Dagblaðið - 21.09.1979, Side 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1979.
<§
Útvarp
Sjónvarp
AD KVÖLM ANNARS DAGS - sjónvarp kl. 22.00:
Allt er gott þegar
endirinn ergóður
Úr biómyndinni, sem sjónvarpið sýnir i kvöld, en hún er bandarfsk sakamálamynd frá árinu 1969.
„Þetta er reyfari, góð afþreying-
armynd, spennandi og endar vel,”
sagði Jón O. Edwald, þýðandi myndar-
innar Að kvöldi annars dags (The
Night of the Following Day) sem sjón-
varpið sýnir í kvöid kl. 22.00.
Myndin er bandarísk sakamálamynd
frá árinu 1969 og fjallar um dóttur auð-
kýfings sem kemur með flugvél til
Parísar. Henni er rænt á flugvellinum
og haldið á afviknum stað, meðan
samið er um lausnargjaldið.
Kvikmyndahandbók okkar gefur
myndinni tvær og hálfa stjörnu af
fjórum mögulegum og segir myndina
„Við fjöllum um þær dægurbók-
menntir eða afþreyingarbókmenntir
sem fólki bjóðast í formi vikublaða og
tímarita,” sagði Árni Óskarsson, sem
er einn af þremur stjórnendum þáttar-
ins Dauft i kringum augun sem fluttur
verður í útvarpinu í kvöld. Með Árna
sjá um þáttinn þeir Halldór
Guðmundsson og Örnólfur Thorsson.
Allir leggja þeir félagarnir stund á nám
í islenzku og almennri bókmennta-
sögu, Árni hér á landi en Örnólfur og
Halldór i Kaupmannahöfn. Þeir Örn-
ólfur og Halldór eru útvarpshlustend-
um að góðu kunnir fyrir þáttinn Þistla
sem þeir sáu um fyrir tveimur árum
ásamt þriðja manni.
,, Við lesum upp úr blöðunum
Samúel, Vikunni og T'tzkublaðinu Líf.
Einnig reynum við að greina efni þess-
ara blaða og setja það undir einhvern
hatt.
Nafn þáttarins er komið úr
snyrtiþætti i Tízkublaðinu Líf þar sem
mikið var talað um að eitthvað væri
dauft í kringum augun.
í þættinum ætlum við einnig að gera
nokkra grein fyrir myndasögum. Við
fjöllum um þróun þeirra og lesum
nokkuð úr Disneyrímum Þórarins Eld-
járns í þvi sambandi,” sagði Árni.
Þeir félagarnir Árni, örnólfur og
Halldór hafa þegar verið með tvo út-
varpsþætti nú í sumar. Sá fyrri fjaliaði
um peningastreymið i rokkinu og sá
síðari um móðurmálskennslu i grunn-
skóium.
DS.
Islendingar virðast geta komið af að lesa mun fleiri timarit en nokkur önnur þjóð
miðað við hinn fræga fólksfjölda. Þannig gefur Frjálst framtak út ein 7 fagtimarit,
Hilmir gefur út Vikuna og Úrval, SAM gefur út 2—3 timarit, Æskan er gefin út f 20
þúsund eintökum mánaðarlega, Samtak gefur út ein 3 tfmarit og svo mætti lengi telja.
Þó verður listinn seint tæmandi. Hörður tók þessa mynd af Utlum hluta þeirra tfma-
rita sem berast stöðugt á ritstjórn DB.
Titó Júgóslavfuforseti ásamt Carter Bandarikjaforseta og eiginkonu hans. Um Titó
verður alUtarlega fjallað i þættinum AndUt kommúnismans.
ANDUT K0MMÚNISMANS
—sjónvarpld. 21.05: _
K0MMARNIRI
JÚGÓSLAVÍU
ágæta. Enda stendur einhverns staðar
að allt sé gott þegar endirinn er góður.
Góðir leikarar eru í myndinni svo
sem Marlon Brando, Richard Boone og
Rita Moreno. Myndin er liðlega einnar
og hálfrar stundar löng og er þýðandi
eins og áður er getið Jón O. Edwald.
-ELA.
,,í þessum þætti verður fjallað um
Júgóslavíu en hann er talsvert ólikur
þættinum sem var um Ítalíu,” sagði
Þórhallur Guttormsson, þýðandi
myndarinnar um andlit kommúnism-
ans, er hann var inntur eftir þættinum í
kvöld.
„í þættinum er rakin talsvert saga
Kommúnistaflokksins í Júgóslaviu.
Sagt er frá uppgjöri Títós við stalín-
ismann og hvernig Tító losaði sig við
áhrif Rússa árið 1948.
Það er sagt heilmikið frá Tító
sjálfum í þættinum og baráttu hans á
stríðsárunum, en þá var hann skæruliði
og barðistgegnÞjóðverjum.Finnig eru í
þessum þætti, eins og í þeim siðasta,
viðtöl við alþýðufólk i Júgóslavíu og
„DAUFT í KRINGUM AUGUN” - útvarp kl. 21,30:
HVAÐA AFÞREYINGU
BJ0DA VIKUBL0DIN?
J L
lýst nokkuð vel hvernig fyrirtæki eru
byggð upp. Kemur m.a. í ljós að
rekstur fyrirtækjanna er í höndum
starfsfólksins sjálfs,” sagði Þórhallur.
Kommúnisminn í Júgóslavíu er um
margt orðinn ólíkur því sem gerist í
öðrum austantjaldslöndum. í Júgó-
slavíu búa margir þjóðir, og er eitt
erfiðasta verk stjórnvalda þar að halda
þeim öllum innan vébanda eins ríkis.
í næsta þætti, sem er jafnframt
síðastur um andlit kommúnismans, er
sagt frá alþýðulýðveldinu Kongó. Sá
þáttur er á dagskrá nk. föstudag. And-
lit kommúnismans er á dagskrá
sjónvarpsins kl. 21.05 og er Friðbjörn
Gunnlaugsson þulur.
-ELA.
Inter Rent
ÆTLIÐ ÞER I FERÐALAG ERLENDIS?
VÉR PÖNTUM BÍLINN FYRIR YÐUR,
HVAR SEM ER í HEIMINUM!
BÍLALEIGA AKUREYRAR
Reykjavík: Skeifan 9, Tel. 91-86915.
|Akureyri: Tryggvabraut 14, Tel. 21715.
Seljendur fasteigna!
Okkur vantar allar gerðir og stærðir á söluskrá.
Höfum fjársterka kaupendur að 2ja, 3ja og 4ra
herb. íbúðum. Ennfremur vantar strax einbýlis-
hús, raðhús eða vandaða 4—5 herb. íbúð á
góðum stað í borginni. Höfum kaupendur að
íbúðum í Hafnarfirði
Fasteignasalan Laugavegi 18A
Sfmi 17374 - Hnmasími 31593.
Hárgreiðslustofan
DESIRÉE (Femina)
Laugavegi 19 — Sími 12274
0PIÐ
FRA 9-6
LAUGAR
DAGA
9-2
LITANIR
TÍZKUPERMANENT
LAGNINGAR
LOKKALÝSINGAR
KLIPPINGAR
BLÁSTUR
NÆRINGARKÚRAR
0.FL