Dagblaðið - 21.09.1979, Síða 13

Dagblaðið - 21.09.1979, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1979. Nýr vaxtarbrodd- ur íástralskri kvikmyndagerö — Ástralía hefur á si. átta árum sent frá sér fjölda athyglisverðra kvikmynda málið var að koma myndunum á markað út fyrir lándsteinana til að skapa fjárhagslegan grundvöll fyrir framleiðslu þeirra. Árið 1973 voru framleiddar 15 myndir af fullri lengd en þar af var engin sem náði út- breiðslu erlendis og aðeins 2—3 sem gengu það vel innanlands að þær næðu endum saman fjárhagslega. Árið 1975 var i fyrsta skipti tckin áströlsk kvikmynd i „Directors Fort- night” i Cannes en það var Sunday Too Far Away sem Ken Hannam leikstýrði. Hún fjallar um alburði sem leiddu til verkfalla fjárklippara 1856 i Ástralíu og var myndin sýnd í Fjalakettinum í fyrra. Einnig hirti þessi mynd flest innlendra kvik- myndaverðlauna þetta sama ár. Þar með var ísinn brotinn og siðan hefur fjöldi ástralskra mynda verið sýndur í Cannes og öðrum kvikmyndahá- tiðum og i fyrra hlaut t.d. myndin The Chant of Jimmy Blacksmilh sér- stök verðlaun I Cannes. Leikstjórinn Peter Weir Einn þekktasti leikstjóri Ástraliu- búa er líklega Peter Weir. Sína fyrstu mynd, The Cars that ate Paris, gerði hann 1974 og olli hún nokkrum straumhvörfum í kvikmyndagerð Ástralíu. En það var með myndinni Picnic at Hanging Rock sem Weir sýndi óumdeilanlega fram á hæfni sina sem leikstjóri. Þetta er líklega þckktasta ástralska myndin nú enda hefur hún verið sýnd víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Hún fjallar um helgarferðalag stúlknahóps úr heima- vistarskóla til Hanging Rock. Myndin gerist um aldamótin 1900 og i þessari örlagaríku ferð gerast ýmsir dularfullir atburðir. Eftir þessar góðu móttökur gerði Weir mynd sem ber nafnið The Last Wave. Hún fjallar um ungan lögfræðing sem fer að grafast fyrir um ástæðurnar að baki morðs á meðlimi eins ættbálks innfæddra. Inn i þetta blandast svo trúarbrögð, siðvenjur og yfirnáttúru- legir hlutir. Myndin er talin mjög spennandi og sérstæð fyrir augað enda enginn aukvisi að baki kvik- myndatökuvélarinnar en það er Russel Boyd. Peter Weir vinnur nú að myndinni Gallipoli. Gamlar f réttamyndir Annar efnilegur leikstjóri er Donald Crombie. Þótt hann sé ungur að árum á hann að baki fjölda mynda, bæði heimildarmyndir, sjónvarpsmyndir og svo myndir í futlri lengd. Fyrsta mynd hans sem náði alþjóðlegri viðurkenningu var Caddie sem gerist á tímum kreppunn- ar og er byggð á ævisögu ónafn- greindrar þjónustustúlku. N'æst gerði Crombie myndina the Irishman. Hún gerist 1920 og fjallar um áhrif hinnar öru þróunar þjóðfélagsins á fjöl- skyldu írsks innflytjanda. Húsbónd- inn er fastur fyrir breylingum og smátt og smátt riðlast fjölskyldan þvi viðhorf barnanna eru önnur en for- eldranna. Nýjasta mynd Crombie er Cathy’s Child sem hefur gengið nokkuð vel. Hún er byggð á sann- sögulegum atburði sem gerðist 1973. Cathy og eiginmaður hennar, John, eru innflytjendur. Eftir að hjóna- band þeirra fer út um þúfur tekur John 3 ára dóttur þeirra og fer með hana úr landi á fölsku vegabréfi. Myndin lýsir siðan baráttu móður- innar til' að ná dóttur sinni til baka með góðri hjálp blaðamanns sem kemur mikið við sögu. Ein umlalaðasta ástralska myndin sl. ár er án efa Newsfront, leikstýrð The Last Wave er ein þeirra áströlsku mynda sem gengið hafa vel. Hér sést einn nemandinn úr heimavistarskólanum, en „Picnie at Hanging Rock’* fjallar um skólaferðalag nemendanna til Hanging Rock. af Phil Noyce. Myndin fjallar um samkeppni tveggja fréttakvikmynda- fyrirtækja og spannar 6 ára timabil frá 1948 eða þangað til gerð frétta- kvikmynda til sýningar í kvikmynda- húsum leið undir lok. Hér er á ferð- inni gífurlega sterk mynd og lýsir vcl þjóðfélaginu á þessum tíma. Einnig eru óborganlegar sumu gömlu frétta- myndirnar sem notaðar eru í mynd- inni. Margt líkt með íslandi Það væri lengi hægt að telja upp markverðar ástralskar kvikmyndir enda hefur verið stiklað á stóru. Það sem hefur gerl þessar myndir sér- stæðar að dómi undirritaðs er að Ástraliubúar hafa reynt að sækja cfniviðinn til sögu landsins og reynt þannig og raunar tekist að skapa þjóðlegar myndir í stað þess að fara út i að gera kvikmyndir i samkeppni við háþróaðar kvikmyndaþjóðir eins og t.d. Bandaríkjamenn. Þennan punkt ættum við íslendinear ef til vill að athuga betur þvi hér eigum \ið nóg af góðum efnivið' \-' möri.'n leyti má likja saman stuðning. áströlsku stjórnarinnai lú'O \ið kvikmyndagerð sína og svo þeirrar ís- lensku nú. Þvi má búast við að næstu ár skipti sköpum fvrir íslenska kvik- myndagerð. Margar myndir eru i framleiðslu og árangurinn ekki kominn i Ijós. En ef við náum okkur á strik líkt og Ástralíubúar þá þurfum \ ið engu að kviða. BSRB-forystan hvetur sitt fólk til að ræða kjaramálin: „EKKIAÐ VÆNTA STÓRRA SLAGS- MÁLA NÚNA” ,,Ætli komi hreyfing á okkar fólk fyrr en um áramótin. Ég held að ekki sé að vænta stórra slagsmála í kjaradeil- unni núna. Fæstir þora að bera ábyrgð á að fara út í aðgerðir sem gætu grand- að ríkisstjórninni. íhaldsstjórn myndi hressa samtökin á ný!” í þessum dúr m.a. voru vangaveltur áhrifafólks úr BSRB sem DB ræddi við um kjaramál opinberra starfsmanna. Aðildarfélög BSRB halda væntanlega fundi á næstunni og fjalla um kröfu- gerð opinberra starfsmanna í nýjum kjarasamningum. Samningar BSRB hjafa verið lausir síðan i byrjun júlí. Þá lagði bandalagið fram kröfur sínar. Þann 11. júlí var haldinn fyrsti og eini sáttafundurinn i deilunni. Enn hefur ekkert svar borizt við kröfum BSRB og annar fundur ekki verið boðaður. Stjórn og samninganefnd BSRB hafa hvatt félagsmenn sína til að ræða kjaramálin og jafnfram skorað á ríkið og sveitarstjórnir að hefja sem fyrst viðræður til undirbúnings nýrri samn- ingagerð. BSRB stendur fast á þeirri afstöðu að afnám vísitölubóta komi ekki til greina og segir að ,,nú vanti 10—15% upp á að kaup sé í samræmi við samn- inga.” Þá vilja opinberir starfsmenn að ákvæðum kjarasamningalaga um lög- bundið 2ja ára samningstímabil verði nú þegar breytt þannig að samnings- tímabilið verði framvegis samnings- atriði. Forysta BSRB gerir ennfremur þá kröfu að kjarabætur í næstu samning- um gildi frá 1. júlí 1979. -ARH. 83áraogveriðvið símanní40ár Fröken Gyða Guðmundsdóttir, sem nú er orðin átttatíu og þriggja ára gömul, hefur passað símann á Finn- bogastöðum í Árneshreppi nú í 40 ár. Er símaþjónustan i hreppnum mjög góð. Eru nú tveir símatímar á dag, kl. 9—12 og kl. 3—6. Fröken Gyða er við simavörzluna seinni símatímann en ung og falleg stúlka fyrri tímann. Regina Thorarensen/abj. Vélhjólasendil vantar hálfan eöa allan daginn. Uppl ísíma 27022. MMBÍAÐIB Cortina 2000 sport Gullfalleg Cortina 2000 árg. ’77, 2ja dyra sportbill var að koma 1 sðlu. Mjög fallegur rauður og snyrtilegur bill. Er nú ekki komið að þér að konan þin fái loksins góðan og fallegan bil? Til sýnis á staðnum. BILAKAUP 11.1.1.1 11»11»JL TnfnnmlTM^TTT^r ^iliimmTTTTiTnjTTmTTmíurrmTTInTT^: ■ ; ;!111;11 é!Ti 117!;. 17i:i'TT11'TT< 11iTTjiíiiTiint;i. . SKEIFAN 5 — SlMAR 86010 og 86030 t Nnsim Ufrnm> ! PLASTPOKAR O 82655 bjálst, óháð rlarjhlaft . j SKSPtlllCtHO HlhlS’NS M.S. Esja fer frá Reykjavfk þriðjudaginn 25. þ.m. vestur um land I hringferð og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: ísafjörð, Siglufjörð, Akureyri, Húsavik, Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafjörð, Vopnafjörð og Seyðisfjörð. Vörumóttaka til mánudags 24. þ.m.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.