Dagblaðið - 21.09.1979, Qupperneq 7

Dagblaðið - 21.09.1979, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1979. 7 JÚMBÓFJARKI í HEIMSÓKN Margir furðufuglar hafa viðkomu jsina á Reykjavíkurflugvelli á leið sinni yfir hafið. Einn slíkur hafði við- komu í vikunni en það er flugvél af gerðinni DC-4. Slíkt er í sjálfu sér ekki frásagnarvart þar sem fjarkarnir svokölluðu eru vinnuþjarkar og hafa reynzt vel þótt árin séu orðin mörg. En hér var á ferðinni breyttur fjarki, eins konar júmbófjarki. Vélin er útbúin til vöruflutninga og hefur fremsta hluta hennar verið breytt verulega og líkist fjarkinn nú Boeing 747 júmbóþotu. Þessi breyting eykur til muna rýmið i vélinni. Að sögn Sveins Björnssonar hjá Flugþjónustunni var hér um að ræða vél frá Falcon Airways sem hefur að- setur í Addison í Texas. Vélin var að koma frá Bretlandi og hélt héðan til Kanada. Sveinn sagði að nokkuð mörgum DC-4 vélum hefði verið breytt á þennan hátt og væru þær aðallega notaðar til bílaflutninga yfir Ermar- sund en einnig fyrir almennan frakt- flutning. - JH M Júmbófjarkinn á Reykjavíkurflug- velli. DB-m.vnd S. Innritun í almenna flokka fer fram kl. 17— 22 mánudaginn 24. sept. NÁMSFLOKKAR REYKJAVÍKUR Ráðherranefnd Norðurlanda Norræna menningarmála- skrifstofan f K-höfn t Norrænu menningarmálaxkrifstofunni er laus til umsóknar staða DEILDARSTJÓRA f deild þeirri er fjallar um samstarf á sviði almennra menningarmála, svo og staða FULLTRÚA. Nánarí upplýsingar um stöðuna má fá I menntamálaráðuneytinu, sbr. og auglýsingu I Lögbirtingablaði nr. 75/1979. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. og ber að senda umsóknir til Nordisk minsterrád, Sekretar- iatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK—1205 Köbenhavn K. Menntamálaráðuneytið, 13. september 1979. Góðir bílar Ford Fairmont árg. ’78, silfurgrár með Chevrolet Citation árg. ’80. Nýr bfll. vinyltopp. 8 eyl., sjálfskiptur með öllu. Blásanseraður, ekinn 10 þús., útvarp, Hlifðarpönnur. Tilboð, samkomulag. sjálfskiptur, aflstýri og bremsur. Verð kr. 7 millj. BÉLAMARKAÐURINN Grettisgötu 12-18 - Sími 25252

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.