Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1979. 15 óttir jþróttir íþróttir ísland sigraði Portúgal 25-19 á HM: um ekki að Sovét- kynntust skothörku i Sveins of mikið” teinn. íslenzka liðið gegn Sovétríkjunum f kvöld hefur verið valið Jónsson, þegar DB ræddi við hann i morgun. „Við leikum við Sovétríkin í kvöld í Söborg og Friðrik Guðmundsson tók leik Sovétríkjanna og Hollands upp í gær. Við munum iíta á þá filmu á eftir með ölium strákunum. Sovétríkin eru heimsmeistari í þessum aldursflokki en það er margra álit, að þeir séu nú ekki með eins sterkt lið og áður. Ldkurinn í kvöld verðnr þó vafaiaust mjög erfiður en það er miklu minni spenna i strákun- um núna heldur en var fyrir Ieikinn við Portúgal. Það var leikur, sem við urðum að vinna. í heild var íslenzka liðið mjög jafnt gegn Portúgölum. Flestir gerðu sínar villur — góð færi voru misnotuð — en allir skoruðu í leiknum nema markverðirnir. Við not- uðum Sigurð Sveinsson, skotmanninn harða i Þrótti, lítið gegn Portúgal. Vildum ekkert vera að sýna Sovét- mönnum hann of mikið — láta þá kynnst skothörku hans. Þeir fylgdust vel með leiknum hér í Lyngby í gær- kvöld. Það er búið að velja liðið gegn Sovét- ríkjunum í kvöld. Þeir Theódór Guð- finnsson, Fram, og Alfreð Gíslason, Akureyri, koma inn i stað þeirra Krist- jáns Arasonar, FH,og Stefáns Hall- dórssonar, Val — en Olafur Guðjóns- son, Haukum, og Ársæll Hafsteinsson, ÍR, hvíla áfram," sagði Ólafur enn- fremur. Gangur leiksins Portúgal skoraði fyrsta markið í leiknum í Lyngby — en Sigurður Gunnarsson jafnaði fyrir ísland. Þá kom skínandi kafli. Atli Hilmarsson skoraði annað markið — síðan Guð- mundur Magnússon tvivegis — og Sigurður Gunnarsson það fimmta úr víti. Staðan orðin 5—1 eftir tiu mínútur og það virtist stefna í öruggan sigur íslands. Þá var varið víti frá Stefáni Halldórssyni — Portúgal skoraði en Atli kom íslandi i 6—2. Portúgal skoraði næstu tvö mörk en aftur var Atli á ferðinni. Skoraði sjöunda mark íslands. Staðan 7—4. Slæmur kafli fylgdi. Portúgal minnkaði muninn í eitt mark, 7—6. Sigurður Sveinsson var þá settur inn á og skoraði strax, 8—6. Aftur Kristianstad, liðið, sem Stefán Halldórsson leikur með í Svíþjóð, hefur tryggt sér rétt til að leika i 2. deild næsta leiktímabil. Liðið féll niður í 3. deild sl. haust en vann sig strax upp aftur. Úrslitakeppninni um sætin í 2. deild lauk um síðustu helgi. Loka- staðan í 3. riðli varð þannig. Karlskrona 3 2 1 0 3—1 5 Kristianstad 3 1 2 0 5—2 4 Ráá 3 1111—13 luddevalla 3 0 0 3 1—6 0 í siðasta leiknum í riðlinum sigraði Kristianstad Uddevalla 4—1 og skoraði Stefán þrjú af mörkum liðs sins. Hann var lang-markahæstur leikmanna liðs- ins á keppnistímabilinu. Karlskrona og Kristianstad leika i 2. deild næsta leik- tímabil. Úr 1. riðli komust Bromma og Gelfe upp f 2. deild en við höfum enn ,ekkl fengið úrslit i 2. riðlinum, ; Mjallby varð sigurvegari f 2. deild en „íslendingaliðin” Jönköping og Grimsas urðu um miðja deild. Í síðuslu Sigurður Sveinsson, Þrótti — kom augnablik inn á og skoraði þrjú mörk. minnkuðu Portúgalir muninn í eitt mark, 8—7. Sigurður Gunnarsson skoraði 9. mark íslands, 9—7, en næsta mark var Portúgals. 9—8. Guð- mundur Magnússon skoraði þriðja mark sitt í leiknum og síðan Andrés Kristjánsson af línu, 11—9. Þrjár mínútur eftir af fyrri hálfleiknum og enn tókst Portúgal að minnka muninn i umferðinni á sunnudag vann Jönköb- ing Hácken með 3—0 og Grimsas sigraði Helsingborg 4—1 og „það þótt bezti maður liðsins, fyrrum landsliðs- maður íslands, Eiríkur Þorsteinsson meiddist eftir 24 min. og yrði að yfir- gefa völlinn,” skrifaði Dagens Nyheter. Lokastaðan i 2. deild suður varð þannig — þrjú neðstu liðin falla niður í 3. deild. Mjállby 26 16 6 4 59—27 38 jHelsingborg 26 13 7 6 40—31 33 Hácken 26 11 10 5 46—27 32 Hásseiholm 26 11 6 9 42—36 28 Jönköping 26 10 8 8 35—30 28 Grimsás 26 10 7 9 37—35 27 IFK Malmö 26 9 9 8 26—32 27 Sleipner 26 10 6 10 49—44 26 Örgryte 26 9 6 11 45—46 24 Kalmar AIK 26 10 4 12 28—38 24 GAIS 26 8 7 11 29—37 23 Norrby 26 7 7 12 33—49 21 Derby 26 6 8 12 39-43 20 Alvesta 26 3 7 16 32—65 13 eitt mark. Þá var Sigurður Sveinsson sendur inn á og skoraði. Staðan 12—10 i hálfleik. Síðari hálfleikurinn Kristján Arason skoraði fyrsta markið í síðari hálfleiknum. Staðan 13—10 en í kjölfarið fylgdi mjög slæmur kafli. Portúgölum tókst að jafna í 13—13 og 12 mínútur liðnar af hálfleiknum. En þá sýndu íslenzku strákarnir að þeir eru í góðri þjálfun. Léku mjög yfirvegað næstu mínútum- ar og skoruðu fjögur mörk í röð. Fyrsf Sigurður Gunnarsson, þá Atli, síðan Friðrik Þorbjörnsson og Sigurður Gunnarsson úr víti. Fjögurra marka munur, 17—13. Portúgal skoraði en Guðmundur Þórðarson og Birgir Jóhannesson svöruðu með tveimur mörkum, 19—14, og sigur í höfn, þótt svo Portúghl tækist að minnka muninn um tíma. Þeir breyttu stöðunni í 19—16 og þá var varið víti frá Sigurði Gunnarssyni — en hins vegar skoraði Stefán Hall- dórsson úr víti. Portúgalar gérðu síðan tvö mörk og staðan 20—18 þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Þá komu þrjú islenzk mörk í röð — Atli, Guðmundur Magnússon og Sigurður Sveinsson. Staðan 23—18. Kristján Arason og Guðmundur Magnússon skoruðu svo í lokin en Portúgal aðeins einusinni. Lokatölur25—19. Atli Hitmarsson, Fram, Guðmundur Magnússon, FH, og Sigurður Gunnars- son, Víking, skoruðu fimm mörk hver. Sigurður Sveinsson þrjú, Kristján Arason, FH, tvö, Stefán Halldórsson, Val, Friðrik Þorbjörnsson, KR, Guð- mundur Þórðarson, ÍR, Birgir Jóhann- esson, Fram, og Andrés Kristjánsson, Haukum, eitt mark hver. - hsím. Stefán Halldórsson — skoraði þrjú mörk. Stefán kom Kristi- anstad í 2. deildina —Skoraði þrjú mörk í síðasta leik liðsins í úrslitakeppni 3. deildar Iþróttir Eysteinn Guömundsson — hlaut hæstu einkunn. Eysteinn hlaut f rábæra dóma — sem dómari í UEFA-leik ílpswich „Mjög öruggur með sjálfan sig — mjög traustvekjandi og hæverskur”, skrifaði hinn frægi, enski dómari R.J. Leafe í skýrslu sinni til Evrópusam- bandsins um dómgæzlu Eysteins Guð- mundssonar í Ipswich nýlega. Eysteinn dæmdi þar leik Ipswich Town og Skeid, Osló, í UEFA-keppninni. Leafe var eftirlitsdómari UEFA á leiknum. Gaf Eysteini hæstu einkunn eöa fjóra — excellent. Hann skrifaði ennfremur í skýrslu sin: „Dómarinn einbeitti sér algjörlega að þvi að framfylgja lögum leiksins. Lét hann ganga án nokkurrar óþarfa afskiptasemi. Hafði fullkomna stjórn allan tímann — stóð sig frábærlega vel sem dómari og samvinna við báða línu- verðina var mjög lofsverð.” Línuverðir Eysteins í leiknum voru Þorvarður Björnsson og Óli Olsen. Þetta skeöur á sama tíma og íslenzkir áhorfendur og leikmenn eru allt annað en hrifnir af þeim erlendu dómurum, sem dæmt hafa leiki íslenzkra liða í sumar — einkum landsleiki. UEFA og FIFA fá greinilega miklu betri menn héðan en þeir senda okkur. Á sama tíma og Eysteinn dæmdi í Ipswich dæmdi Guömundur Haralds- son leik í Leeds í UEFA-keppninni milli Leeds og Valetta, Möltu. Guð- mundur hlaut þar mikið lof eftirlits- dómara UEFA. Linuverðir hans voru Magnús Pétursson og Hreiðar Jónsson. í kvöld dæmir Þorvarður Björnsson leik Celtic og Dunkalk á Parkhead í Glasgow í Evrópubikarnum. Línu- verðir hans verða Arnþór Óskarsson og Óli Olsen. - hsim. íþróttir Sþróttir Oli Dan. var hjá Molenbeek — og lék með varaliði félagsins Ólafur Danivalsson, miðherjinn kunni í Valsliðinu, kom heim frá Belgíu í gær. Hann dvaldi um hálfan mánuð hjá belgíska 1. deildarliðinu Molenbeek í Brússel, sem er i öðru sæti í 1. deild- inni — æfði með leikmönnum félagsins og lék með varaliðinu. Þeir hjá Molen- beek vildu hafa Ólaf lengur hjá sér en hann gat það ekki vegna starfs síns hér heima. í gærkvöld var fundur hjá stjórn Molenbeek og þar átti meðal annars að fjalla um hvort félagið reyndi að fá Olaf til sín. „Nei, ég veit ekkert um hvað gerðist á þeim fundi,” sagði Óiafur í samlali við DB í morgun, „en ef félagið vill að ég gerist leikmaöur hjá því verða for- ráðamenn þess að koma hingað með drög að samningi,” sagði Ólafur enn- fremur. Þá má geta þess, að Siguröur Har- aldsson, markvörður Vais, var einnig í frii í Belgíu um tíma eftir leik Ham- burger SV og Vals í Evrópukeppninni — en hann var þar ékki hjá neinu félagi. Efstu liðin töpuðu Margir leikir voru háðir í 3. og 4. deild á Englandi i gær og alhyglisvert er hve efstu liðunum í 4. deild gekk illa. Meðal annars tapaði Halifax, lið George Kirby, i fyrsta skipti á leiktíma- bilinu á heimavelli. Úrslit: 3. deild Bury — Barnsley 2—2 Carlisle — Mansfield 1—1 Chesterfield — Blackpool 0—0 Colchesler — Wimbledon 4—0 Gillingham — Oxford 4—0 Millwall — Reading 2—0 Rotherham — Hull 2—1 Sheff. Wed. — Grimsby 2—0 Swindon — Plymouth 2—I 4. deild Bournemouth — Hereford 2—2 Halifax — Bradford 0—1 Northampton — Huddersfield 4—2 Portsmouth — Newport 0—2 Scunthorpe — Darlington 3—0 York — Doncaster 0—3 í ensk-skozka bikarnum sigraði Bristol City Partick Thistle 2—0 á heimavelli og vann samanlagt 3—I. Fyrstu stig Luxemborgar Frábær markvarzla Lucian Thyll, markvarðar Luxemborg, átti allan heiður af jafntefli Luxemborgara við Svía í gær i 5. riðli Evrópukeppni landsliða. Það var fyrsta stig Luxem- borg í riðlinum. Leikið var í Esch-Sur- Alzette i Luxemborg og heimaliöið náði forustu á 4. mín. þegar Nico Braun skoraði úr vítaspyrnu. Tveir varnarmenn Svía höfðu brotið á Michaux. Svíar sóttu og sóttu en Thyll varði þrívegis glæsilega frá miðherja Svía, Rutger Backe, og tvivegis frá Mats Nordgren. Loks á 61. mín. tókst Anders Grönhagen að jafna fyrir Svía — en oftar tókst Svíum ekki að koma knettinum framhjá Thyll. Staðan í 5. riðli er nú þannig. Tékkar 4 4 0 0 12—2 8 Frakkland 5 3 11 11—6 7 Svíþjóð 6 1 2 3 9—13 4 Luxemborg 5 0 1 4 2—13 1 Evrópumeistarar Tékka frá 19^6 eru nær öruggir i úrslit en ísland er í sama riöli og Tékkóslóvakía i forkeppni næstu heimsmeistarakeppni. n—BsegB ESSSS si 2^:. .‘'7. tT~f 7"-*' V-f.t7T*

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.