Dagblaðið - 06.10.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 06.10.1979, Blaðsíða 10
miABW 10 Útgefandi: Dagblaflið hf. Framkvajmdastjórk Susinn R: EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Riuijóriiuriulltrúi: Haukur Helgaaon. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannos Reykdal. Fróttastjóri: Ómar Vaktimarsson. Iþrónir: HaHur Sknonarson. Manning: Aoalstuinii IngóKsson. Aoatoðarfrettastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrknur Pulsson. Blaflamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tomasson, Atli Rúnar Halldórsson, ArJi Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dórn Stefansdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karisson. LJósmyndir: Ami Páll Jóhannsson, Bjamluifur BjamleHsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Skjurðs son, Sveinn Þormóosson. Skrifstofustjórl: Ólafur EyjóHsson. GjakJkeri: Þrálnn ÞorieHsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Droif ingarstjori: Már E. M.Halldórsson. RfUtjórn Siðumúla 12. Afgreiðsla, askriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þvorholti 11. Aðolsimi blaðsins er 27022 (10) linur). Setning og umbrot: Degblaðið hf., Síoumúlu 12. Mynda-og plötugerð: Hilmir hf„ Siðumúla 12. Prentun: Arvakur hf., SkeHunni 10. Askriftarverð á mánuði kr. 4000. Verð f lausasökj kr. 200 eintafiið. Jarövegurfrjálshyggju íslendingar og fleiri vestrænar þjóðir /g kunna brátt að ganga braut aukinnar; frjálshyggju, sem leysi af hólmi langt skeið ríkisrorjsjár, sem rikt hefur. i Ekki er ósennilegt, að frjálshyggjan ryðji sér til rúms á Norðurlöndum og'J ýmsum ríkjum Vestur-Evrópu. Þess sjást nú þegar merki. í Bretlandi hefur löngum litlu skipt, hvort við völd hafa verið fylgismenn Verkamannaflokksins eða íhaldsflokksins. Kerfið var samt við sig. Ráðherrar glímdu við dægurverkefni með nokkuð svipuðum hætti, hvor flokkurinn sem í hlut átti. íslendingar hafa svipaða reynslu af ríkisstjórnum. Ekki hefur skipt sköpum, hvort kallamátti ríkisstjórn „vinstri" eða „hægri". Þetta hefur gerbreytzt í Bretlandi. í stóli forsætis- ráðherra situr nú kona, sem er að sínuJeytHafnmikill hugsjónamaður og jafnaðarniaðúrínn Clement Attlee var í fyrstu ríkisstjórninrii eftir stríðið. Áttlee var baráttumaður sósíalismans og gekkst fyrir gerbreyt- ingu á þjóðfélagskerfínu. Síðan hefur hjakkað í sama farinu, þar til nú, er baráttumaður frjálshyggjunnar, Margaret Thatcher, er orðinn forsætisráðherra. Hún beitir sér þegar á fyrstu mánuðum valdaskeiðs síns fyrir gerbreytingum, sem kunna að verða langvarandi. Vafalaust mun frú Thatcher ganga margt illa, sem hún færist í fang, en ekki er ólíklegt, að eftir muni eima af varanlegum breytingum á kerfinu, sem festi frjálshyggjuna í sessi. Á Norðurlöndum benda teikn í sömu átt. Hægri flokkurinn í Noregi vann fyrir skömmu mikinn kosningasigur. Fjörutíu og fjögurra ára valdaskeið jafnaðarmanna í Svíþjóð rann á enda i næstsíðustu þingkosningum , og svonefndum sósíalískum flokkum. tókst ekki að endurheimta meirihlutann_í kosningum i seinasta mánuði. Hægri flokkurinn vann fyrir skömmu mikinn kosningasigur í Finnlandi. Ekkert bendir til valdatöku jafnaðarmanna og kommúnista í Frakklandi. Völd jafnaðarmanna í Vestur-Þýzkalandi standa ótraustum grunni. Á ítalíu töpuðu kommúnistar í kosningum fyrir skömmu. Við eygjum þessa þróun hér á landi. Gamall sam- tryggingarflokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur í vax- andi mæli á lofti merki frjálshyggju. Vænta verður þess, að hann haldi henni til streitu, eftir að hann kemst til valda á ný. Framsóknarflokkurinn hefur tekið upp markverða þætti frjálshyggjunnar í seinni tíð. Alþýðuflokkurinn hefur gert það í mun ríkari mæli, og sú stefnubreyting átti þátt í sigri hans í síðustu kosningum. í þriggja flokka vinstri stjórn situr þó enn flest við hið sama, en breytinga má vænta eftir að spilin hafa verið stokkuð upp á nýtt, til dæmis eftir þingkosningar eða jafnvel fyrr, ef stjórnarskipti yrðu án kosninga. Undir núverandi ríkisstjórn hefur báknið blásið út, ríkisumsvifin og skattpíningin orðið þungbærari. Ámóta þróun hefur orðið í ýmsum nálægum löndum. Jafnframt hafa tekjur manna lítið sem ekkert aukizt á síðustu árum. Samdrátturinn hefur að nokkru verið afleiðing uppblásturs ríkisbáknsins. Vaxandi ríkisfor- sjá hefur valdið því, að arðsemissjónarmið ráða síður ferðinni, framleiðslan verður minni en ella og þjóð- irnar sitja eftir við verri kjör. Samdrátturinn gerir skattpíninguna átakanlegri og eykur enn kurr landsmanna, sem leita leiða til að komast úr spennitreyju sívaxandi ríkisumsvifa og stöðnunar kjaranna. Talað er um „hægri sveiflu" í stjórnmálum vestrænna ríkja. Frjálshyggjan kánn að ryðja sér frekar til rúms á næstunnj. ^. <-•- DAGBLAÐID. LAUGARDAGUR6. OKTÓBER 1979 Hvernig stafsetja skal kínverskuna á stafrófíokkar —hin opinbera kínverska aðf erð breytir Mao Tse-tung í MaoZedongo.s.frv. Um áramótin síðustu tóku flestir vestrænir fjölmiðlar upp hina opin- beru kínversku stafsetningu á ýmsum nöfnum og heitum á kínversku. Þetta er hin svonefnda Pinyinstafsetning sem ráðamenn í Peking (sem reyndar á að skrifa — Beijing —) aðhyllast. Með þessu er ætlunin að færa staf- setningu kínverskunnar á stafrófi því sem við þekkjum sem næst fram- burði. Breytingar i vestrænum fjöl- miðlum hafa gengið nokkuð vel og hljóðalaust fyrir sig. Þeim hefur þó verið mótmælt nokkuð af ráðamönn- um i bókasöfnum, í það minnsta í Bandaríkjunum. Mikið er að sjálfsögðu til af kín- verskum bókum í Bandaríkjunum, skrifuðum á ensku. Talið er að söfn sem eiga verulegt magn af kínversk- um bókum á ensku séu um það bil áttatíu þar vestra. Heildarfjöldi slíkra bóka er þá talinn vera rúmlega sjö milljónir eintaka. Andstaðan gegn hinni nýju stafsetningu á nöfnum og öðrum heitum kom fram í dagsljósið þegar safn þingsins i Washington ákvað að taka upp nýju stafsetninguna á skrám sínum. Þing- safnið — Library of Congress — er stærsta safn i Bandaríkjunum. Mörg söfn í Bandaríkjunum nota sams konar spjaldskrár og þingsafnið og fá þá stöðluð kort þaðan. Ráða- menn margra bókasafna vestra eru hræddir um að sá kostnaður sem verður vegna breytingar á staf- setningunni á kínversku heitunum í skrám safnanna verði þeim ofviða fjárhagslega. Sífellt harðari aðgerðir til að spara opinbert fé gera það að verkum að erfitt getur reynzt að út- vega fé til framkvæmdanna. Þegar kínverskan er fest niður á blað eru rituð tákn en ekki stafrófið sem við þekkjum. Við þýðingu er í meginatriðum reynt að nota þá bók- stafi sem komast næst því að hljóða Stofnun kvik- myndasafns kostar peninga „Vond hús, reykur, leki, slit, lán, allt hefur lagst á eitt að spilla bók- um, auk þess einatt hirðuleysi og vangeymsla." Jón Helgason, Handritaspjall bls. 31. Mér kemur stundum í hug saman- burður við fornan menningararf ís- lendinga, handritin, þegar rætt er um varðveislu kvikmynda nú á tímum. Að vísu fer því fjarri að kvikmynda- gerð okkar nú jafnist á við þau afrek í listrænum efnum, sem unnin voru á sviði bókmennta hér fyrr á öldum.. En kvikmyndir (að sjónvafpí með- töldu) geyma mikilsverðar heimildir um sögu þjóðarinnar og þeir tímar hljóta að koma að islendingar nái valdi á kvikmyndaforminu sem list- rænu tjáningartæki. Stuðla verður að þvi, vegna þess hve kvikmyndin er orðin áhrifamikill miðill i heimi nú- timans. Kvikmyndalistin er svo sem kunn- ugt er langyngst á meðal meginlist- greinanna, kom fram á sjónarsviðið laust fyrir siðustu aldamót. Hún nýtur þess með þeim hætti að vera ennþá fullkomlega ferskt listform með ófyrirsjáanlega þróunarmögu- leika t.d. í frásagnaraðferðum en geldur þess með því að ekki þykir jafnsjálfsagt að hlúð sé að henni með stofnun eins og kvikmyndasafni, sem komi í veg fyrir að kvikmyndalist og heimildir í kvikmyndaformi glatist í tímans rás. öðru máli gegnir um list- greinar sem njóta aldagamallar hefð- ar. Það þykir sjálfsagt mál að varð- veita bækur og myndlist í söfnum, þar sem bæði örugg geymsla og notk- un er tryggð um ókomna f ramtíð. Að skila kvikmyndum Til sanns vegar má færa að saga þjóðar sé einkum varðveitt á prenti. Þess vegna er það fyrirkomulag til fyrirmyndar sem tryggir varðveislu alls prentaðs máls eins og tiðkast viða um heim með skilaskyldu til lands- bókasafna. Nú hefur það hins vegar gerst á þessari öld að kvikmyndagerð hefur haslað sér völl við hliðina á prentlistinni með þeim afleiðingum að sagan er ekki síður fest á filmu en þrykk. Hvers vegna skyldi þvi ekki vera jafnmikilvægt að skilaskyldan næði til kvikmynda eins og prentaðs máls? Þó svo að við séum tæpast komin lengra á þessu sviði en sem svarar því að spyrja okkur þessarar spurningar, hafa þó nokkrar þjóðir komið á skilaskyldu sem nær til kvik- mynda. Þetta er að vísu allflókið í

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.