Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 12
12 /** Eftir þrjár svokallaðar vinstri stjómir Kjallarinn Rikisstjórnin sem lifði í krafti ótta sins við dauðann, eins og einn af stuðningsmönnum hennar orðaði það fyrir stuttu, er nú fallin. Eftir 13 mánaða setu féll hún þegar minnst varði. Það var í samræmi við annað á mótsagnakenndum ferli þessarar stjórnar að fall hennar skyldi koma flestum á óvart. Það er sennilegt að.jafnvel yfir- lýstu stuðningsfólki stjórnarinnar hafi á vissan hátt létt þegar ríkis- stjórnin féll. Strax í upphafi gerðu flestir sér Ijóst að lítils góðs væri að vænta af þessari stjórn. Fólk reyndi jafnvel að réttlæta hálfvelgjulegan stuðning sinn við ríkisstjórnina með því að það hefði hvort eð er ekki búist við neinu af stjórninni! En auð- vitað dugði slík röksemdafærsla skammt. Ríkisstjórnin komst til valda fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar, baráttunnar fyrir samningunum 1977, baráttunnar fyrir þeim samn- ingum í gildi og mikilla óvinsælda með íhaldsstjórn Geirs Hallgríms- sonar. Það var á grundvelli þessarar hreyfingar sem verkalýðsflokkarnir unnu sinn kosningasigur. Þessi sigur var síðan nýttur til að mynda ríkis- stjórn með Framsóknarflokknum sem var sá flokkur sem hvatti til kjaraskerðinganna vorið 1978. Þessi flokkur fékk m.a.s. lykilhlutverk i ríkisstjórninni strax eftir mesta kosningaósigur. Framhald stjórnarsamstarfsins var i samræmi við þetta upphaf. Þrátt fyrir mikil loforð og tal um róttæka stefnubreytingu varð það hlutskipti þessarar vinstri stjórnar að fylgja i öllum meginatriðum fram sömu stefnu og íhaldsstjórn Geirs hafði gert. Atriði númer eitt hjá báðum þessum stjórnum var að ná niður verðbólgunni með skerðingum á kjörum launafólks og samdrætti í , félagslegum framkvæmdum. Mismunurinn á íhaldsstjórn Geirs og vinstri stjórn Ólafs fólst ekki í mismunandi markmiðum þessara ríkisstjórna eða mismunandi leiðum að þessum markmiðum. Mismunur- inn lá fyrst og fremst í mismunandi aðferðum við að koma stefnumálun- um fram. Í krafti tengsla sinna við forystu samtaka launafólks gat vinstri stjórnin náð fram kjaraskerð- ingum sem íhaldsstjórn Geirs mis- tókst að framkvæma vorið 1978. Þessar kjaraskerðingar nema i dag um 15% minni kaupmátt kauptaxta en samningarnir 1977 kváðu á um. Þrátt fyrir margs konar látalæti for- ystu samtaka launafólks og ríkis- stjórnarflokkanna hefur höfuð- áherslan i stefnu þessara aðila verið að gera samtök launafólks óvirk og halda aftur af baráttu launafólks á sama tíma og atvinnurekendur hafa látið vígalega og unnið að framgangi hagsmunamála sinna með markviss- um þrýstingsaðgerðum. Það bendir líka flest til þcss að atvinnurekendur hefðu gjarnan viljað að vinstri stjórn- in hefði tórt a.m.k. fram á næsta íhaldsstefna vinstri stjórnar og hægri þróun Það er hægt að leita lengi og árang- urslaust að atriðum í efnahagsstefnu vinstri stjórnarinnar sem ekki eru í beinu framhaldi af stefnu, eða stefnuleysi íhaldsstjórnarinnar s,em fór frá 1978. Ekkert hefur verið gert til að bæta úr skipulagsleysi og of- fjárfestingu í fiskveiðunum og koma á heildaráætlun um afla og landanir. Þvert á móti hefur verið kynt undir átökum milli byggðarlaga. Og loðnu- skipin voru, mitt í olíukreppunni og eftir að vitað var um minnkun loðnu- stofnsins, látin fara í kappsiglingu hvert við annað norður í höf. Ofveið- in heldur áfram að nálgast hættu- mörk og boðar miklaefnahagserfið- leika á næstu árum. Fjárfestingarhá- markið upp á 24,5% (nákvæmni skal það vera!) — sem reyndar byggði á spá um væntanlegar fjárfestingar — virðist helst hafa haft þau áhrif að auka á glundroðann í fjárfestingar- málunum með því að tefja og þjappa saman framkvæmdum. Einmitt á tímum vinstri stjórnarinnar náði hús- næðisbrask hámarki og verð á íbúðum og leiga hækkuðu langt um- fram verðbólgu. 1 stað þess að vinna að byggingu ódýrra leiguíbúða í eigu samtaka launafólks eða almennings- sjóða reyndi stjórnin að auglýsa ágæti sitt í samræmi við hina gömlu íhaldsstefnu í húsnæðismálum með því að boða 80% lán frá Byggingar- sjóði ríkisins. Auðvitað án þess að út- vega peningana. Þrátt fyrir allt tal um samræmda efnahagsstefnu var næsta lítið gert í því að samræma skattalögin við vaxtastefnuna og fyrirtækin héldu áfram að sleppa við tekjuskatt. í tekjuskattsmálum var 10% skyldu- sparnaður á hærri tekjur, sem Matthías Á. Mathiesen kom á, gerður að skatti þannig að hæsta skattþrepið í tekjuskattsstiganum varð 50% að nafnvirði, eða 33% að raunvirði miðað við 50% verðbólgu. Vinstri stjórnin gerði þannig næstum ekkert til að breyta tekjuskattinum, einu áhrifamesta tækinu til jöfnunar tekna í þjóðfélaginu. Hugmynd Al- þýðuflokksins um 80% skattþrep á tekjur yfir milljón á mánuði virðist hafa gleymst fljótt. Þannig væri hægt að halda áfram að telja upp dæmi um Asgeir Daníelsson Hvað skeflur eftir kosningarnar? Þegar litið er yfir feril þeirra þriggja vinstri stjórna sem setið hafa hér á landi er erfitt að forðast þá hug- mynd að hlutverk þeirra í stjórnmála- þróuninni hafi fyrst og fremst verið að veikja baráttustyrk verkalýðs- hreyfingarinnar og búa í haginn fyrir íhaldið og stjóm þess. Allar þessar ríkisstjórnir hafa komist til valda eftir harða og sigursæla baráttu verkalýðshreyfingarinnar. Allar hafa þær reynt að halda aftur af verka- lýðshreyfingunni í gegnum tengsl sín við forystu samtaka launafólks á sama tima og atvinnurekendur hafa beitt markvissum þrýstiaðgerðum. Það er helst að síðasta vinstri stjórn sker sig úr að því leyti að það var ekki verkalýðshreyfingin sem felldi stjórn- ina heldur hægri armur Alþýðu- flokksins sem komst að þeirri rök- réttu niðurstöðu að hann hefði lítið að græða á áframhaldandi stjómar- þátttöku. Það er eftirtektarvert að það er einmitt síðasta vinstri stjórnin sem beitti sér harðast gegn kjörum og réttindum launafólks. Reynslan af þessum þrem vinstri stjórnum sýnir að slíkar stjórnir eru engin lausn á þeim pólitísku vanda- málum sem verkalýðshreyfingin stendur frammi fyrir. í stað þess að styðja við bakið á borgaralegri sam- steypustjórn verður launafólk að stefna á róttæka verkalýðsstjórn sem byggir á virkri baráttu launafólks; rikisstjórn sem getur stöðvað það skipulagsleysi og rányrkju sem gróðasókn atvinnurekenda og mark- aðsöflín bera ábyrgð á; ríkisstjórn sem stendur vörð um kjör þorra launafólks og ræðst gegn því tekju- misrétti sem ríkir hér á landi. Ein- ungis slik ríkisstjórn getur eflt völd launafólks og tryggt að sigursæl • „Mlsmunurinn á íhaldsstjórn Geirs og vinstri stjórn Ólafs fólst ekki í mismun- andi markmiðum ...” ihaldsstefnu vinstri stjórnarinnar. Þessi stefna hefur auðvitað valdið pólitiskri þreytu og vonbrigðum meðal þeirra sem í kosningunum 1978 vonuðust eftir pólitískum breyt- ingum. Það er þess vegna sem við sjá- um í dag fram á hægri þróun í næstu kosningum, einmitt vegna stjórnar- stefnu vinstri stjórnarinnar, þátttöku verkalýðsflokkanna í kjaraskerðing- um og aðgerðaleysi verkalýðshreyf- ingarinnar. Árni Bergmann skrifaði leiðara í Þjóðviljann 3. okt. sl. þar sem hann benti réttilega á afleiðingar af borg- aralegri kreppustefnu verkalýðs- flokks, en þar skrifar hann um ríkis- stjórnarstefnu krata i Noregi: ,,Til þessa hefur stefna norskra sósíal- demókrata varla haft mikið önnur áhrif en þau að skjóta vanda á frest — en breiða um leið út pólitíska þreytu meðal launafólks og þar með stuðla að þeirri hægrisveiflu sem fram kom í nýlegum sveitarstjónar- kosningum í landinu.” Því miður virðast fæstir í Alþýðubandalaginu hafa tileinkað sér þessa lærdóma frá Noregi, eða sams konar lærdóma frá Bretlandi. Forystumenn þess reyna í dag að sannfæra fólk um að það hefði verið vörn gegn sókn hægri afl- anna að vinstri stjórnin hefði haldið- áfram a.m.k. fram á næsta sumar, og það á grundvelli sömu stefnu og und- anfarið ef trúa má orðum þeirra um mögftleika á samkomulagi og því sem vitað er um grundvöll slíks sam- komulags í gegnum fjárlagafrumvarp Tómasar Árnasonar og þjóðhags- áætlun Ólafs Jóhannessonar. kjarabarátta leiði til pólitiskra valda en ekki til enn einnar hægri sveiflu. Þrátt fyrir þá aðstoð sem vinstri stjórnin og forysta verkalýðshreyf- ingarinnar hafa veitt íhaldinu þá trúir því enginn í alvöru að Sjálfstæðis- flokkurinn fái meirihluta í næstu kosningum. Þeir ríkisstjórnarval- kostir sem koma til greina eftir kosn- ingarnar verða þannig þeir sömu og undanfarið. Ríkisstjórnarmyndunin kemur að öllum líkindum til með að snúast um það hvaða flokkur vill fara með Sjálfstæðisflokknum í ríkis- stjórn. í þeim efnum er í dag hvorki hægt að útiloka nýja viðreisn, „sterka stjórn” Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins eða jafnvel nýsköpun á tímum efnahagslegs sam- dráttar og ári stríðsgróða. Óháð því hvernig næsta ríkisstjórn verður samsett þá er það ljóst að hún mun halda áfram í sama dúr og síð- ustu tvær ríkisstjórnir. Árangurinn verður væntanlega einnig svipaður. Launafólk verður þess vegna að búa sig undir stjórnarandstöðu, efla samtök sin, vernda sjálfstæði þeirra gagnvart ríkisvaldinu og krefjast þess af þeim flokkum sem kenna sig við verkalýðshreyfinguna að þeir taki ekki þátt í þeirri borgaralegu kreppu- stjórn sem við tekur eftir kosningar. Þannig verður hægt að snúa við nú- verandi hægri sveiflu og stefna á rót- tæka verkalýðsstjórn sem getur leyst þau vandamál sem skipulagsleysi og mj^rétti auðvaldsþjóðfélagsins hafa skapað. Ásgeir Daníelsson hagfræðingur DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1979. /............ Einhverju sinni gerði Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrv. menntamálaráð- herra úttekt á afrekum í menningar- málum í tíðstjórnar Geirs ogÓlafs. Fyrstu skóflustungur á stjórnar- ferli Vilhjálms og co. voru með betri skemmtiþáttum sjónvarps. Þjóðar- bókhlaðan átti að rísa i minningu 11 alda byggðar í landinu — árið 1974. Fyrsta skóflustungan var að vísu ekki tekin fyrr en þrem, fjórum árum siðar. Nú, seint á herrans ári 1979, er bókhlaðan ekki komin upp úr móður jörð. — Styttra er um liðið síðan fyrsta skóflustungan var tekin að útvarps- húsi. í annað sirjn hefur dauð hönd pólitíkusa í valdastöðu stöðvað bygg- ingu þessa húss, þó stofnunin eigi fé í sjóði til framkvæmda. Og þeir gera það ekki endasleppt: ennþá viðgengst sú ósvífni þeirra að setja flokkspóli- tíska kommisara sem dagskrárstjórn útvarps/sjónvarps. Ekki væri sanngjarnt að skilja svo við skóflustunguannál að minnast ekki íþróttamiðstöðvarinnar í Eyjum. Þar fylgdi Vilhjálmur málinu eftir af áhuga og dugnaði. Illt mun honum hafa þótt hvernig tiltókst með bókhlöðuna og útvarpið, en fékk ekki rönd við reist, enda mun V.H. vera með heiðarlegri stjórnmála- mönnum. — í úttektarskýrslu Vilhjálms fengu almenningsbókasöfnin örfáar línur. Enda tókst þar allilla til. Vilhjálmur þáv. menntamálaráðherra bar fram frv. um almenningsbókasöfn 1974. Það hafði þá verið að velkjast hjá áhugalitlum ráðherrum í ein þrjú ár. 1 frv. var það ákvæði að ríkið legði til þriðjung kostnaðar við rekstur safn- anna, sveitarsjóðir tvo þriðju. í blaðaviðtali 1975 sagði Vilhjálm- ur: „Almenningsbókasöfn eru engu þýðingarminni en skólarnir.” Og enn segir Vilhjálmur: „Það sem hér skiptir langmestu máli eru ákvæðin um tekjur bókasafnanna.” Mikið rétt. Enn kvað hann: „Þá er enn- fremur gert ráð fyrir því að rikið greiði helming af byggingarkostnaði bókasafnshúsa, eftir því sem fé er veitt til á fjárlögum.” ......... Samkv. frumvarpinu, ef fram hefði gengið, myndi nýtt bókasafns- hús í Vestmannaeyjum hafa fengið nokkra tugi milljóna ríkisframlag. Nú stöðvast bókhlöðubyggingar. Rekunum var kastað á frumvarp þáv. menntamálaráðherra. Það gerðu kontóristar í fjármálaráðu- neytinu að kröfu meðráðherra Vil- hjálms. Það hefði verið sök sér ef alm. bókasöfnin hefðu fengið svo sem 10 ára aðlögunartíma og fé veitt þann tíma til þess að styrkja veikustu hlekkina í almenningsbókasöfnun- um, svipað og t.d. Danir gera. Nokkrir þingmenn kyrjuðu út- fararversið fölskum rómi, þröngsýnir menn sem lítið vissu um alm. bóka- söfn og hafa aldrei þurft að nota þau. Þeir héldu þvi fram að ríkisframlagið væri svo lítið að ekkert munaði um það. Rétt eins og þeir hefðu ekki lesið frumvarpið sem fól í sér það sem þurfti, þá hækkun ríkisfrainlags sem skipti öllu máli. Um leið þrýst á sveitarstjórnirnar að láta ekki sinn hlut eftir liggja og starf bókafulltrúa ríkisins orðið mun auðveldara. Og ekki nóg með það að ríkið kippi að sér krumlunni með fjárveitingar til alm. safnanna heldur gerir það söfnunum bókakaup miklu örðugri en vera þyrfti með því að heimta hæsta söluskatt af bókum sem vitað er um í Evrópu (jafnhár í Dan- mörku). Ríkið hefur rithöfunda að féþúfu. Hlutur þeirra er minnstur í bókagerð- inni, eru ekki hálfdrættingar á við bóksala. í fyrra heimti ríkið 600 millj. í söluskatt af íslenskum bókum; verður varla undir 8—900 milljónum í ár. Síðan koma svo skattarnir á öll ritlaun. — Ekki framfarir Yfirlit bókafulltrúa um starfsemi og fjármál alm. bókasafna 1977 ber því miður ekki vitni um framfarir í þessum efnum síðan lög um almenn- ingsbókasöfn tóku gildi í mai 1976. Ákvæði um fjárframlög tóku þógildi 1. jan. 1976. Um síðustu áramót var HVERBER ÁBYRGÐ? Efnahagsmálin og verðbólgan eru sífellt umræðuefni og hefur svo verið um áratugasketð, Öllum er nú orðið Ijóst að verðþþígan grefur undan eðlilegum hagvexti og lamar höfuðat- vinnugreinar okkar, auk ómældrar kjaraskerðingar. En af hverju er ekki ráðist að rótum meinsemdarinnar fyrst öllum er löngu Ijóst að hverju stefnir? Hefur framkvæmda- og lög- gjafarvaldiþjóðarinnar verið stjórnað að miklu leyti af einkahagsmunaaðil- um sem vilja viðhalda óðaverðbólgu vegna auðfengins gróða, samfara auknu valdi og áhrifum? Skortir stjórnmálamenn dug og þor til að standa að raunhæfum aðgerðum varðandi hjöðnun verðbólgu? Eru ákveðin hagsmunasamtök í landinu búin að skipta fyrirfram með sér stórum hluta af útlánsfé lánastofn- ana? Slíkum og fleiri spurningum velta kjósendur fyrir sér eftir áratuga glundroða í efnahagsmálum. Menn velta þvi einnig fyrir sér hvernig það megi gerast að sömu þingmenn skuli vera kosnir á þing áratugum saman, þrátt fyrir að hafa staðið aðgerða- lausir og vanmáttugir varðandi lausn efnahagsmálanna. Gera kjósendur engar kröfur til þingmanna lengur eða er búið að ofbjóða og brengla svo pólitíska dómgreind þeirra með sifelldumósannindum og blekkingum að þeint sé hreinlega ofviða að meta Og nú fara kusar á kreik — kjósum ekki Pólitíkusarnir eru nú i óða önn að ná vopnum sínum eftir síðustu orra- hríð þótt mikill tími hjá framsókn og kommakvikindunum fari í að sleikja sárin. Það er víst óhætt að segja að eng- inn öfundar þessi grey af því sem í vændum er. Það er svo stutt síðan þeir lugu þjóðina fulla að mikið af því er fólki enn í fersku minni. Það' verður því mikill höfuðverkur fyrir ræðusmiði flokkanna að finna upp ný málefni sem hægt er að fara með fram og svíkja síðan. Svona einfaldar staðreyndir eru meira að segja lufs- unum ljósar á ritstjórn Þjóðviljans þrátt fýrir að heimskan hafi verið auglýst sérstaklega í sjónvarpsþætti. • Að frátöldu venzlafólki þing- manna, framboðsgosum og sjálf- boðaliðum á flokksskrifstofum má telja að þingmennirnir, allir með tölu, hafi þjóðina upp á móti sér. Þótt einstaka kjaftaski takist með fíflalátum að fá fólk til að brosa á framboðsfundum á næstunni finnst

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.