Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 24.10.1979, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1979. 11 Útvarp 27 Sjónvarp ■ STRUMPAZTISKRYPLALANDI —fylgztmeð upptöku fyrir Stundina okkar / .................... ...................\ WATERGATE-HNEYKSUÐ - sjónvarp kl. 21.10: Bak við læstar dyr í Washington — fyrsti þáttur af sex sem lofa góðum miðvikudagskvöldum Jason Robards I hlutverki sínu í myndaflokknum Vélabrögö I Washington. Vélabrögð í Washington (Wash- ing'ton Behind Closed Doors) nefnist nýr framhaldsmyndaflokkur í sex þátt- um, sem hefur göngu sína i sjónvarpi á miðvikudag kl. 21.10. Fyrsti þátturinn fjallar um forseta Bandaríkjanna, Esker Scott Anderson (Lyndon Johnson). Hann tilkynnir þjóð sinni að hann muni ekki gefa kost á sér i næstu kosningum. Hann leggur til að varaforsetinn verði næsti forseti, ella sé sú hætta fyrir hendi að Richard Monckton (Richard Nixon) öldunga- deildarþingmaður úr Repúblikana- flokknum, sem Anderson hefur illan bifur á, verði kjörinn. Esker Scott Anderson varð þó ekki að ósk sinni og Richard Monckton var næsti forseti Bandaríkjanna. Hann varð þó að segja af sér í ágúst 1974 vegna Watergate- hneykslisins. Myndaflokkurinn, sem er banda- rískur, er að nokkru leyti byggður á heimildaskáldsögunni „The Comp- any” eftir John Ehrlichman, en hann var helzti ráðgjafi Nixons Bandarikja- forseta í innanríkismálum og mjög á- hrifamikill maður á sínum tíma. Hann var einn af höfuðpaurum í Watergate- hneykslinu og fékk 20 mán. fangelsis- vist. Blaðamennirnir Bernstein og Wood- wards koma að sjálfsögðu einnig við sögu en þeir komu upp um hneykslið á sínum tíma. Báðir unnu þeir hjá Washington Post. Þeir skrifuðu bókina ,,AU The President’s Men” sem sam- nefnd k'vikmynd var gerð eftir. Sú mynd var sýnd hér i Austurbæjarbíói árið 1977. Með aðalhlutverk í þeirri mynd fóru þeir Robert Redford og Dustin Hoffman. Vélabrögð í Washington var gerð árið 1977 og með aðalhlutverk í myndaflokknum fara Jason Robards, Cliff Robertson, Stephanie Powers, Andy Griffith og Robert Vaughn, allt þekkt nöfn. Þessi myndaflokkur lofar okkur góðum miðvikudagskvöldum næstu sex vikurnar en hver þáttur er 90—100 mínútur að lengd. Þýðandi er Ellert Sigurbjörnsson. -ELA. Böm með sérþarfir —þriðja þemavika bamaársnef ndar Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir byrjar í kvöld þriðju þemaviku sína á vegum barnaársnefndar. Ásta verður með í því sambandi þrjá útvarpsþætti og einn sjónvarpsþátt. Vikan nefnist Börn með sérþarfir. Fyrsti útvarpsþátturinn er í kvöld kl. 21.45 og nefnist hann Er skóli fyrir' alla? Ásta sagði í samtali við DB að fyrst í þættinum athugaði hún grein í grunnskólalögunum þar sem segir að hið opinbera sé skylt að halda skóla fyrir 011 börn á aldrinum 7—16 ára og ennfremur segir í grein þessari að öllum börnum á þessum aldri sé skylt að sækja skóla. ,,Ég athuga í þættinum hvort börn sem ekki geta notið venjulegrar kennslu eigi rétt á kennslu við sitt hæfi,” sagði Ásta. ,,í því sambandi ræddi ég við sér- fróða menn og spúrði þá hvort skóli væri til fyrir alla þá sem ekki geta notið venjulegrar kennslu. Síðan ræði ég við fulltrúa frá öllum sérskólunum. í þættinum kynnumst við blöndun, þ.e. þegar börnum með sérþarfir er blandað við eðlileg böm í skólum. Hún er t.d. í Hlíðaskóla og Laugarnesskóla. Ég heimsæki þessa skóla og tek tali almenna kennara og sérkennara. Einnig ræði ég við nokkur börn. Ég reyni sem sagt að komast að því hvort allir sem þurfa að fá sér- kennslu fái kennslu við sitt hæfi,” sagði Ásta Ragnheiður. Þátturinn í kvöld er þriggja stundarfjórðunga langur. Það má geta þess að annað kvöld verður Ásta með annan þátt sinn og nefnist hann Má ég vera með? Þriðji og síðasti útvarpsþátt- urinn verður síðan á föstudag og nefnist hann Kynning á greiningarstöð- inni í Kjarvalshúsi. , - F.LA Hér ræðir Haraldur við strympu sem er alveg strumpuð að sögn kunnugra. Hún kemur einnig fram í hinni strumpuðu Stund okkar. Já, já, já, syngja strumparnir þegar Haraldur spyr hvort skrýplar geti skælt. Það eru yfirstrumpur og lestrarstrumpur sem sjást á myndinni. Ásta Ragnheiður Jóhannesdöttir kom í heimsókn til okkar á ritstjórnina, holdvot .•? rigningunni, og við notuðum tækifærið og mynduðum Itana þrátt fvrir mótmæli henn- arsjálfrar. DB-mynd Hörður. ER SKÓLIFYRIR ALLA? - útvarp kl. 21.45: Aðstandendur strumpanna horfa á fyrstu upptöku á skerminum. Lengst til vinstri á myndinni er Helga S. Harðardóttir (feimnisstrumpur),þá Haraldur Sigurðsson. Sitj- andi honum á hægri hönd er Sigríður Hannesdóttir sem bjó til texta fyrir strumpana og talar. Framan við hana er Hallvcig Thorlacius (yfirstrumpur) og sitjandi fremst á myndinni er Helga Stephensen (lestrarstrumpur og strympa). Litlu stúlkuna á mynd- inni þekkjum við ekki. Okkur láðist að spvrja manninn fyrir frarnan sjónvarpstækið til nafns, en hann er starfsmaður sjónvarpsins. DB-mvndir Hörður Á sunnudag, nánar tiltekið í Stund- inni okkar, fáum við að skyggnast um í Skrýplalandi ásamt vini vorum Haraldi Sigurðssyni. Blaðamaður og ljósmynd- ari DB fengu að heimsækja Skrýpla- land þegar upptakan var gerð og fengu að kynnast því sem þar ber fyrir aug- um. Haraldur var mættur í sparijakka sínum og með hatt á höfði en hafði augsýnilega miklar áhyggjur af því að sparibuxunum „gleymdi” hann heima. Þess í stað varð aumingja Halli að vera í gallabuxunum sínum. „Sjást nokkuð buxurnar,” sagði Halli i hræðslulegum tón, eflaust hræddur um að krakkarnir sem sæju hann í sjónvarpinu myndu hlæja að honum sæju þeir buxurnar. „Nei, nei, þær sjást ekkert,” sagði einhver góðlega og Haraldur lyftist allur upp enda kominn til vina sinna strumpa í Skrýplalandi. í fyrstunni virtust engir strumpar sjáanlegir en loks kom einn fram á bak við svepp. Það reyndist vera yfírstrumpur sem sagðist ætla að kynna atriðin fyrir hina strumpana. Er þeir Halli og yfirstrumpur höfðu skeggrætt nokkra stund kom lestrar- strumpur fram. Hann hafði að vonum ógurlega mikið að gera, enda kallaður gleraugnastrumpur því hann er alltaf að lesa. Að síðustu kom svo feimnis- strumpur, hann er alltaf svo feiminn. Halli stakk upp á því að þeir syngju lag fyrst þeir væru nú allir komnir í sjónvarpið. Og áður en langt um leið heyrðust háværar raddir um Skrýpla- land, „Geta skrýplar skælt? Já, já, já,” og svo frv. Að sjálfsögðu eru líka til kvenkyns V__________________________________ t---------------------------------- strumpar. Strympa heitir hún og er „svaka strumpuð” eins og einhver sagði. En til að svipta áhorfendur ekki allri eftirvæntingu að sjá þetta strump- aða atriði í Stundinni okkar er betra að segja ekki of mikið. Myndirnar hér á siðunni tala þó sínu máli. Þess má geta að Sigríður Hannes- dóttir útbjó texta fyrir strumpana og talar einnig fyrir þá. Hún útbjó textann i fyrstu með máli skrýpla en þar sem Bókaútgáfunni Iðunni fannst strump- um misboðið með þvi varð Sigríður að breyta upphaflegum texta og gera ráð fyrirstrumpumítextasinum. -ELA /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.