Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979. — Lokaðu glugganum — stendur á spjaldinu sem lögreglumaðurinn heldur á. Hann er einn af þúsundum lögreglu i New York sem fengu það verkefni að vernda Fidel Castro, forseta Kúbu, cr hann kom þangað til að ávarpa allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna. Castro er nú kominn aftur til Kúbu. Hann mun hafa séð lítið af stórborginni New York og New Yorkbúar jafnlitið af honum. Lögreglumennirnir á myndinni voru á þaki byggingar þeirrar, sem var andspænis skrifstofum kúbönsku scndinefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum. Al' einhverjum ástæðum töldu þeir ekki ráðlegt að gluggar þar væru opnir. |H Borgarbókasafn t|r Reykjavíkur Staða bókasafnsfræðings í fullu starfi og.af- greiðslumanns í hálfu starfi eru lausar til um- sóknar. Launakjör fara eftir samningum við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist safninu fyrir 12. nóvember nk. Borgarbókavörður. Það sem þú þarft er gott rúm Stœrsta rúmaverzlun landsins. Bíldshöfða 20 - Símar 81410 - 81190 Sýningahöllin, Ártúnshöfða Frakkland: TIULETUSTI FLÓÐÖLDUNNI Að minnsta kosti tíu manns létust í flóðöldu sem reið á land við suður- strönd Frakklands i gær. Hún olli miklu tjóni en visindamenn standa ráðþrota yfir hvað valdið hefur þess- um náttúruhamförum. Flóðið kom á ströndina á um það bil fimmtíu kíló- metra kafla allt frá hinni vinsælu sólarströnd við Menton sem er rétt við ítölsku landamærin og að Juan flóanum sem er nærri Cannes. Tjónið sem orðið hefur af völdum flóðbylgjunnar er gífurlegt. Bifreiðir eyðilögðust, einnig mikill fjöldi skemmtibáta, ýmis hafnarmannvirki og sjálfar baðstrendurnar hafa einnig skemmzt í miklum mæli. Vitað er að sjö menn sem unnu við lcngingu á flugbraut við borgina Nice fórust og í Antibes drukknað öldruð, kona. Auk þess er i það minnsta þriggja annarra saknað. Sjónarvottar segja að fyrsta flóðaldan sem skall á ströndinni hafi gengið upp á strönd- ina með ótrúlegum krafti. Vísindamenn hafa litlar skýringar á fyrirbæri þessu. Engar jarðhrær- ingar hafi mælzt. Getum er þó leitt að því að landsig á botni Miðjarðar- hafsins geti hafa valdið hamförun- um. Veðurfræðingar segja að rign- ingar hafi verið meiri á frönsku Rivierunni í haust en á heilu ári með meðalúrkomu. Hugsanlegt sé að allt að vatnsmagn hafi raskað jafnvægi hafsbotnsins. Sjónarvottar segja að yfirborð sjávar hafi lækkað mjög mikið áður en flóðaldan gekk á land. Demókratar I Floridafylki I Bandarikjunum munu velja fulltrúa á landsþing flokksins, sem siðan munu taka þátt I að velja forsctacfni flokksins, sem kjörið verður á næsta ári. Stuðningsmenn bæði Edwards Kennedys öldungadeildarþingmanns og Jimmv Carters núverandi forseta eru þegar byrjaðir að vinna að kosningu þeirra i Florida. Mörgum fínnst það þó heldur kyndugt þar semhvorugur mannanna hcfur enn fengizt til að lýsa yflr að þeir munu gefa kost á sér. Spánn: SIO FARASTI SPRENGINGU —gasmyndun í komgeymslu eða ketilsprengingolli slysinu Talið er að sjö verkamenn hafi farizt er miklar sprengingar urðu i kornvörugeymslu rétt við bæinn Lerida á norðausturhluta Spánar í gærkvöldi. Sprengingarnar komu nokkrar í röð. Nokkur lík hafa þegar verið grafin úr rústunum og björg- unarmenn, sem grafa stöðugt niður þar sem sprengingarnar urðu, segjast vita um í það minnsta fjóra látna í lyftusem lokaðistaf. Verið var að vinna við stækkun á korngeymslunum, þegar slysið varð. Sérfræðingurinn einn segir líklegt að gasmyndun hafi orðið i einum korngeyminum, sem siðan hafi valdið frekari sprengingum i öðrum geymum. Aðrir segja að gufuketill hafi ofhitnað og sprungið. Að sögn sjónarvotta var mikið reykský yfir slysstaðnum í gær og líktu menn því helzt við reykský eftir kjarnorku- sprengju. Björgunarlið var þegar komið á vettvang í gærkvöldi. Unnu lögreglu- menn, slökkviliðsmenn og hermenn við að grafa og var svæði þar sem slysið varð lýst upp með Ijósum frá rafgeymum bifreiða. Ekki er vitað hve margir voru við vinnu í kornvörugeymslunni er sprengingin varð. Auk látinna er vitað um sjö sem slösuðust alvarlega og eru komnir á sjúkrahús. Einkum var talið að þrír mannanna væru svo illa haldnir að óttast mætti um líf þeirra. Kathy Crosby, ekkja leikarans og söngvarans fræga Bing Crosby, hyggst nú sjálf snúa sér að kvikmynda- og sviðsleik. Hún hefur gert nokkrar til- raunir til að komast í leikhús á Bret- landi en án árangurs enn sem komið er. Kathy er lærð hjúkrunarkona og kenn- ari en stundaði kvikmyndaleik i Holly- wood er hún kynntist Bing Crosby. REUTER Kalífomía: VATNSLEYSIEFTIR JARDSKJÁLFTANN Verulegur vatnsskortur er nú í suður- hluta Kaliforníu vegna skemmda á mikilli vatnsleiðslu, sem liggur þangað frá Coloradoánni. Skemmdist hún í jarðskjálftanum sem þar varð í fyrra- dag. Ekki er kunnugt um að fleiri. en einn hafi farizt af völdum skjálftans en í það minnsta hundrað manns slösuð- ust. Flestir þeirra hafa nú farið af sjúkrahúsum og tiltölulega fáir munu hafa slasazt alvarlega. Jerry Brown, ríkisstjóri í Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna tjóns sem hefur orðið af jarð- skjálftanum. Gluggarúður brotnuðu í þúsundavís, fimmtán brýr skemmdust, gas- og vatnsleiðslur fóru í sundur o'g byggingar skókust í Los Angeles. Upp- tök jarðskjálftans, sem mældist 6,4 stig á Richterskvarða, voru um það bil 350 kílómetra suðaustur af borginni. Yfirvöld gera sér vonir um að takast megi að sjá fólki í Suður-Kaliforníu fyrir lágmarksvatnsþörfum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.