Dagblaðið - 21.09.1979, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1979.•
Ný þjónusta
Viltu lifga upp á eldhúsið með nýju bor.ðplasti? Sýn-
um úrval litaprufa, gerum föst verðtilboð þér að
kostnaðarlausu.
Uppsetningar á eldhúsinnréttingum, fataskápum,
og sólbekkjum, smáviðgerðir koma einnig til
greina.
Látið fagmenn vinna verkið.
Símar 43683-73188.
Geymið auglýsinguia.
Menningarsjóður Norðurlanda
Verkefni Menningarsjóðs Norðurlanda er að stuðla að norrænni
samvinnu á sviði menningarmála. í þess tilgangi veitir sjóðurinn styrki til
norrænna samstarfsverkefna á sviði visinda, fræðslumála og almennrar
menningarstarfsemi.
Á árinu 1980 mun sjóðurinn hafa til ráðstöfunar 8 milljónir danskra
króna. Af þessu fé er hægt að sækja um styrki til norrænna samstarfs-
verkefna sem unnin eru í eitt skipti fyrir öll. Einnig má sækja um styrki
til verkefna, sem taka lengri tíma og þá fyrir ákveðið reynslutímabil.
Umsóknir ber að rita á umsóknareyðublöð sjóðsins og er umsóknum
veitt viðtaka allt árið. Umsóknir verða afgreiddar eins fljótt og hægt er,
væntanlega á fyrsta eða öðrum stjórnarfundi eftir að þær berast.
Frekari upplýsingar um starfsemi sjóðsins veitir Norræna menningar-
málaskrifstofan, Snaregade 10, DK—1250 Kaupmannahöfn sími (01)
114711.
Umsóknaréyðublöð fást á sama stað og einnig í menntamála-
ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, simi 25000.
Stjórn Menningarsjóðs Noröurlanda
■EINKARITARASKÓLINN
• Veitir nýliðum starfsþjálfun og öryggi.
• Endurhæfir húsmæður til starfa á skrifstofum.
• Stuðlar að betri afköstum, hraðari afgreiðslu.
Sparar yfirmönnum vinnu við að kenna nýliðum.
• Tryggir vinnuveitendum hæfari starfskrafta.
• Tryggir nemendum hærri laun, betri starfsskilyrði.
• Sparar námskostnað og erlendan gjaldeyri.
MlMIR,
Brautarholti 4 - Sími 11109 (kl. 1 -7 e.h.)
Hl
AUGLYSING
roskahjá/p
HÁTÚNl 4A. 105 REYKJAVÍK. SÍMI 29570
Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar verður haldið
laugardag og sunnudag 22. og 23. sept. nk. að Hótel Loft-
leiðum (Kristalsal).
Þingið hefst kl. 10 árdegis á laugardag.
Framsöguerindi flytja:
Dr. Peter Mittler prófessor við háskólann í Manchester:
Þátttaka foreldra í kennslu og þjálfun þroskaheftra. 1
Ingimar Sigurðsson deildarstjóri: Ný löggjöf um aðstoð við
þroskahefta.
Jón Sævar Alfonsson varaformaður Þroskahjálpar:
Skipulagning á málefnum þroskaheftra.
Þorsteinn Sigurðsson sérkennslufulltrúi og María Kjeld
sérkennari: Um málörvun þroskaheftra barna.
Aðalfundur Landssamtakanna Þroskahjálpar hefst kl. 10
árdegis á sunnudag.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.
LAUGAVEGI 78 REYKJAVlK SIMI 11636 (4 L|NUR)|
ÓDÝR
DILKA-
SLÖG
Kr. 480.- pr. kg.
lojninisctiiuiKpDlPi mm
LAUGAVEGI 78 REYKJAVÍK SlMI 11636 ( 4 LlNUR)
Sendimenn
stórveldis
Austurríski blásarakvintettinn,
ð vegum Tónlistarfélagsins í Austur-
bæjarbíói
17. september.
Efnisskrá:
W.A. Mozart: Divertimento f F-dúr;
A.R. de Hita: Canciones fyrir flautu,
óbó og fagott; Darius Milhaud: La
Chemineá du Roi René; Franz
Schubert: Menúett og lokaþáttur úr
blásaraoktett (útsett fyrir kvintett af
Werner Shulze); Endre Scervansky:
Blásarakvintett.
Minning
Tónleikar þessir hófust með smá-
minningarinngangi vegna láts hins
mæta forystumanns Tónlistarfélags-
ins, Hauks Gröndals. Þau blésu
stefið ljúfa úr kóral . Heilags
Antoniusar eftir Josef Haydn, stefið
sem Brahms notaði til uppistöðu
Haydn-variationanna. Látlaus og
virðulegur minningarvottur um ötul-
an og vel metinn forystumann. Siðan
hófst hin eiginlega efnisskrá á diverti-
mento Mozarts. Heldur fóru þau ró-
lega af stað og bjóst ég við að um
væri að kenna varfærni gagnvart
hljómburði Austurbæjarbíós og ef til
vill áheyrendum. En einhvern veginn
var eins og þau væru fulílengi að hita
upp. í verki Hita léku þau snyrtilega
en átakalitið og fremur bragðdauft.
Titill svítu Milhauds finnst mér höfða
til þess virðuleika, en jafnframt
glettni, sem einkenndi verk hinna
gömlu frönsku hirðtónskálda, eins og
Lully. Svítan er á köflum viðkvæm í
flutningi og tæknilega erfið. Þeir
erfiðleikar reyndust lítt til trafala en
heldur vantaði á reisn og húmor til að
bragð væri að.
Sein í gang,
en góðílokin
Oktett Schuberts hljómaði mun
.1
betur en við var að búast sem kvint-
ett, og raunar furða hversu stór hluti
hans komst til skila í þessu formi. Er
þar fyrst og fremst að þakka góðri út-
setningu og vönduðum leik. Þessum
tónleikum lauk svo með kvintett
Szervanskys frá árinu 1951. Mörgum
þykir tónlist Szervanskys formföst
um of og nánast á stundum kennslu-
bókarleg. En Szervansky stendur
föstum fótum í sinni menningararf-
leifð og er ekkert upp yfir það hafinn
að vera þjóðlegur. Sem aukalag
hristu þau svo Sverðdans Katchatur-
ians fram úr erminni til að þóknast
þakklátum áhyerendum.
Fulltrúar
fjöldans
Heimsókn Austurriska Blásara-
kvintettsins er ágætt upphaf á vertíð
Tónlistarfélagsins. Hinir ungu félag-
ar hans, ásamt aldursforsetanum
Alfred Hertel, eru þegar þroskað tón-
listarfólk. Þeir Werner Schulze
fagottleikari, Alois Sclor hornleikari,
Ewald Wiedner klarínettuleikari og
Heidi Bauer flautuleikari tilheyra
þeirri kynslóð sem nú er að taka við í
sinfóníuhljómsveitum þjóðar sinnar.
Þau njóta félagsskapar hins marg-
reynda óbóleikara Alfreds Hertels.
Ekki getur það talist slæmur félags-
skapur, því fáir hygg ég að þekki
betur til sögu hinna ýmsu gerða tré-
blásturshljóðfæranna og þá sérstak-
lega óbó-fjölskyldunnar og einmitt
meistari Hertel. Þótt Austurríski
blásarakvintettinn standi ekki í allra
fremstu röð meðal þjóðar sinnar er
hann ágætur fulltrúi þeirrar ótrúlegu
breiddar sem gerir smáþjóðina,
Austurrikismenn, að því stórveldi
sem þeir eru á vettvangi tónlistarinn-
ar.
Tóniist
EYJÓLFUR
MELSTED
is
Kvik
myndir
BaldurHjaltason
Fáar þjóðir hafa komið eins mikið
á óvart í kvikmyndagerð og Ástralíu-
búar. Á örfáum árum hafa þeir náð
alþjóðlegri viðurkenningu og hafa
sumar myndir þeirra gengið við góða
aðsókn víða um heim. Kvikmynda-
gerð er þó ekki ný af nálinni í Ástra-
líu því hún hófst fljótlega upp úr
aldamótunum 1900. En hvað hafa þá
ástralskir kvikmyndagerðarmenn
haft fyrir stafni undanfarin 70 ár.
Tímabil þöglu myndanna var mjög
blómlegt hjá þeim og líkt og margar
þjóðir telja þeir sig hafa gert fyrstu
kvikmyndina í fullri lengd en það var
The Story of Kelly Gang sem gerði
var 1906. Þeir framleiddu mikið af
myndum á þessum tíma og eignuðust
marga góða Ieikstjóra, þótt
Raymond Longford sé líklega þekkt-
astur á alþjóðlegum vettvangi. Mynd
hans, The Sentimental Bloke, sem
hann gerði 1919, hefur staðist tímans
tönn vel en hún er eitt þekktasta verk
hans. Síðan fór að síga á ógæfu-
hliðina hjá Ástralíubúum með komu
talmyndanna. Lágpunkturinn er lík-
lega timabilið 1941—1945 þegar
aðeins 5 ástralskar kvikmyndir voru
gerðar. Á þessum tíma streymdi
mikið af dollurum inn i landið og
meðan innlendir kvikmyndagerðar-
menn börðust fyrir tilveru sinni voru
amerískar og breskar kvikmyndir
allsráðandi.
Þáttaskil
En um 1970 urðu þáttaskil í kvik-
myndasögu landsins. Þá gaf stjórnin
vilyrði um að styrkja innlenda kvik-
myndagerð og stofna kvikmynda-
skóla. Þótt upphæðin væri lág lét
árangurinn ekki á sér standa. Mikill
áhugi var fyrir hendi og fljótlega fóru
fyrstu myndirnar að koma á markað-
inn innanlands. En mesta vanda-
Erlendur Halldórsson
heiðursfélagi Félags
tæknimanna fbrunamálum
Guðmundur Haraldsson, formaður Félags tæknimanna f brunamálum, afhendir Erlendi Halldórssyni heiðursskjal I tilefni
kjörs hans sem fyrsti heiðursfélagi félagsins.
Erlendur Halldórsson, fyrrum yfir-
umsjónarmaður brunavarna á íslandi,
var nýlega kosinn fyrsti heiðursfélagi
Félags tæknimanna í brunamálum.
Erlendur er sá maður núlifandi sem
markað hefur stærst spor í auknum og
betri brunavörnum á landinu, að öllum
öðrum ólöstuðum, eins og segir í frétta-
tilkynningu frá félaginu.
Hann hóf afskipti af brunamálum
1931 þegar Emil Jónsson, þáverandi
bæjarstjóri í Hafnarfirði, fékk Erlend
til að setja saman nýkeypta slökkvi-
dælu en hann er lærður vélsmiður.
Fórst honum verkið vel úr hendi og var
síðan fenginn til að inna af hendi ýms
fleiri vandasöm verk fyrir slökk viliðið.
Erlendur starfaði í rúm þrjátíu ár
sem aðstoðarmaður Geirs G. Zoéga,
fyrrum vegamálastjóra, sem var fyrsti
yfirumsjónarmaður brunavarna i land-
inu, og við lát Geirs 1959 var Erlendur
settur í starf hans. Hann gegndi því til
1966 er hann lét af störfum að eigin,
ósk.
ÓV.