Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 17.10.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 1979. BIAÐIB Útgofandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukúr Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri ritstjórnar: Jóhannos Reykdal. íþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aöateteinn IngóHsson. Aöstoöarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrit \sgrímur Pálseon. 7 Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Rúnar Halldórsson, Atii Steinarsson, Bragi, Sigurðsson, Oóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Siguröur Svorrisson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, BjamleHur BjarnleHsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Svoinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorleHsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. DreH- ingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins er 27022 (10) línur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hi|mir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkpHunni 10. - - — Áskriftarverð á mánuði kr. 4000. Vetð f laifcMsölu kr. 200 eintaKið. Logniö fyrir og eftír Stormur stjórnarkreppunnar er liðinn hjá. Við sitjum i miðri ládeyðuviku fyrir storma prófkjörs og kosninga. Þetta var stutt hryðja. Stjórnarkreppan stóð aðeins eina viku, að báðum helgum meðtöldum. Til of mikils var mælzt af Ólafi Jóhannessyni, fráfarandi forsætisráðherra, að hann ryfi þing fyrir Alþýðuflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. í þess stað valdi hann skynsamlegasta kostinn og sagði af sér fyrir sig og ráðuneytið. Sem betur fer leiddi kreppan ekki til myndunar utan- þingsstjórnar. Hinar venjulegu þingræðisleiðir urðu ofan á, þegar Alþýðuflokkurinn myndaði minnihluta- stjórn með óbeinum stuðningi Sjálfstæðisflokksins. Um tíma var þingflokkur jafnaðarmanna andvigur myndun minnihlutastjórnar. Fljótlega áttaði hann sig þá á skyldunum. Alþýðuflokkurinn gat ekki vikizt undan því að leiða til lykta sína eigin þingrofskröfu. Þar með varð ofan á bezti kosturinn af þremur. Utanþingsstjórnin var sízt. Miðlungsleið hefði falizt í minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. En alltaf stóð Alþýðuflokknum næst að mynda minnihlutastjórnina. Alþýðuflokkurinn bakar sér ýmis vandamál með því að axla ábyrgðina. Alvarlegasti vandinn er tæknilegur. Sex ráðherrar flokksins þurfa að eyða tima í undirritun skjala í ráðuneytum — frá ferðalögum um kjördæmi sín. Annar vandi felst m.a. í skipun gagnrýnanda dóms- mála í embætti ráðherra dómsmála. í ríkisstjórn, sem næstum ekkert má gera nema rjúfa þing, getur Vil- mundur Gylfason ekki hreyft sig mikið í sambýlinu við Baldur Möller. Sennilega munu þó flestir kjósendur átta sig á, að Alþýðuflokkurinn er ekki í ríkisstjórn til einhverra átaka, heldur aðeins til að gæta búðarinnar fram yfir kosningar. Engar kröfur verða gerðar til stjórnar, sem ekkert má gera. í ládeyðu þessarar viku hefur greinilega komið í ljós, að prófkjör hafa skotið rótum í starfi stjórnmálaflokk- anna. Þau eru hefð, sem haldið er fast við, þrátt fyrir gífurlega erfiðleika, sem fylgja tímahraki. í flokkunum hefur ósleitilega verið unnið að breytt- um prófkjörsreglum, er henti hinum stutta fyrirvara, svo og að skipulagi sjálfra prófkjaranna. Virðist svo sem þau verði í svipuðum mæli og fyrir síðustu kosn- ingar. Þessi hefð er ánægjuleg. Prófkjör eru eðlilegur þáttur lýðræðis innan stjórnmálaflokkanna á tímum lélegrar fundarsóknar og lélegrar annarrar þátttöku í félagsstörfum. Og prófkjör í tímahraki sýna, að þau eru orðin föst í sessi. Síðari hluti þessa mánaðar verður prófkjörsmán- uður. Víða verða margir kallaðir, en fáir útvaldir, svo sem gert er ráð fyrir í leikreglum lýðræðis. Þetta verður ágæt upphitun fyrir sjálfan kosningaslaginn í nóvem- ber. Vetur sækir þvi að með miklu stjórnmálafjöri. Hitt er svo annað mál, hvort stjórnmálaflokkarnir eru reiðubúnir að veita kjósendum skýra kosti að velja um. Margt bendir til, að svo sé ekki. Mikill fjöldi kjósenda mun greiða atkvæði án neinn- ar trúar á, að þátttaka í kosningunum skipti neinu máli. Margir munu telja, að ný stjórn verði svipuð ný- látinni stjórn, næstu stjórn á undan henni og stjórninni þar á undan. íslenzk stjórnmálasaga er nefnilega stutt. Hún er svona: Því meira, sem hlutirnir breytast, þeim mun meira eru þeir eins. Bandaríkin: Umdeildur árang- ur af bamaárinu —sjö tonna sandkastali og „partr hjá Elísabetu Taylor í ár er barnaár. Það er flestum kunnugt. Ekki er barnaárið aðeins hér á hjá okkur. Nei, barnaárið er að fyrirlagi Sameinuðu þjóðanna og þar af leiðandi er þess minnzt i flestum ef ekki öllum löndum heims. Að sjálf- sögðu er mismikið gert í ríkjunum vegna þessarar samþykktar en segir að dómstólar i Bandaríkjunum hafi ekki breytt afstöðu sinni neitt i málum sem varði misþyrmingar á börnum. „Að tala og halda ræður er ekki nægilegt til að hjálpa illa stöddum börnum,” segir hann. Þeir sem skipaðir voru i sérstaka nefnd af stjórnvöldum i Washington tíðum hafi gengið erfiðlega að fjár- magna ýmsar framkvæmdir vegna barnaársins. Jimmy Carter Banda- ríkjaforseti skipaði Jean Young kennara sem formann barnaárs- nefndarinnar. Hún er eiginkona þáverandi aðalfulltrúa Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, Andrews Young. Sá er gamall vinur og stuðningsmaður forsetans. Margir bandarískir þingmenn eru síður en svo hrifnir af Sameinuðu þjóðunum og vildu ekkert hafa að gera með barnaár á vegum þeirra samtaka. Einnig óttast margir þing- menn að farið verði af opinberri hálfu að skipta sér af fjölskyldunni sem þeir telja heilagt vé. Fjárveit- ingar til dagsins voru því tafðar eða hreinlega felldar niður. Nefndin tók ekki til starfa fyrr en í september fyrir rúmu ári. Starfið hófst þá loks er opinberar stofnanir og einstaklingar veittu til hennar styrki. Ein er sú framkvæmd, sem sér ljós merki um en þaðer frímerkjaútgáfa. Myndirnar á frimerkjunum eru af barnsandlitum. Svo bauð Elisabeth Taylor, fyrrum kvikmyndaleikari, til mikils samkvæmis sem að sögn var engu síður glæsilegt en það sem nafna hennar, drottningin í Bret- landi, hélt að safma tilefni. Reistur var kastali úr sandi í Washington og vóg hann sjö tonn. Ýmislegt annað var gert til að minnast barnaársins. Merki þessara framkvæmda mun sjá stað i bættum hag barna í Banda- ríkjunum i framtíðinni, segja þeir sem staðið hafa fyrir þeim og vilja réttlæta gerðir sínar. Fólk mun ósjálfrátt fara að hugsa um málefni barna i framhaldi af umræðum á barnaári. Þar af leiðandi mun þetta sama fólk verða meiri og betri stuðningsmenn ýmiss konar laga- nýverið var grein um barnaárið í bandaríska stórblaðinu The New York Times og þar er rakið hvernig þykir hafa tekizt til í Bandaríkjunum. Opinberlega er árið helgað velferð barnsins — barna heimsins. — í greininni í blaðinu er sagt að árið hafi haft Htil merkjanleg áhrif og hefur þa^Acrið harmað af mörgum sem starfa að barnámálefnum. Formaður samtaka sem nefnast Barnasjóðurinn og eru í Washington og einkum hafa að stefnumarki að veita styrki til verkefna sem styrkja stöðu barna segir aftur á móti að árangurinn sé vel merkjanlegur. Honum sé ekki Ijóst hvað gert hafi verið til að ná þessu marki en gagnrýnisraddirnar séu greinilega margar hverjar of háværar og dómar fólks of strangir. Formaður annarra samtaka sem vilja vinna gegn illri meðferð á börn- um kemst enn frekar að þeirri niður- stöðu að mest hafi verið talað en staðið hafi á framkvæmdum. Hann til að hafa yfirstjórn aðgerða vegna barnaársins segja að lögð hafi verið áherzla á að starfað væri að málun- um í hverju byggðarlagi en ekki stór- verkefnum sem næðu um öll Banda- ríkin. Dæmi eru nefnd um námskeið sem haldin hafa verið í Iowafylki um hvernig börnum beri að bregðast við í fellibyljum. Í Norður-Karólínu fylki hefur verið staðið fyrir leiðbeiningum fyrir vini og ættingja fanga um meðferð barna sem koma í heimsókn i fylkis- fangelsið. Einn ncfndarmanna hefur látið hafa eftir sér að stundum líkist barnaársnefndin þeirri sem hafði yfirstjórn með hátíðahöldum í tilefni tveggja alda afmælis bandariska sambandsríkisins. — ,,Við viljum að hvert byggðarlag og fylki leggi fram sinn skerf til barnaársins.” Ncfndar- maðurinn viðurkenndi aftur á móti að ekki væri allt það sem gert væri ýkja frumlegt. Nefndarmenn benda á að oft á breytinga og nýmæla sem varða börn og vernd þeirra. Siðan eru þeir sem telja að allt sé í óvissu um árangur barnaársins en hann sé þó alltaf nokkur. Ýmsir list- viðburðir verði lengi í hugum fólks, tónleikar frægra listamanna, sýningar á ýmsum verkum, sem hafa verið víða i Bandaríkjunum, og svo mætti áfram telja. Þessir atburðir séu ánægjuefni segir þessi hópur manna, og í sjálfu sér vel þess virði að eftir þeim sé munað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.