Dagblaðið - 21.09.1979, Side 6

Dagblaðið - 21.09.1979, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1979.. sólogbirtu Víetnamamir komnir: „Þettaersem draumur” —nýja fóðurlandið heilsaðimeð Víetnamska flóttaf ólkið kom hingað til lands í gær eftir langa og stranga ferð frá Kuala Lunipur. Með fólkinu komu Björn Þórleifsson og Björn Friðfinnsson en þeir fóru utan og völdu fólkið. Björn Þórleifsson sagði við komu fólksins í gær að flóttamennirnir væru 34 talsins. Flestir eru ungir að árum en í hópnum eru fjórar fjöl- skyldur, fjórtr einstaklingar og einn systkinahópur fjögurra systkina. Alls tók ferðalagið 43 —44 tíma og Meirihluti flóttafólksins, sem hingað kom, er ungur aö árum. hópnum eru bæði fjölskyldur og einstaklingar, en alls komu 34 Vietnamar til íslands. DB-myndir Arni Páll. var tiltölulega lítið hægt að sofa á leiðinni. Síðasti áfanginn var frá Kaupmannahöfn og var veður heldur slæmt þar. Það var þvi fólkinu gleði hve nýja landið heilsaði með björtu og fallegu veðri, þótt nokkuð væri kalt. Björn sagði að fólkið væri lítið farið að álta sig á þessum umskiptum en tilfinningar þess lýstu feginleik, að vera laust úr hinum ömurlegu flótta- mannabúðum. Nú væri fólkið komið í betri heim og þetta væri sem draum- ur fyrir flóttamönnunum. Lítið er hægt að tala við fólkið ennþá þar sem aðeins ein stúlka í hópnum talar ensku og frönsku en hún hefur verið túlkur hópsins. Flóttamennirnir voru valdir úr 60 manna hópi og var þá bæði farið að óskum utanríkisráðuneytisins hér um Börnin fengu öll pakka við komuna. Það er tvlræður svipur á snáðanum litla sem hefur mátt reyna margt á sinni ungu ævi. Vonandi reynist hið nýja föðurland honum vel. fjölskyldur og ósk flóttamannahjálp- ar um einstaklinga og sjúka. M .a. eru tvö fötluð börn i hópnum. Strax eftir komuna fékk fólkið mat og hvild og siðan beið læknisskoðun. Margt þarf að athuga, t.d. berkla, malaríu og einnig má búast við því að fólkið sé lúsugt og með kláðamaur. Fólkið var þreytulegt en vingjarn- legt. ísland og íslendingar tóku vel á móti því og fengu öll börnin gjafir við komuna. Strax í flugvélinni frá Kaupmannahöfn voru menn vin- gjarnlegir og hjálpsamir við fólkið. Björn Þórleifsson mun verða með fólkirtu fyrsta árið hérlendis, meðan það venst vistinni hérlendis og býr sig undir að komast úr í atvinnulifið. Þegar hafa þeir Björn Þórleifssn og Friðleifsson gefið fólkinu íslenzk nöfn. Þau eru öll stutt, eitt eða tvö atkvæði. Fólkið hefur tekið þeim nöfnum vel og er farið að nota þau. Reynt var að láta íslenzku nöfnin líkjast þeirra upprunalegu nöfnum. Síðan fá Víetnamarnir íslenzk nöfn til frambúðar er þeir verða íslenzkir borgarar. - JH Jóhann Jóhannsson formaður á Stapavíkinni er tiltölulega ánægður með lífið á Bakkafirði. Með honum til hægrí er „háset- inn” á Stapavlkinni, Ólafur Eiríksson. Hún var lítil, fískhrúgan sem þeir köstuðu upp á bryggjuna þennan daginn. DB-mynd Árni Páll. Milljónaverðmæti á handfærin á sumrin —en dauft og innilokað líf á vetuma „Við höfum verið á færum síðan 24. júní og þetta hefur gengið sæmilega _þegar gefið hefur,” sagði Jóhann Jó- hannsson, eldhress formaður austur á Bakkafirði, sem við hittum nýkominn úr róðri fyrir skömmu. Hann gerir þar út 3,5 tonna trillu, Stapavik, og unir sæmilega ánægður við sitt. „Þetta hefur verið óskaplega stirð tíð, algert vonleysissumar, eiginlega stanzlaus norðanátt. Eina vikan sem var góð var þorskveiði-,,bannvikan” þegar enginn mátti á sjó fara til þorsk- veiða. Fiskurinn sem hefur fengizt hefur þó verið góður, eiginlega ágætisfiskur, og við höfum fengið álika afla nú og i fyrra en í færri róðrum,” sagði Jó- hann. „Útkoman hefur því verið sæmileg. í júlíntánuði vorum við þrir á Stapavík- inni og þá fengum við 13 tonn. Komu 2,2 milljónir króna til skipta milli manna,” sagði Jóhann. „í ágúst höfum við bara verið tveir og við höfum fengið 12 tonn (29. ágúst) svo skiptaverðmæti verður um eða yfir 2 milljónir.” Jóhann kvað 12—15 trillur gerðar út að staðaldri frá Bakkafirði og auk þess kæmu aðkomubátar, aðallega frá Eski- firði, með fisk yfir sumarið. Fyrri hluta sumars er sótt út með öllu Langanesi og er það tveggja og hálfs tíma stím. Vinnudagurinn hcfst kl. 5—6 að morgni hjá trillukörlunum. Nokkrir stunda hins vegar netaveiðar á grunn- slóð og hafa þeir haft góða veiði í sumar. Afli Bakkafjarðarbáta fer nær ein- göngu í salt, aðeins smávegis er hert af ýsu og þorski. Sjómenn staðarins eiga saltfiskverkunarhúsið í sameign. Heitir það Útver hf. Hefur verkunarhúsið eflzt og dafnað þrátt fyrir óheppni er gula kom þar upp vegna skemmda i að- fluttu salti. Mikið hefur verið fjárfest i tækjum og stefnir þar allt í framfara- átl, aðsögn Jóhanns. Jóhann kom til Bakkafjarðar frá Kefiavík en eiginkona hans er frá Bakkafirði. Keytpu þau sér hús á Bakkafirði 1975. Stundar Jóhann ýmsar veiðar á trillu sinni, grásleppu- veiðar og þorskanetaveiðar, auk hand- færaútgerðarinnar á sumrin. Á veturna bregður hann sér suður og vinnur ver- tíðarstörf, m.a. beitingavinnu. „Það er gott að vera hér á Bakka- firði. Það eru 70—80 manns sem eiga hér heima. Fólki líður hér vel þó inni- lokað sé hér og dauft á veturna.” - ASt. Ruttu út skinna- vörur fyrir milljarö Talsverð gróska virðist vera í út- flutningi á skinnavörum, ef marka má það, að á siðasta ári flutti Hilda h.f. út fyrir um einn milljarð króna. í ár er út- lit fyrir að útflutningsverðmætið verði um hálfur annar milljarður. Þennan árangur má þakka vandaðri fram- leiðslu og hönnun og öflugri kynning- arstarfsemi, segir í fréttatilkynningu frá Hildu h.f. Fyrirtækið hefur nú tekið að sér söluumboð á erlendum mörkuðum fyrir Gráfeld hf. Hilda tók nýlega þátt í vörusýningu í Vejle i Danmörku, þar sem skinnafatnaður frá Gráfeldi var kynntur af Hildu í fyrsta skipti. Undir- tektir voru góðar, að sögn forráða- manna Hildu, og voru á sýningunni seldar skinnavörur fyrir um sex milljónir króna. -ÓV. Vegavinnuf lokkur vinnur við flugvallarlagfæringu Vængir hættu að fljúga um mánaða- mótin síðustu eins og alþjóð er kunn- ugt. Kom þetta sér mjög illa fyrir ibúa Árneshrepps því enginn vissi neitt fyrr en við heyrðum það í fréttum útvarps- ins um kvöldið. Mikið af sumarbörn- um og aðkomufólki ætlaði sér að fara burtu einmitt næstu dagana. Adolf Thorarensen, sem sér um fiug- völlinn á Gjögri, tókst að útvega tvær litlar fimm manna fiugvélar sem fóru tvær ferðir með þetta fólk. En Adam var ekki lengi í paradis. Flugmálastjórn sendi verkfræðinga til þess að mæla út fyrir Gjögurvelli. Átti að hækka hann og bera ofan í. Settu verkfræðingarnir alls konar prik á völlinn og var þá alveg stopp með flugið. Vegavinnuflokkur Strandasýslu tók verkið að sér. — Voru þeir að vinna að þessu i leiðindaveðri, bæði rigningu og snjókomu. Vængir hafa veitt afskekktustu stöð- um þessa lands góða þjónustu undan- farin ár. Hafa þeir flogið til Gjögurs tvisvar í viku árið um kring. Eiga Vængir dugmikla og örugga flugmenn. Heyrði ég það á Árneshreppsbúum að þeir treysta engum bctur að veita þeim góða þjónustu en Vængjaflug- mönnum. Rikti almenn gleði i hreppum sl. föstudag þegar það fréttist að Arnar- flug tæki við rekstrinum og hefði Vængjaflugmennina áfram i þjónustu sinni. Regina Thorarcnsen / abj. Nyir mælar gefa vís- bendingu um Undanfarnar vikur hefur verið unnið að þvi að koma fyrir svokölluðum „þenslúmælum” í gömlum borholum á vestanverðu Suðurlandi — alls átta mælum. Tilgangurinn er að fá vitneskju um breytingu á þrýstingi eða þenslu í jarð- skorpunni, sér í lagi slíkar breytingar sem taldar eru verða á undan eða i tengslum við jarðskjálfta. jaröskjálfta Fyrst var slíkum tækjum komið fyrir á jarðskjálftasvæði í Japan 1971. Hefur fengizt af þeim góð reynsla og eru mælar þar nú þrjátíu. Jarðeðlisfræðideild Veðurstofu ís- lands hefur unnið að þessu hérlendis í samvinnu við vísindamenn frá Carne- gie Institution i Washington, D.C., þar sem þessi tæki hafa verið hönnuð og þróuð. -ÓV

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.