Dagblaðið - 29.09.1979, Qupperneq 13
Gestur hugsar sem fyrr i mössum.
Sigrún skreytir massana af þeirri
áreynslulausu lipurð sem alþjóð
þekkir hana að, teiknar dreymna pró-
t'ila og óminnislönd. Megi þau öll
þrífast og dafna.
Annars konar listiðnaður var til
sýnis á göngum Kjarvalsstaða til
skamms tíma, frá Khazakstan lýð-
veldinu í Sovét. Margt virtist þar af
austurlenskum uppruna, — smá-
mynstur, skrautlitir og formleikir, og
skortir mig þekkingu til að segja neitt
af viti um marga gripi sem þar voru.
Blekaðir
svampar
Hins vegar komu myndir Viktors
Prokoffieffs mér mjög á óvart. Lista-
maður þessi er sérvitringur svo mikill
að hann kýs fremur að beita hugar-
flugi og hyggjuviti í túlkun íslend-
ingasagna en að hylla nýjustu fimm
ára áætlanir i heimalandi sinu. Fyrir
það ku hann eiga erfitt uppdráttar,
fær t.d. ekki inngöngu i FÍM þeirra
Sovétmanna. En illústratör er
Prokoffieff þessi af guðs náð og er
hollt fyrir okkur sem vön erum dá-
lítið einhæfri og staðlaðri túlkun á
fornsögum vorum að skoða hand-
bragð hans. Ekki tókst mér að grafa
upp hvers konar tækni hann notar,
en beiting á blekuðum svömpum
virðist koma inn í spilið á frumstigi,
ásamt með blýanti, en hægðarleikur
ætti að vera að yfirfæra þær aðferðir
á steina til þrykks. Út úr þessu koma
Gestur og Rúna
F.pal.
— munir á sýningu í
Tískufatnað
■ ip Hljómtæki
Hljómplötur
Gjafavörur ..
Skyndimat.. .
Snyrtivörur ...
Skemmtanir ....
5 Drykkjarvörur ....
Sælgæti..........
Talaðu þá beint við fólkið sem notar vöruna.
Þú nærð til þess í VIKUNNI, mest lesna tímariti á íslandi. ::
Sértu að bjóða það sem fólkið í landinu raunverulega vill og á verði og/eða
greiðslukjörum sem því líkar, þá færð þú auðvitað viðskiptin.
*Skv. fjölmiðla könnun Hagvangs og Sambands ísl. auglýsingastofa.
Nú hafa ýmsar verslanir tekið upp
á þeim góða sið að kynna listamenn
og ættu slíkar kynningar að geta
verið báðum aðilum til góða svo og
kúnnum. í næsta nágrenni við DB, i
Blaðsíðumúlanum miðjum, er versl-
unin Epal sem getur státað sig af sér-
hönnuðum húsgögnum, áklæði og
innréttingum. Þar stendur nú yfir
kynning, sú fyrsta af mörgum, á vel
þekktu tríói úr listiðnaði, Gesti Þor-
grímssyni, Rúnu og hjálparkokki
þeirra, Guðnýju Magnúsdóttur, og
munu leirmunir þeirra liggja frammi
til sýnis fram í fyrstu viku október-
mánaðar. Það er eiginlega að bera i
bakkafullan lækinn að ætla sér að
segja eitthvað um þessa listfengu leir-
kerasmiði, svo vel þekkt og kynnt eru
þau og kannski ekki þörf á að kynna
þau þess vegna — en engu að siður er
alltaf gott að vita af vandaðri vinnu i
námunda við sig.
Þau Gestur og Rúna eru trú sinni
köllun, hafa ræktað garðinn sinn um
áraraðir og ekki líkleg til að stíga nein
hliðar- og vbdspor úr þessu. Guðný
hefur margt lært af þeim, fer sér
hægt i kúnstinni en kemst þó hægt
fari. Helst er það í skreytingum sem
hún sker sig úr, glerjar á sinn hátt og
á sér uppáhaldsmynstur. Nú er hún á
leið til Skotlands og verður spenn-
andi að sjá hvað Skotar geta gert
fyrir keramík hennar.
miklar, formin teygð á ýmsa vegu og
stilfærð, en þó er óbreyttur frum-
kraftur sagnanna og hófstilla.
Nú ætti einhver aðili innlendur að
fá Prokoffieff þessum önnur verk-
efni sömu gerðar, bókaskreytingu
eða eitthvað annað, því ekki eru á
hverju strái menn með tilfinningu
fyrir myndgildi íslendingasagna.
N. Prokoffieff — myndskreyting við Fgils sögu.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1979
T —T
Myndlist I
TRÍÓOG
EINLEIKUR
myndir með annarri hrynjandi en við
rekumst venjulega á, ýkjur eru
X
GYLMIR * G&H 9.5