Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1979. 3 HVAÐ VILL ÞJÓDIN? —hverl stef nir? Svik og prettir kvikmynda - húsanna Margrét Thorarenscn hringdi og sagðist hafa orðið þess vör að a.m.k. sum kvikmyndahús auglýstu ekki að kvikmyndirnar væru bannaðar fyrir börn. „Ég á börn á fermingaraldri og ég hef rekið mig á að þeim hafa verið seldir aðgöngumiðar að kvikmyndum en dyravörðurinn síðan vísað þeim frá. í þessum tilvikum hefur afgreiðslustúlkan siðan neitað að endurgreiða miðana. Þetta þykir mér og fleiri foreldrum alvarlegt mál. Ég he/ rekið mig á þetta í tveimur kvikmyndahúsum. Kvikmyndahúsin eiga auðvitað að auglýsa ef myndir eru bannaðar og láta síðan börnin sýna nafnskír- teini við miðasöluna í stað þess að svíkja þau og pretta á þennan hátt." Jónas Jónsson, Akureyri, skrifar: Það voru áreiðanlega fleiri en undirritaður, sem um síðustu áramót — og fyrr — (sjá Tímann 21. febr. sl.) töldu fráleitt að gera ráð fyrir al- mennri kauphækkun (undantekning ef ekki náði kr. 200 þús. á mán) á landi okkar árið 1979, eins og hag þjóðarinnar var komið, allra sízt þannig, að misréttið, ranglætið í því efni, væri enn aukið. En hjá þessu varð þó ekki komizt — eða svo virðist vera! Kaupgjaldið veldur óumdeilanlega miklu um möguleika atvinnufyrir- tækja og þá um leið atvinnuöryggið — svo og um verðhækkun vöru hvers konar, magnar höfuðfjandann, verð- bólguna, þótt margt fleira komi þar til. En kaupmátturinn fylgir ekki hækkun krónutölunnar í launaum- slaginu. Reynslan teflir fram sínum rökum. Ég sleppi að minnast á hækkunar- „vinning” bankastjóra, ráðherra og þeirra liðs á „þingi”. Mætti þó gjarnan. En dagbl. Tíminn segir í dag, að skólatannlæknar i Reykjavík geti nú náð daglaunum upp í 155 þús. krónur. — Rakarameistarar, sem klippa 3 hausa (án skalla) á klst., komast þó varla nema í 48 þús. á 8 tímum! Én starfsmaður við blessaðan þorskinn okkar fær (eftir 4 ár) 10989 kr. fyrir sama tíma, þá orlof innifalið (þó með dugnaði, vinnuálagi,’ við ,,bónus”kerfi, nokkru meira). Láglaunafólkið hefur á þessu ári sýnt skilning og þolinmæði, meðan hinir „stóru” og hjálparkokkar þeirra aftur á móti, báru annað við, sýndu m.a. stærð sína i skilnings- leysi, frekju og fávizku — eða var Þakkir Markús Þorgeirsson hringdi: Sem innfæddur Hafnfirðingur vil ég færa þeim Árna Gunnlaugssyni hrl. og Árna Stefáni Árnasyni sér- stakar þakklr fyrir hina frábæru myndlistarsýningu af eldri Hafn- firðingum fornum og núlifandi sem haldin var í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði frá 15. sept. til 1. okt. sl. Hafnfirðingar geta aldrei full- þakkað þeim feðgum framtak þeirra á sviði myndlistar og fornrar menn- ingar sem þarna er varðveitt. það vöntun á þjóðhollustu? — Hafa ekki allir íslendingar nóg að bíta og brenna, jafnvel lika þeir kauphæstu, og margir of mikið, framan frá séð? Hvar á að taka miiljarðana til að greiða kauphækkun ársins, þegar' ríkiskassinn bergmálar tómahljóðið, skuldabagginn þyngist og verðbólgan þenur sig út? Borgarstjórn Reykjavíkur ber stóra sök á baki. „Samningana í gildi” var alltaf óraunhæf krafa, 1 hættuleg óskhyggja. í skammsýnu oflæti opnaði borgarstjórn Rvíkur flóðgáttina. Aðrir komu á eftir og bættu drjúgum við. Kauphækkun á árinu í heild eru tugir af hundraði þess, sem var. Hver borgar? Á að fá smálán til viðbótar eða láta prenta nokkra „dauða” seðla? Vörurnar hækka í verði, en kaupmátturinn stendur í stað og vinnuafköstin auk- ast víst lítið. H\er er vinningurinn? Bændurnir eru kallaðir ræningjar — og annað verra — þegar afurðir þeirra hækka í verði, svo að þeir — nú loksins — fá sína lögboðnu kaup- hækkun móts við aðra. Og nú er vinstri stjórnin fallin. Það er sannarlega liðssveitum hennar mikið áfall . Vitanlega ætlaðist meirihluti þjóðarinnar til annars: til lengra lífs, meiri afreka. Of seint var látið til skarar skríða og loks horfið of snemma frá samningum um átökin við verðbólguna, um möguleikana til sæmilegs lífs — að nýju — i okkar góða landi. Því stigi náum við ekki með enn vaxandi verðbólgu, þótt „lifum í vellystingum praktuglega”. Það byggist á fölskum forsendum og er þá um leið bæði siðlaust og stór- hættulegt sjálfstæði þjóðarinnar. Meirihluti þjóðarinnar ætlaðist til lengra lifs vinstri stjórnarinnar og meiri afreka, segir bréfritari. Skarpur og viðræðugóður kunn- ingi minn var í sumar með tillögu um bjargráð í þeim vanda, sem þjóðin átti þá og á enn við að etja, í sinum efnahags- og atvinnumálum m.m. Og hann sótti fyrirmyndina allt suður í Páfagarð: Hver stjórnmálaflokkur okkar skyldi velja sér tvo trúnaðar- menn og þessir átta skyldu svo lok- aðir inni, sveltir þar og vera alveg án sambands við umheiminn, unz þeir hefðu komið sér saman um bjargráO, stefnuna út úr vítahringnum! Og svo yrði ákvörðun þeirra skilyrðislaust framfylgt um tilskilinn tíma, undir stjórn einvalds eða hóps valinna manna. — Öllu gamni fylgir nokkur alvara, og mér þótti tillagan góð! Hefði það ekki verið við hæfi að beita sliku bragði við hálfvolga, frá- farandi rikisstjórn? Nú er það orðið of seint. Alþýðuflokksmenn voru ekki i neinni sveltu og þóttust þó eiga enn betri kosta völ. En ólíklega hljóta kratar þó annað meira en „skamrn- góðan vermi” og sennilega skömm •með, ef til kosninga kemur í desem- ber! En allt umhverfis og framundan biða vandamál, sem sterka og góða rikisstjórn þarf til að leysa. Gefi nú „Guð vors lands” okkur eina slíka! Prófkjör Sjálfstæðis- f lokksins í Reykjavík Jóna Gróa Si ‘SurðardóttL Áttu einhvern uppáhalds stjórnmálamann? Þorgeir Gestsson læknir: Ég hef ekki gert það upp við mig. Það er hæpið að gefa yfirlýsingar um slíkt nema geta staðið við það. Gunnar Hólmsteinsson viðskipta- fræðingur: Ólaf Jóhannesson. Kristján Pálsson leigubifreiðarstjóri: Ólaf Jóhannesson. Steinunn Guðmundsdóttir starfsstúlka: Ólaf Jóhannesson. Guðmundur Grimsson sjómaður: Einar Ágústsson. Erlingur Leifsson, nemi i HÍ: Ekki nokkurn mann, helzt þó Albert Guðmundsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.