Dagblaðið - 21.09.1979, Blaðsíða 4
4T
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1979.
DB á ne ytendamarkaði
Eldhúsinn-
réttingar
eru hreint
ekki gef ins
Eitt af því sem enginn húseig-
andi kemst hjá aö kaupa er innrétting
i eldhúsið. Því þó að margir láti sér
duga kartöflukassa í nokkur ár
kemur alltaf að þeim degi að gefizt er
upp og haldið í innréttingaverzlanir.
Eldhúsinnréttingar hafa líklega aldrei
verið gefnar og eru það ekki heldur
núna. Hægt er að fá eldhús-
innréttingu fyrir um hálfa milljón en
dýrustu eldhúsinnréttingamar kosta
orðið upp undir tvær milljónir. Eru
þær þá bæði stórar og gjarnan úr
viði í gegn en slíkt er mjög í tízku
núna.
DB brá sér í nokkrar verzlanir,
sem selja eldhúsinnréttingar og
spurðist fyrir um verð. Alls ekki var
farið í allar verzlanir og er því út-.-
tektin ekki tæmandi.
Eldhúsin
oflítil
„Eldhúsin í flestum nútíma
íbúðum eru orðin of lítil. Því freistast
fólk til þess að stækka þau á kostnað
borðkróksins. Það hefur aftur þær
Eldhúsinnrétting úr massifri eik frá
Haga.
Sérlega stór eldhúsinnrétting frá Innréttingahúsinu.
afleiðingar að illa fer um menn við
matborðið,” sagði afgreiðslumaður
sem við hittum i Innréttingahúsinu á
Háteigsvegi 3. Hann sýndi okkur
innréttingu gerða fyrir sérlega stórt
eldhús, eldhús eins og hann sagðist
vilja hafa. Sú innrétting var frá
Norema I Noregi og úr viðarlíki, sem
afgreiðslumaðurinn sagði að væri
mun sterkara en ekta viður. Þessi
Okkur var sýnd innrétting úr eik í
gegn. Þessi innrétting kostar 1,580þús.
krónur. í skápunum eru ýmsar af
þeim nýjungum sem Hagi auglýsir
mjög um þessar mundir og sýnilega
lögð æ meiri áherzla á slíka hluti hjá
öllum þeim sem selja eldhús-
innréttingar. Til dæmis er sérstakur
pakkaskápur í þessari Hagainn-
réttingu og einnig skápur með hring-
innréttingu út furu. Hluti skápanna snýr út frá eld-
Kalmar eldhús selja þessa
húsinu.
innrétting kostar 1.180 þúsund og
hefur þá kosti fram yfir margar aðrar
að bæði efri og neðri skápar eru
hærri en gerist og gengur. Þannig eru
efri skápar 70 sentimetra háir í stað
hinna venjulegu 50. Þetta hefur
auðvitað kosti upp á geymslurými en
krefst þess í staðinn að menn standi
upp á stól til þess að ná í það sem er í
efstu hillu. Um 8 vikna afgreiðslu-
frestur er á þessum innréttingum.
Viður í gegn í tízku
,,Nú er massif eik það eina sem
fólk vill sjá. Þetta er algjör
eikaralda,” sagði afgreiðslumaður
hjá Haga eldhúsinnréttingum að
Suðurlandsbraut 6. Einnig er Hagi
með verzlun að Óseyri 4 á Akureyri.
laga hillu sem hægt er að snúa.
Hjá Kalmar innréttingum í
Skeifunni 8 er einnig lögð áherzla á
við í gegn. Þar var okkur sýnd inn-
rétting úr furu.
Borðplata og skápahurðir eru úr
viði i gegn en skápahliðarnar
spónlagðar. Verðið á innréttingunni
er 1.550 þúsund og er hún að þvi leyti
sérstök að hluti af skápunum vísaði
út úr eldhúsinu og út í t.d. stofu.
Undir þeim skápum var breið
borðplata sem hægt var að matast
við. '
Eldavélin á
miðju gólfi
Hjá Fifu, Smiðjuvegi 44, Kópa-
vogi voru til eldhúsinnréttingar
Björn Einarsson hefur hannað þessa hugmynd um eldavél á miðju gólfi. Inn-
réttingin er frá Flfu. DB-myndir Bj. Bj.
hannaðar af Birni Einarssyni. Sú sem
við skoðuðum var af dýrari
flokknum, kostaði 19 hundruð
þúsund. I henni var birki, sem bæsað
var með mjög dökku bæsi.
Ástæðan fyrir háu verði á inn-
réttingunni var frumleg hugmynd um
nýtingu gólfpláss. í stað þess að
byggja eldavélina inn í veggsamstæðu
var smíðað utan um hana sérstakt
borð með skápum og skúffum.
Borðið stóð svo á miðju gólfi og gaf
þennan aukna nýtingarmöguleika á
plássi sem annars hefði lítt eða
ekkert verið notað. Einnig var í
skápunum frumleg nýjung, það er
útdraganlegar hillur og útdragan-
legur standur fyrir ruslapoka. Allar
skúffur voru einnig á hjólabrautum.
-DS.
HALFTILTVÆR
MILUÓNIR. TAKK
Okkur vantar
MATSMANN
í frystihús vort strax.
Upplýsingar í síma 97-5132.
Deigið
200 gr smjör eða smjörl.
6 1/2 dl hveiti
1/2 tsk. salt
1 msk. vatn
Fyllingin
250 grsterkurostur
1 tsk. múskat
1/2 tsk. pipar
Ofan á kemur:
1 egg og 1/2 dl rifinn ostur
Hnoðið saman smjörl. og hveiti,
látið salt og vatn út í deigið og hnoðið
‘saman. Látið deigið bíða yfir nótt á
köldum stað.
Fletjið deigið þunnt út og skerið
út tvær jafnstórar kringlóttar kökur,
ca 25 cm í þvermál. Látið aðra
kökuna á vel smurða plötu og raðið
þykkum ostsneiðunum ofan á.
Kryddið með múskati og pipar.
Penslið kantana með egginu og leggið
hinn helming deigsins yfir. Þrýstið
köntunum vel saman. Penslið síðan
yfirborðið með afganginum af egginu
og sáldrið rifna ostinum jafnt yfir.
Bakið ostapæið i 225°C heitum
ofni í um það bil 30 mínútur. Hrá-
efniskostnaður er i kringum 1230 kr.--
A.Bj.