og kernur
fram i frétt annars staðar í blaðinu.
- DS
Búvörur hækka um20-38% á mánudagimi:
Alþýðuflokksráðherrar
vildu fresta hækkunum
—„sjálfvirknin alls ráðandi hjá vinstri stjóminni/7 segir Matthfas Á. Mathiesen
„Þetta er auðvitað mikil búvöru-
verðhækkun, sem kemur þungt niður
þegar kaupmáttur fer minnkandi. Og
er afleiðing þeirrar óðaverðbólgu sem
nú er ríkjandi í landinu af völdum
vinstri flokkanna.” sagði Matthías
Á. Mathiesen alþingismaður í samtali
við DB í morgun. Matthias var inntur
eftir áliti stjórnarandstöðunnar á
ákvörðun ríkisstjórnarinnar um
hækkun búvöruverðs.
„Þessi verðhækkun er Ijósasta
dæmið um að engar, alls engar,
markvissar aðgerðir eru framkvæmd
ar af hálfu rikisstjórnarinnar til að
inna bug á verðbólgunni og sjálf-
virknin alls ráðandi. Eins og fram
kemur, eru ráðherrarnir sjálfum sér
sundurþykkir og sýnast aldrei geta
komizt að sameiginlegri niðurstöðu
nema þegar leggja þarf skatta á borg-
arana,” sagði Matthias Á. Mathie-
sen.
Nýja búvöruverðið tekur gildi á
mánudaginn. Smjör hækkar þá um
rúm 38%, mjólk um 27%, ostur utn
20%, nautakjöt um 26—32%. Niður-
greiðslur verða óbreyttar, þ.e. lækka
hlutfallslega vegna verðhækkananna.
Talið er að búvöruverðhækkunin
muni hækka framfærsluvísitöluna
um 4—5% og kaupgjaldsvísitölu 1.
desember minna, þar sem hlutur
launa bóndans í búvöruver'ðhækkun-
innidregst frá.
„Ráðherrar Alþýðuflokksins voru
andvígir búvöruverðhækkun nú og
vildu fresta ákvörðun þar til þing
kemur saman,” sagði Magnús H.
Magnússon, félagsmálaráðherra við
DB. „Við töldum rétt að taka til
meðferðar í einum pakka verðlags-
málin, harðindin og skortinn á út-
flutningsbótum. Ríkisstjórnin hefði
getað unnið áfram í málinu og lagt
ákveðnar tillögur fyrir þingið. Að
auki teljum við að grundvöllur sex-
mannanefndarinnar teygi sig allt of
langt til hækkunar. Þá bendi ég á að
bændur eru komnir fram úr viðmið-
unarhópum sinum í afkomu.
Mín tilfinning er sú að við Alþýðu-
flokksmenn verðum hárðari á okkar
afstöðu eftir að gengið hefur verið
svo hart fram í hækkunum sem raun
ber vitni. Að við munum gefa minna
eftir hér eftir þegar hliðstæð mál
koma upp,” sagði Magnús H.
Magnússon.
Svavar Gestsson viðskiptaráðherra
bar fram málamiðlunartillögu á ríkis-
stjórnarfundi um 10—12% búvöru-
verðhækkun. Hún náði ekki fram að
ganga, og samþykktu ráðherrar
Framsóknarflokks og Alþýðubanda-
lags á endanum tillögur um 19,7%
hækkun verðlagsgrundvallar land-
búnaðarvara. -ARH.
frjálst, úháð daghlað
FÖSTUDAGUR14. SEPT. 1979.
Nafniðánýja
Norftfjarðartogaranum:
LÚÐVÍK
BARDI
KJARTAN
Norðfirðingar telja sér mikla þörf
að festa kaup á nýjum skuttogara.
Ætla þeir jafnframt að selja nótaveiði-
skipið Barðann. Kjartan Jóhannsson
sjávarútvegsráðherra hefur þó verið
tregur til og neitar algjörlega að veita
Norðfirðingum heimild til togarakaup-
anna.
Þeir hafa brugðizt illa við þessu
uppátæki Kjartans og eru alls ekkert á
þvi að hætta við. Sögur að austan
herma að Norðfirðingar hafi að sjálf-
sögðu leitað ásjár hjá þingmanni
sínum, Lúðvik Jósefssyni. Vill hann
allt gera til að togarinn komi sveitung-
um sínum til halds og traust, hvað sem
ráðherrann úr Hafnarfirði segir.
Búið er að velja nafn á nýja skuttog-
arann. Á hann að sögn að bera nafn
Barðans, sem seldur verður og auk þess
nöfn þeirra Lúðvíks og Kjartans.
Verður það þá Lúðvík Barði Kjart-
an? -ÓG.
Yfirheyrslum vegna
landhelgisbrota
loðnusjómanna að Ijúka
Helmingur
viðurkennir
þjófstart
Nú er langt komið yfirheyrslum
yfir þeim liðlega 20 loðnuskipstjór-
um, sem grunaðir eru um að hafa
þjófstartað á vertíðinni, eða hafið
hana rétt áður en leyfilegt var.
Áð sögn Jóns B. Jónssonar, deild-
arstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu,
hala þeir verið yfirheyrðir víða um
land, eftir því sem þeir hafa komið
inn og vel staðið á.
Af þeim skýrslum sem fyrir liggja,
játa allmargir að hafa byrjað aðeins
fyrr en vertiðin mátti hefjast, aðrir
segjast hafa farið fyrr, svona til
prufu, og nokkrir neita þrátt fyrir að
sérstaklega hafi verið bent á suma
þeirra.
Þegar allar skýrslur hafa borizt
ráðuneytinu verður tekin ákvörðun
um framhald málsins eftir atvikum
hversogeins. -GS.
Eldur í bát við
Grandagarð
Eldur kom upp í m.b. Greip SH 7
þar sem hann lá við Grandagarð í gær-
kvöldi. Er slökkvilið kom á vettvang
lagði mikinn reyk úr lúkar bátsins en
menn um borð fullvissuðu slökkviliðs-
menn um að enginn maður væri þar
niðri. Reykkafarar fóru niður í lúkar-
inn og skrúfuðu fyrir olíurennsli til
eldavélar en þar urðu upptök eldsins.
Tjón varðekki umtalsvert.